Fréttablaðið - 12.03.2008, Side 4
MARKAÐURINN 12. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðla-
bankans, lét á mánudag í ljósi áhyggjur vegna
sterkrar stöðu evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðl-
um. Breska viðskiptablaðið Financial Times segir
gengismálin hafa orðið eftir í málflutningi Trichets
þegar hann ræddi um rökstuðning seðlabankans
fyrir því að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum
prósentum í síðustu viku.
Evran tók stökkið eftir að ákvörðunin lá fyrir, fór
í 105 krónur á mánudag og hafði aldrei verið sterk-
ari. Þá hefur vaxtamunurinn verið meiri gagnvart
öðrum myntum, ekki síst Bandaríkjadal, sem hefur
dalað hratt samfara snörpum stýrivaxtalækkun-
um í Bandaríkjunum frá því lækkanaferli hófst
vestanhafs í september í fyrra. Gengi Bandaríkja-
dals hefur veikst um 9,2 prósent síðan þá samhliða
styrkingu evrunnar. Bloomberg-fréttaveitan hafði
eftir bandaríska fjárfestinum Marc Faber í vikunni
að héldi seðlabankinn áfram að lækka stýrivexti
sína myndi hann rýra allt traust á Bandaríkjadal, í
versta falli eyðileggja hann.
Fjármálaráðherra nokkurra af aðildarríkj-
um myntbandalagsins hafa lýst yfir áhyggjum af
þróun mála, ekki síst fyrir útflutningsfyrirtæki.
Það endur speglaðist svo í ræðu Trichets á mánu-
dag en þá sagði hann miklar gengissveiflur geta
komið niður á hagvexti á evrusvæðinu. Þrátt fyrir
það virðist ekki sem hátt gengi hafi komið illa við
fyrirtæki í aðildarríkjunum. Samkvæmt nýjustu
tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem
birtar voru á mánudag, var útflutningur frá Þýska-
landi, stærsta aðildarríkinu, umfram væntingar í
janúar auk þess sem framleiðni jókst umfram spár
í Frakklandi og Ítalíu á sama tíma.
Á vaxtaákvörðunardeginum í síðustu viku lagði
Trichet sem fyrr ríka áherslu á að halda verð-
bólgudrauginum í skefjum fremur en að gera láns-
fé ódýrara með aðgerðum sem beinast að því að
koma genginu niður. Verðbólga mælist nú 3,2 pró-
sent á evrusvæðinu og hefur viðlíka tala ekki sést
í fjórtán ár. Mikil verðhækkun á matvæla- og
eldsneytis verði á stærstan þátt í þróuninni. Líkt
og greiningardeild Kaupþings benti á í Hálffimm-
fréttum sínum í vikubyrjun bindur há verðbólga
hendur bankastjórnar seðlabanka Evrópu til lækk-
unar stýrivaxta í bráð.
Sérfræðingur hjá bandaríska fjárfestingarbank-
anum Bear Stearns er sama sinnis. Hann segir í
samtali við Financial Times helsta vandann gengis-
lækkun Bandaríkjadals í kjölfar snarpra stýri-
vaxtalækkana í Bandaríkjunum fremur en styrk-
ingu evru. Litlar líkur séu á að aðgerðir sem stuðla
eigi að lækkun evru heppnist á sama tíma og Banda-
ríkjadalur virðist í frjálsu falli, að hans mati.
ÁHYGGJUFULLUR SEÐLABANKASTJÓRI Jean-Claude Trichet,
bankastjóri evrópska seðlabankans, hefur meiri áhyggjur af verð-
bólguþróun en fjármálastöðugleika. Sterk staða evrunnar hefur
bæst við á áhyggjuhauginn. MARKAÐURINN/AP
Horfir á gengi evru
Seðlabankastjóri evrópska seðlabankans hefur áhyggjur af
sterkri evru. Sérfræðingar kenna bandaríska seðlabankan-
um um stöðu mála.
Ferðaskrifstofur í Danmörku segja kaupglaða Dani fara
í stórum hópum í verslunarferðir til til Bandaríkjanna.
Lágt gengi Bandaríkjadals gagnvart dönsku krónunni
á stærstan hlut að máli. Í nokkrum tilvikum hefur við-
skiptavinum fjölgað um 140 prósent á milli ára. Vinsæl-
ustu áfangastaðirnir eru New York og Las Vegas.
Gengi Bandaríkjadals hefur fallið talsvert frá síðasta
sumri. Einn slíkur kostar um þessar mundir 4,8 dansk-
ar krónur og hefur hann ekki verið jafn lágur gagnvart
dönsku krónunni síðan árið 1977.
Danska dagblaðið Nyhedsavisen segir Dani af þess-
um sökum geta hagað sér eins og milljónerar, gamal-
dags plantekrueigendur í borgarferð þar sem allt er
keypt sem hugurinn girnist.
Blaðið hefur eftir Jahn Shapiro, forstjóra ferðaskrif-
stofunnar Profil Rejser, að mikill áhugi sér fyrir helgar-
ferðunum og muni hann einungis aukast lækki gengi
Bandaríkjadals frekar. - jab
FRÁ STRIKINU Á sama tíma og Íslendingar ganga Strikið
á enda flykkjast Danir í hópum til Bandaríkjanna í verslunar-
leiðangra. MARKAÐURINN/AFP
Kaupóðir Danir flykkjast í vesturátt
Það er ekki aðeins gengi banka
og fjármálafyrirtækja sem hefur
orðið illa úti í hræringum á hluta-
bréfamörkuðum. Gengi netleitar-
risans Google hefur fallið um 44
prósent frá haustdögum.
Helsta ástæðan – auk almennr-
ar lækkunar á hlutabréfamörk-
uðum – er nýlegt verðmat á
fyrir tækinu. Helsta tekjulind
Google er auglýsinga-
sala, sem reiknað er
með að dragist saman á
árinu í skugga markaðs-
aðstæðna. Markgengi
bréfa Google var
því fært niður.
Google var
skráð á markað í ágúst árið 2004.
Fyrsti viðskiptadagur með bréf-
in var 19. ágúst sama ár og stóð
lokagengið í rúmum 100 dölum
á hlut í enda fyrsta dags. Geng-
ið reis hægt og bítandi eftir það
og fór hæst í 747 dali á hlut í nóv-
ember.
Bandaríska vefritið Barron‘s
sagði í vikubyrjun að nú riði á að
Google næði væntingum ársins.
Tækist það ekki mætti
búast við að bréfin féllu
jafnvel niður í 350 dali
á hlut. - jab
FEÐUR GOOGLE Þeir
Larry Page og Sergey Brin.
Google í frjálsu falli
Sporslur Lloyds Blankfein,
stjórnarformanns og forstjóra
bandaríska fjárfestingarbank-
ans Goldman Sachs, námu
100 milljónum Bandaríkja-
dala, jafnvirði tæpra 6,9 millj-
arða íslenskra króna, á síðasta
ári. Rúmur helmingur verður
greiddur út í peningum en af-
gangurinn í hlutabréfum í bank-
anum.
Blankfein er langlaunahæsti
bankaforstjórinn vestanhafs og
nærri því sá eini sem hefur
haldið starfi sínu í þeirri orra-
hríð sem stórir bankar og fjár-
málafyrirtæki í Bandaríkjun-
um hafa lent í frá haustdögum,
að sögn Associated Press-frétta-
stofunnar.
Goldman Sachs skilaði met-
hagnaði á síðasta ársfjórðungi,
3,17 milljörðum dala, sem er
talsvert betri afkoma en hjá
keppinautunum vestra. Munar
um að bankinn fjárfesti lítið
í skuldabréfavafningum sem
tengjast þarlendum undirmáls-
lánum. - jab
BANKASTJÓRINN Lloyd Blankfein,
forstjóri Goldman Sachs, er launahæsti
bankastjóri Bandaríkjanna. MARKAÐURINN/AFP
Blankfein einn á launatoppnum
Yasuo Fukudo, forsætisráðherra
Japans, hefur tilnefnt Toshiro
Muto næsta seðlabankastjóraefni
landsins eftir að Toshihiko Fukui,
núverandi seðlabankastjóri, sest
í helgan stein fyrir aldurs sakir í
næstu viku.
Tilnefningin hefur verið gagn-
rýnd í landi hinnar rísandi sólar
enda Muto fyrrverandi aðstoðar-
fjármálaráðherra og því mjög
tengdur ríkisstjórn landsins.
Hann er nú aðstoðarseðlabanka-
stjóri landsins.
Forsætisráðherrann hefur ekki
í hyggju að tilnefna annan mann
í embættið þótt svo geti farið að
Muto hljóti ekki embættið. Hörð-
ustu gagnrýnendur tilnefningar-
innar eru stjórnarandstaða lands-
ins, sem einmitt þarf að kjósa um
nýjan seðlabankastjóra á næst-
unni en hefur meirihluta þing-
sæta í efri deild japanska þings-
ins.
Náist ekki sátt um Muto er
hægt að ráða annan mann tíma-
bundið í stól seðlabankastjóra á
meðan annars er leitað, að sögn
breska ríkisútvarpsins. - jab
SEÐLABANKASTJÓRAEFNIÐ
Forsætisráðherra Japans ætlar ekki að til-
nefna nýjan mann í sæti seðlabankastjóra
þrátt fyrir gagnrýnisraddir. MARKAÐURINN/AP
Lítil sátt um bankastjóraefnið