Fréttablaðið - 25.05.2008, Síða 73

Fréttablaðið - 25.05.2008, Síða 73
SUNNUDAGUR 25. maí 2008 D AG A4 OPNUM EFTIR FORMÚLA 1 Það eru liðsmenn Ferr- ari sem ræsa fremstir í Mónakó- kappakstrinum í dag en oftar en ekki er talað um að þetta sé mikil- vægasti ráspóll ársins enda nán- ast ómögulegt að taka fram úr í þessum kappakstri. Felipe Massa „stal“ ráspólinum af félaga sínum hjá Ferrari, Kimi Räikkönen, á elleftu stundu í gær með mögnuðum hring. Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen ræsa á næstu röð fyrir aftan Ferrari-bílana. David Coulthard ræsir tíundi þrátt fyrir að hafa lent i slæmum árekstri í gær. Þetta er annar ráspóll Massa í röð og sá þriðji hjá honum á þessu keppnistímabili. Hann var veru- lega hissa að hafa náð besta tíman- um í gær. „Mér líkar alls ekki við Mónakó og finnst ekki gaman að keyra hérna. Ég trúi því varla að ég sé á ráspól og finnst það í raun ótrú- legt,“ sagði Massa brosmildur. „Ég hef lagt hart að mér að læra hvernig eigi að keyra hérna því hingað til hef ég alltaf lent í vand- ræðum. Núna var ég búinn að læra betur á ákveðnar beygjur og náði í raun fullkomnum hring sem er nánast ómögulegt í Mónakó.“ Räikkönen bar sig ágætlega þrátt fyrir vonbrigðin að hafa misst af ráspólnum. „Mér tókst að ná mjög góðum hring en því miður dugði það ekki til. Við erum ekkert sérstaklega kátir að vera hér og vorum ekki vissir við hverju átti að búast en við lítum út fyrir að vera klárir í þennan slag,“ sagði Räikkönen. - hbg Mónakó-kappaksturinn fer fram í dag: Massa náði mikilvæg- asta ráspól ársins FELIPE MASSA Keyrði frábærlega í Mónakó í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.