Fréttablaðið - 11.07.2008, Side 26

Fréttablaðið - 11.07.2008, Side 26
fréttir Tískulöggan Arnar Gauti úr sjónvarpsþáttunum Inn- lit/útlit ætlar að kvænast unnustu sinni, Aðalbjörgu Einarsdóttur, hinn 8.8. 08 kl. 18.00. Þegar hann er spurður að því hvort þetta sé ekki aðeins of stílis- erað segir hann svo ekki vera. „Áttan er tákn eilífðarinnar og þar sem ég ætla að vera kvæntur þessari konu það sem eftir er þá fannst okkur það viðeigandi. Svo eru líka átta ár síðan við byrjuðum saman og því fannst okkur þetta eiga vel við,“ segir Arnar Gauti. Hann bað Aðalbjargar fyrir tveimur og hálfu ári. „Það var mjög fallegur dagur. Við hættum snemma í vinnunni og fórum saman á skauta. Eftir það fórum við heim og borðuðum góðan mat og svo færði ég henni armband frá gullsmiðunum í OR og inni í því stóð: Viltu giftast mér?“ segir hann. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni og þegar þau fóru á fund með Hjálm- ari Jónssyni dómkirkjupresti fyrir tveimur árum spurði hann brúðhjónin hvort það væri einlægur ásetningur að giftast því honum fannst fyrirvarinn eiginlega of góður. Ertu búinn að ákveða í hverju þú ætlar að vera? „Nei, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir hann og hlær. - MMJ Ætlar að kvænast 08.08.08 Arnar Gauti og Aðalbjörg með börnin sín, París og Kiljan Gauta. KALLI BJARNI SITUR VIÐ SKRIFTIR Idolstjarnan Kalli Bjarni, sem af- plánar dóm sinn á Kvíabryggju lætur sér ekki leiðast. Þegar hann er ekki að búa til mat handa samföng- um sínum situr hann við skriftir. Kunnugir segja að Kalli Bjarni sé að hamra barna- bók á lykla- borðið. Nú er aðalspenn- ingurinn á bryggjunni góðu hvort bókin muni bera nafn- ið Kalli fær sér kók eða Kalli í klandri? „Ég ætla að skella mér í Miami-partí í kvöld hjá snillingi sem heitir Sesselja,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. Vinkona hennar ætlar að halda stórt sumarpartí og slá tvær flugur í einu höggi, afmælispartí og kveðjupartí því hún fer til Miami í Bandaríkjunum í skiptinám í næsta mánuði. „Svo ætla ég í útilegu Ungra jafnaðarmanna á Klepp- járnsreykjum á laugardag- inn. Við eigum von á mjög góðu stuði og allir sem hafa áhuga á félagsskap ungra jafnaðarmanna eru velkomnir. Við segjum að þetta sé hátíð ástar og friðar.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Alma Guðmundsdóttir alma@365.is Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@365.is Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 FÖSTUDAGUR P artíið var haldið í Forbes House í London og var rosa- lega flott, enda haldið af há- tískuhúsinu Ermenegildo Zegna til heiðurs Garðari,“ segir Einar Bárðarson umboðsmaður Garðars um teiti sem haldið var í tilefni af útgáfu plötunnar When you say you love me og samningi Garðars við tískuhúsið. „Garðar var valinn sendiherra Zegna sem er eitt stærsta og flott- asta herratískuhús í heimi,“ út- skýrir Einar sem var að vonum ánægður með teitið, enda mættu margir góðir gestir úr fjölmiðla- og tónlistarheiminm. Þar á meðal var útvarpsmaðurinn David Jen- sen ásamt konu sinni Guðrúnu Jensen, en David er einn þekkt- asti útvarpsmaður Bretlands. Auk þess mætti Harvey Goldsmith sem sá meðal annars um Live Aid tónleikana með Bob Geldof, en það var engin önnur en Dorrit Mouss- aieff forsetafrú sem kynnti Garð- ar fyrir gestum kvöldsins. alma@365.is Dorrit mætti í rauðum skóm í útgáfuboð Garðars Cortes: Garðar í stjörnufansi Garðar Cortes ásamt umboðs- manni sínum Einari Bárðarsyni og Carl Mach- in, en Carl hefur séð um Garðar á ferðalögum hans víðsvegar um Bretland. Dorrit Moussaieff var glæsileg að vanda þar sem hún mætti í rauð- um skóm og dökk- bláum kjól í teitið, en hún kynnti Garðar fyrir gestum Forbes House. Skór og töskur Þráinn Skóari Skóbúð • Grettisgata 3 „Við erum búin að búa hér í fimmtán ár og okkur langar bara að breyta aðeins til,“ segir Þorgrímur Þráinsson, en hann og konan hans, Ragnhildur Eiríksdóttir, hafa sett hús sitt við Tunguveg í Reykjavík á sölu. Húsið er rúmir 210 fer- metrar að stærð, en þar af er 60 fermetra íbúð í kjallaranum, sem Þorgrímur og Ragnhildur eru nýbúin að gera upp. „Okkur langar jafnvel að minnka að- eins við okkur og eignast sumarbústað. Það er engin ástæða til þess að eiga of mikið þegar aldurinn færist yfir,“ segir Þorgrímur og hlær. „Maður verður aðeins að þora að fara út úr þægindahringnum og breyta aðeins til. Mér finnst það bara skemmtilegt.“ Nú þegar hafa þau fengið tilboð í húsið, og eiga von á öðru. „Enda er þetta flott hús og á góðum stað,“ segir Þorgrímur. Hann segir þau hjónin þó ekki vera búin að finna sér annað húsnæði. „Við ákváðum að leita ekkert fyrr en við værum búin að selja til þess að vera ekki að lenda í vandræð- um eins og margir, að kaupa og treysta á einhverja sölu. Þessir tímar eru ekki beint gæfulegir í þeim efnum.“ - þeb GLÆSIHÚS ÞORGRÍMS ÞRÁINSSONAR KOMIÐ Á SÖLU Langar í sumarbústað Tunguvegur 12 er falt fyrir 59.9 milljónir. 2 • FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.