Tíminn - 14.09.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.09.1982, Blaðsíða 2
MUÐJCDÁGUR 14. SEPTEMBER 1982 HLÁTURINN LENGIR ■ Hann Ómar hcfur sagt okkur öllum að hláturinn lengi lífið hvort sem menn hlæja hó-hó-hó eða hí-hí-hí, og dr. Fry prófessor við Stanford læknaskólann í Kaliforníu er alveg sammála honum. „Hlát- ur er bráðhollur“, segir hann „og það er vísindalega sannað, að hláturinn minnkar streitu, örvar blóðrásina og líkaminn fær meira súrefni. En fyrst og fremst er hláturinn andlega hollur. Óánægja og leiðindi brjóta menn niður, andlega og líkamlega og ef hægt er að hlæja að hlutunum verður aUt miklu léttara og viðráðan- legra“. Vísindamenn hafa séð að kímnigáfan fékk útrás hjá mönnum í teikningum á hellis- veggi fyrir fimm þúsund árum, og sjálfsagt er hláturinn eldri. - Hressilegur hlátur er hin mesta heUsubót, segja sérfræðingar. ■ Sagt er að dýrin hlæi. Talað er um hrossahlátur, en þá er vist oftast átt við stórkarlalegan hlátur manna, en hér sjáum við ósvikinn hrossahlátur! MEÐ bifreið er leigð út í Kalifonrníu til þeirra, sem hafa ráð á að lcigja hana. Leigan er 1000 krónur á klukkutímann! Eig- ÖLLUM ÞÆGINDUM endur bifreiðarinnar er bfla- leigan Ultra Limos Inc. í Anaheim í Kalifomíu. í þessum bfl er dagstofa með bar, sjónvarpi og fleiri þægind- um, og meira að segja er flísalagt baðkar í farangurs- hólfinu! Vegna þess að bifreið- in er rúmir 16 metrar á lengd eru undir henni sex hjól. Að innan er allt fóðrað með rauðu plussi, og gluggarnir eru úr lituðu gleri, svo ekki sést inn, þótt fólk geti séð út. A milli bflstjórasætis og afturhluta bifreiðarinnar er rúða og gluggatjald svo farþegar geti verið í næði. Meðal frægra manna sem hafa leigt þessa forláta bif- reið, er píanóleikarinn Liber- ace, en hann varð geysilega hrifinn, og sagði að það væri engu líkara en aHt hefði verið innréttað eftir sínum smekk. Hann elskaði rautt pluss, sagði hann. Fyrirsætan Vicki Susoeff, sem sat fyrir, svo Ijósmyndar- inn hefði eitthvað meira spenn- andi að taka myndir af, en aðeins plussklæddan bflinn, sagði, að hún hefði verið mest hrifin af því að fara í bað í bflnum. A eftir hitaði hún sér mat í örbylgjuofninum og fékk sér svo drykk á bamum og slappaði af við að horfa á sjónvarp. Bfllinn er af Cadillac-gerð, en er sérsmíðaður. Það tók níu mánuði að smíða „boddíið" og kostaði það og innréttingin yfir þrjár mUljónir króna. ■ í baði í skottinu! ■ „Dagstofan“ með sófa, bar og sjónvarpi. ■ Glæsibfllinn er yfír 16 metrar á lengd og Vicki tekur sig vel út á risastóru vélarhúsinu. BÍLL ■ Það er ekki gott að segja hvort heldur á að kaUa þetta farartæki lúxusbfl - eða heimili á hjólum. En þessi stórkostlega

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.