Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 24
 30. SEPTEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR Antíkbúðin við Strandgötu er völundarhús gamalla muna. Þar ræður ríkjum fólk sem les í gamla gripi og þekkir sögur þeirra jafn vel og lófann á sér. Sigurlaug Gunnarsdóttir stend- ur í miðri verslun og ber Gunnars majónes á gamla tekkstóla. „Við lásum það í gamalli Viku að þetta væri gott á tekkið,“ segir Sigurlaug skælbrosandi þegar hún sér undr- unarsvipinn á blaðamanni. „Og það verður að vera Gunnars majónes,“ segir Jónas Ragnar Halldórsson þegar hann kemur aðsvífandi og bætir við: „Þetta þrælvirkar.“ Sigurlaug og Jónas eru eigend- ur og starfsmenn Antíkbúðarinnar sem stendur við Strandgötu í Hafn- arfirði. Þau eru ekki bara sérfróð um majónes og tekk heldur allt sem viðkemur antík. Jónas leiðir blaðamann í gegnum verslunina, sem er eins og stórt vö- lundarhús stútfullt af húsgögnum og ýmsum heillandi gripum, sem eru sumir hverjir nokkuð hundr- uð ára gamlir. Engu skiptir hvað á vegi hans verður, hann þekkir sögu hvers einasta hlutar og les í silfur eins og aðrir lesa skáldsögur. „Sjáðu merkin hérna,“ segir hann og bendir á bakhliðina á fal- legri silfurskeið. „Þetta segir mér allt um hvaðan hluturinn kemur og hvenær hann var framleidd- ur.“ Næst grípur hann lítinn platta með brjóstmynd af Jóni Sigurðs- syni og rekur ekki bara sögu platt- ans, heldur ævisögu mannsins sem bjó hann til. „Fólk kemur mikið hingað til að láta okkur meta gamla gripi. Oft kemur það því í opna skjöldu hversu verðmæta gripi það er með í höndunum. Um daginn kom hing- að til dæmis stúlka með gamla vasa sem hún hafði erft eftir afa sinn. Í ljós kom að þeir eru millj- ónarvirði.“ Það segir sig kannski sjálft að manni sem rekur antíkversl- un er annt um varðveislu og með- ferð gamalla hluta? „Jú, vissulega en núna er talsvert um að fólk sé að kaupa gömul húsgögn og láta sprautulakka þau. Ég skal við- urkenna að stundum svíður mig undan því, en ég held að það geti verndað hlutina að lakka þá.“ Að því sögðu bendir hann á borð sem hann segir vera gamla íslenska hönnun í fúnkístíl. „Eins og sjá má er farið að brotna upp úr því og spurning hvort það bjargi ekki borðinu að lakka það.“ Íslenska hönnun er að finna víða í versluninni og líka skandinavíska. „Við höfum verið með Svaninn og Eggið og alla þessa frægu stóla,“ segir Jónas. „Við fáum allt hingað inn.“ - keþ Les silfur eins og sögu „Sjáðu merkin hérna,” segir Jónas og bendir á bakhliðina á fallegri silfurskeið. „Þetta segir mér allt um hvaðan hluturinn kemur og hvenær hann var framleiddur.“ Engu skiptir hvað á vegi Jónasar verður, hann þekkir sögu hvers einasta hlutar og les í silfur eins og aðrir lesa skáldsögur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sumir gripirnir eru nokkur hundruð ára. Starfsmenn Antíkbúðarinnar við Strandgötu lásu í gamalli Viku að gott væri að bera Gunnars majónes á gamla tekkstóla og hafa fylgt þeirri reglu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Brynhildur Pálsdóttir vöruhönn- uður er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur: Uppáhaldsveitingastaður: „Gamli vinnustaðurinn minn Súf- istinn. Þar er sérstaklega huggu- legt að koma við eftir góðan göngutúr og fá sér kaffibolla.“ Uppáhaldsgönguleið: „Best er að taka góðan gönguhring úr mið- bænum upp á Hamarinn og svo Strandgötuna, Norðurbæinn og Skúlptúrgarðinn. Labba svo með- fram sjónum og gömlu sundlaug- inni og enda á Súfistanum.“ - rat MINN HAFNARFJÖRÐUR Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður segir gott að enda gönguferðirnar á Súfistanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sími: 544 2044 STRANDGÖTU 39 • S. 555 70 60 www.sjonlinan.is I.a Eyeworks IC! Berlin Face á Face D&G Vogue Rodenstock J.F. REY BOSS Cucci KunoQvist Porsche Design RayBan Kaenon Polarized

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.