Tíminn - 14.09.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.09.1982, Blaðsíða 12
12 MUÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 19*2 ►RIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 13 f réttaf rásögn ( fréttafrásögn Átta þúsund manna kór söng Finlandiu eftir Sibelius á Metrodom leikvanginum í Minneapolis. Vigdís gerir stormandi lukku vestra: Sturtuvagn Óska eftir að kaupa sturtuvagn 4ra-5 tonna. Upplýsingar í síma 91-42076, eftir kl 19 á kvöldin næstu daga. Til sölu hópferðabíll Mersedes Bens tveggja drifa. 33ja manna árg. 1973. Vetrar-snjóa- og fjallaferðabíll. Ólafur Ketilsson sími 99-6136. ■ Skautbúningur Vigdísar vakti mikla athygli. Hér ræðir hún við gesti á hátíðartónleikunum í Orchestra Hall. „SIGRAÐI BANDARIKIN MEÐ SKAUTBUNINGNUM 77 norsku bladamennirnir í Minneapolis ■ „Heimsóknin hefur verið mér mikil lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma. En ég hlýt að játa, að fyrir Norðurlanda- búa eins og mig er eitthvað alveg sérstakt við að koma til Minneapolis“ sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands í upphafí ræðu sinnar við opnun sýningarinnar Scandinavia Today í Minneapolis en for- setinn og fylgdarlið hennar dvaldi í þeirri borg um helgina. Óhætt er að segja að Vigdís hafi gert stormandi lukku í Bandaríkjunum, mikið hefur verið skrifað um hana í blöðum, útvarpið hefur gert henni góð skil og sjónvarpað var beint um öll Bandaríkin frá hátíðartónleikum í Orchestra Hall á laugardagskvöldið. Þar mætti Vigdís í skautbúningi og sögðu norsku blaðamennirnir eftir þá tónleika að Vigdís hefði sigrað Bandaríkin með skautbúningnum. Vigdís flutti opnunarræðu sína á sýningunni Scandinavia Today á föstudagskvöldið en á laugardag var norræn hátíðarsamkoma á Metrodomleikvanginum í Minneapolis þar sem mættu 55 þúsund manns og fluttu þar allir fulltrúar Norðurlandanna ávörp. Meðal atriða á þeirri samkomu var kórsöngur átta þúsund manna kórs sem flutti Finlandiu eftir Sibelius en þessi kór mun vera sá stærsti sem nokkurn tímann hefur sungið. Á hátíðatón'leikunum komu fram heimsfræg- ir skemmtikraftar af Norðurlöndum eins og Viktor Borge og söngkonan Birgit Nilson en auk þeirra sungu Fóstbræður. Eftir tónleikana biðu gestir í anddyri eftir að forsetinn kæmi úr húsinu og gekk hún til þeirra tók í hendur á mörgum og átti stutt spjall við suma. Öryggis- verðir þeir sem gæta eiga forsetans urðu víst nokkuð taugaveiklaðir vegna þessa en gestirnir frá sér numdir af hrifningu. „Fyrst reisa þeir hlöðu.... í opnunarræðu sinni á sýningunni Scandi- navia Today ræddi Vigdís Finnbogadóttir nokkuð um norræna innflytjendur til Banda- ■ „Heimsóknin hefur verið mér mikil lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma" sagði Vigdís m.a. í opnunarræðu sinni á Scandinavia Today í Minneapolis. Slegið á léttar nótur með hinum einstaka Victor Borge. ríkjanna en f Minnesota fylki eru fjölmennustu byggðir norrænna manna í Bandaríkjunum. Sagði Vigdís m.a.: „Þið þekkið öll hina sígildu lýsingu á norrænum innflytjendum hér í Ameríku: „Fyrst reisa þeir hlöðu. Svo byggja þeir kirkju. Þessu næst reisa þeir skóla. Og svo byggja þeir yfir sig“. Það er vel þess virði að velta þessari lýsingu fyrir sér. Hún felur í sér skilning á því sem þessir forfeður okkar settu öðru ofar. Fyrst kemur starfið sjálft - það þarf að ljúka verkum, koma uppskerunni í hús, sjá fjölskyldunni fyrir mat. Næst er að huga að andlegum þörfum. Síðan komu menntunarþarfir barnanna, upp- bygging fyrir framtíðina - því það sem einkenndi þessa landnema öðru fremur, fyrir utan vinnusiðgæði þeirra og guðsótta, var virðingin sem þeir báru fyrir menntun, fyrir lærdómi sem leið til betri skilnings og betri framtíðar. Og að Iokum var það eins og munaður eftir á að smíða sér snoturt hús.“ Fjölskyldutré Undir lok ræðu sinnar sagði Vigdís sfðan: „í norrænni goðafræði var jörðinni haldið saman af heimstré miklu sem Yggdrasill hét. Þetta tré tengdi himinn við jörð. Þetta var hið ævafoma fjölskyldutré, ekki aðeins Skandinavíu heldur alls heimsins. Þetta var Skandinavía fyrri tíma. í Skandina- víu nútímans sjáum við ávexti fjölskyldutrés okkar daga. Við sjáum hvernig mannanna munur í fjölskyldunni hefur skapað ríkulega margbreytni í menningartjáningu, sem er með sínum keim hjá hverju okkar. Við erum komin hingað til Ameríku til að bjóða ykkur, frændum okkar sem eigið forfeður sem lögðu af trúmennsku rækt við menningu sína, til að taka þátt í þessari hátíð, þessari sýningu, lesa menningarblóm af fjölskyldutré okkar tíma. Megi það vaxa og blómgast, megi það veita ykkur ánægju og bömum ykkar og barnabörn- um. Ég lýsi sýninguna Scandinavia Today í Minnesota opna“. Á sunnudag hélt svo forseti íslands og fylgdarlið til New York þar sem hún í gærkvöldi hélt aðalræðuna við opnun Scandinavia Today þar í borg, í dag, í Lincoln Center. -FRl/GTK Við komuna til Minneapolis voru forsetanum afhent blóm. Tímamyndir GTi , ~ . í Dansstúdíó er áherslan eingöngu lögö á hreinan jassballett eins og hann gerist bestur í heiminum í dag. Þar er boðið upp á 12 vikna byrjenda- og framhaldsnámskeið fyrir alla aldurs- hópa frá 7 ára aldri, jafnt konur sem karla. Innritun: Reykjavík: Alla virka daga kl. 10-12 og 13-17 í síma 78470. Akranes: Alla virka daga kl. 9-17 í síma 1986. Námskeið hefjast 20. september. Skírteini verða afhent laugardaginn 18. september í kennsluhúsnæðinu að Brautarholti 6. í jassballett haldast hollustan og skemmtunin í hendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.