Tíminn - 14.09.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.09.1982, Blaðsíða 9
„Það læðist óneitanlega að manni sá grunur að nýboðaðar aðgerðir trúnað- armannaráðs LÍÚ um að stöðva allan flota landsmanna í september sé pólitísk geðþóttaákvörðun og tilraun Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ, til að hylma og deyfa sín hrapallegu mistök þegar 16% fiskverð var ákveðið nú á dögunum“. formannsins þá rís hann upp fyrir framan alþjóð og kastar skít í ráðherranna í fjölmiðlum og gengur jafnvel svo langt að fara með helberar lygar upp í opið geðið á mönnum sem vita honum betur og svo almenning, að viðkomandi skip sem flutt var inn í bága við hans stefnu sé handónýtur ryðdallur og ekki hundum bjóðandi, mannaíbúðir séu ónýtar og vinnuaðstaða sé eins og fyrir 30 árum. iiliili Ekki bætir það vanda útgerðarmanna sem eru búnir að ganga með fullan meðgöngutíma í leit að skipum erlendis frá þegar þeir sjá alla von úti og leita á náðir hinnar virtu stofnunar sjávar- útvegsins, það er aðsegja Fiskveiðasjóðs ísl. fiskiskipa. Par ríkja nefnilega lánardrottnar sem eru engu betri en formaður LÍÚ. Þeir vilja engin ný skip og beita til þess ýmsum meiriháttar aðgerðum eins og til dæmis með því að búa til ýmiskonar hindranir fyrir væntanlega viðskipta - vini. Þar skal helst nefna vinsælustu aðferðina sem er sú að nú er búið að skeraframlag sjóðsins niður í 65% úr 85%, sem þýðir það, að þeir sem hyggja á nýsmíði þurfa að leggja fram 35% eigið fjármagn til skipakaupanna og er það ekki á færi nema einstaka aðilja og þeir sem geta snarað út svo miklu fé eru í flestum tilfellum ekki meðal þeirra útgerðarmanna sem brýnast þurfa á endurnýjun að halda. Og á þetta sérlega við um innlenda skipasmíði. En þeir sem eru svo hamingjusamir að geta brúað bilið yfir hina miklu gjá fara undan á flæmingi þegar þeir telja sig vera komna inn í sæluna en mæta í stað þess gapandi gini vaxtaljónsins ógurlega. Sem sagt ríkið er ekki eitt í ríkinu. Tálknafirði 7/9 Níels A. Ársælsson almenna markaði þurfi að hækka verulega. Ekki get ég skilið hvernig Ólafur getur túlkað þetta sem fjandskap við þá sem byggja á vegum verkamanna- bústaða. Vitanlega er öllum ljóst, hvar í flokki sem menn standa, að það er allstór hópur fólks sem ekki getur eignast eigin íbúð nema með þeim hætti að komast inn í verkamannabústaða- kerfið, þar sem eru 90% lán, til lengri tíma og með hagstæðari vaxtakjörum. Hitt er jafn ljóst, því miður, að við eigum langt í land með að allir geti byggt með þessum hætti. Þessi lánakjör verða enn um langa framtíð aðeins ætluð þeim sem verst eru settir í þjóðfélaginu. En ef almennu lánin yrðu hækkuð verulega, svona um helming, til þeirra sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn og lánin gætu komið fyrr á byggingatímabilinu, þá yrði mikil breyt- ing til batnaðar. Þá mundi ásóknin einnig minnka í verkamannabústaðina, enda er það staðreynd að almennt kýs fólk fremur, ef það hefur aðstæður til, að komast yfir húsnæði sem það hefur sjálft fullan ráðstöfunarrétt á. Nú verða lánin til þeirra sem gera íbúðir sínar fokheldar í júlí-sept. 205 þúsund krónur ef fjölskyldustærðin er 2-4. Helmingshækkun gerði því 410 þúsund krónur og að viðbættu einu eða tveimur lífeyrissjóðslánum er hér orðið um verulegt fjármagn að ræða. Gera má ráð fyrir að um 31% af þeim sem eru að byggja nýjar íbúðir séu að byggja sína fyrstu íbúð. Hér er því ekki nema um tæpan þriðjung almennu lánanna að ræða sem kæmu til með að hækka og því engin goðgá að allir möguleikar séu kannaðir í þessum efnum. Mér er full ljóst að hér er aðeins um einn þátt að ræða af stóru máli. En hér á í hlut, fyrst og fremst unga fólkið, sem nú nýtur þess ekki sem við nutum þegar við byggðum, að fá að greiða krónuna með einseyringi. Hér er því um mikið réttlætismál að ræða. Auðvitað eru margir aðrir þættir sem endurbóta þurfa með. Greiða þarf fyrir því, m.a. með hækkuðum lánum, að meira sé byggt af hentugum íbúðum fyrir aldraða. Það hlýtur að vera mjög óhagstætt þjóðhagslega, hve almennt það er orðið, t.a.m. í Reykjavík, að aldrað fólk, einn eða tveir einstaklingar, búa í óeðlilega stórum og óhentugum íbúðum. Einnig þyrfti að auka framboð á leiguhúsnæði. En mér er fullljóst að það er harðsótt að fá fjármagn. Því hefur skotið upp þeirri hugmynd sem G.G.Þ. minntist á í grein sinni, að e.t.v. væri mögulegt að fá aukið lánsfé inn í Byggingasjóð ríkisins með frjálsum sparnaði, sem t.a.m. væri frádráttarbært frá skatti, líkt og skyldusparnaður ungmenna, en bundin til ákveðins árafjölda og verðtryggður. Erlendis mun þetta þekkjast og dæmi um að féð sé skattskylt þegar það er tekið út. Eins mætti hugsa sér að aðeins hluti fjárins væri skattskyldur. Ekki er vafi að það væri þjóðfélaginu hagstæðara að slíku fjármagni væri beint inn á þessar brautir fremur en það hverfi í misjafnlega óþarfa eyðslu. Það var ekki meiningin að fara að gera hér neina úttekt á húsnæðismálum. Til þess þarf meira en stutta blaðagrein. Þessi mál eru nú í umfjöllun hjá stjórnmálaflokkunum og Félagsmála - ráðuneytinu eins og oft áður. Þau vandamál sem við blasa eru sjálfsagt ekkert auðleyst í þjóðfélagi þar sem allsstaðar vantar fjármagn. En ómakleg skrif Ólafs Jónssonar um Framsóknar - menn ráku mig til þessara skrifa. Ég hefi aldrei verið trúaður á að pólitískur moldreykur bæti sjón okkar á vandamálum húsbyggjenda. í Húsnæð- ismálastjórn hafa menn verið sammála um, þann rúma áratug sem ég hefi starfað í stjórninni, að blanda ekki pólitík í umræður og afgreiðslu mála á fundum. Ég vona að svo verði framvegis. Við sem þekkjum Ólaf Jónsson vitum að hann er duglegur og ég efast ekki um að hann vill vel eins og aðrir Sem eru að vinna í þessum málum. En Ólafur breytist í annan mann þegar pólitíkin fær yfirhöndina hjá honum, þá kann hann sér ekkert hóf. 11/9 1982 Þráinn Valdimarsson 9 á vettvangi dagsins ■ Svipmynd frá samyrkjubúi í Eistlandi. Landbúnaður í Eistlandi eftir Gustav Tonspoeg, vara- forsætisráðherra Eistlands ■ Berið saman tölurnar 300 og 14.000. Sú fyrri er fjöldi samyrkju- og ríkisbúa í Eistlandi í dag. Hin síðari er fjöldi sveitabýla, frá 1 og upp í 30 ha að stærð, sem til voru í Eistlandi arið 1940. Á þeim tíma bjuggu 66% íbúa Eistlands í sveitum landsins, en nú er sveitafólk 20.5% allra íbúa lýðveldisins. Þótt tvöfalt fleira fólk starfaði við landbúnað- inn á þeim tíma, framleiddi það þrisvar sinnum minna af landbúnaðarafurðum heldur en lýðveldið gerir nú. Eistnesk bændabýli, eða kjutors, eru smám saman að hverfa úr sögunni, þar sem ungt fólk vill ekki eiga þar heima. Á gömlu bændabýlunum á raunverulega ekkert ungt fólk heima lengur. Það er ekki nema eðlilegt, þar sem ungt fólk vill búa í eigin húsum búnum nútíma- þægindum líkt og jafnaldrar þeirra í borgunum. Eistneskir bændur voru ekki neyddir til þess að hverfa frá gömlu býlunum. Þetta var eðlileg þróun. Fólk, sem vildi flytjast þaðan fékk ókeypis velbúna íbúð eða landskika til þess að reisa á eigið hús með hjálp lágvaxtalána miðsvæðis á nýju, stóru búi. Nýju búin hafa betri möguleika til þess að leysa efnahagsleg og félagsleg vandamál. Á hverju búi er menningar- og verslunar- miðstöð, íþróttamannvirki og önnur sameiginleg þjónusta. Flyst til borganna Éngu að síður heldur sveitafólk áfram að flytjast til borganna. Það er aðeins eðlileg þróun. Eins og er starfa um 12% vinnufærra íbúa lýðveldisins við land- búnað. Búist er við, að þessi prósentu- tala lækki í framtíðinni. Samt eru til bú, sem skortir vinnuafl, á það einkum við um sérhæfð störf, s.s. stjórnun dráttar- véla. Til þess að verða dráttarvélaöku- maður þarf að ljúka námi við sérstakan skóla eða ákveðnum starfsþjálfunar- námskeiðum. í dag eru gerðar rniklar kröfur til stjómenda vinnuvéla. Þessi staðreynd ein saman gerir landbúnaðar- störf eftirsóknarverðari fyrir ungt fólk. Eistneskur landbúnaður sérhæfir sig í kvikfjárrækt. Og við höfum náð góðum árangri. Lýðveldið framleiðir 133 kg. af kjöti og 791 kg af mjólk á hvern íbúa. Nokkur undanfarin ár hefur kornupp- skeran náð 26 vættum á hektara, en það er 15 vætta aukning frá 1940. Mjólkur- framleiðslan hefur einnig tvöfaldast. Flóknari framleiðslu- og þjóðfélags- þróun til sveita krefst betri og fullkomn- ari stjómunar. 97% bústjóra í lýðveld- inu hafa hlotið æðri menntun eða lokið sérnámi. Að meðaltali starfa á nútíma búum í Eistlandi 30 sérfræðingar með æðri eða sérmenntun. Sjónvarpstækni er ört að ryðja sér til rúms á samyrkju- og ríkisbúum. Við emm þess fullvissir, að í mjög náinni framtíð munu aðeins stór, iðnvædd bú, sem nota háþróaðar framleiðsluaðferðir, bera arð. Matvælaáætlunin, sem nýlega var samþykkt fyrir tímabilið fram til 1990 skapar landbúnaðarþróuninni í Eist- landi nýja möguleika. Samkvæmt áætl- uninni á að þurrka upp 170 þús. hektara lands og taka til ræktunar. Árlega meðalframleiðslu á kjöti á að auka á áratugnum upp í 235-240 þúsund tonn, mjólkurframleiðsluna upp í 1.3-1.4 millj. tonn og komframleiðsluna upp í 1.5-1.6 millj. tonn. Samkvæmt áætlun- inni mun glímt við öll þessi framleiðslu- vandamál santhliða lausn félagslegra vandamála, ma. því að breyta samyrkju- og ríkisbúunum í Eistlandi í einskonar nútíma þorp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.