Fréttablaðið - 20.12.2006, Side 4

Fréttablaðið - 20.12.2006, Side 4
 Reykjavíkurborg keypti sérfræðiþjónustu af ýmsu tagi fyrir rúmar 830 milljónir króna á fyrstu tíu mánuðum árs- ins án þess að tilboða í viðkomandi verk væri leitað. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir óhætt að reikna með að fjárhæðin muni nema um milljarði króna þegar árið allt verði liðið. Hann telur að útboð og verðfyrirspurnir geti sparað borginni um tíu pró- sent kostnaðar, sem í þessu tilviki væru um 100 milljónir króna. Reglur borgarinnar kveða á um að spyrjast skuli fyrir um verð ef kostnaður þjónustuverks fari yfir sjö milljónir og efna skuli til útboðs ef fjárhæðin sé yfir fjórtán milljónum. Verðfyrirspurn er óformlegri leið en útboð en um hana gilda formlegar reglur. „Meginreglan er sú að það á að bjóða allt út sem hægt er að bjóða út,“ segir Vilhjálmur og telur ein- sýnt að borgin geti sparað peninga með því að virða þá reglu. „Það vekur óneitanlega athygli að ekk- ert af þessu hefur farið í gegnum Innkaupaskrifstofu borgarinnar og það er ljóst í mínum huga að með útboði á stórum hluta þessara verkefna hefði mátt ná fram minni kostnaði og hagræðingu.“ Þorri umræddra verkefna snýr að þjónustu við Eignasjóð borgar- innar og verkkaupar eru fyrst og fremst verkfræðistofur og aðrir ráðgjafar á sviði framkvæmda. 25 fyrirtæki hafa veitt borginni þjón- ustu fyrir meira en sjö milljónir króna á þessum tíu mánuðum og fyrirtækið sem mest hefur fengið hefur gert samninga fyrir tæpar 70 milljónir króna. Ekki fást upp- lýsingar um hversu mörg verk búi að baki fjárhæðinni en Vilhjálmur segir að farið verði ofan í saum- ana á því. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, kveðst sam- mála því að útboð eigi að vera meginreglan en stór verk, á borð við ráðgjöf vegna Sundabrautar, hafi tilhneigingu til að vaxa að umfangi eftir því sem þeim vindi fram. Kostnaður hafi því ekki allt- af verið fyrirséður. „Til að ná utan um þetta hafði ég frumkvæði að því á síðasta kjörtímabili að Reykjavíkurborg og Fram- kvæmdasýsla ríkisins færu sam- eiginlega í að setja skýrar reglur því það má ekki vakna grunur um að verið sé að draga taum eins umfram annars.“ Spurður hvort hann telji að farið hafi verið illa með peninga kveðst Dagur ekki treysta sér til að fullyrða um það á grundvelli heildartölunnar. „En það er fyllsta ástæða til að fara yfir þetta og mikilvægt að ríki og borg séu samferða því í mjög mörgum tilvikum erum við í sam- vinnu við Vegagerðina og ráðum ekki ein för.“ 830 milljóna kaup á þjónustu án útboða Á fyrstu tíu mánuðum ársins keypti Reykjavíkurborg þjónustu fyrir 830 milljónir án þess að leita tilboða. Borgarstjóri gagnrýnir háttalagið og segir hægt að spara háar fjárhæðir með útboðum. Dagur B. Eggertsson segir ástæðu til að fara yfir málin. Robert Gates, sem tók við á mánudag sem nýr varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, varaði í fyrstu ræðu sinni við að ef Banda- ríkjaher mistækist ætlunarverk sitt í Írak myndi það ásækja bandarísku þjóðina áratugum saman. „Eins og forsetinn hefur sagt höfum við einfaldlega ekki efni á mistökum í Mið-Austur- löndum. Ef okkur mistekst í Írak nú verður það ógæfa sem mun ásækja þjóð okkar, skaða trúverð- ugleika okkar og stefna Banda- ríkjamönnum í hættu áratugum saman,“ sagði Gates, sem ætlar sér að fara til Íraks við fyrsta tækifæri til að ræða við banda- ríska hermenn og meta stöðuna. Gates varar við ósigri í Írak Meginreglan er sú að það á að bjóða allt út sem hægt er að bjóða út. Karlmaður á fertugs- aldri hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Maðurinn braust inn í verslunina Rafmætti í Fjarðargötu í Hafnarfirði í júní í sumar og stal flatskjá, símum og gjaldeyri. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn rauf skilorð auk þess sem hann hefur áður gerst sekur um auðgunar- brot. Manninum var auk þess gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns að upphæð tæplega 100 þúsund krónur. Níu mánuðir fyrir þjófnað Lausn á húsnæðisvanda Náttúrufræðistofnunar liggur ekki fyrir en ólíklegt er að nátt- úrusafn verði reist úti á landi, að sögn Jónínu Bjartmarz umhverf- isráðherra, sem fór yfir stöðu stofnunarinnar á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun. „Það var fyrst og fremst verið að fjalla um á hvern hátt aðbúnaði í þessum geymslum væri ábóta- vant og hverjar þarfirnar væru og út frá hvaða forsendum,“ sagði Jónína, sem vildi ekkert tjá sig nánar um staðsetningu náttúru- safns að öðru leyti en að óæskilegt væri að safnið og Náttúrufræði- stofnun væru aðskilin. Árið 1991 komust ríkið, Reykja- víkurborg og Háskóli Íslands að samkomulagi um að reisa náttúru- safn í Vatnsmýrinni en ekkert varð af þeim framkvæmdum, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Spurð um ástæður þess sagðist Jónína ekki þekkja þá sögu. „En það er mjög langur tími sem þetta hefur verið í bráðabirgðahúsnæði og brýnt að við bætum úr aðstöðu þessara safna vegna þess að þarna eru munir sem liggja undir skemmdum.“ Jón Gunnar Ottósson, forstöðu- maður Náttúrufræðistofnunar, sagði að gripið hefði verið til ráð- stafana til að koma í veg fyrir fleiri slys. „Við erum að setja upp rakaskynjara á Hlemmi vegna þess að við erum hrædd um að lenda í þriðja vatnsslysinu. Við vonumst til að það komi varanleg og farsæl lausn úr þessari vinnu sem er núna í gangi.“ Náttúrusafn ekki úti á land Fimm nítján ára einstaklingar voru handteknir í síðustu viku, grunaðir um fölsun á nokkrum fimm þúsund króna seðlum. Lögreglunni í Reykjavík höfðu borist tilkynningar um örfáa falsaða seðla sem voru í umferð og við húsleit hjá fólkinu fundust um 200 þúsund krónur í fölsuðum seðlum auk búnaðar til fölsunarinnar. Bensínafgreiðslumaður sem fékk falsaðan seðil í hendur gerði lögreglu viðvart og handtók hún tvo menn á staðn- um. Þrír til viðbótar voru handteknir við húsleitina. Þung refsing getur legið við broti sem þessu. Fölsuðu um 200 þúsund krónur Sýslumaðurinn á Akranesi hefur lokið við rann- sókn á ætluðum hlerunum á síma þáverandi utanríkisráð- herra, Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, og Árna Páls Árnasonar starfsmanns í ráðuneyti hans. Málið var sent ríkissak- sóknara þann 11. desember síðastliðinn og og í tilkynningu segir að afskiptum sýslumannsins á Akranesi að málinu sé þar með lokið. Rann- sóknin hófst 16. október og unnu tveir lögreglumenn að henni ásamt sýslumanninum. Einnig voru skýrslur teknar af vitnum í rannsóknardeild lögreglunnar í Kópavogi. Þær skýrslur voru teknar upp á myndbönd og send til sýslumannsembættisins á Akranesi. Rannsókn á hlerunum lokið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.