Fréttablaðið - 11.07.2008, Side 18

Fréttablaðið - 11.07.2008, Side 18
 11. júlí 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 187 4.251 -0,70% Velta: 1.045 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: ALFESCA 7,03 0,00% ... Atorka 6,20 -0,80% ... Bakkavör 24,80 -4,62% ... Eimskipafélagið 14,30 -0,69% ... Exista 6,87 -2,00% ... Glitnir 15,15 -0,98% ... Icelandair Group 16,65 0,00% ... Kaupþing 739,00 -0,40% ... Landsbankinn 23,10 -0,22% ... Marel 89,80 +0,22% ... SPRON 3,25 +1,56% ... Straumur-Burðarás 9,79 -0,91% ... Teymi 1,96 0,00 ... Össur 87,90 -1,01% MESTA HÆKKUN CENTURY ALU +5,86% SPRON +1,56% MAREL +0,22% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -4,62% EXISTA -2,00% ÖSSUR -1,01% „Það er eitthvert sull á bak við tjöldin“ segir Júlíus Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og eigandi Tölvulistans. Hann seldi Ásgeiri Bjarnasyni Tölvu- listann fyrir rúmum fjórum árum og á að eigin sögn enn eftir að fá lokagreiðsluna. Nafni Tölvulistans var breytt í Músavík í síðasta mánuði rétt áður en fyrirtækið var lýst gjaldþrota 25. júní síðastliðinn. Stofnað var nýtt fyrirtæki sem ber nafn Tölvu- listans en starfsemi þess er engin. IOD heildsala rekur Tölvulistann í dag undir sinni kennitölu. Júlíus átti fyrsta veðrétt í hluta- bréfum Tölvulistans sem eru í dag einskis virði. Hann segist eiga kröfurétt á móðurfélag Tölvulist- ans BBEN upp á 63 milljónir. „Tölvulistinn var rekinn á sömu kennitölunni frá því að ég sel þangað til í síðasta mánuði. Þá er rekstur Tölvulistans seldur til IOD og nafninu á kennitölu Tölvulist- ans breytt og gert gjaldþrota. Ég mun vefengja þessa sölu og er kominn á fullt með innheimtu á þessum 63 milljónum“,“ segir Júlí- us. Ásgeir Bjarnason vildi ekkert segja um málið en í viðtali við Markaðinn síðastliðinn miðviku- dag sagði hann ástæðuna fyrir söl- unni ekki vera bága skuldastöðu fyrirtækisins. IOD sem nú rekur Tölvulistann er í eigu sömu aðila og reka m.a. Sjónvarpsmiðstöðina og Heimilis- tæki. Fyrirtækið var áður stærsti birgir Tölvulistans. Aðspurður um ástæðu yfirtök- unnar sagði Hlíðar Þór Hreinsson, einn eigenda IOD, hana liggja í augum uppi. -ghh Segir kennitölu- flakk í gangi Tölvulistinn lýstur gjaldþrota í lok síðasta mánaðar. Fyrri eigandi véfengir sölu á rekstri til nýs aðila. TÖLVULISTINN Rekur fjölda verslana, m.a. þessa við Nótatún í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið á Reyðarfirði, hagn- aðist um 546 milljónir Bandaríkja- dala, jafnvirði um 42 milljarða íslenskra króna, á öðrum fjórð- ungi ársins Þetta er 23 prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra. Tekjur álrisans á tímabilinu námu 7,6 milljörðum dala saman- borið við 8,07 dali í fyrra. Það er jafnframt meira en spáð hafði verið. Hár rekstrarkostnaður dró úr hagnaði félagsins en álverð, sem hækkaði um rúm sex prósent á milli ára, hífði afkomuna upp, að sögn fréttastofu Reuters. - jab Dregur úr hagnaði ÁLVERIÐ Á REYÐARFIRÐI Hagnaður Alcoa dróst saman um 23 prósent á milli ára á öðrum ársfjórðungi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjárfestingarsjóður í eigu stjórn- valda í furstadæminu Abu Dabi hefur keypt 90 prósenta hlut í Chrysler-byggingunni, einu þekktasta kennileiti Manhattan- eyju í New York í Bandaríkjun- um. Seljendur eru fasteignasjóður tryggingafyrirtækisins Prudenti- al Financial, sem átti 75 prósenta hlut. Bandaríska fasteignafélagið Tishman Speyer Properties, sem átti fyrir fjórðungshlut í turnin- um, heldur eftir afganginum og hefur umsjón með honum í nafni beggja aðila. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal bendir á að mjög hafi hægst um á bandarískum fasteignamarkaði og hafi verið leitað til þess að fá arabíska fjár- festingasjóði til að fjármagna fasteignakaup í stærri kantinum. Þannig hafi arabískir sjóðir fjár- magnað söluna á General Motors- byggingunni í síðasta mánuði auk þess að leggja þarlendum bönk- um til mikið hlutafé vegna afskrifta úr bókum þeirra. - jab Arabar kaupa Chrysler-húsið Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað í gær að hreyfa ekki við vaxtastig- inu sökum aðstæðna í efnahagslífinu. Stýrivextirnir þar í landi eru nú fimm prósent og hafa staðið óbreyttir frá í apríl. Bankinn hafði áður lækkað vextina um hálft prósentustig frá áramótum. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu þrátt fyrir þrýsting frá forráðamönnum í fyrirtækjarekstri í Bretlandi um að bankinn komi til móts við þrengingar í efnahagslífinu og háar álögur á lántakendur og lækki vexti. Bankastjórnin segir að verðbólguþrýst- ingur hafi legið til grundvallar ákvörðun- inni. Varað er við að dregið geti úr hagvexti af þeim sökum. Verðbólga í Bretlandi mælist nú 3,3 prósent. Verðbólgumarkmið seðlabank- ans er hins vegar tvö prósent. Hefur Mervyn King seðlabankastjóri þegar ritað breska fjármálaráðuneytinu bréf, líkt og reglur bankans kveða á um, þar sem útlistaðar eru ástæður þess að verðbólga hafi farið svo langt umfram markmiðin, að sögn breska viðskipta- dagblaðsins Financial Times. - jab Óbreyttir vextir í Bretlandi Bandarísku húsnæðissjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eru fjárhagslega sterkir. Þetta sagði Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í gær. Þær raddir hafa orðið æ hávær- ari að fyrirtækin standi á brauðfót- um. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal sagði vikunni stjórnvöld hafa fundað um aðgerð- ir þurrkist upp eigið fé sjóðanna með þeim afleiðingum að þeir þurfi að afla aukins hlutafjár til að forða sér frá gjaldþroti. Fannie og Freddie njóta stuðn- ings ríkisins þrátt fyrir að vera skráð á markað. Gengi bréfa í fyr- irtækjunum hefur hrunið í vikunni eftir að fréttist að tap þeirra yrði meira en vænst var. Paulson sagði hins vegar í gær, að sjóðirnir væru að sigla í gegn- um erfiða tíma. Þeir gegni hins vegar mikilvægu hlutverki á bandarískum fasteignalánamark- aði. Gengi bréfa í báðum sjóðum hefur fallið verulega í vikunni. Þar af hefur Freddie Mac hrunið um tæp 47 prósent frá á mánudag. - jab Sjóðirnir sterkir FJÁRMÁLARÁÐHERRANN Henry Paulson segir tvo fasteignasjóði sem njóta ríkis- styrkja standa traustum fótum þrátt fyrir gengishrun og útlánatap. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ÁHYGGJUFULLUR BANKASTJÓRI Seðlabankastjóri Bretlands hefur skrifað stjórnvöldum bréf vegna hárrar verðbólgu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Alla daga frá10 til 22 800 5555 Skoðaðu: www.max1.is G C I G R O U P G R E Y A LM A N N AT E N G S L Settugömlu dekkinuppíný Breyttu túttunum undirbílnumígæðadekk hjá Max1 Þú breytir gömlu túttunum undir bílnum í gæðadekk í dag. Þú færð 2.500 kall fyrir hverja túttu upp í hvert nýtt gæðadekk. Auktu umferðaröryggi þitt og sparneytni með Max1. Svona erum við – fyrir þig. Max1 fargar einnig túttunum á umhverfisvænan hátt. Sparaðu. Komdu við hjá Max1 í dag. Hér erum við fyrir þig: Max1 Reykjavík Bíldshöfða 5a (hjá Hlölla), beinn sími: 515-7095 eða 515-7096 Bíldshöfða 8, beinn sími: 515-7097 eða 515-7098 Jafnaseli 6 (við Sorpu), beinn sími: 587-4700 Max1 Akureyri Tryggvabraut 5, beinn sími 462-2700 Uppítökuverð 2.500 kr.pr. dekk Auktu umferðaröryggi þitt og sparneytni. Vertu á betri dekkjum frá Max1. Max1 fargar gömlu dekkjunum með umhverfisvænum aðferðum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.