Fréttablaðið - 20.12.2006, Page 104

Fréttablaðið - 20.12.2006, Page 104
 Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann rist- arbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmað- ur heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð. Messi er aðeins nítján ára en hann segir erfitt að fylgjast með samherjum sínum úr stúkunni og er farið að kitla í lappirnar. Hann hefur nú sett stefnuna á að vera orðinn til- búinn í slaginn fyrir viðureign Börsunga gegn enska liðinu Liver- pool í febrúar. „Ég held að það sé gott að setja mér það markmið að verða orðinn tilbúinn fyrir fyrri leikinn gegn Liverpool. Ég vil alls ekki missa af honum og tel mig eiga góðan möguleika á að spila hann. Ég er ekkert að stressa mig neitt vegna meiðslanna og veit það vel að maður má ekki flýta sér of mikið. Ég reyni að eyða eins miklum tíma og hægt er til að bati minn verði fullkominn. Ég gat ekki leikið gegn Chelsea en ég tel að Barce- lona þurfi á hjálp minni að halda í leikjunum gegn Liverpool, þeir verða alls ekki auðveldir,“ sagði Messi. Hann telur að leikstíll Liver- pool geti reynst erfiður fyrir sitt lið. „Þeir spila á Englandi en það er þó spænskur bragur á þjálfar- anum og sumum leikmönnum. Þetta verður sérlega erfiður leik- ur fyrir Barcelona. Öll liðin sem eru komin áfram í keppninni eru mjög góð en ég tel að Liverpool, Lyon og Barcelona séu erfiðust viðureignar. Ég held samt að Liverpool hafi samt þó nokkrar áhyggjur fyrir þessa viðureign þar sem við erum núverandi Evr- ópumeistarar og það skapar ótta,“ sagði Messi. Hann segir að von sín sé að liðið ferðist til Liverpool með góða stöðu og leiði þá í einvíginu um að komast áfram í næstu umferð. „Það yrði frábært að ná að sigra svona 2-0 eða 3-0 í fyrri leiknum. Það er líka mjög mikilvægt að við fáum ekki mark á okkur á Camp Nou til að forðast það að lenda í vandræðum á Anfield,” sagði Messi, sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í sóknarleik Barcelona en hann er yngsti leikmaður sem skorað hefur fyrir félagið í deildarleik. Honum hefur oft verið líkt við goðsögnina Diego Armando Mara- dona. Barcelona tapaði fyrir Inter- nacional í úrslitaleik heimsmeist- arakeppni félagsliða um síðustu helgi en stórt skarð var höggvið í sóknarleik liðsins þegar Messi og markaskorarinn Samuel Eto´o meiddust báðir illa á svipuðum tíma. Eiður Smári Guðjohnsen hefur því leikið stærra hlutverk í liði Börsunga á tímabilinu en margir bjuggust við. Lionel Messi er óðum að ná sér eftir ristarbrot sem hefur haldið honum á hlið- arlínunni síðan í nóvember. Hann missti af leikjum Barcelona gegn Chelsea og vill alls ekki missa af ferðinni á Anfield í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Marco Materazzi, varnarjaxlinn umdeildi, segist hafa ætlað að fara frá Inter í janúar á þessu ári þar sem hann hafi verið hræddur um að missa sæti sitt í landsliðinu. „Ég var undir feldi í janúar, það gekk ekki vel hjá mér með Inter og ég var eiginlega búinn að ákveða það að ég þyrfti að fara. Það var ekkert að samskiptum mínum við Roberto Mancini, þvert á móti, ég vildi ekkert fremur en að spila á HM,“ sagði Materazzi. Svo fór á endanum að hann lék lykilhlutverk þegar Ítalía vann sigur á HM. „Mancini sagði mér að ég væri mikilvægur fyrir liðið. Marcello Lippi (landsliðsþjálfari) sagði mér einnig að vera áfram og hafa engar áhyggjur,“ sagði Materazzi. Ætlaði mér að fara frá Inter Fyrirliði West Ham, Nigel Reo-Coker, fékk í síðustu viku hatursbréf frá stuðnings- manni félagsins sem kenndi honum persónulega um að Alan Pardew, stjóri liðsins, hefði verið rekinn. Alan Curbishley var svo ráðinn og stýrði West Ham til sigurs gegn toppliði Manchester United um helgina þar sem Reo- Coker skoraði eina mark leiksins. „Það sauð upp úr hjá einum ungum manni,“ sagði Tony Finnigan, umboðsmaður Reo- Cokers. „Ég sagði honum að henda bréfinu og einbeita sér að leiknum, sem væri gegn einu sterkasta félagsliði Evrópu.“ Fékk hatursbréf Karl-Heinz Rummen- igge, einn æðsti maður hjá þýska félaginu Bayern München, segir að enginn söknuður ríki hjá liðinu í garð miðjumannsins Michaels Ballack. Hann er harðorður í garð Ballacks og segir þá gagnrýni sem liðið hefur orðið fyrir undanfarið vera nákvæmlega eins og á síðasta leiktímabili þegar þýski landsliðsmaðurinn var í herbúðum liðsins. „Ég neita því ekki að Ballack skoraði nokkur mikilvæg og eftirminnileg mörk fyrir okkur en komið hefur í ljós að brottför hans hefur ekki haft neina úrslita- þýðingu fyrir liðið. Þeir sem halda því fram að við söknum þess að hafa ekki Ballack ættu að minnast þess að nákvæmlega sama gagnrýni var til staðar síðasta tímabil.“ Við söknum Ballacks ekki Vandræðagemsinn í NFL- deildinni, Terell Owens, var í gær sektaður um tvær og hálfa milljón íslenskra króna fyrir að hrækja framan í andstæðing í miðjum leik. Atvikið átti sér stað um síð- ustu helgi er félag Owens, Dallas Cowboys, lagði Atlanta Falcons. Owens játaði eftir leikinn að hafa hrækt framan í DeAngelo Hall, varnarmann Falcons, en hann slapp með refsingu á vellin- um þar sem dómararnir sáu ekki atvikið. Owens er búinn að áfrýja dómnum en lítil ánægja er með hans hegðun innan raða Cowboys og líklegt að verði brugðist.. „Við sættum okkur ekki við svona framkomu,“ sagði harðjaxl- inn Bill Parcells sem þjálfar Dall- as. „Það má vel vera að við refsum honum á okkar hátt en við munum ekki greina neinum frá því hvern- ig við myndum refsa honum.“ Þar með er ljóst að Owens fer ekki í bann eins og Hall vildi sjá gerast. Hann sagði sekt ekki breyta neinu enda ætti Owens miklu meira en nóg af peningum. Slumman kostaði tvær og hálfa milljón króna Greint hefur verið frá því í dönskum og enskum fjölmiðlum undanfarna daga að enska úrvals- deildarfélagið West Ham og Her- følge í Danmörku eigi í viðræðum um að koma á samstarfi félaganna á milli. West Ham er í eigu Íslend- inga og mun Eggert Magnússon, stjórnarformaður félagsins, vera upphafsmaðurinn að þessum við- ræðum. Fulltrúar frá West Ham fara til Danmerkur í janúar til Herfølge sem leikur í dönsku 1. deildinni. Ef verður af samstarfinu munu efni- legir leikmenn hjá danska félaginu eiga greiða leið inn í West Ham. „Þetta snýst um hvort og hvern- ig við getum komið hvor öðrum til góða,“ sagði Per Rud, yfirmaður íþróttamála, við vefmiðilinn Bold. dk á mánudag. „Samstarf við West Ham í framtíðinni mun gefa félag- inu tækifæri á að gera samninga við unga og efnilega leikmenn. Í kjölfarið getum við sent þá til Eng- lands eftir að þeir hafa æft hér í Danmörku.“ Rud segir að West Ham þyki Danmörk spennandi kostur og að Herfølge sé þekkt fyrir að ala upp sterka leikmenn. Slíkt samstarf er alls ekki óþekkt í knattspyrnuheiminum og ekki ólíklegt að West Ham muni í framtíðinni leita til íslensks knatt- spyrnufélags. KR hefur til að mynda átt í samstarfi við Millwall sem kom hingað til lands síðastlið- ið sumar og lék hér tvo æfinga- leiki. Þá hefur ÍBV átt í samstarfi við Crewe á Englandi. West Ham vill samstarf við Herfølge í Danmörku Leik Liverpool og Arsenal í fjórðungsúrslitum ensku deildabikarkeppninnar var frestað vegna mikillar þoku sem lagðist á Anfield, heimavöll Liverpool, í gær. Rafael Benitez, stjóri Liver- pool, var þó ekki sáttur við að leiknum skyldi hafa verið aflýst. „Ég held að við hefðum getað spilað. Þetta kom mér á óvart því í morgun vorum við að æfa við miklu verri aðstæður,“ sagði Benitez. „En það er ekki hægt að breyta ákvörðuninni. Hana verður að virða þótt maður sé ekki sammála.“ Ekki var ákveðið í gærkvöldi hvenær leikurinn gæti farið fram en Arsene Wenger, stjóra Arsenal, þótti afar ólíklegt að hann færi fram í kvöld. Frestað vegna þoku á Anfield Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær þegar Lemgo tók á móti Frisch auf Göppingen. Heima- menn unnu auðveldan sigur, 38- 26, og var Logi Geirsson marka- hæsti leikmaður vallarins með átta mörk. Ásgeir Örn Hallgríms- son skoraði fjögur mörk og átti þeir báðir góðan leik. Fyrir leik voru bæði lið með nítján stig í 7.-8. sæti en Lemgo færðist með sigrinum upp í það sjötta. Magdeburg er í sjöunda sæti, stigi á eftir Lemgo, en á tvo leiki til góða. Logi með átta Tveggja vikna löngum vangaveltum um framtíð Allens Iverson virtist lokið í gærkvöldi þegar bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að hann væri á leið til Denver Nuggets. Hermdu sömu heimildir að í staðinn fengi Philadelphia 76ers Andre Miller, Joe Smith og tvo valrétti í 1. umferð nýliðavals NBA á næsta ári. Ekki væri útilokað að einn eða tveir láglaunaleikmenn færu einnig til félagsins, allt í skiptum fyrir Iverson. Á leið til Denver
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.