Fréttablaðið - 18.12.2008, Side 62

Fréttablaðið - 18.12.2008, Side 62
38 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Kvikmynd Wim Wenders um kúbönsku öldungana í Buena Vista Social Club er ein af þessum tónlistarsögum sem aldrei gleymast. Platan, sem þessir næstum því gleymdu snillingar gerðu með Ry Cooder, er líka ein af óvæntustu metsöluplötum sögunnar. Hún hefur þegar selst í yfir fimm milljónum eintaka og selst enn jafnt og þétt. Hún er langmest selda heimstónlistarplatan í sögunni og í kjölfar hennar jókst áhugi á heimstónlist mikið og útgáfa að sama skapi. Eftir útkomu plötunnar hófst mikið velmegunarskeið hjá mörgum þeirra sem í sveitinni voru. Ibrahim Ferrer, Ruben Gonzalez, Compay Segundo og Omara Portuondo urðu stjörnur út um allan heim og sendu frá sér sólóplötur. Sveitin sjálf hélt líka tónleika um víða veröld og spilaði meðal annars í tvígang á Íslandi. Hljómsveitin er enn að, en hún hefur aldrei gert aðra plötu. Það telst því nokkrum tíðindum sæta að nýlega kom út ný Buena Vista Social Club plata. Hún hefur að geyma tónleika sem voru hljóðritaðir í Carnegie Hall í New York 1. júlí 1998. Þetta var á þeim tíma þegar allar stjörnurnar voru enn á lífi og Ry Cooder spilaði með. Þessir tónleikar voru stór stund fyrir hljómsveitarmeðlimi. Þeir voru margir að koma í fyrsta sinn til Bandaríkjanna og það til að spila í þessu fornfræga tónleikahúsi sem þeir höfðu heyrt af í gegnum áratugina. Margir hljómsveitarmeðlima lýsa tónleikunum sem einni stærstu stund lífs síns. Og þeir verða aldrei endurteknir þar sem stærstu stjörnurnar eru fallnar frá. Útgáfan sem nú lítur dagsins ljós er tvöföld. Hún inniheldur 16 lög og 32 síðna bók með myndum, ritgerð og upplýsingum og viðtölum við meðlimi og skipuleggjendur. Kúbumenn taka New York LANGÞRÁÐ Tónleikar Buena Vista Social Club í Carnegie Hall eru loks- ins komnir út á plötu. > Plata vikunnar Ragnheiður Gröndal - Bella & her Black Coffee ★★★ Ragnheiður stendur sig vel við að syngja lög eftir aðra en mætti beita sig meiri sjálfsgagnrýni í eigin lögum. Bella er fín oní aðdáendur hennar, en aðrir ættu að tékka á Emilíönu Torrini. KÓÞ > Í SPILARANUM Reykjavík! - The Blood Herbert Guðmundsson - Spegill sálarinnar Sing Fang Bous - Clangour Jara - Tónlistin úr leikritinu Dansaðu við mig Ane Brun - Changin of the Seasons REYKJAVÍK! ANE BRUN Í fyrsta sinn sem ég sá og heyrði í Steed Lord var á Iceland Airwaves 2006. Þá var sveitin nýstofnuð og hljómaði ekkert sérstaklega fersk í mínum eyrum þó að það væri ljóst þá strax að henni fylgdi mikið stuð. Síðan þá hefur Steed Lord tekið stórstígum framförum. Hljómur- inn er flottari og sveitinni hefur farið töluvert fram í lagasmíðum. Margt á plötunni minnir á gamla „reif“-tónlist, en þau Svala, Einar, Eðvarð og Erling eru búin að upp- færa hana til nýs tíma. Tónlistin minnir svolítið á listamenn hjá frönskum útgáfum eins og Ed Banger og Institubes og eins og hjá svo mörgum rafpoppsveitum í dag eru áhrifin frá Daft Punk augljós. Truth Serum er heilar 65 mínútur að lengd. Það er fullt af flottum lögum, t.d. New Crack City, Royal Ruffian, Feel The Heat, Who U Wit, Try Me, Dirty Mutha, og Take My Hand, en platan heldur samt ekki alveg fullri reisn allan tímann og hefði kannski mátt vera eitthvað styttri. Samt er einn af stóru kost- unum við Truth Serum hvað hún er hrá og spontant. Hún er ekki ofunn- in. Það er ekkert verra heldur en að dauðhreinsa svona tónlist. Textar og hugmyndaheimur Steed Lord eru svo í stíl við tónlist- ina sjálfa. Peningar, dóp, glamúr og stuð. Á heildina litið er Sannleiks- lyfið hörkuskemmtileg plata. Ég veit ekki hvort hún á eftir að lifa lengi, en í dag svínvirkar hún! Trausti Júlíusson Peningar, dóp, glamúr og stuð TÓNLIST Truth Serum Steed Lord ★★★★ Skemmtilega hrá og spontant raf- poppplata með textum um peninga, dóp, glamúr og stuð. Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, heldur upp á 65 ára afmæli sitt í dag og er því kominn á eftirlaunaaldur í heimalandi sínu Bretlandi. „Hann vill halda upp á afmælið fjarri sviðsljósi fjölmiðlanna,“ sagði talsmaður Richards. Gítarleikarinn sjúskaði er þar með kominn í eftirlaunahóp með félaga sínum Mick Jagger sem varð 65 ára í júlí síðastliðnum. Miðað við vímuefnanotkun hans um árin kemur aldur Richards mörgum á óvart. „Ég hefði oft getað gefið upp öndina en mér fannst það of ódýr leið til að kveðja,“ sagði hann í viðtali við tímaritið GQ fyrr á árinu. Richards á eftirlaun KEITH RICHARDS Gítarleikari Rolling Stones heldur upp á 65 ára afmælið sitt í dag. Skagasveitin Weapons hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist A Ditch in Time, þar sem fyrrverandi upptökustjóri The Strokes kemur við sögu. Strákarnir tóku plötuna upp sjálf- ir á síðasta ári en um hljóðblönd- un sá Gordon Raphael, sem tók upp fyrstu tvær plötur The Strok- es og fyrstu plötu Reginu Spekt- or. „Hann fann okkur á netinu og sendi okkur skilaboð um að honum líkaði við þetta,“ segir bassaleik- arinn Óli Dóri um samstarfið við Raphael. „Eftir það spurðum við hvort hann vildi ekki vinna með okkur. Hann var til í það og kom til Íslands og mixaði plötuna. Við vorum í viku í Stúdíó Sýrlandi og hann hafði rosagaman af því að vera þarna,“ segir Óli og bætir við að báðir aðilar hafi áhuga á frek- ara samstarfi. „Ég veit ekki hvort við tökum næstu plötu upp sjálfir eða förum til hans, alla vega er sameiginlegur áhugi á að vinna eitthvað saman.“ Weapons svipar einmitt nokkuð til The Strokes á upphafsárum þeirra þar sem ungæðislegur krafturinn og spilagleðin var alls- ráðandi. Gæti sveitin því gert margt vitlausara en að starfa á nýjan leik með Raphael. Weapons var stofnuð fyrir fjór- um árum og hefur á þeim tíma þrívegis spilað á Airwaves-hátíð- inni við góðar undirtektir. Stefnan hefur verið sett á spilamennsku erlendis og vonast þeir félagar til að komast í bandaríska háskólaút- varpið og í framhaldinu fara í tón- leikaferð um austurströnd Banda- ríkjanna næsta vor. Einnig ætla strákarnir að gefa út þrjú endur- hljóðblönduð lög á næsta ári sem þeir unnu í samstarfi við Remix Artist Collective, RAC, sem er þekkt teymi sem hefur endurunn- ið lög fyrir Radiohead, Bloc Party, Justice og Kaiser Chiefs. Næstu tónleikar Weapons verða á kreppukvöldi á Bar 11 í kvöld þar sem önnur Skagasveit, Pet Semetery, treður einnig upp. Á föstudagskvöld spila báðar sveit- irnar síðan í Þorpinu í heimabæ sínum, Akranesi. freyr@frettabladid.is Með upptökustjóra Strokes WEAPONS Rokkararnir í Weapons hafa gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist A Ditch in Time. Keramik eldavél EC65121AX Ryðfrí hönnun. Nýtanlegt rými í ofni: 60 l. Mál (HxBxD): 90x60x60 cm. Orkunotkun: 0,79 kWt (blæstri), 0,87 kWt (undir- og yfirhita). Gorenje eldavél Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200 P IP A R • S ÍA • 8 23 41

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.