Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1983 „Hef komið hingað liðlega 60 sinnum“ Fararstjóri og kennari þessa 17 manna hóps, er David Dorf, en hann hefur áður komið með fimm slíka hópa hingað, auk þess sem hann hefur komið hingað ótal sinnum á eigin vegum. Við spyrjum hann fyrst um á hvers vegum hann og hópurinn séu hingað komin. „Ég vinn ■ Hópurinn hlýðir á Birgi Þorgilsson markaðsstjóra Ferðamálaráðs. ■ „Getum margt af ykkur lært,“ segir David Dorf. „Getnm margt af ykknr lært í hótel- og ferðabransanum” ■ Því hel'ur oft verið haldið fram, að við íslendingar værum hálfgerðir grænjaxlar á ferðamálasviðinu, sem og öðrum sviöum. Þeir sem þessu halda fram, mega gjöra svo vel og venda sínu kvæði í kross, því um nokkurra ára skeið a.m.k. höfum við að mati annarra, staðið það framarlega, að hópar hafa sótt landið heim, í þeim tilgangi að læra af því sem verið er að gera á ferðamannamarkaðnum hér á landi, auk þess sem hingað hafa komið hópar, sem vilja kynna sér hótelrekstur á íslandi. Tíminn frétti af einum slíkum hóp, sem verið hefur hér á landi síðan sl. sunnudag, og flýgur reyndar vestur um haf í dag, að loknu velheppnuðu og fróðlegu námskeiði hér á landi, að því er þátttakcndur námskeiðsins tjáðu Tímanum nú í vikunni, en þá skruppu Tímamenn út á Hótel Loftleiðir og komu inn á námskeiðið, þar sem Birgir Þorgilsson, markaðsstjóri Feröamálaráðs Islands var að leiða nentendurna í allan sannleika um feröamál hér á landi. starfsmaður banda- rískra hótelsamtaka, sem senda hingað í . sinn hóp á námskeið : v:;'\ trir.tír i ifi ’ l \ \ \ v \ v’: ý „Kom mest á óvart að hitta forsetann” segir Kelly Carlin frá Kanada ■ Kelly Carlin frá Kanada fannst mest gaman að hitta Vigdísi forseta. ■ Ein sú yngsta í þessum hóp er Kelly Carlin frá Kanada, nánar tiltekið frá North Bay.Ontario. Hún er að læra hótclrekstur og hótelstjórn í háskólanum í sinni heimaborg og býst við að útskrifast í maímánuði nú í vor. Tíminn spjallaði lítillega við hana, og spurði liana fyrst hvað hún hefði lært af þessu stutta námskeiði hér á landi: „Það er athyglisvert að bera saman gjörólíka menningu okkar landa. Fyrir mér er það aö sjálfsögðu mest spennandi að kynnast hótelunum hér, því þau eru ólík frá því sem tíðkast heima. Þjónustan er mun betri hér, og miklum mun meiri atvinnubragur yfir henni, á meðan að hálfgerður áhugastimpill er yfir hótclunum okkar. Þjónarnir ykkar hér á hótelunum eru mun eldri og betur mcnntaðir en hjá okkur og eins og ég sagði áðan, allt yfirbragð ykkar hótela ber þess vott að þið hafið byggt þau upp af glæsibrag og sett atvinnumenn, vel menntaða í helstu störfín.“ Kelly er að því spurður hvort það sé mikið atvinnuleysi á meðal hótelstjóra og rekstrarstjóra í Kanada: „Nei, ekki í þessum störfum, það hafa enn ekki svo margir. raunar mjög fáir lært hótelrekstur. Það er aftur á móti talsvert atvinnuleysi á meðal starfsstéttanna sem teljast til þeirra lægri á hótelunum." - Hvað hefur komið þér mest á óvart í þessari stuttu íslandsheimsókn þinni? „Svo sannarlega það að hitta forsetann og borgarstjórann í Reykjavík, en þó sérstaklega að hitta forsetann. Þú einfaldlega hittir ekki slíkt fólk í mínu hcimalandi, nema þú sért þess hærra sett. Hér er fyrir fólkið svo opið og vingjarnlegt að maður verður furðu lostinn á elskulegheitunum og gestrisninni. Við hcimsóttum Vigdísi, forsetann ykkar á Bessastaði, og elskulegheit hennar voru einstök. Hún kont út og tók á móti okkur. Við héldum að hún myndi taka á móti okkur í einhverjum móttökusal, en þá var þetta hennar eigið heimili, svo fallegt og hlýlegt. Þetta var mesta upplifunin að mínu mati." „Vildi fá nokkra hveri frá ykkur” Segir Ashton Therrel, frá Atlanta, Georgia ■ „Mín fyrsta mynd af íslendingum, eftir þessa stuttu veru hér, er að þeir eru mun hlýlegri, elskulegri og gestrisnari en landar mínir í Atlanta," segir ungur maður, Ashton Therrel frá Atlanta, Georgía, þegar Tíminn rabbar stuttlega við hann. Ashton Therrel er að læra hótelrekstur og segist þess vegna gauntgæfa háttalag fólks mjög mikið. Hann heldur áfram: „Það er eins og elskulegheit Islendinga séu þeim í blóð borin og þeir opni fyrir þig dyrnar, af því það sé þeim eðlilegt, bjóði þér inn, taki þér rneð opnunr örmum og veiti þér af rausn." (Öðruvísi mér áður brá,leyfirblaðamaður sér að hugsa!) Therrel mun ekki ljúka námi fyrr en eftir þrjú ár, því hann er rétt að Ijúka fyrsta námsárinu. og ef vel gengur hjá honum. þá mun.hann Ijúka náminu á fjórum árum. en hann segir að margir séu fimm ár að klára. Hann upplýsir okkur um að í Georgia sé ekki mikið fyrir ferðamanninn að sjá.raunar harla lítið. Þangað komi enginn til þess O Ashton I lierril vildi gjarnan hafa nokkra hveri handa ferðamönnum í Atlanta, Gecrgia. Tímamyndir - G.E. að skoða náttúruundur eða stórbrotna byggingar- list. heldur komi menn þangað vegna hefðarinnar, að heimsækja höfuðborgina. Hann segir að þess vegna verði hóteliðnaðurinn í Georgía að vanda sig alveg sérstaklega og hafa upp á fjölbreytta og spennandi þjónustu og veitingar að bjóða. Hann er spurður hvað honum hafi líkað best að sjá hér á landi, sem almennum ferðamanni: „Það var að sjálfsögðu hverasvæðið ykkar í Haukadal. Ég held að land sem býr yfir slíkum náttúruundrum. og að því er mér er sagt. ótal mörgum fleirunt, þurfi aldreiað óttast þaðað geta ekki laðað að ferðamenn. Éggæti sem best hugsað mér að fá nokkra góða hveri frá ykkur, og koma þeim fyrir í hæfilegri fjarlægð frá Georgia, þó svo að ég fari nú ekki fram á að fá Geysi sjálfan. Að öðru leyti kom þessi mikli snjór mér á óvart. Ég hef aldrei á ævi minni séð svona mikinn snjó."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.