Fréttablaðið - 20.12.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 20.12.2006, Qupperneq 6
Breska lögreglan handtók í gærmorgun 48 ára gaml- an mann grunaðan um að tengjast morðunum á fimm vændiskonum í Suffolk í Bretlandi. Jafnframt var yfirheyrslum haldið áfram yfir öðrum karl- manni, 37 ára, sem handtekinn var á mánudag. Lögregla hefur ekki nafngreint mennina, en breskir fjölmiðlar fullyrða að sá sem handtekinn var fyrr í vikunni sé Tom Stephens, sem nýverið sagði blaðamanni Sunday Mirror að hann væri sak- laus, en honum þætti þó líklegt að hann lægi undir grun því hann hefði þekkt allar konurnar og hefði ekki fjarvistarsannanir á þeim tímum þegar þær voru myrtar. Maðurinn sem handtekinn var í gær býr í rauða hverfinu í Ipswich, þar sem konurnar unnu allar, og var hann handtekinn á heimili sínu. Lík kvennanna fimm fundust öll í nágrenni Ipswich í byrjun þessa mánaðar og telur lögregla að um einn og sama morðingjann sé að ræða vegna þess hve svipuð málin eru. Konurnar voru á aldrin- um 19 til 29 ára og fundust lík þeirra öll nakin, að frátöldum skartgripum. Tvær þeirra voru kyrktar, en banamein hinna liggja ekki fyrir. Hvorugur mannanna hefur verið ákærður, en að sögn lögreglu koma fleiri menn til greina. Um fimm hundruð lögreglu- menn vinna nú að málinu. Annar karlmaður handtekinn Brautryðjandi og læknir af Guðs náð Minningabrot Hjalta Þórarinssonar læknis Athyglisverðar frásagnir af einstökum læknisverkum Spaugsemi og leiftrandi hagmælska Dreifing: Sími 663 1224 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Myndir þú kjósa framboð eldri borgara? Á að fara fram lögreglurann- sókn á málefnum Byrgisins? Enn vantar upp á að viðbragðsáætlun Flugmálastjórn- ar vegna deilu Flugstoða ohf. og Félags íslenskra flugumferðar- stjóra (FÍF) sé tilbúin, þegar ein- ungis ellefu dagar eru þar til fyr- irsjáanlegt rask verður á flugi. Nái Flugstoðir ohf. ekki að semja við FÍF á næstu dögum, verða því verulegar truflanir á öllu flugi á Íslandi, frá og með áramótum. „Flug mun leggjast af að einhverju leyti, líklega að öllu leyti,“ segir Loftur Guðmundsson, formaður Félags íslenskra flugumferðar- stjóra. Hagsmunaaðilar í ferðaþjón- ustu hafa því verulegar áhyggjur af gangi mála. Jón Karl Ólafsson hjá Flugleiðum segir brýnt fyrir ferðaþjónustuna að úrlausn náist. „Þetta er stóralvarlegt mál og menn verða að fara að koma sér niður á jörðina. Flugmálastjórn hefur fullyrt að ekki komi til stöðvunar á flugi og við trúum því og treystum á að það gangi eftir.“ Matthías Imsland, framkvæmda- stjóri Icelandic Express, telur að ætluð röskun á flugi muni hafa keðjuverkandi áhrif og talar í því samhengi um hugsanlega „kata- strófu“ fyrir Íslendinga og ferða- þjónustuna í heild sinni. „Það verður að leysa þetta. Það yrðu tafir alls staðar og gífurlegur skaði, ef af yrði,“ sagði Matthías í gær. Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri og verðandi forstjóri Flugstoða, staðfestir aðspurður að viðbragðs- áætlunin sé ekki með öllu tilbúin. „Það er ekki tímabært að fara út í það í smáatriðum, hvernig fyrir- komulagi þjónustunnar verður breytt, en það verður minni sveigj- anleiki. Menn munu fljúga eftir föstum leiðum, frekar en að geta beðið um að velja sér flugleiðir og hagkvæmnustu flughæð. En það er auðvitað grundvallaratriði að fullu flugöryggi verður haldið uppi.“ Hvort erlendum flugum- ferðarstjórum verður boðið starf í stað hinna íslensku, segir flug- málastjóri að það verði auðvitað að fá flugumferðarstjóra til starfa til að auka þjónustustigið á nýjan leik, hvernig svo sem að því verði staðið. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra telur „engar líkur á að það komi til neyðarástands hér, fundin verður lausn á þessu“. Sturla segir að Íslendingar hafi miklum skyldum að gegna í alþjóðafluginu, sem snúi að yfir- flugi á Norður-Atlantshafinu og að þær hafi forgang. Flug gæti raskast mikið eftir áramót Forsvarsmenn flugfélaganna hafa verulegar áhyggjur af flughorfum eftir ára- mót, en þá er liðinn uppsagnarfrestur sextíu flugumferðarstjóra. Talið er að röskunin geti haft keðjuverkandi áhrif á allt flug. Flugmálastjóri segir að eftir áramót verði augljóslega minni sveigjanleiki en að öryggi verði fyllilega tryggt. Byrgið braut lög árum saman með því að afeitra vistmenn sína. Fyrir sjö árum, í desember 1999, sendi Landlæknis- embættið frá sér skilaboð til Heil- brigðiseftirlits Hafnarfjarðar um að Byrgið hefði ekki leyfi fyrir því að stunda afeitrun þar sem að það væri ekki sjúkrastofnun. Í skýrslu heilbrigðisráðherra frá því í mars 2005 er Byrgið hins vegar inni á töflu yfir þær stofn- anir og félagasamtök sem bjóða upp á rými til afeitrunar. Því vissi heilbrigðisráðuneytið að afeitrun fór fram í Byrginu þótt félagið hefði ekki leyfi fyrir þannig starf- semi. Grímur Atlason, bæjarstjóri og þroskaþjálfi, gerði fyrir nokkrum árum úttekt á meðferðarmálum á Íslandi. Hann segist telja að skort- ur sé á faglegu eftirliti með þeim stofnunum sem sinna þessari þjón- ustu. „Ég hef ekki komið beint að þessum málum í nokkurn tíma en hef fylgst vel með. Ég hef ekki séð neinar breytingar á meðferðar- flórunni. Ég get ekki séð að það hafi komið nein stefnumótandi sýn frá stjórnvöldum eða öðrum á þessum tíma þótt það sé vissulega þörf á því.“ Grímur segist hafa lagt það til fyrir nokkrum árum að greiningarstöð yrði stofnuð en ekki fengið miklar undirtektir. „Það eru stofnanir hérna eins Vogur sem hafa mikla reynslu og ættu að geta unnið þetta mjög fag- lega.“ Það verður að leysa þetta. Það yrðu tafir alls staðar og gífurlegur skaði, ef af yrði Kynferðisafbrota- deild lögreglunnar í Reykjavík hefur hafið rannsókn á karlmanni sem beraði kynfæri sín í msn- samtali við fjórtán ára gamla stúlku að því er hann hélt. Þetta staðfesti Hörður Jóhannesson aðstoðaryfirlögregluþjónn við Fréttablaðið í gær. Í tölvupósti sem gengur manna á milli eru sýndar skjásíður af samtali mannsins við móður stúlkunnar sem þóttist vera dóttir hennar. Þar tilkynnti móðirin ítrekað að hún væri 14 ára. Þrátt fyrir það beraði maðurinn kynfæri sín í vefmyndavélina og gaf kynferðislega tilburði í skyn. Lögregla hefur hafið rannsókn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.