Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 5 þá óþekkt í Rússlandi. Þegar þeir höfðu áttað sig á þessari nýju tækni bjuggu þeir til leik sem þeir skemmtu sér við að iðka í garði blekbóndans gamla. Leikurinn tólst í því að einn settist upp í hjólbör- urnar en annar ók þeim á eins miklum hraða og frekast var unnt. beint inn í runnann. Skiptust þeir á um að sitja hjólbörurnar og hélt þessi keisaralega skemmtun áfram meðan nokkur krækla var uppistandandi í garðinum. Breska ríkið sem greiddi alla reikninga fyrir dvöl Péturs í Englandi varð að punga út gífurlegri summu í bætur til John Evelyn vegna þeirrareyðileggingar sem orðið hafði á eigum hans. Þetta var hins vegar ekki nema önnur hliðin á dvöl Péturs í Englandi. Hann var tíður gestur í skipasmíðastöðvum og gekk jafnan um í sjómannsklæðum. Vilhjálmur kóngur sýndi honum mikinn heiður, bauð honum í þinghúsið. Pétur sem alltaf var með hugann við það, að verða ckki uppgötvaður, kaus að horfa á dýrðina inn um glugga við efri svalir. Maður nokkur sem varð vitni að þessari óvenjulegu keisaralegu heimsókn lét þessi orð falla, sem urðu fleyg um alla London, „í dag sá ég sjaldgæfustu sjón í veröldinni, einn kóng í hásæti og annan uppi á þaki." Sendiherra Austurríkis í London einvörðungu áhuga á að kenna þeim sjómennsku." Til Moskvu um Vínarborg Það var kominn 2. maí 1698 þegar Pétur mikli yfirgaf England á skipi sem hann hafði þegið að gjöf frá Vilhjálmi konungi. Síðan hófst löng ferð um landveg heim með viðkomu í Vínarborg og í Póllandi. Þar hitti hann einvalda landanna í Leopold Austurríkiskeisara og Ágústus konung Póllands. Það var því ekki fyrr en í september 1698 eða einu og hálfu ári eftir að hin sögufræga ferð hófst, sem Pétur mikli reið inn um borgarhlið Moskvu á nýjan leik. Fyrstu ferð rússnesks þjóðhöfðingja á friðar- tímum út fyrir landamæri ríkisins var lokið. Hliðstæð ferð hefur ekki heldur verið farin síðan, það hefur ekki verið daglegt brauð að þjóðhöfðingjar yfir- gæfu lönd sín og ríki og héldu erlendis í námsferðir með leynd yfir persónu sinni. Hvað urn það. Pétur var kominn heim og um atburði þá sem gerðust á næstu árum og áratugum verður ekkert sagt hér enda voru þcir ærið sögulegir. Hins vegar fengu hirðmenn Péturs þegar í stað smjörþefinn af því að nú átti að veita vestrænum menningar straumum inn í landið. Á þessum tíma var skeggið helsta stolt og prýði rúss- Þegar Rússakeisari gerðist iðnlærlmgur á Vesturlönduin — stutt frásögn af sögulegu ferðalagi Péturs mikla ,-i i.. »-ji * IVi) < 15 i.i ■ Á teikningunni til vinstri sést hvar verið er að skerða skegg einhvers rússnesks hefðarmanns, en til hægri er peningur sem gefur til kynna að eigandi hans hefur greitt tiltekna fjárhæð aukalega í skatt og þannig keypt leyfi til að halda skeggi sínu. ■ í þessu húsi bjó Pétur mikli þann skamma tíma sem hann bjó í hollenska þorpinu Zaandam upp þegna sína með viðlíka áhuga og hann vildi kenna þeim að smíða skip og sigla. Það sem eftir var ferðar héldu þeir því vandlega leyndu fyrir keisaranum, ef þeir fundu til krankleika. En þótt Pétur fengi bréf upp á kunnáttu sína í skipasmíðum í Hollandi fannst honum ekki nóg lært. Hann var gagnrýninn á vinnubrögð hollenskra, þar sem honum þótti hver skipasmiður nota sína eigin þumalputtareglu. Hann ákvað því að halda áfram að kynna sér skipasmíðar og nú í Englandi, nánar tiltekið höfuðborginni London. Rússaveldi uppgötvar hjóibörurnar Það skorti ekki á að móttökur Eng- lendinga væru hinar konunglegustu. Pétur mikli og félagar hans voru ferjaðir yfir sundið til Englands á herskipi hans hátignar undir skipstjórn háttsetts að- mírálí, Mitchells að nafni. Pétri var útvegað bráðabirgðahúsnæði við Nor- folk stræti 21 í London, hann hafði farið fram á einfalt, lítið hús með dyrum sem vísuðu að bakka Thamesárinnar. Breta- kóngur, Vilhjálmur af Óraníu ákvað að vitja keisarans í óformlegri heimsókn til að bjóða hann velkominn. Sú heimsókn varð endaslepp og lengi í minnum höfð. Þegar Vilhjálmur kvaddi dyra lá Pétur í bæli sínu sem hann deildi með fjórum ferðafélögum sínum, en gluggar voru hafðir lokaðir svo sem tíðkaðist í Rússlandi á vetrum. Vilhjálmur kóngur sem var astmaveikur hafði ekki gert meira en að skiptast á nokkrum kurteis- isorðum við hinn tigna gest sinn, þegar þyrmdi svo yfir hann af óloftinu að hann fékk astmakast. Þetta varð þó ekki endirinn að samskiptum þeirra Péturs mikla og Englandskonungs og raunar sýndu Eng- lendingar honum mikla sæmd. Pétur var boðinn í konungshöllina til viðræðna við Vilhjálm kóng, en báðir deildu þeir andúð á Frakkakonungi og Tyrkjanum og var báðum ofarlega í huga að mynda bandalag gegn þessum höfuðóvinum sínum tveimur. Pétri og förunautum hans var síðan fengið afar glæsilegt húsnæði til afnota. Húsnæði þetta var í eigu frægs rithöfundar, John Evelyn, sem hafði varið 45 árum ævi sinnar til að skreyta það utan sem innan og rækta upp í kringum það hinn fegursta garð og var hús og garður stolt hins aldna rithöfund- ar. Það var því mikill heiður fyrir hann þegar falast var eftir því að hann léði þessar eigur sínar Rússakeisara meðan á dvöl hans stæði. En sá heiður varð dýrkeyptur. Þegar hinir tignu gestir yfirgáfu setur það sem þeim hafði verið fengið til umráða var húsið því sem næst ónýtt. Gólfið var svo illa farið af fitu og bleki að ekki var hægt úr að bæta á annan hátt en að gera nýtt gólf. Tígulsteinar höfðu verið brotnir af eldstónni og þeir horfið. Um 50 stólar, allir sem verið höfðu í húsinu voru horfnir, að öllum líkindum höfðu þeir verið notaðir til eldsneytis. Málverk og skilirí voru niðurtætt og virtust hafa verið höfð fyrir skotmörk, Ekki tók betra við þegar út kom. Runnarnir í garðinum, sem gamli rit- höfundurinn hafði varið ævi sinni til að koma upp voru niður brotnir og tættir. Þótti það með ólíkindum að Rússunum skyldi takst að ganga svo frá trjágróðrinum og lá ekki ljóst fyrir með hvaða hætti það hafði gerst. Nágrann- arnir gátu þó upplýst málið. Einn góðan veðurdag höfðu hinir tignu gestir fundið hjólbörur á förnum vegi, en slíkt æki var skrifaði keisara sínum bréf þarsem hann lýsti heimsókn Péturs til Lundúna og endaði það svo: „Það er sagt að hann vilji kenna þegnum sínum siði og menningu annarra þjóða, en eftir fram- göngu hans hér að dæma hefur hann neskra karlmanna og talið að það jaðraði við guðlast og skerða það. Skeggtíska var hins vegar aflögð í vestrænum löndum. Pétur hafði í bréfi frá London látið að því liggja að hann hyggðist ráða tvo rakara frá Englandi til starfa í Moskvu og vakti þessi boðskapur keisarans mikinn hrylling í hópi skegg- prúðra hirðmanna í Moskvu. Hinir ensku-rakarar voru hins vegar ekki fúsir til starfans en Pétur taldi ekki eftir neinu að bíða þegar um það var að ræða að hleypa vestrænum menningarstraum- um inn fyrir borgarmúrana. Svo að hann kvaddi hirðmenn sína á sinn fund og brá rakhnífum á kjamma þeirra og skóf af alskeggin hverjum á fætur öðrum. Urðu af þessu hinar hroðalegustu aðfarir sem ekki skal reynt að lýsa nánar vegna skeggsárra lesenda, en virðulegir emb- ættis menn í þjónustu konungs, sem öll sín manndómsár höfðu gengið með svört skegg sín niður á bringu stóðu nú allt í einu uppi skegglausir með alblóðug andlit eftir aðfarir keisarans. Stolt þeirra og prýði, ímynd hins sanna Rússa, alskeggið, var allt í einu horfið. Þannig hófst barátta Péturs mikla fyrir því að „opna vesturgluggann, “eins og hann kallaði það, breyta hinu staðnaða rússneska þjóðfélagi í líkingu við vest- rænar fyrirmyndir. Félagsheimilið Hvoll Óskum eftir karli eða konu til þess að annast veitingarekstur og aðra starfsemi Félagsheimilis- ins. Uplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 99-8124 Staða framkvæmdastjóra við Félagsheimilið Festi Grindavík er laus til umsóknar nú þegar. Skriflegar umsóknir óskast sendar undirrituðum í síðasta lagi 15. febrúar n.k. Bæjarstjórinn í Grindavík Víkurbraut 42, sími 92-8111.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.