Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2008, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 18.12.2008, Qupperneq 43
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 9veljum íslenskt ● fréttablaðið ● Ekki eru öll nöfn leyfð. Finna má lista yfir íslensk nöfn á netinu. Íslenskir kirkjugarðar þykja undravert fyrirbæri í allri ver- öldinni. Þeir eru annálaðir fyrir fegurð, kyrrð, natni og góða um- hirðu, ásamt því að vera vel sótt- ir af eftirlifendum þeirra sem gengnir eru á undan. Það er fallegur, íslenskur siður að heimsækja leiði ástvina í kirkjugörðum um hátíðar, og um jól eru þeir sérstaklega falleg- ir áfangastaðir, með upplýstum krossum og indælum jólaskreyt- ingum á leiðum látinna. Móðir náttúra sér svo um hátíðarbúning gróðurs og umhverfis með snjó- þunga sínum á sígrænum barr- trjám og blikandi grýlukertum, og stundum má sjá glitrandi jóla- kúlur af mannanna völdum á full- orðnum trjám. Jólin eru tími samveru við þá sem mestu máli skipta; gild- ir einu hvort þeir séu lifandi eða látnir, því öll yljum við okkur við minningar um þá sem eitt sinn sátu hjá okkur við jólatréð. Njót- um því þess að eiga náðarstund í jólalegum kirkjugörðum okkar; til að vera örlítið nærri þeim sem sakna okkar á móti um hátíð- ar, og upplifa kyrrð hátíðarinnar með sjálfum okkur og samferða- fólkinu. - þlg Í jólagarði trega og söknuðar Frelsarinn sjálfur og afmælisbarn jólanna með opinn faðm í hvítri umgjörð vetrarins. ● MANNANÖFN Öll íslensk mannanöfn má finna á netinu á vef Mannanafnaskrár. Þar má leita eftir nöfnum en einnig má finna lista yfir öll samþykkt eign- arnöfn drengja, stúlkna, milli- nöfn, nöfn sem innihalda „th“ og erlend nöfn löguð að íslensku. Einnig má finna þar nöfn sem mannanafnanefnd hefur hafn- að. Á síðunni má nálgast reglur um mannanöfn og til dæmis þær sérstöku reglur sem gilda um fólk af erlendum uppruna. www.rettarheimild. is/mannanofn Burstagerðin hefur verið starf- rækt í nær áttatíu ár. Friðrik Ró- bertsson forstjóri tók við af föður sínum sem stofnaði Burstagerð- ina árið 1930 og vinnur ásamt syni sínum við fyrirtækið. „Við hönnum sértilbúna bursta fyrir fiskiðnað og svo framleið- um við gólfkústa og stóra verk- smiðjukústa og anddyrismottur. Einnig framleiðum við bílaþvotta- kústa sem er að finna á öllum þvottaplönum. Við getum fram- leitt úr ýmiss konar efnum en meðal annars notum við íslenskt hrosshár í betri gólfkústana og í sérstaka bursta eins og þétti- bursta í hurðar,“ útskýrir Friðrik. Hann segir mikilvægt að sú þekking og verkkunnátta sem er til staðar í Burstagerðinni glat- ist ekki en þetta er eina starfandi burstagerðin á landinu í dag. Fyrir þrjátíu árum var starfsemin tals- vert stærri í sniðum en Friðrik er þó bjartsýnn á framtíðina. „Við urðum að draga í land þegar samkeppni við innflutn- ing jókst en mér finnst það vera að breytast núna. Það verður að spila eftir markaðnum hverju sinni. Við fram- leiðum miklu minna úrval í dag en við gerðum því hérna var framleitt allt frá tannburst- um og uppþvottaburstum upp í verksmiðjukústa. Við eigum því vélar til að gera hvað sem er og nú er á döf- inni að kanna frek- ari framleiðslu til dæmis á uppþvotta- burstum og fleiru.“ - rat Gæðakústar úr hrosshári Burstagerðin sérsmíðar meðal annars bursta fyrir vélar í fisk- iðnaði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.