Fréttablaðið - 24.03.2007, Síða 52

Fréttablaðið - 24.03.2007, Síða 52
hús&heimili Fátt er betra eftir erfiðan vinnu- dag en að slaka á í notalegu um- hverfi, skála í ísköldum drykk og narta í þjóðlegt snarl. Óðinn Bolli Björgvinsson vöruhönnuður hefur á undanförnum árum lagt sitt af mörkum til að þessi stund geti orðið enn ánægjulegri fyrir okkur hin og meðal annars hann- að borðbúnað, klakamót og þægi- lega stóla. „Ég lærði vöruhönnun í LHÍ og útskrifaðist sem vöruhönnuð- ur fyrir tveimur árum. Ég stefndi alltaf að því að fara út í vöru- eða iðnhönnun en þegar ég komst að því að slíkt nám væri hafið hér þá skellti ég mér í það. Mig hafði lengi langað til að fara í iðnhönn- un og vann hjá fyrirtæki hér á Ís- landi sem hafði starfandi iðnhönn- uð innanborðs. Ég var alltaf mjög spenntur fyrir því sem hann var að fást við en það náði ekki lengra þá og ég sneri mér að öðrum verk- efnum. Áður en langt um leið varð ákveðin breyting á lífi mínu sem varð til þess að ég fékk tækifæri til þess að skella mér í skóla. Ég sótti um í LHÍ og sé ekki eftir því,“ segir Óðinn Bolli. Á heimasíðu Óðins, www.odinn. com, má sjá skemmtilegt úrval af hlutum úr smiðju hans. Þar getur meðal annars að líta stílhreina „stóla“ sem ætlaðir eru til þess að halla sér upp að og hvíla sig stund- arkorn fremur en að setjast á. Einnig má sjá skemmtileg klaka- mót sem koma flestum kunnug- lega fyrir sjónir enda hafa þau nú verið í sölu í verslunum um nokk- urt skeið. „Ég er alltaf að reyna að búa til einfalda hluti og bæta það sem fyrir er. Það er svo margt í okkar heimi sem er búið að marghanna og þessi bransi gengur að stórum hluta út á það að vinna með það sem til er fyrir.“ Hönnun Óðins ber með sér sterka strauma úr íslenskri náttúru og segist hann hafa verið þeirrar gæfu aðnjót- andi í æsku að njóta hennar til hins ýtrasta. „Þegar ég var barn var mikið farið með mig í veiði- túra, útilegur og fjallaferðir. Það er ótrúlegt hvað maður sækir mikið í það enda sér maður allt aðra hlið á landinu þegar maður skoðar það frá þessum sjónarhóli. Það eru ákveðin gæsahúðaáhrif sem sitja eftir og ég nýti mér þau þegar það á við.“ Eitt af því sem vekur athygli á heimasíðu Óðins er bakki sem búinn er til úr íslenskum flatkök- um. „Ég var að reyna að finna einhvern þátt í okkar menningu sem mætti betur fara. Maður hefur svo oft fengið flatbrauð með baunasalati og ég fór svo- lítið að einblína á framsetningu á íslenskum mat. Í framhaldi af því fór ég að leika mér með flat- brauðið. Það gekk ótrúlega vel, flatbrauðið er hægt að baka í mis- munandi formum og mislengi og það endist lengi eftir að búið er að forma það og baka það. Mér þótti aflanga formið heppnast best en það hefur ákveðna tilvísun í þorratrogið. Þessi vara er meira til að hafa gaman af. Stærsti hluti minnar hönnunar hefur virkni og tilgang,“ segir Óðinn og nefnir sem dæmi Lautarstólinn. „Hann er mikill skúlptúr og getur sómt sér vel einn og sér á stofugólfinu þegar hann er ekki í notkun en þjónar sínum tilgangi þegar á þarf að halda. Ég hef verið að vinna að nýrri útgáfu að honum, einfald- ari og stílhreinni. Það stendur til að gera nokkur eintök af honum enda er ég orðinn þokkalega sátt- ur með hann . Óðinn segist hafa verið heppinn síðan hann lauk námi enda allt- af fengið næg verkefni við hæfi. „Ég hef náð að halda mér í nýju fagi og þó að maður hafi stundum þurft að fara að smíða eitthvað til að auka tekjurnar þá hef ég alltaf náð að halda mér í þessu fagi og er mjög ánægður með það.“ - hg ÞJÓÐLEGT með tilgang Óðinn Bolli Björgvinsson vöruhönnuður fær innblástur úr íslenskri náttúru. Hér má sjá fyrstu útfærslu Lautarstólsins en Óðinn vinn- ur nú að nýrri gerð hans. Óðinn segist alltaf hafa verið heppinn með verkefni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Margir kannast við klakaboxin en þau má til dæmis fá í Kokku. Óðinn vann skemmtilega með íslenska flatbrauðið. Dalsmynni *116 Reykjavík, Sími:566-8417 Fax:5668457 hundagalleri@simnet.is, www.dalsmynni.is Við ræktum: Papillon, Chihuahua, Pomeranian, Japanese Chin, Pug, French bulldog, Cavalier King Charles, Spaniel, Miniature Pinscher, Miniature Púðli, Pekingese, Silky Terrier Smáhundaræktun 24. MARS 2007 LAUGARDAGUR8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.