Fréttablaðið - 08.06.2007, Page 52

Fréttablaðið - 08.06.2007, Page 52
BLS. 10 | sirkus | 8. JÚNÍ 2007 Ég átti mitt fyrsta barn árið 2001 eftir eðlilega meðgöngu og fæðingu en fór svo í keiluskurð áður en ég eignaðist annað barnið. Keiluskurður- inn er talinn hafa veikt leghálsinn, sem varð til þess að Hildur Arney fæddist ellefu vikum fyrir tímann. Þegar ég gekk með þriðja barnið var svo saumað fyrir leghálsinn,“ segir Drífa Baldursdóttir þriggja barna móðir. Drífa vissi ekki um aukna hættu á leghálsbilun við keiluskurð en lét vita í mæðraskoðuninni að hún hefði gengist undir skurðinn. „Fyrir tilviljun hitti ég á lækni sem las gögnin um mig og lét mig panta leghálsmælingu. Þarna voru að koma jól og ég fór ekki fyrr en eftir jólin í mælinguna en þá var ég komin 23 vikur og 5 daga. Þar kom í ljós að ég var komin í hættu- ástand, leghálsinn var orðinn mjög þunnur. Ég fékk sterasprautur til að hjálpa barninu að þroska lungun og ég var send í rúmlegu inn á meðgöngu- deild og var látin liggja því von var á barninu á hverri stundu. Ég var heppin og náði að liggja inni þar til ég var komin 29 vikur. Þá fór vatnið að leka og barnið fæddist en leghálsinn hafði verið fullstyttur frá 25. viku,“ segir Drífa, sem eignaðist litla stelpu sem var 6 merkur. „Hún var hraust og heilbrigð og þurfti á lítilli hjálp að halda miðað við hvað hún kom snemma,“ segir Drífa og bætir við að það hafi hjálpað henni mikið hversu vel henni hafi tekist að undirbúa sig fyrir fæðinguna. „Við vorum ótrúlega heppin að komast svona snemma undir læknishendur og ég er viss um að það hafi bjargað lífi hennar að hægt var að seinka fæðingunni um þessar vikur. Við erum því ótrúlega þakklát öllu frábæra starfsfólkinu sem annaðist okkur.“ Drífa og sambýlismaður hennar höfðu áhuga á að eignast þriðja barnið en voru hrædd. „Við lögðum ekki í aðra meðgöngu og ég ætlaði ekki að verða aftur ófrísk. Yngsta stelpan kom því alveg óvænt en ég var komin 15 vikur þegar ég uppgötvaði að ég var ófrísk. Þá fór ég strax inn á meðgöngudeild þar sem var saumað fyrir leghálsinn. Ég var í góðu eftirliti og mátti ekki vinna og átti að taka því rólega heima og náði að ganga 37 vikur. Þá var saumurinn tekinn úr og fimm dögum seinna var ég komin með 10 í útvíkkun,“ segir Drífa og bætir við að saumurinn hafi greinilega gert sitt gagn. „Yfirleitt þurfa konur að ganga í gegnum það að missa börnin sín áður en leghálsbilun uppgötvast og að mínu mati vantar fræðslu. Þegar ég greindist með leghálsbil- un vissi ég ekkert hvað þetta var og varð að leita mér upplýsinga á erlendum heimasíðum,“ segir Drífa sem ætlar ásamt öðrum konum að stofna félagasamtök foreldra fyrirbura. „Sem foreldrar fáum við endalausa bæklinga um litningargalla og jafnvel tannvernd en ekkert um þetta. Við ætlum okkur að gefa út bæklinga og blöð og búa til heimasíðu og alvöru félag í kringum þetta.“ Elsta dóttir mín fæddist fimm og hálfri viku fyrir tímann og tvíburastelpurnar sjö vikum fyrir tímann,“ segir Guðrún Hulda Fossdal, sem eignað- ist allar þrjár dætur sínar fyrir tímann. Sú elsta, Anna Lára, verður þriggja ára í ágúst svo það er í nógu að snúast hjá Guðrúnu. „Ég vaknaði eina nóttina við það að rúmið var á floti og datt strax í hug að vatnið væri farið. Þegar ég kom á sjúkra- húsið var mér sagt að ég yrði skoðuð daginn eftir þar sem til að meta stöðuna. Vatnið endurnýjaði sig hins vegar ekki og fæðingin fór af stað. Þegar Anna Lára fæddist fór hún beint í hitakassa. Hún hefði komist úr honum einum, tveimur dögum seinna ef hún hefði ekki fengið gulu,“ segir Guðrún Hulda og bætir við að hún hafi í rauninni ekki náð að verða hrædd þar sem hún hafi lítið vitað um fyrirbura. „Ég hugsaði aldrei á meðgöngunni að eitthvað gæti gerst eða að barnið gæti komið fyrir tímann. Seinni meðgangan var hins vegar erfiðari en þá fékk ég að vita að konur sem eru með sjúk- dóminn sem ég er með, NF1, geta átt á hættu að fæða fyrir tímann. Læknarnir fylgdust vel með mér og ég lá fyrir frá 26. viku vegna leghálsbilunar og samdrátta og var undir miklu eftirliti,“ segir Guðrún sem þá var ófrísk af tvíburunum. „Ég vissi svo lengi að tvíburarnir myndu aldrei haldast heila meðgöngu svo hver dagur var algjör lukka. Á 30. viku var ég komin með fullstuttan legháls og 3 í útvíkkun. Þegar þær fæddust fékk ég ekki hríðir heldur opnaðist leghálsinn meira og fór belgur tví- bura A að síga út. Ásrún Svava og Birna Vala voru báðar í hitakassa í ca tvær vikur en þær voru 7 og 9 merkur. Sú meðganga tók verulega á því ég vissi að ég ætti engan möguleika á að klára hana. Ég var hrædd allan tímann og náði ekki að njóta þess að vera ófrísk.“ Eftir fæðingu Önnu Láru frétti Guðrún af félagskapi foreldra fyrirbura og segir það hafa hjálpað sér mikið. „Við erum með fyrirburahóp http://groups.msn.com/fyrirburar og stefnan er að setja upp almennilega heimasíðu þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um fyrirbura, ekki bara það sem gerist á sjúkrahúsinu heldur líka varðandi næstu árin. Fyrirburar geta orðið eftir á í líkamlegum þroska þótt þeir fylgi jafnöldrum sínum oftast í andlegum þroska og þeir eru oft veikari fyrir og fá frekar pestir,“ segir Guðrún. Elsta dóttir hennar er með tímabundið skert ónæmis- kerfi, sem Guðrún telur muni rjátlast af henni. Önnur tvíburanna er svo í reglulegri sjúkraþjálfun þar sem hún fylgir ekki eftir í líkamsþroska. „Tví- burarnir eru eins og sex og sjö mánaða börn þótt þær séu níu mánaða en ég geri fastlega ráð fyrir að þær nái sér að fullu,“ segir Guðrún, sem ætlar sér ekki að eignast fleiri börn. „Þessi félagsskapur for- eldra fyrirbura hjálpaði mér mjög mikið og það var gott að ræða við fólk sem hefur staðið í svipuðum sporum og fá leiðbeiningar og fá að vita á hverju maður getur átt von. Leghálsbilun er ekki algeng en samt algengari en fólk heldur. Talið er að um eitt prósent kvenna fái leghálsbilun, sem eru um 35-40 konur á ári, og við viljum vekja athygli á henni því það eru tvö til þrjú fóstur á ári sem deyja og sú tala er allt of há. Auk fyrirburahópsins erum við komin með hóp fyrir konur með leghálsbilun sem er ætluð til þess að hjálpa konum í þessari stöðu,“ segir Guðrún en slóðin á þá heimasíðu er http://groups.msn.com/leghalsbilun. Guðrún lítur björtum augum til framtíðar en vill gera sitt til að fræða verðandi foreldra um hættuna á leghálsvíkkun. „Stelpurnar mínar eru sannkall- aðar kraftaverkastelpur og hafa braggast ótrú- lega vel þrátt fyrir að hafa komið fyrir tímann.“ indiana@frettabladid.is Sannkallaðar kraftaverkastelpur Fæddist ellefu vikum fyrir tímann DUGLEGAR „Tvíburarnir eru eins og sex og sjö mánaða börn þótt þær séu níu mánaða en ég geri fastlega ráð fyrir að þær nái sér að fullu,“ segir Guðrún sem ætlar sér ekki að eignast fleiri börn. ANNA LÁRA Fæddist 5 og hálfri viku fyrir tímann. HILDUR ARNEY Nýfædd í hitakassa. Á myndinni sést í hönd pabba hennar. SIRKUS RÆDDI VIÐ DRÍFU OG GUÐRÚNU HULDU, UNGAR KONUR SEM ÁTTU BÖRNIN SÍN FYRIR TÍMANN. MÆÐGUR Guðrún Hulda með dæturnar. Stelpurnar eru sannkallaðar kraftaverkastelpur og hafa braggast ótrúlega vel þrátt fyrir að hafa komið fyrir tímann. FALLEGIR FYRIRBURAR KÁTAR OG FRÍSKAR Hildur er rúmlega tveggja ára heilbrigð stúlka. Hér er hún með mömmu sinni Drífu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.