Fréttablaðið - 24.03.2007, Page 24

Fréttablaðið - 24.03.2007, Page 24
Synti 1500 metra, hef aldrei á ævi minni synt svo langt. Ekki af neinni sér- stakri ástæðu, bara vegna þess að mér leið vel í lauginni og ég hafði ekkert annað að gera. Fyrstu ferðirnar milli bakka eru tilbreytingarlausar og leiðin- legar en svo gleymir maður smám saman stund og stað og kemst í leiðslukennt ástand sem er ótrufl- að af hugsunum. Það kalla sumir hugleiðslu. Ég er að reyna að breyta matarvenj- um mínum úr því að borða sjaldan og mikið í einu í að borða oft og lítið í einu. Það tekur þrjár vikur að gera eitthvað að vana. Verst hvað þess- ar fyrstu þrjár vikur eru lengi að líða. Bókin sem ég er að skrifa er smám saman að taka á sig mynd. Allar þær rannsóknir sem ég hef lagst í eru nú að skila sér. Reynd- ar er það synd hversu miklu af góðum og merkilegum upplýsing- um maður verður að henda af því að þær eiga ekki heima í skáld- sögu. Svonefnd „skipulögð glæpa- starfsemi“, „organized crime“, kemur við sögu í bókinni. Út- breiðsla hennar og velgengni verður skiljanlegri þegar maður gerir sér grein fyrir því að hér er um að ræða atvinnugrein sem veltir stjarnfræðilegum upphæð- um; eiturlyfjasala ein og sér veltir meira en 4 billjónum (fjögur þús- und milljörðum) íslenskra króna á ári – en greinar eins og vopnasala, fjárkúgun, fjárhættuspil, þræla- sala og vændi gefa mun meira af sér. Ef einhver heldur að þrælasala og þrælahald heyri sögunni til rétt eins og sjórán er það mikill mis- skilningur. Á hverju ári eru meira en 10 milljónir manna, aðallega þó konur og börn, seldar mansali. Til samanburðar má geta þess að samanlagður fjöldi þræla sem Evrópumenn seldu til Bandaríkj- anna á meira en einni öld er talinn hafa verið milli 10 og 12 milljónir. Í hinu yndislega Taílandi einu starfar meira en ein milljón kyn- lífsþræla við að svala fýsnum Vesturlandabúa – nær eingöngu konur og börn. Sjórán eru ekki heldur úr sög- unni, öðru nær. Árið 2003 voru framin 344 sjórán sem vitað er um, en nútímasjóræningjar víla ekki fyrir sér að hertaka flutningaskip, ræna farminum og heimta lausn- argjald fyrir þá farþega eða áhafn- armeðlimi sem þeir ekki drepa. Samanlögð útgjöld allra ríkja heims til lög- reglumála og tollgæslu eru agnar- smá í samanburði við þá fjármuni sem glæpasamtök hafa yfir að ráða. Og ofan í kaupið hefur engu löggjaf- arþingi enn þann dag í dag tekist að skilgreina nákvæmlega hvað orðin „skipulögð glæpastarfsemi“ merkja nákvæmlega, og lagasetn- ing um illa skilgreinda hluti verð- ur eðli málsins samkvæmt tals- vert götótt. Í Evrópusambandinu einu eru starfandi meira en 4.000 skipu- lögð glæpasamtök með um það bil 50 þúsund meðlimi í mismun- andi miklum tengslum við önnur glæpafélög í öllum heimsálfum. Ég veit ekki hvort ég er sam- mála heilögum Ágústínusi sem sagði á sínum tíma: „Hvað eru ríki annað en stór glæpafélög, og hvað eru glæpafélög annað en lítil ríki?“ Hann var barn síns tíma, fædd- ur árið 354 dáinn 430. Við skul- um vona að þjóðríkjum hafi farið fram með tilkomu lýðræðis, jafn- vel þótt það sé naumt skammtað. En alla vega lít ég svo á að glæpa- starfsemi sé krabbamein hvers þjóðfélags, og ég trúi því að ég sé að gera eitthvert gagn ef mér tekst að búa til bækur sem fólk les sér til skemmtunar – en fræðist í leiðinni um að veröldin er miklu hættulegri og grimmari staður en við kærum okkur um að horfast í augu við. Krummi fór á grímuball í Kvenna- skólanum klæddur sem sá ágæti sjó- ræningjaskipstjóri Jack Sparrow. Ég er búinn að vera hálfslappur í dag. Sennilega vegna þessa breytta mataræðis. Ég er einfaldlega ekki vanur því að vera sí og æ að fá mér í gogg- inn. Mínar matarvenjur hingað til hafa verið svipaðar og hjá ljón- um sem ekki nenna á veiðar nema af og til og taka þá hressilega til matar síns. Setti persónulegt met í bekkpressu í dag. Það virðist borga sig að gera eins og manni er ráðlagt og borða fimm sinnum á dag en ekki einu sinni eða tvisvar. Í kvöld var síðasti tíminn á frönskunámskeiðinu. Þetta hefur verið ákaflega skemmtilegt. Kenn- arinn, Jacques Melot, er útsmog- inn tungumálamaður og snilldar- kennari. Ég væri svo sannarlega til í að læra meira hjá honum. Síðasta verkefnið var að þýða úr frönsku smásöguna „La photo de la classe“ sem þýðir „Bekkjar- myndin“. Ég var með myndavél í vasan- um og gat smellt af bekkjarmynd – á henni eru að vísu aðeins Frosti, Finnbjörn, Jacques og Soffía, tveir nemendur voru fjarverandi. Á námskeiðinu rumskuðu gaml- ar og rykfallnar málfræðireglur sem ég lærði fyrir löngu í mennta- skóla og voru orðnar stirðar af notkunarleysi. Á hverju kvöldi stauta ég mig fram úr einni síðu í franskri bók og fletti upp öllum þeim aragrúa orða sem ég skil ekki. Tilgangur- inn er tvíþættur, annars vegar að ná tökum á þessu fallega tungu- máli og hins vegar að reyna að halda heilanum í mér í sæmilegu formi, hann þarf á þjálfun að halda og nám er heilsurækt heilans. Tilgangurinn er ekki endilega sá að vita meira í dag en í gær – takmarkið er að vita ekki minna. Það hlýtur að telj- ast til stórtíðinda að í dag var stofnað- ur nýr stjórnmála- flokkur, Íslands- hreyfingin. Þetta er fyrsti græningjaflokk- ur Íslands, það er að segja fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem setur umhverfismál á oddinn. Aðrir flokkar hafa efnahagsmál fyrir sitt faðirvor en vilja gjarna bregða yfir sig grænni kápu við hátíðleg tækifæri og spýta sjálfkrafa út úr sér frösum um hvað náttúran sé dýrmæt ef einhvers staðar glittir í hljóðnema eða fréttamann. Það sem skilur milli venju- legra stjórnmálaflokka er fyrst og fremst hvort samúð þeirra liggur hjá sauðkindinni, rúningsmannin- um eða eiganda ullarverksmiðj- unnar. Nú fær grasið sem sauð- kindin kroppar loksins sinn mál- svara á þingi. Ég sá að Ólafur Hannibalsson, Jakob Frímann og Bubbi Mort- hens voru allir á fundinum hjá Ís- landshreyfingunni eins og vitr- ingarnir þrír við vistvæna vöggu Frelsarans. Kannski verða þeir allir ásamt Margréti Sverrisdóttur og Ómari Ragnarssyni orðnir ráðherrar í maí. Það þætti mér mikil framför. Það verður reyndar fróðlegt að fylgjast með því hvernig Ómari Ragnarssyni vegnar í pólitíkinni. Hann er hugsjónamaður og eld- hugi en hugsjónir á okkar efnis- hyggju tímum hafa verið álíka mikið í tísku og sauðskinnskór. Reyndar hafa margir farið í pólit- ík vel nestaðir með hugsjónir í far- angrinum en þær hafa því miður ekki reynst endingarbetri en sauð- skinnsskórnir voru í gamla daga. Ég dáist að Ómari margra hluta vegna og vona að það sem hann segir með hjartanu verði til þess að verstu stóriðjufíklarnir verði settir í afvötnun ef svo má að orði komast, þó ekki væri nema vegna okkar hinna, aðstandenda landsins sem afkomendur okkar munu erfa innpakkað í raflínur. Hugsjónir og sauðskinnsskór Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá leiðslukenndu ástandi og skipulagðri glæpastarfsemi. Einnig er minnst á heilagan Ágústínus, Ómar Ragnarsson, Jack Sparrow, Ólaf Hannibalsson, Jakob Frímann, Bubba Morthens, frábæran frönskukennara og matarvenjur ljóna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.