Fréttablaðið - 11.07.2008, Síða 34

Fréttablaðið - 11.07.2008, Síða 34
t íska ferskleiki dagsins í dag 1.Bobbi Brown varalitur er nauðsynlegur í sumarpartí 2. Alessandra Facchinetti var flott þegar hún mætti í opnun Tom Ford-verslunarinnar í Mílanó. Takið eftir toppnum, þeir gerast varla partílegri. 3. Þegar þú ert komin í síðan kjól er nauðsynlegt að vera í jakka eða vesti yfir sem formar líkamann. Þessi kjóll er úr Karen Millen. 4. Rokkaralegar gallabuxur frá Miss Sixty í Kringlunni. 5. Sarah Jessica Parker, stundum er nóg að setja bara skart yfir hlýrabolinn til að vera klár í slaginn. 6. Stórt og veglegt belti er flott yfir víðar flíkur. Það fæst í Karen Millen. 7. Partískór úr Karen Millen. 8. Dásamlega fallegur toppur úr Karen Millen. Hann smellpassar við gallabuxurnar. 9. Þessi Pradakjóll er yndislega partílegur. Partítískan í dag einkennist dálítið af því að vera ekki of fínn til fara. Það getur orðið svolítið kerlingarlegt að vera í fínum buxum og fínum toppi við. Tala nú ekki um þegar svörtu sparibuxurnar eru að verða áratugagamlar. Galdur- inn er að nota hversdagsfötin sín og poppa þau upp þannig að þau verði partíhæf. Ef þú ert í gallabuxum í vinnunni er lítið mál að skella sér í skvísulegri skó og flottan topp til að vera klár í slaginn. Gallabuxnatískan er dásamleg að því leytinu til að konur eru sjaldnast „overkill“ í klæða- burði þegar þær klæðast þeim. Í sumartískunni eru síðir kjólar mjög áberandi. Þegar konur eru komnar í síðan kjól og setja sjal yfir axlirnar þá eru þær orðnar svolítið of fínar. Það er um að gera að gleyma sjalinu heima og fara þess í stað í grófan stuttan jakka yfir, vesti eða aðsniðna peysu. Ef kjóllinn er víður skiptir miklu máli að vera í flík yfir sem formar vöxtinn svo við lítum ekki út fyrir að vera á leið upp á fæð- ingardeild. Til að setja punktinn yfir i- ið eru síðar hálsfestar málið! martamaria@365.is Vertu glys- gjörn í sumar 1 2 3 STÓR SÓLGLERAUGU Þú kemst ekki í gegnum sumarið nema eiga stór og flott sólgler- augu. Þessi eru frá Gucci og eru sérstaklega fögur. Gylltar spangir og flott gler setja punktinn yfir i-ið. Ef þú vilt líta út eins og Holly- wood-stjarna þá eru þessi málið. 4 8 7 6 9 5 REYKJAVIK STORE LAUGAVEGUR 86-94, S: 511-2007 opið föstudag 11 - 18.30 laugardag 11 - 17 Útsala, 30% afsláttur af útsöluvörum. F Ö S T U D A G U R /A U Ð U N N /G E T T Y 10 • FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.