Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 96
Íslenska sem annað tungumál Íslenska sem annað tungumál Námskeið fyrir útlendinga sem vilja læra íslensku, ÍSA102 og ÍSA202. Námskeiðin hefjast 1. október og kennt verður 2–3var í viku (sbr. yfirlit). ÍSA102 er ætlað byrjendum en ÍSA202 er fyrir þá sem hafa svolitla þekkingu á íslensku. Heildarlengd hvors námskeiðs er 60 kennslustundir. Námskeiðið gefur 2 einingar á framhaldsskólastigi. Verð: 11.500 kr. Icelandic courses for foreign students Icelandic courses for foreign students; ÍSA102 for complete beginners and ÍSA202 for those with a little knowledge in Icelandic. Teaching will take place 2 or 3 times/week (see plan). Total number of lessons given in each course is 60. The course carries 2 credits on the modular credit system. Price: 11.500 kr. Mán. Mið. Lau. Fjöldi 18–20 18–20 10–12 stunda 1. okt. 3. okt. 6. okt. 9 8. okt. 10. okt. 6 17. okt. 20. okt. 6 24. okt. 27. okt. 6 31. okt. 3. nóv. 6 5. nóv. 7. nóv. 10. nóv. 9 14. nóv. 17. nóv. 6 21. nóv. 24. nóv. 6 26. nóv. 28. nóv. 6 Samtals 60 UPPLÝSINGAR Á WWW.IR.IS OG Í SÍMA 522 6530 Vörður tryggingar hf. I Borgartúni 25 I sími 514 1000 I www.vordur.is ff k N1-deild karla: HK mætti óvæntri mótspyrnu í Mosfellsbæ þegar liðið landaði sínum fyrstu stigum í N1 deild karla í gær. HK marði Aftureldingu, 28-24, í mun jafnari leik en tölurnar gefa til kynna Gunnar Magnússon, einn þjálfara HK, var allt annað en ánægður með leik sinna manna þrátt fyrir sigurinn. „Þetta var basl. Afturelding er með gott lið sem á eftir að taka fullt af stigum í vetur. Ég var búinn að búa liðið undir erfiðan leik og er mjög ósáttur við okkar leik, sérstak- lega í fyrri hálfleik. Ég vil ekki kalla þetta vanmat en ef við spilum svona getum við gleymt toppbaráttunni í vetur. Við sýndum styrk að rífa okkur upp í seinni hálfleik en ég krefst þess að við leikum betur,“ sagði Gunnar. „Við erum litla liðið en á meðan menn berjast og leggja sig fram getum við strítt hvaða liði sem er,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftureldingar, í leikslok. „Munurinn á liðunum er að við klikkum á þremur vítum og tökum óþarfa léleg skot. Okkur sárvantar markvörslu á mikil- vægum augnablikum á meðan Petckevicius í markinu hjá þeim ver mikið.” Petja bjargaði stigunum Framarar tóku tvö stig með heim í farteskinu eftir sex tíma rútuferð norður á Akureyri í gær. „Ferðin heim er miklu auð- veldari eftir sigur,“ heyrðist í hornamanninum knáa Guðjóni Drengssyni eftir leikinn sem Fram vann 26-30. Framarar voru ávallt skrefi á undan en þrátt fyrir að þeim gengi erfiðlega að stíga skrefið til fulls var sigur þeirra í raun aldrei í hættu. Jafnfræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar til undir lok hans þegar Framarar komust þremur mörkum yfir. Björgvin Páll Gústavsson varði vel í marki Fram og ómarkviss skot Akureyringa enduðu oft á tíðum langt frá markrammanum. Það mátti strax greina í hvað stefndi í upphafi síðari hálfleiks. Framarar náðu þá fimm marka forystu og aðeins Magnús Stefáns- son sýndi sitt rétta andlit í sókn Akureyrar en það dugði ekki til. „Þetta gekk ótrúlega vel. Það gekk nánast allt upp það sem við lögðum upp með,“ sagði marka- hæsti maður Framara, Jóhann Gunnar Einarsson. „Við sáum aug- lýsingu frá Akureyringum um að þeir ættu besta heimavöllinn og annað eftir því. Það hleypti bara auknum krafti í okkur. Okkur hefur gengið ágætlega hér undan- farið, þannig að þetta er að verða frekar þægilegur völlur fyrir okkur,“ sagði Jóhann og glotti við tönn. Sævar Árnason, þjálfari Akureyrar, var ekki upplitsdjarfur. „Það var allt og margt sem fór úrskeiðis hjá okkur til að við ættum skilið að vinna þennan leik. Við gerðum alltof mörg mistök í sókn og vörn og margir menn voru ekki að spila á sinni getu til að við ættum möguleik. Það vantaði eitt- hvað upp á í dag, því miður,” sagði Sævar. Yfirlýsingar Akureyringa kveiktu í Frömurum Það er mikill gæðamun- ur á Haukum og ÍBV og það sást berlega í gær. Þrátt fyrir ágætan vilja og baráttu voru Eyjamenn kjöldregnir í síðari hálfleik og þeir töpuðu að lokum stórt, 37-21. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfeik, sem einkenndist reyndar af ótrúlega ljótum brot- um sem eiga lítið skylt við hand- knattleiks. Arfaslakir dómarar leiksins höfðu ekki kjark til þess að taka málin föstum tökum og fyrir vikið mátti litlu muna að upp úr syði. Haukar leiddu í leikhléi, 15-12, þrátt fyrir að hafa lítið gert af viti. Það segir sína sögu um styrk Eyjaliðsins, sem var gjörsamlega úti á túni í síðari hálfleik. Í stöðunni 22-18 hrundi leikur liðsins endanlega, Haukar skoruðu ein ellefu mörk í röð og slátruðu leiknum. Freyr Brynjarsson átti góðan leik hjá Haukum en aðrir áttu ekki eftirminnilegan leik. Hjá Eyja- mönnum stóð hinn ungi mark- vörður Kolbeinn Arnarsson sig vel en þar er á ferðinni mikið efni. Honum var vorkunn í síðari hálf- leik þegar Haukar skoruðu nær eingöngu úr hraðaupphlaupum. „Við vissum að taktík Eyjamanna væri að leysa leikinn upp með einhverjum látum og því reyndum við að halda haus. Í síðari hálfleik gekk leikskipulagið síðan upp, við héldum hraðanum uppi eins og við vildum og keyrðum yfir þá. Við vissum að þeir myndu springa að lokum enda með þunnan hóp,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, ánægður með stigin sem og stemninguna í húsinu. Slakir Haukar rúlluðu yfir arfaslaka Eyjamenn í skrautlegum leik á Ásvöllum í gær. Lokatölur 37-21. Eyjamenn voru varla með í leiknum í síðari hálfleik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.