Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 22
L augavegur hefur um langt skeið einkennst af þróttmiklu starfi einkarekinna sýningar- sala og safna. Þar ber fyrst að nefna Safn, einkasafn Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, en þau hafa á löngum tíma eignast mikilvægt safn verka eftir marga af merkustu listamönnum samtímans, bæði erlenda og innlenda. Þar hefur verið rekin sýningarstefna sem tekið er eftir víða um lönd. Á valdatíma R- listans var gerður umdeildur samstarfs- samningur við Safn. Í honum fólst fjárframlag til að bæta aðgengi og öryggi og fær Safn árlega greiddar 14 milljónir sem í lok samningstímans hækkar um tvö og hálft prósent. Safn lánar Listasafni Reykjavíkur verk til sýninga endurgjaldslaust og var litið á samninginn sem tilraun til að styrkja blandaða starfsemi á Laugaveginum. Pétur hefur á síðustu misserum farið fram í gagnrýni á ástandið í miðborginni en þau Ragna búa í bakhúsum Safns en húsið og bakhús hafa um langan aldur verið í eigu fjölskyldu Péturs sem þar rak verslunina Faco. Verk Safnsins eru geymd í húsunum og eftir því sem verðmæti safn-eignarinnar eykst verður brýnni krafa um fullkomlega öruggar geymslur fyrir verðmætin. Varhugavert ástand á Laugavegi hræðir alla þá sem þar geyma verðmæti, bæði verslunareigendur og aðra. Í nóvember í fyrra sendu þau erindi til Reykjavíkurborgar og lýstu áhyggjum sínum og leituðu eftir lóð á hentugum stað til að reisa nýtt hús fyrir Safn, íbúð, sýningarsali, geymslur og vinnustofu. Erindinu hefur enn ekki verið svarað. En að áframhaldandi rekstri Safns steðjar líka sú hætta að menningar- málanefnd Reykjavíkur hætti sam- starfi sínu við Rögnu og Pétur. Einkarekin söfn eru nokkur í landinu en reiða sig mörg á opinberan stuðning. Ekki verður á móti því mælt að Safn er einstakt. Raunar ómetanlegt og verð- mæti þess talið í hundruðum milljóna. Og er þá undanskilið verð á húseign og lóð. Orðrómur er á kreiki um að Safn sé til sölu. Fáir aðilar munu vera þess umkomnir að kaupa slíka eign. Þar sem safneignin er í endursölu fellur á þau virðisaukaskattur og hefði ríkið af honum vel upp í alla styrki sína til myndlistar það árið ef af yrði. Ýmsir óttast að verkin verði seld úr landi. Heimildamenn Fréttablaðsins kalla það menningarsögulegt slys. Kjartan Magnússon, formaður menningarmálanefndar Reykjavíkur, segir samning við Safn renna út um áramót og framtíð þess hér á landi sé óráðin. Safn hafi keypt sér annað húsnæði til geymslu og viðræður standi yfir en Safn hafi ekki óskað eftir endurnýjun samnings. Vísar hann á Pétur Arason svo málið verði skýrt. Pétur Arason segir það afráðið að Safn loki um áramót. „Samstarfs- samningur við Reykjavíkurborg rennur þá út og það er eins þeirra að óska eftir áframhaldandi samstarfi og okkar,“ segir hann. „ Við leggjum miklu meira til þessa samstarfs en þau og þau vita það.“ Hann segir Safn í æ ríkari mæli lána verk erlendis. „Það eru 40 verk frá okkur í Manchester á sýningu núna,“ segir Pétur. Hann segir að erlendir aðilar hafi sýnt safninu áhuga, en Safn sé íslenskt og verði áfram hér á landi. „Það varð til fyrir velvilja myndlistarmanna sem sýndu á Annarri hæð og fer ekki úr landi.“ Fleiri söfn og gallerí við Laugaveg standa nú á tímamótum. Nýlistasafnið hefur um nokkurt skeið verið til húsa á annarri hæð á Laugavegi 26. Það var stofnað 1978 og verður því þrítugt á næsta ári. Nýlistasafnið er sjálfseignar- stofnun, rekið af samtökum listamanna sem heitir Félag Nýlistasafnsins. Starf- semi þess hófst í 50 m² geymsluhúsnæði í Mjölnisholti. Árið 1979 flutti það í bakhúsið að Vatnsstíg 3b og síðan í framhúsið. Núverandi húsnæði Nýlistasafnsins er á Laugavegi 26. Nýlistasafnið var stofnað á rústum SUM og yfirtók húsnæði þess. Þeir sem störfuðu í félaginu eða sýndu á þess vegum lögðu eitt verk inn í safneignina og hefur Nýló, eins og það er kallað, því náð saman einstöku safni íslenskra og erlendra listaverka. Það, rétt eins og Safn, hefur búið við erfiðar aðstæður til geymslu á verkunum. Áherslubreytingar innan veggja safnsins eru nú í undirbúningi: „Áætlað er að fækka sýningum í 6-8 íburðar- miklar sýningar árlega og gefa lista- mönnunum þannig tækifæri til þess að njóta sín til fullnustu í stóru rými safnsins og auka fjármagn við hverja sýningu. Íslensk samtímalist er í mikilli sókn um þessar mundir og augu umheimsins beinast æ meir til Íslands. Því er mikilvægt að bjóða upp á viðamiklar sýningar upprennandi íslenskra listamanna með fjölbreyttri dagskrá.“ Auk þessa er það stefna Nýlistasafnsins að kynna erlenda myndlistarmenn fyrir landi og þjóð með því að sýna a.m.k. tvo framúrstefnulega erlenda listamenn ár hvert. Nýlistasafnið nýtur styrks af fjárlögum og frá Reykjavíkurborg. Kling og Bang fór af stað sem samstarfshópur yngri listamanna um sýningaraðstöðu á Laugavegi 23. Síðar þróuðust mál svo að eigendur gamla Hampiðjureitsins buðu hópnum þar vinnuaðstöðu og húsnæði, sem annars var fyrirsjáanlegt að stæði autt, og fylltist það af lífi. Þar voru uppákomur af ýmsu tagi, auk þess sem fjöldi manna fékk þar starfsaðstöðu. Þegar þar kom að húsin áttu að fara sundraðist hópurinn, en hélt áfram sýningarhaldi á Laugavegi 23. Nú eru þau að pakka og húsið verður rifið. Erling T. V. Klingenberg segir þann átta manna hóp sem stendur á bak við Kling & Bang ehf. vera að leita að nýju húsnæði en þau eiga að vera komin út um mánaðamót. Októbermánuð verða þau með stóra sýningu í Berlín hjá listvininum Ingo Frölich á Torstrasse 111 svo víðar eru Þórsgötur en í Þingholtum. Þar verða nær tuttugu listamenn að vinna og sýna, en þegar heim verður komið er allt í óvissu: „Við leitum logandi ljósi að húsnæði. Það verður að vera yfir 100 fermetrana en það sem býðst er annaðhvort að hverfa eða svo fáránlega dýrt. Við erum opin fyrir öllu þannig að ef Kópavogur kallar eða Hafnarfjörður hringir getum við flutt.“ Utan þessara þriggja safna og sýningarhaldara eru fleiri gallerí í einkaeign eða sameiginlegum rekstri í þvergötum við Laugaveg og Banka- stræti: gallerí 101 í bakhúsi, Gallerí Turpentine í Ingólfsstræti, og eru þá ekki öll upptalin. Öll þessi gallerí hafa styrkt hverfið sem verslunarsvæði svo um munar. Þrátt fyrir erfiðleika við leit að bílastæðum eru gangandi vegfarendur, íslenskir og erlendir, tíðir gestir á þann myndlistarvettvang sem er á götunni og nágrenni. Edda Jónsdóttir og Börkur Arnarson hafa í nær ellefu ár rekið gallerí í miðborginni, fyrst í Ingólfsstræti 8 og síðar á Klapparstíg. Galleríið heitir i8 og hefur sérstööðu í hópi íslenskra gallería því það hefur um árabil afmarkað sig í sýningarhaldi við tiltekinn hóp listamanna. Sumir ganga svo langt að kalla þann hóp sem þar sýnir skóla, fulltrúa fyrir tiltekna stefnu í myndlist. Gallerí i8 sinnir sölu á verkum þeirra jafnframt. Innan vébanda þess er nokkur hópur erlendra listamanna og eru margir þeirra í fremstu línu listamanna í vesturálfu. Innlendum listamönnum undir sínum verndarvæng sinna þau Edda og Börkur ekki síður á erlendum vettvangi. Þau sækja erlendar myndlistarmessur og kynna þar verk sinna manna. Þau hafa verið tíðir gestir á listastefnunni í Basel og dótturstefnu hennar í Miami. Þau verða á lista- stefnunni í Berlín í þessum mánuði og sænskri stefnu sem nú er haldin í þriðja sinn, Market, í Svíþjóð innan skamms. Tilgangurinn er að selja verk til erlendra gallería og safna, koma íslenskri list á framfæri á stærri markaði en hér er. Vegna þessa sérkennis hefur Gallerí i8 notið styrks frá Reykjavíkurborg um nokkurt skeið sem komst á í tíð R- listans. Rennur sá samningur út 2008 og er 1,2 milljónir á ári. Börkur Arnarson segir að húsnæði Gallerí i8 sé löngu sprungið. Það sé óhentugt að ýmsu leyti þótt stað- setningin sé góð. Hann viðurkennir að þau mæðgin hafi um nokkurt skeið svipast eftir öðru húsnæði á þessum slóðum en umhverfis Laugaveg er allt í uppnámi vegna umbreytingar á byggð við götuna. Pétur Arason fyrir framan SAFN á Laugavegi í Reykjavík. Breytingar eru yfirvofandi hjá galleríum og sjálfstæðum söfnum í Reykjavík. Samstarfssamningur Reykjavíkur og Safns á Laugavegi er á enda. Kling og Bang er að missa húsnæði sitt og Nýlistasafnið stendur á tímamótum. Eru frekari breytingar í vændum á vinsælasta hverfi gallería sem kalla til sín fjölda gesta ár hvert og gefa hinni fornu verslunargötu sitt yfirbragð? MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Húsið sem hefur hýst Kling og Bang verður brátt rifið. og hópur- inn er á götunni. Gallerí i8 er að leita að nýjum samastað í miðborg- inni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.