Tíminn - 28.01.1979, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.01.1979, Blaðsíða 15
Sunnudagur 28. janúar 1979 V0 ■ 15 varnarmálaráðuneytisins. Þetta eru um 13% þeirra tilrauna, sem hið opinbera stóð fyrir á þvi ári. 2.Tannlæknisfræði. Dýr (alla vega kettir, rottur, hundar og kanlnur) hafa I slaukn- um mæli verið notuð við tann- læknisfræðilegar tilraunir, enda þótt tennur þeirra séu mjög óllkar mannstönnum. Boraö er I tennur dýranna eða þær fjarlægðar og I- gerðir látnar ná sér á strik. Vlst er, að tilraunir þessar eru mjög þjáningarfullar — þess utan hafa þær a.m.k. mjög litið læknis- fræðilegt gildi. Tilraunir utan Bretiands Menn halda oft, að breskir rannsóknarmenn framkvæmi ekki eins hrottafengnar tilraunir og starfsbræður þeirra vlða er- lendis. Trúlega er þarna fyrst og fremst um það að ræöa, að Bret- um er þaö I blóð borið að lýsa hlutunum á „fínni” hátt — miðað við t.d. Bandarikjamenn, sem yfirleitt eru ekkert að skafa utan af hlutunum i lýsingum slnum. Sálfræðingar i Connecticut hefur bent á, að apar sem ákveðinn hluti heilans hefur verið fjar- lægöur úr, eigi það stundum til að éta saur. Við þessar athuganir notaði hann ókynþroska rhesus- apa. Hann fjarlægði úr þeim við- komandi heilahluta til aö athuga hinar breyttu matarvenjur þeirra. Visindamaður i Kalifornluhá- skóla reyrði niður apa, skar af þeim skottið, dró úr þeim vig- tennurnar og setti elektróður langt inn I heila þeirra. Tækjum til þvag- og blóösýnatöku var komið fyrir inn I þeim. Eftir að hafa fengið atferlisfræðilega þjálfun, var öpum þessum skotið út I geiminn. Rannsóknarmaður við John Hopkins læknaskólann I Balti- more lagði stund á athuganir á skyndilegum dauða. Þetta gerði hann með að setja rottur niður I vatnstank og athuga hve lengi þær væru að drukkna. Ýmist drukknuðu rotturnar strax (gáf- ust upp) eöa syntu um — i allt að sextiu klst., áöur en þær drukkn- uöu. Hann komst einnig að þeirri niðurstööu, að þær drukknuðu fljótar, væri „skeggið” skorið af þeim. Framköilun stress og taugaveiklunar við til- raunaaðstæður Allt síðan á dögum I. Pavlovs (rússneskur) hafa dýr veriö notuö I tilraunum, sem miða að þvl aö sturla dýrin. Yfirleitt er þetta byggt á sársauka, sem dýrin geta ekki flúið frá. Flestar sllkar tilraunir virðast framkvæmdar I Bandarikjunum og Sovétrlkjunum. Árekstraprófanir Dýr eru mikið notuð viö athug- anir á bílslysum. Yfirleitt er dýr- ið reyrt niður I bilsætið og bfllinn siðan klessukeyrður á tilteknum hraða. Þessar tilraunir eru flest- ar framkvæmdar I Bandarikj- unum. Notaðir eru birnir, oragn- utanurog górillur. Þótt það sé vel vitað, að öryggisbelti geti orsak- að dauða fósturs, fengu banda- riskir vísindamenn 103.800$ áriö 1968 frá samgöngumálaráðuneyt- inu til að framkvæma klessu- keyrslutilraunir á þunguðum baboon-kvenöpum. Oft eru þau dýr, sem lifað hafa af slíka tilraun, notuð umsvifa- laust aftur. VII Það sem nota má I stað dýra I tilraunum. A siðari árum hefur fundist ýmis konar tæki, sem nota má I stað dýra I tilraunum: 1. Dúkkur. Notaðar i klessu- keyrslutilraunum og viö kennslu i liffræði, hjúkrun og læknisfræði. Til eru mjög fullkomnar dúkkur („róbótar”), sem gerðar hafa verið i þessu skyni. Til eru dúkk- ur, sem nota má til „krufningar”. 2. Stærðfræöileg módel. Slik mód- el hafa veriö gerö fyrir athuganir á starfsemi flestra llffæra og líf- fræöilegra kerfa. Nota má þau við kennslu, sjúkdómsgreiningu og rannsóknir. Slik kerfi geta t.d. sagt fyrir um áhrif lyfja. 3. Vefjaræktir. Þar er um að ræða ræktun ’ lifandi frumna, sem fengnar eru frá ltfverum. Einn megin kostur þessarar aðferðar, fram yfir dýratilraunir er, að hægt er að rækta þannig upp mannsfrumur. Sllkar ræktanir eru t.d. notaðir I: eiturefnaathug- unum á „metabóliskum inhibitor- um”. 4. Frumstæðar llfverur. T.d. hafa bakteríur verið notaðar viö próf- anir á verkun ýmissa lyfja. Þessar umsagnir og tilraunir I fyrrgreindri bók ættu aö nægja til að gefa hugmynd um, hversu al- varlegt ástandið er varðandi meðferð tilraunadýra. Aðeins hefur verið tæpt á örfáum þeirra atriöa sem f jallað er um I bókinni og einstök dæmi tekin af handa- hófi. Ráðlegg ég eindregið öllum þeim, sem þess hafa nokkurn kost, að lesa bók þessa til hlltar. Þar eð ástandið I þessum efn- um getur varla talist vera alvar- legt hér á landi enn sem komið er, mun ekki útilokaö, að hægt verði að hafa heppileg áhrif á þróun þessara mála. Margfalt erfiðara er að hafa áhrif á slikar tilraunir, þar sem þær eru orðnar rótgrón- ar. Ég óttast, að lita verði á með- ferð tilraunadýra sem hluta af stærra vandamáli: hnignun sið- gæðis almennt. Þvl er ekki nóg að draga úr afleiðingum: orsakirnar veröur lika aö reyna að uppræta. Úr bókinni „VICTIMS OF SCIENCE - THE USE OF ANIMALS IN RESEARCH”, Reyder, R. D. , Davis-Poynter, London, 1975. Úrdráttur — aftast I bókinni. 1. Engin frambærileg ástæða er til að ætla, aö önnur dýr þjáist ekki á svipaöan hátt og menn. 2. Siðustu áratugi hefur oröiö stöðug aukning I notkun lifandi dýra við rannsóknir. 3. Mörgum tilraunum fylgja miklar þjáningar fyrir tilrauna- dýrin. 4. Líklega deyja a.m.k. 100 milljónir tilraunadýra á hverju ári I rannsóknarstofum um heim allan. 5. Vitað er, að á ári hverju eru gerðar tilraunir á yfir fimm milljónum lifandi hryggdýra I breskum rannsóknarstofum. Um 86% tilraunanna eru fram- kvæmdar án svefnlyfja, enda þótt margar þeirra orsaki miklar kvalir hjá tilraunadýrunum. 6. Að öllum llkindum eru flestar tilraunir á dýrum nú fram- kvæmdar á vegum verslunar og viðskipta, en ekki i fræðilegum (akademiskum) tilgangi. Svo virðist, sem minna en þriðjungur breskra tilrauna á ár- inu 1972 hafi verið framkvæmdur I læknisfræöilegum tilgangi, og það litur út fyrir, að slstækkandi hlutfall kvalafullra tilrauna á dýrum út um allan heim, sé án tengsla við læknisfræðilegan til- gang. a) Eiturprófanir á hreinlætis- og snyrtivörum, næringarlaus efni, sem bætt er I mat, skordýra- eitur og annar varningur, svo sem t.d. ofnhreinsarar. b) Atferlisfræðilegar rann- sóknir. 7. Fjöldi dýra deyr við prófanir á vopnum. 8. Jafnvel „venjulegt lif” (þ.e., utan tilrauna) á rannsóknarstof- um hefur i för með sér töluveröar þjáningar fyrir mörg dýr. 9. Mikill vöxtur er i „tilrauna- dýraiðnaðinum”, sem byggir hagsmuni sina á aukinni notkun tilraunadýra. 10. Margir nánustu ættingjar mannsins (þróunarfræöilega séð) eru notaðir sem tilraunadýr. Um 250.000 apar deyja árlega i rannsóknarstofum út um allan heim og vegna þessa eru nokkrar tegundir þeirra I hættu að deyja út. 11. Hvergi I heiminum er um aö ræöa löggjöf, sem veitir tilrauna- dýrum tilhlýðilega vernd. Breska löggjöfin er áhrifalitil og 'leyfir, að meiri háttar þjáningar séu lagöar á dýrin. 12. Endurbætur ættu að felast m. a. I: a) Að banna allar kvalafull- ar tilraunir, sem ekki eru gerðar I læknisfræöilegum tilgangi. b) Rlkisaðstoð við þróun aö- feröa, sem komið geta I stað til- raunadýra. 13. Stór hluti rannsókna á dýr- um hefur ekkert vísindalegt gildi. Hvergi er þetta augljósara en I hinum geysiumfangsmiklu eitur- efnaprófunum á verslunarvarn- ingi. 14. Ýmsar prófunaraðferðir, sem komið gætu I stað tilrauna með dýr, lofa góðu, og væri hægt að þróa þær frekar. 1 sumum til- Heildarfjöldi brezkra tilrauna, sem fengið var leyfi fyrir. Skyggðu hiutarnir tákna það hlutfall tilraunanna þar sem svefnlyf voru notuð. Hlutfallslegur fjöldi þeirra tilrauna, sem framkvæmdar hafa verið innan læknavlsindanna. Hundur á tilraunastofu þar sem unnið er að liffæraflutningum fellum eru sllkar aðferðir töluvert ódýrari en notkun tilraunadýra. 15. Margir miklir umbótamenn á sviði þjóðfélagsmála hafa einn- ig sýnt áhuga á verndun dýra. A slðustu árum hafa augu ýmissa stjórnmálamanna, visindamanna og lögfræðinga opnast varöandi mikilvægi þessa máls. 16. Megin tilgangurinn meö hinni geysimiklu notkun tilrauna- dýra er ekki sá að draga úr mannlegum þjáningum, heldur verslunargróði. Annar megintil- gangurinn er starfsmetnaöur. 17. Engin rökræn ástæða er til að hundsa hagsmuni annarra teg- unda. Eigingjörn „tegunda- hyggja” (þ.e., umhyggja fyrir eigin tegund aðeins) er jafnvel varla til lengdar llkleg til að mæla með áframhaldandi tilveru mannsins sjálfs. Alternatorar 1* Maverick, Chevrolet Nova, Blaser, Dodge Dart, Playmouth. Wagoneer Land-Rover, Ford Cortina, Sunbeam, Flat, Datsun, Toyota, VW, ofl. ofl. Verð frá kr. 17.500.-. 'Einnig: Startarar, Cut-Out, Anker, .Bendixar, Segulrofar, Miðstöðvamótorar ofl. I margar teg. bifreiða. Póstsendum. BAaraf h.f. S. 24700. Borgartúni 19. í ■. the first stop on the road to excellence Vinsælu nótnabækurnar frá ALMO eru komnar, þar á meðal: KISS Donna Summer, Leo Sayer, Joan Armatrading, Silver Convention, John Travolta, Quincy Jones, Bob Marley, Nazareth, The Beach Boys, ABBA o.fl. o.fl. Vinsamlega sendið mér litmyndalistann frá ALMO Nafn: Sími: Heimili: Póstnúmer: Sendist til: PLÖTUPORTIÐ Laugaveg 17, 121 Rvk. Pósthólf 1143 Stálgrindahús Fyrirliggjandi eru nú flestar stærðir af stálgrindahúsum, einnig klæðningarefni galv. og i ýmsum litum. = HEÐINN =

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.