Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 38
díana mist bland í gær og á morgun ... FÖSTUDAGUR Þeir sem langar að prófa eitthvað öðruvísi ættu að skella sér til Vestmannaeyja þar sem Gos- lokahátíðin fer fram. Margir segja að þetta sé mun betri skemmtun en að fara á þjóðhátíð. MÁNUDAGUR Uppistandarinn Snorri Hergill treður upp á Organ. Þar ræðir hann uppvöxt sinn í Noregi, lífið í London, það að rekast á Jude Law, Jörund hundadagakonung og heimsyfirráð lundans. Sýningin hefst kl. 20.30. H E L G IN Gítarnögl. Þetta er mikilvægt tól til þess að spila á gítarinn. Míkrófónn. Þó svo að þetta sé ekki nauðsynlegur hlutur með gítarnum er þetta mikilvægt til þess að hljóð- rita. Míkró- fón- statíf. Það er svo erf- itt að halda á mæknum meðan að maður er að spila á gítarinn, því fylgir þetta fast á eftir mæknum. Mac-tölva. Tölvu- væðing nútímans er með ólíkindum og Mac-tölvur eru alveg ómissandi hluti lífsins. Pro Tools er ein skemmtilegasta uppfinningin að mínu mati, því það er hægt að taka upp demó og jafnvel fullkláruð lög á þessa græju hvar og hve- nær sem er í heiminum. Mixer er auðvitað alltaf í miklu uppáhaldi hjá tónlistarfólki, því þetta gerir manni kleift að stilla allt saman af þegar maður er að spila eða taka upp. Barstóll. Ég er auðvit- að með barstóla í eld- húsinu hjá mér, en þar tek ég upp demóin mín, síðan er bara svo gott að spila á gítar á barstól. Kaffibolli. Að hafa kaffibolla er eitt af lykilatriðunum þegar maður er að skapa eitthvað. TOPP 10 Brynjar Már Valdimarsson, tónlistarmaður og tónlistar- stjóri á FM957 Gítar er mitt uppáhaldstæki. Ég gæti verið rólegur á eyðieyju með einn slíkan og skemmt mér konunglega. Hátalarar, þeir eru mikilvægir við allar aðstæður. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 Ég trúði varla mínum eigin augum þegar ég uppgötvaði að það væri sól tuttugasta daginn í röð og áður en ég vissi af var ég komin í bikiníbux- ur einar fata og lögst á svalagólfið til að ná smá „tani“ áður en ég færi að undirbúa partí til heiðurs sjálfri mér. Meðan ég lá þarna á svalagólfinu fór ég yfir allt áfengið sem ég ætti eftir að kaupa fyrir kvöldið því það er fátt ömurlegra en partí með of litlu áfengi. Þegar ég var búin að liggja á svölun- um heyrði ég að nágranni minn, eldri týpan, var kominn út og með tilheyr- andi Spánartónlist sem glumdi um allt hverfið. Ég var þó viss um að mitt partí myndi yfirgnæfa hans og prófaði að hækka vel í nýju hátölurunum, sem svínvirkuðu! Klukkan sex voru vinkonur mínar mættar og farnar að sturta í sig heima- tilbúnum margarítum. Seinna um kvöldið, þegar Páll Óskar var kominn á hæsta styrk, ein komin úr kjólnum til að ná betri stöðu í handahlaupi og önnur búin að læsa sig inni á klósetti, bankaði löggan upp á og bað um að íbúðin yrði rýmd nú þegar. Eftir ítrekað blikk og vingjarnlegheit sáum við að þetta var algerlega töpuð barátta og því héldum við á B5. Þar voru Beggi og Pacas í geðveiku stuði ásamt Inga í Lúmex, Munda verkfræðingi í Glitni, Lilju hjá Remax og Hönnu Stínu. Eftir að hafa haldið áfram í fimleikakeppn- inni á gólfinu á skemmtistaðnum var stefnan tekin á Tunglið þar sem við dönsuðum frá okkur allt vit. LAUGARDAGUR 28.JÚNÍ Fokk, hvar er ég? Þegar ég opnaði augun var mér litið upp í loftið sem var veggfóðursklætt, síðan renndi ég augun yfir herbergið. Eftir ígrund- aða yfirferð komst ég að því að ég var stödd í hjólhýsi. Rétt í þessu heyrði ég að einhver var að prófa hátalara- kerfi fyrir utan og röddin endurtók, einn tveir, einn tveir, endalaust. Ef það hefði verið fyrsta helgin í júlí eða versl- unarmannahelgin hefði mér kannski ekki brugðið en í allri þynkunni fór ég að velta því fyrir mér á hvaða krumma- skuði væri útihátíð. Þegar ég kom til sjálfrar mín létti mér þegar ég fattaði að ég var enn þá í öllum fötunum. Rétt í þessu var hurð hjólhýssins lokið upp og inn kom svo sólbrúnn gæi að hann glans- aði næstum því eins og leður- sófi og bauð mér góðan daginn. Af fatnaðnum og strípunum að dæma kom ekkert annað til greina en að ég hefði hnotið um hann á Tunglinu en einhvern veginn gat ég ekki fengið mig til að viðurkenna það og það eina sem hrökk upp úr mér hvort maður- inn ætti nokkuð kók. Hann játti því og kom með tveggja lítra flösku sem var hálfnuð. Þegar ég dró appelsínu- gulu gardínurnar frá glugganum kross- brá mér. Ég var stödd í Laugardaln- um. Ég reyndi að eiga sem fæst orð við sólbrúna gæjann en komst ekki hjá því þegar ég fattaði ég var tösku- laus og allslaus, enginn sími og ekki neitt. Ég spurði hann hvað klukk- an væri og þá kom í ljós að hún var hálfsjö um kvöldið og útitónleikar Bjarkar og Sigur Rósar í þann mund að hefjast. Ég ákvað að láta þetta ekki stoppa mig, þurrkaði framan úr mér og kvaddi. Þegar ég labbaði í gegnum tónleikasvæðið sá ég nokkur andlit sem ég kannaðist við. Þar var Orri Hauksson ex Síminn að drekka kampavín úr Bangsímonglösum ásamt félögum sínum. Þar var líka Kristín Eva Ólafsdóttir grafískur hönnuður, Henný Sif Bjarnadóttir í 17 ásamt fleirum. Ég var svo fegin þegar ég labbaði óvart í fangið á vinkonu minni að ég heimtaði að hún keyrði mig heim. Hún var ekk- ert smá hissa að sjá mig og sem betur fer hitti ég engan sem vinnur með mér í bankanum, það hefði verið mega- bömmer. Þegar ég náði að komast inn í blokkina tók ég eftir því að taskan mín var á hurðarhúninum. Vinkona mín skipaði mér að fara í sturtu og halda áfram stuðinu, ég mætti ekki láta hjólhýsagistingu skyggja á gleðina. Á Ölstofunni þetta kvöld voru Lára Ómarsdóttir og Hrönn Kristinsdóttir. Næsta stopp var Boston sem var þéttsetinn af öllu náttúrulega fólkinu. Þar var Björk, Jónsi í Sigur Rós og allt það gengi, Aftur systir, Sammi í Jagúar, Krummi í Mínus og Ásgerður Júníusdóttir. Ég var þó ekki í neinu sérstöku stuði og fór snemma heim. 14 • FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.