Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 42
fréttablaðið farið á fjöll 23. FEBRÚAR 2007 FÖSTUDAGUR4 Sala á sumarferðum hefur farið vel af stað hjá Heimsferðum að sögn Tómasar J. Gestssonar fram- kvæmdastjóra. Gríska eyjan Ródos kemur ný inn í ár og hefur fólk strax tekið við sér. „Ródos hefur vinninginn í ár og hefur slegið í gegn. Síðan fylgja Fuerteventura, Mallorca, Costa del Sol og Montreal fast á eftir hvað varðar vinsældir,“ segir Tómas. Ferðir til Montreal í Kanada eru nýjar af nálinni en hægt verð- ur að fara þangað á vegum Heims- ferða frá maí og fram í september. „Þetta er nýjung á íslenskum markaði og verða ýmsir möguleik- ar í boði fyrir ferðalangana. Hægt verður að eyða hluta af dvölinni í Mont Tremblant sem er sumarleyfisstaður með vatni og strönd. Þar er mikið af alls kyns sporti svo sem golfi og nóg að gera fyrir fjölskylduna. Þá eru sumir að fara í sérferðir svo sem til Niagara-fossanna, Quebec eða Ottawa en síðan eru auðvitað margir sem vilja bara eyða tíma sínum í Montreal,“ segir Tómas sem kveðst ekki geta kvartað enda séu flestir áfangastaðir að vaxa í vinsældum. Ródos hefur vinninginn Heimsferðir fara af stað með ferðir til grísku eyjunnar Rodos. Mont Tremblant í Montreal er sumar- leyfisstaður með vatni og strönd. Sigrún Kristjánsdóttir hefur mikinn áhuga á útivist og hefur tvívegis farið í hjólreiða- ferðir á vegum Bændaferða. Annars vegar hjólaði hún frá Austurríki til Slóveníu og hins vegar frá Austurríki til Ítalíu. „Ég fór í hjólaferðina til Austurrík- is og Slóveníu í júní 2005,“ segir Sigrún og bætir því við að í raun sé það sambýlismanni hennar, Pálma Bjarnasyni, að þakka að þau drifu sig í ferðirnar. „Við fórum með rútu frá München til bæjarins St. Michael í Austurríki og þar byrjaði hin eigin- lega hjólaferð. St. Michael er lítill bær uppi í fjöllum og stendur við ánna Mur.“ Sigrún segir leiðina hafa legið í gegnum þröngan dal og síðan yfir sléttur, austan megin við Alpana, en ferðin var samtals rúmlega 450 km. „Þessi ferðamáti er allt öðru- vísi en að ferðast á bíl eða rútu. Þarna er maður úti og skynjar umhverfið miklu betur og fær mun meira út úr slíkum ferðum,“ segir Sigrún og heldur áfram. „Þú heyrir allt, finnur mismunandi lykt og fleira, auk þess sem það hreinsar hugann að sitja á hjólinu og horfa í kringum sig á fallegt umhverfi.“ Sigrún segist stöðugt hafa séð eitthvað alveg nýtt sem hún hafi ekki séð áður. „Það var svo gaman að vera í sveitinni á sveitahótelun- um. Þar heyrir maður í kúnum með kúabjöllurnar og borðaði góðan mat og fyrir mér var þetta frábær og yndisleg upplifun.“ Spurð hvort ferðin hafi verið erfið segir Sigrún: „Þessi ferð var ekkert sérstaklega erfið þótt hún hafi aðeins verið það fyrir mig. Ég hafði svo lítið hjólað fyrir ferðina, þó að hópurinn hafi hjólað saman einu sinni í viku hér heima frá því um vorið.“ Sigrún segir það hafa breytt miklu að vera búin að hitta og kynnast ferðafélögunum fyrirfram en ekki bara þegar í ferðina var komið. „Það er allt of oft sem maður er rétt að byrja að kynnast fólkinu þegar ferðalaginu er að ljúka,“ segir hún en hópurinn hélt áfram að hittast og hjóla fram á haustið. Á síðasta ári fór Sigrún í aðra hjólaferð en þá frá Austurríki til Ítalíu. „Við flugum til Mílanó og þaðan var okkur ekið til Landeck í Austurríki. Þar byrjaði hjólaferðin meðfram ánni Inn og yfir skarð sem heitir Reschen, til Ítalíu,” segir Sigrún. „Þar tók við áin Etsc, sem við hjóluðum niður með að endanum á Gardavatninu. Við fórum með báti yfir vatnið og hjól- uðum frá bænum Garda til Fen- eyja en þar endaði ferðin.“ Sigrún segir að þótt þessi ferð hafi líka tekið sjö daga þá hafi hún verið erfiðari en sú fyrri. „Við hjól- uðum 550 km í þessari ferð og yfir meira og erfiðara landslag. Annars gekk ferðin alveg eins og smurð vél en það sem mér fannst svo skemmtilegt var að fararstjórinn okkar hafði aldrei hjólað þessar leiðir áður. Þess vegna voru þetta dálítið eins og óvissuferðir, þótt hann hafi auðvitað legið yfir kort- um og bókum fyrir ferðirnar,“ segir Sigrún hlæjandi og bætir við: „Það var eitthvað lítið til af bókum um leiðina frá Gardavatninu til Feneyja en það var bara gaman að villast aðeins af leið. Við bara sner- um við aftur og lentum aldrei á eftir áætlun að ráði. Það var skemmtilegt að velta því fyrir sér hvort og hvenær við kæmumst nú á leiðarenda og hvort allt gengi upp.“ Sigrún segist vona að hún kom- ist í fleiri svona ferðir enda sé boðið upp á skemmtilegar nýjar ferðir í ár. „Þetta er skemmtilegur ferðamáti fyrir fólk sem hefur gaman af að vera úti og upplifa náttúruna. Svo er náttúrlega gaman að lenda í góðum félagsskap en báðir hóparnir voru mjög vel sam- stilltir og skemmtilegir. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa góða ferðafélaga og skiptir jafnvel öllu máli,“ segir Sigrún. sigridurh@frettabladid.is Frábær ferðamáti Smá hvíld á leiðinni frá Auer til Troble við Gardavatn. Erla Magnúsdóttir, Egg- ert Vigfússon og Hulda Vilhjálmsdóttir kasta mæðinni. MYND/SIGRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR Sigrún Kristjánsdóttir er hér til hægri á myndinni en við hlið hennar stendur einn af ferðafélögunum, Ólafía Magnúsdóttir. MYND/PÁLMI BJARNASON MasterCard Mundu ferðaávísunina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.