Fréttablaðið - 11.07.2008, Page 22

Fréttablaðið - 11.07.2008, Page 22
[ ]Melónur eru tilvaldar á sumrin, hvort sem er sem snarl á daginn eða sem eftirréttur á kvöldin. Melónur eru ferskar og hollar og einstaklega fallegar á borði. Myndlistarkonan Álfheiður Ólafsdóttir bakar hveitikökur á hellu eftir upp- skrift ömmu sinnar. „Uppskriftin kemur að vestan en amma var frá Hnífsdal. Þar voru annars vegar bakaðar hveitikökur og hins vegar rúgkökur,“ segir Álfheiður og útskýrir að fyrir sunnan sé hveiti og rúg blandað saman í flatkökurnar. „Það er gaman að sjá hvað þetta er misjafnt eftir landshlutum. Í uppskrift- inni minni er bara hveiti en það má líka setja til dæmis þrjá bolla af heilhveiti á móti fimm bollum af hveiti, það gefur aðeins meira bragð.“ Álfheiður ólst upp við hveitikökur og rúgkökur á jólaborðinu og heldur þeim sið sjálf. Hún segir gott að smyrja kökurnar með hangikjöti eða osti og þær fari vel með öllum mat. „Kökurnar passa vel með nýmóðins mat alveg eins og með hangikjötinu og sviðunum í gamla daga. Heima hjá mér voru svið á aðfangadagskvöld sem var ekkert endilega venjulegt. Þá voru þessar kökur hafðar með og líka steikt brauð sem er kallað soðbrauð í dag. Ég hef gaman af þessum gömlu góðu minningum og krökkunum mínum finnst þetta líka gott svo ég nota kökurnar með öndinni á jólunum.“ Álfheiður segist ekki baka mikið þess utan og annað brauð til heimilisins sé bakað í brauðvél. Hún bakar þó kökurnar við sérstök tækifæri og ætlar að bjóða gestum og gangandi upp á hveitikökur með hangikjöti á morgun en þá opnar hún myndlistarsýningu með Önnu Sigríði Sig- urjónsdóttur í Saltfisksetrinu í Grindavík. heida@frettabladid.is Brauðin bökuð á hellunni ÁLFHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR VIÐ BAKSTURINN Bakvið hana sést málverk eftir hana á eldhússkápunum sem var upphafið að barnabókinni Grímur og sækýrnar sem Álfheiður skrifaði og myndskreytti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hveitikökur: 8 bollar hveiti ½ msk. salt ½ bolli sykur 1 lítri köld mjólk 5-6 tsk. lyftiduft ½ tsk. hjartasalt Aðferð: Þurrefnin fara í skál og gerð hola í miðjuna sem mjólkinni er hellt í. Þurrefnunum er svo blandað varlega saman við mjólkina en deigið getur orðið seigt ef það er hrært of mikið. Deigið er svo hnoðað lauslega og skipt í 11 parta sem eru flattir út. Gata þarf hverja köku, til dæmis með pönnukökuspaða, til að hitinn komist í gegnum kökuna. Kökurnar eru svo bakaðar á eldavélarhellu á lágum hita og hreyfðar til og snúið þangað til þær verða dröfnóttar eins og rjúpuegg. Ekki er hægt að baka þessar kökur á nýtísku keramik-hellum. Jarðarberjaplantan er af tig- inni rósaætt og ber hennar eru meðal ljúffengra ávaxta móður jarðar. Jarðaberjablöntuna er hægt rækta á sólríkum stað í heimilisgarðin- um eða við sumarhúsið. Natni er þó nauðsynleg ef góður árangur á að nást. Til eru mörg afbrigði af jarðar- berjaplöntum, meira að segja eitt íslenskt sem sums staðar vex villt. Það ber smá en afar gómsæt ber. Nokkur erlend yrki hafa reynst vel hér, til dæmis Glima og Senga- sengana sem bera dökkrauð, stór og bragðgóð ber. Jarðarberjaplantan fjölgar sér með renglum en móðurplantan má ekki mynda of margar því að það dregur úr þroska berjanna. Því þarf að klippa þær af. Til að tryggja góða uppskeru á plantan helst ekki að blómstra á fyrsta ári heldur þarf að klípa af henni bæði blóm og renglur fyrsta sumarið. Þá verður hún kröftug og launar umhyggjuna með blóðrauð- um berjum næstu ár. -gun Blóðrauð ber jarðar JARÐARBERJAPLANTAN Launar natni með ljúffengum berjum. Sölustaðir: Járn og gler · Garðheimar · Húsasmiðjan Egg · Búsáhöld Kringlunni · Útilegumaðurinn · Motor Max Everest · Seglagerðin Ægir · www.weber.is X E IN N J G W E B Q 2 x2 5 W eb er Q Weber Q gasgrill, frábært í ferðalagið Sumarið er komið!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.