Fréttablaðið - 06.12.2008, Side 10

Fréttablaðið - 06.12.2008, Side 10
10 6. desember 2008 LAUGARDAGUR EÐALHANI Á SÝNINGU Á fuglaræktar- sýningu í Leipzig í Þýskalandi var þessi borginmannlegi hani mættur og spígsporaði sigurviss um sviðið. Hann mun vera af ítalskri hænuætt og sló aldeilis í gegn á sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÉLAGSMÁL Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd fengu á fimmtudaginn afhentar 50 milljónir króna úr Pokasjóði verslunarinnar. Peningarnir eru ætlaðir skjólstæð- ingum samtakanna nú fyrir jólin og fram eftir vetri. Styrkurinn er í formi gjafakorta sem gilda í matvöruverslunum innan Pokasjóðs en kortin eru notuð með sama hætti og önnur greiðslu- kort. Um tvær tegundir korta er að ræða. Kort með 5 eða 10 þúsund króna inneign. Úthlutunin nú er sú hæsta í 13 ára sögu Pokasjóðs. Frá stofnun sjóðs- ins hafa verkefni á sviði umhverfis- mála, mannúðarmála, lista, menn- ingar, íþrótta og útivistar verið styrkt með upphæðum á bilinu frá nokkrum tugum þúsunda til allt að 7,5 milljóna. Í tilkynningu frá stjórn Pokasjóðs segir að í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu sé í ár eingöngu úthlut- að til mannúðarmála. Þá segir að stuðningur sjóðsins við Hjálpar- starf kirkjunnar og Mæðrastyrks- nefnd sé ekki síst veittur í ljósi styrkleika þeirra og getu til að koma til aðstoðar um land allt. Þó stuðn- ingurinn sé veittur í nafni Pokasjóðs sé mikilvægt að hafa í huga að neyt- endur standi að baki sjóðnum, með kaupum á plastburðarpokum í mat- vöruverslunum en helmingur sölu- verðsins rennur í Pokasjóð. - ovd Úthlutun Pokasjóðs til Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar sú hæsta frá stofnun sjóðsins: Fá fimmtíu milljónir úr Pokasjóði 50 MILLJÓNA GJAFAKORT Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Margrét K. Sigurðar- dóttir, frá Mæðrastyrksnefnd og herra Karl Sigurbjörnsson, biskup, taka við styrknum frá Höskuldi Jónssyni, stjórnarmanni í Pokasjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÆKKAÐ VERÐ Vnr. 88949763-5 Ljósaturn Ljósaturn 40cm-90cm. 20 ljósa, 40 cm 1.190 kr. 2.490 kr. 30 ljósa, 60 cm 1.790 kr. 3.590 kr. 50 ljósa, 90 cm 2.990 kr. 5.990 kr. Ódýr t 50% afsláttur 1.190 Verð frá INNISKRAU T Á VÖLDUM JÓLAVÖR UM www.ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 7 -2 1 7 4 Hátíðlegir um jól in BANDARÍKIN, AP Hillary Clinton ætlar að hafa með sér í utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna bæði nánustu stuðningsmenn sína og sumt af fyrrverandi samstarfs- fólki eiginmanns síns, Bills Clin- ton, frá forsetatíð hans. Margir helstu ráðgjafar hennar í utanríkismálum verða fyrrverandi embættismenn ráðuneytisins, sem störfuðu þar þegar Madeleine Albright gegndi ráðherraembætt- inu í stjórn Bills Clinton. Hillary Clinton virðist með þessu ætla að tryggja að hún nái fram þeim málum sem hún leggur áherslu á frekar en að lúta stjórn Obama og ráðgjafa hans í einu og öllu. Obama sýndi stuðning sinn við Clinton í gær með því að hvetja stuðningsfólk sitt til að gefa fé til hennar svo hún geti greitt niður skuldir frá kosningabaráttunni fyrr á árinu, þegar þau kepptu um útnefningu Demókrataflokksins á forsetaefni. Clinton skuldaði í byrjun nóvem- ber 7,5 milljónir dala vegna kosn- ingabaráttunnar. Hún hefur mark- visst unnið að því að greiða niður skuldirnar síðan í júní, þegar hún viðurkenndi sigur Obama í barátt- unni um útnefningu flokksins. Obama hefur tekið virkan þátt í að hjálpa henni að afla fjár til að greiða niður skuldirnar, en tíminn er naumur því eftir að þingið hefur fallist á að hún verði utanríkisráð- herra þá takmarkast möguleikar hennar til að afla fjár vegna laga um opinbera embættismenn. Sjálfur sló Obama öll met í fjár- öflun til kosningabaráttu sinnar. Í gær kom í ljós að samtals hafði hann fengið 745 milljónir dala til ráðstöfunar, en það nemur um það bil 90 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt genginu eins og það var síðdegis í gær. Þetta er helmingi hærri upphæð en keppinautur hans úr Repúblik- anaflokknum, John McCain, safn- aði. Þegar baráttunni var lokið átti Obama eftir 30 milljónir dala í sjóðum sínum, en óvíst er enn hvað verður um það fé. Obama hefur verið óvenju fljót- ur að velja sér ráðherra í stjórn sína, sem tekur við 20. janúar næst- komandi. Nú síðast skýrði hann frá því að Bill Richardson, ríkisstjóri í Nýju-Mexíkó, yrði viðskiptaráð- herra í næstu ríkisstjórn Banda- ríkjanna sem tekur við í janúar næstkomandi. gudsteinn@frettabladid.is Clinton tekur með sér gamla félaga Obama hvetur stuðningsmenn sína til að hjálpa Hillary Clinton að greiða 7,5 milljóna dala skuld vegna forkosninganna. Obama sló sjálfur öll met í fjáröflun vegna eigin baráttu en samtals fékk hann 745 milljónir dala í sjóðinn. BARACK OBAMA OG HILLARY CLINTON Clinton tekur með sér í utanríkisráðuneytið nánustu samstarfsmenn sína og fyrrverandi starfsfólk úr utanríkisráðuneytinu frá forsetatíð eiginmanns hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Jóhann Sigurðarson hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára telpu. Maðurinn ruddist í heimildar- leysi inn í hús í Reykjavík. Hann losaði stormjárn í glugga, sem hann smaug síðan inn um. Því næst fór hann inn í svefnherbergi á neðri hæð hússins þar sem telp- an svaf við hlið ömmu sinnar. Hann færði barnið úr náttbuxum og nærbuxum og sleikti kynfæri þess. Amma telpunnar vaknaði við umganginn og rak manninn út um útidyrnar. Hún kvað mikinn áfengisþef hafa lagt frá honum. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann bar við minnisleysi og kvaðst ekkert muna eftir sér vegna áfengisneyslu á þeim tíma sem brotið var framið. Dómurinn taldi sannað að mað- urinn hefði gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða telpunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Umræddur maður á að baki langan sakaferil. Þar á meðal að taka fjögurra ára gamalt stúlkubarn sofandi úr rúmi sínu og fara með það út úr húsi um hánótt um miðjan vetur. - jss Karlmaður smaug inn um glugga á húsi í Reykjavík að næturlagi: Fjögur ár fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára stúlkubarni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.