Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 56
32 4. júlí 2008 FÖSTUDAGUR Í Kína til forna segir frá hundlötu pöndunni Po, sem vinnur á núðlu- stað en hugsar um lítið annað en kung fu. Röð tilviljana leiðir til þess að Po er útnefndur sem hinn virðulegi drekastríðsmaður, sem er eina von bæjarins til að yfir- buga hin illa Tai Lung. Helstu stríðsmenn Kína eiga því mikið verk fyrir höndum við að þjálfa Po, sem er erfiðleikum háð þar sem hann kann ekki handtak í bar- dagalistum. Kung Fu Panda er nýjasta afsprengi teiknimyndadeildar DreamWorks sem gerði Shrek- myndirnar og nú síðast Bee Movie. Myndir þeirra hafa þó flestar haldið sig í miðjumoðinu, að minnsta kosti langt frá Pixar- staðlinum, sé gerð undantekning með Shrek og Aardman- myndirnar. Með Kung Fu Panda komast þeir aftur á móti á hærra plan og gera eina bestu mynd sína, og eina hressilegustu mynd sum- arsins. Grunnþráðurinn í myndinni er kannski ekki sérlega frumlegur, það er kunnuglega hugmyndin um lúðann með rétta hjartalagið, sem verður hetjan að lokum. En mynd- in vinnur listilega með það efni og hefur að geyma merkilega skemmtileg bardagaatriði auk vel heppnaðra brandara. Kung fu-ið er afgreitt á sniðugan hátt og þar sem þetta er teiknimynd eru nátt- úrulögmálin jafnan beygð að vild, með skemmtilegum árangri. Þetta er einnig flottasta DreamWorks- teiknimyndin til þessa og er sér- staklega vel teiknuð og hönnuð. Jack Black er í essinu sínu sem pandan góða og hans líflegi per- sónuleiki hentar myndinni vel. Það er góður leikari í hverju hlut- verki, þar ber helst að nefna Dust- in Hoffman sem kung fu meistar- inn, Angelina Jolie, Jackie Chan, Seth Rogen, Lucy Liu, David Cross og að lokum Deadwood-naglinn Ian McShane sem skúrkurinn. Það má því segja að Kung Fu Panda yfirvinni afmarka sína með glæsibrag. Hún höfðar kannski frekar til yngri áhorfenda, en grínið og hasarinn smitar frá sér til þeirra eldri og úr verður frá- bær skemmtun, ein sú besta það sem af er sumri. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Pandan bjargar deginum KVIKMYNDIR Kung Fu Panda Aðalhlutverk: Jack Black, Dustin Hoffman, Angelina Jolie, Jackie Chan, Seth Rogen, Lucy Liu, Dav- id Cross, Ian McShane. ★★★★ Einföld og kunnugleg saga sem farið er vel með. Frábært skemmtun sem höfðar til allra aldurshópa. Íslenska hljómsveitin Bloodgroup tróð upp á síðasta upphitunarkvöldinu á Hróarskelduhátíðinni á miðvikudagskvöld. Góður rómur var gerður að tón- leikum hljómsveitarinnar. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir ræddi við krakkana í band- inu eftir tónleikana. „Þetta var ógeðslega gaman, alveg klikkað!“ segir Lilja Kristín Jóns- dóttir, söngkona hljómsveitar innar Bloodgroup. Lilja var enn að ná sér eftir tónleika hljómsveitarinn- ar á Hróarskeldu þegar blaða- maður ræddi við hana. „Það er svo skrítið að fara á svið fyrir framan svona mikið af fólki. Við höfum aldrei gert það áður,“ segir Lilja. Sviðsdýfa Janusar setti smá strik í reikninginn. „Það var bara allt svo brjálað og ég sá tækifæri að það væri hægt. Það er ekki beint vinsælt eftir 2000. Mjög bannað meira að segja. Ég var alveg búinn að gleyma þessu. Ég var geðveikt skammaður. Hljómsveitir hafa verið sendar út af svæðinu, klippt af þeim böndin, fyrir þetta,“ segir Janus. „Við sluppum með aðvörun því við báðumst svo fallega afsök- unar,“ segir Lilja. Við beinum talinu að öðru. Hvernig fannst þeim að heyra kall- að Ísland á tónleikunum? „Það var mjög skrítið. Komið svolítið ‚lands- leikur í handbolta‘ í fólkið. Við höfðum smá áhyggjur af þessu áður en við fórum á svið. Að fólk væri eins og það væri að halda með okkur og hvetja okkur áfram sem „besta bandið á Hróarskeldu“ en svo sá maður fólk sem maður þekkir og þá var það bara gaman,“ segir Lilja. En hvernig undirbýr maður sig fyrir svona tónleika? „Við erum búin að vera að taka allt í gegn sem við fílum ekki. Annaðhvort að taka lögin í gegn eða einfald- lega henda þeim af listanum. Því er live-prógrammið ekkert eins og á plötunni heldur eru lögin í stöðugri þróun,“ segir Styrmir. Hljómsveitin ætlar að vera á hátíðinni og sjá tónleika. „Við ætlum að sjá Radiohead, Bonnie „Prince“ Billie, MGMT, Kings of Leon, Goldfrapp, Chemical Broth- ers, Yeahsayer …“ Lilja segist eiga erfitt með að velja milli Mugison og Band of Horses, sem spila á sama tíma. „Það er spurn- ing hvort maður fer í áfram Ísland-pakkann,“ segir hún. „Eftir svona kvöld þá verður maður eig- inlega að gera það,“ vill Styrmir meina. „Það er þannig stemming í fólki. Það tekur hljómsveit og gerir landslið úr henni.“ Blood- group þarf að fara að finna sér tjaldsvæði innan fjölmiðla- og hljómsveitasvæðisins. „Við erum náttúrlega með barnið þannig að við förum ekkert á kaf í heróínið,“ segir Lilja og hlær. kolbruns@frettabladid.is Voru hvött áfram eins og handboltalandsliðið BLOODGROUP Á HRÓARSKELDU Söngkonan Lilja Kristín Jónsdóttir fór fyrir íslensku sveitinni á miðvikudagskvöldið. MYND/THOMAS ARNBO FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA. ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS KUNG FU PANDA M/ÍSL. TALI kl. 6 - 8 L HANCOCK kl. 8 - 10 12 NARNIA 2 kl. 5 7 INCREDIBLE HULK kl. 10 12 KUNG FU PANDA M/ÍSL. TALI kl. 4D - 6D L KUNG FU PANDA M/ÍSL. TALI kl. 4 - 6 VIP KUNG FU PANDA M/ENSKU kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 L HANCOCK kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 12 HANCOCK kl. 8 - 10:10 VIP WANTED kl. 5:30 - 8 - 10:20 - 10:40 16 NARNIA 2 kl. 5 - 8 7 INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:20 12 WANTED kl. 8:30D - 10:50D 16 KUNG FU PANDA M/ÍSL. TALI kl. 4:30D - 6:30D L NARNIA 2 kl. 3D-6D 7 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 14 THE BANK JOB kl. 9 - 11:10 16 SPEEDRACER kl. 3 L KUNG FU PANDA M/ÍSL. TALI kl. 6 L WANTED kl. 8 - 10 12 NARNIA 2 kl. 6 7 THE BANK JOB kl. 9 16 HANCOCK kl. 8 - 10:10 12 KUNG FU PANDA M/ÍSL. TALI kl. 6 - 8 L NARNIA 2 kl. 5 7 WANTED kl. 10:10 16 DIGITAL DIGITAL DIGITAL ÞAÐ ER KOMINN NÝR HROTTI Í FANGELSIÐ...AF MINNI GERÐINNI! HEIMSFRUMSÝNING NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 12 12 10 HANCOCK kl. 6 - 8 - 10* BIG STAN kl. 8 THE INCREDIBLE HULK kl. 10 * kraftsýning 12 7 16 HANCOCK D HJÓÐ & MYND kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 HANCOCK LÚXUS D HJÓÐ & MYND kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 KUNG FU PANDA D HJÓÐ & MYND kl. 3.45 - 5.50 ÍSL. TAL BIG STAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE INCREDIBLE HULK kl. 5.30 - 8 - 10.30 ZOHAN kl. 8 - 10.30 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 12 14 HANCOCK kl. 6 - 8.30 - 10.30 KUNG FU PANDA kl. 6 - 8 -10 ENSKT TAL BIG STAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 5% 5% SÍMI 551 9000 12 16 7 14 10 12 THE INCREDIBLE HULK kl. 5.30 - 8 - 10.30 HAPPENING kl. 8 -10.10 MEET BILL kl. 5.50 - 8 SEX AND THE CITY kl. 7 - 10 ZOHAN kl. 5.30 INDIANA JONES 4 kl. 10.20 SÍMI 530 1919 Jack Black sannar að hann er einn af fyndnustu grínleikurunum í heiminum í dag. - bara lúxus Sími: 553 2075 HANCOCK kl. 4, 6, 8(D) og 10(D) 12 KUNG FU PANDA kl. 4 (D) og 6 (D) L WANTED kl. 8 og 10.10 16 NARNIA: PRINCE CASPIAN kl. 4 og 7 7 SEX AND THE CITY kl. 10 14 M Y N D O G H L J Ó Ð M Y N D O G H L J Ó Ð SparBíó 550kr Föstudag SPEED RACER kl. 3 í kringlunni NARNIA 2 kl. 5 í Álf., á Self., og í kefl., kl. 3 í Kringl., og kl. 6 á Ak WANTED kl. 5:30 í Álfabakka HANCOCK kl. 4 í Álfabakka KUNG FU PANDA kl. 4 í Álfabakka með íslensku og ensku tali kl. 4:30 í Kringlunni með íslensku tali kl. 6 á Selfossi, Akureyri og í Keflavík með íslensku tali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.