Fréttablaðið - 24.03.2007, Page 36

Fréttablaðið - 24.03.2007, Page 36
Nýjasta fimm dyra útgáfa Ren- ault Mégane kom á markaðinn síðasta haust. Bíllinn er ein- staklega lipur og veggripið er stórgott. Líkt og Renault er von og vísa er bíllinn afar öruggur, en hann hlaut fimm stjörnur í árekstrarprófum EuroNCAP. Bíllinn ætti að falla vel í kram- ið hjá fáguðum karlmönnum og módernískum konum. Nýjasta útgáfan er svokölluð „make over“ útgáfa, eða andlits- lyftingar útgáfa sem þýðir að bíll- inn hefur fyrst og fremst feng- ið betra útlit. Meðal annars eru nú speglar og hurðarhúnar eru samlit- ir bílnum og í hann hefur verið sett leðurstýri sem er með þeim liprari sem ég hef snert fram til þessa. Í fimm dyra Renault Mégane eru margir skemmtilegir fídusar. Einn þeirra er sá að ekki þarf að notast við lykil til að koma honum í gang heldur er hann ræstur með einum einföldum takka sem á stendur start/stop og til að takkinn virki stingur maður dyraopnaranum í þar til gerða rauf. Þessi Renault er, líkt og aðrir Renault-bílar, útbúinn litlu hand- fangi við stýrið, en með því má meðal annars hækka og lækka í hljómflutningstækjum og kanna hluti eins og ekinn kílómetrafjölda, hversu margir kílómetrar eru í að tankurinn klárist og hversu miklu bíllinn er að eyða akkúrat þá stund- ina. Þetta er ótvíræður kostur. Að aka bílnum er svo saga út af fyrir sig. Liprari bíl í þessum verðflokki er vart hægt að finna en veggrip er sérlega gott og er hann bæði snöggur upp og niður. Stýrið er sérlega létt, hugsanlega svo létt að mörgum gæti þótt það skorta meira viðnám, en fyrir þá sem kunna að fara með léttleik- ann er þetta kærkomið. Ef Renault Mégane væri dýr myndi ég helst líkja honum við ársgamlan síams- kött sem hefur öðlast gott vald á hreyfingum sínum en er um leið liprari og léttari en færasti dans- ari. Rými bílsins er ágætt. Það var gott að koma í hann bílstól og dóttir mín hafði gott útsýni, en fótarými fyrir langlappa er ekki mikið í aftursætinu. Skottið er heldur ekki stórt, en upp á móti því vegur að hægt er að leggja niður sætin og stækka skottið um leið. Ef ég þyrfti að kaupa mér bíl á morgun væri ekki ólíklegt að ég fetaði í fótspor forfeðranna og fjárfesti í Renault, eða Runó eins og dóttir mín tveggja ára kallar þennan uppáhaldsbíl sinn. Það að hann sé franskur er út af fyrir sig kostur, en fyrir utan það er þetta bæði öruggur, smart og skemmtilegur bíll, sem fágað- ir karlmenn og flestar módernísk- ar konur kunna vel að meta. Lipur og léttur Mégane SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4 • SÍMI 562 6066 SUMARDEKK HEILSÁRSDEKK OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAGEYMAÞJÓNUSTA BREMSUKLOSSAR PÚSTÞJÓNUSTA Sími 564 0400 BÍLARAF Auðbrekku 20, Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A. Höfum til afhendingar strax Bílexport ehf. www.bilexport.dk • boas@bilexport.dk Upplýsingar gefur Bóas s. 0049 1752711783 eða Eðvald s.896 6456 MAN 35.480 8x6HBB EURO 4 Mercedes Benz 2660 EURO 5 MAN 26.480 6x4 BLS EURO 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.