Tíminn - 14.09.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.09.1982, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 I ■ Kaupstefnan íslensk föt ’82 var haldin á Hótel Loftleiöum dagana 8.-10. sept. sl. Þátttakendur voru eftirtaldir framleiðendur: Nærfatagerðin Ceres hf. Prjónastofan Iðunn hf. Sportver hf. Versmiðjan Dúkur hf. Sjóklæðagerðin hf. Scana hf. R. Guðmundsson Max hf. Lexa hf. Iðnaðardeild Sambandsins og sýndu þeir haust- og vetrar- tísku sína. Tilgangur kaupstefnunnar er, eins og annarra vörusýninga, að auðvelda framleiðendum og dreifendum að stofna til við- skipta sín á milli. Hér er um Kaupstefnan íslensk föt: ■ Það er eins gott að vera hlýlega og vel klæddur fyrir veturínn. Þessar barnaúlp- ur koma frá Scana hf. ■ Undir vörumerkinu Artemis sýndi Lexa hf. fallega náttkjóla. ■ Nærfatagerðin Ceres hf. sýndi mikið úrval náttkjóla. ■ Þessi „kappnærföt“ koma frá Sjó- klæðagerðinni hf. Þau eru t.d. mjög hentug í útilegur, því oft er nauðsynlegt að Idæða sig hlýlega ofan i svefnpokann. augljóst hagræði fyrir innkaupa- aðila að ræða, þar sem saman eru komnir helstu framleiðendur fatnaðar á einum stað og hægt að gera kaup hjá mörgum, án þess að því fylgi nokkur ferðalög á milli staða. Sama má segja, að gildi fyrir framleiðenduma , þar sem þeir fá til sín fjölda innkaupaaðila og spara þannig söluferðir. Félag íslenskra iðnrekenda hefur frá upphafi staðið fyrir kaupstefnunni fyrir hönd ís- lenskra fataframleiðenda og er framkvæmdastjóri kaupstefn- unnar ÍSLENSK FÖT 82 Þórar- inn Gunnarsson, skrifstofustjóri F.Í.I. Að sögn Þórarins er Félag íslenskra iðnrekenda nú með auglýsingaherferð í gangi til að hvetja landann til að kaupa íslenskan iðnvarning framar út- lendum, enda reynist hann fyllilega sambærilegur, hvað varðar útlit, gæði og verð. Herferð þessi fer fram í formi sjónvarpsauglýsinga, í útgáfu plakats og límmiða, sem aðilar Félags íslenskra iðnrekenda líma á póst sinn. Er þessi herferð ■ Prjónastofan Iðunn sýndi marga fallega prjónakjóla. ■ Meðal þess, sem Dúkur hf. sýndi, var þetta voðfellda pils og blússa við. Notalegt á nöprum vetrardögum. nokkurs konar undanfari annarr- ar stærri, sem fyrirhuguð er á næsta ári, en þá verður félagið 50 ára og hyggst þá minna hressilega á tilvist sína. ■ Iðnaðardeild Sambandsins sýndi margvislegan fatnað. Acta-skó. Einnig notalegar úlpur. s.s. DufTy’s buxur og (Tímamyndir: GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.