Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 Ljósavél óskast. Vil kaupa dísel Ijósavél 10-12 kW. Upplýsingar í síma 94-1431 og í síma 94-1234 á kvöldin og um helgar. Eigum fyrirliggjandi CAV 12 volta startari: Bedford M. Ferguson Perkins Zetor L. RoverD. Ursusofl. CAV 24 volta startari: Perkings Scania JCB o.fl. Lucas 12 volta startari: M. Ferguson Ford Tractor ofl. CAV 24 volta alternator: 35 amper einangruð jörð 65 amper einangruð jörð Butec 24 volta alternator: 55 ampers einangruð jörð Einnig startarar og alternatorar fyrir allar gerðir af japönskum og enskum bifreiðum. Þyrill s.f. Hverfisgötu 84 101 Reykjavík Sími 29080 Tilkynning um tannlæknaþjónustu fyrir 6-15 ára börn á vegum skólatannlækninga Reykjavíkurborgar. Skólatannlaekningar Reykjavíkurborgar annast tannviðgerðir á skólabörnum á aldrinum 6-15 ára. Undanskilin eru 13-15 ára börn í eftirtöldum skólum: Hagaskóla, Réttarholtsskóla, Laugalækjarskóla, Ölduselsskóla, Hólabrekku- skóla, Seljaskóla, Fellaskóla, Árbæjarskóla og Hlíðaskóla. Leiti þessi börn til einkatannlækna verða reikningar vegna þeirra tannviðgerða greiddir í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur gegn framvísun skólaskírteina barnanna eða reikningarnir hafi verið stimplaðir í hlutaðeigandi skóla. Skólabörn, önnur en ofangreind, sem æskja þjónustu einkatann- lækna eöa sérfræðinga, annarra en sérfræöinga í tannréttingum, skulu fyrirfram afla sér skriflegrar heimildar til þess hjá yfirskólatann- lækni. Án hennar verða reikningar frá einkatannlæknum fyrir 6-15 ára skólabörn ekki greiddir af Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Reglur þessar gilda til 1. sept. 1983. Yfirskólatannlæknir Hestamenn - Hestamenn Höfum fyrirliggjandi Wembley, Turner og Skin reiðbuxur. Wembley, Royal og frönsk Eagle reiðstígvél. Höfuðleður, múla, taumaog hóffjaðrir. H.B. beisli (hjálparbeisli við tamningar) og margt fl. Einnig Skallaskeifurnar - þessar sterku með ískrúfuðum sköflum. Kynnið ykkur okkar verð. Sendum í póstkröfu. Verslunin Hestamaðurinn Ármúla 4, sími 81146. HESTAMAÐURINN Sérverslun hestamannsins, Ármúla 4, sími 81146. Frá Moskvu til Amsterdam Pað var 20. mars 1697 sem hin virðulega sendinefnd lagði af stað út fyrir borgarhliðin í Moskvu og létti ekki sinni ferð fyrr en í borginni Riga í Lettlandi. Þar var í þá daga sænskt yfirráðasvæði og hét sá Dahlberg er þar var landstjóri. í Riga varð sendinefndin að hafa nokkra viðdvöl þar eð vegna leysinga varð ekki komist yfir ána Dvinu. Það olli sænska landstjóranum þó nokkrum höfuðverk hvernig bæri að hafa móttöku hinna tignu gesta. Riga var fögur borg og vestræn að yfirbragði, háborg hins sænska veldis austan Eystra- salts. Pétur var forvitinn að rannsaka sem best alla húsagerð í þessari vestrænu borg og fór um hana skoðunarferðir og var í einni slíkri ferð hótað kúlu í höfuðið af sænskum hermanni, léti hann ekki af njósnum sínum. Þetta olli reiði Péturs og félaga hans og ekki bætti úr skák að Dahlberg tók þann kost að haga móttökunni á þann veg sem væru gestirnir á ferð í einkaerindum, þeir greiddu sjálfir fyrir húsnæði og vistir fyrir sig og hesta sína. Dahlberg var auðvitað vorkunn, það hefði vafist fyrir hvaða siðameistara sem var að skera úr hvaða siðareglur skyldu gilda, þegar tekið var á móti þjóðhöfðingja sem ferðaðist í dulargervi. Móttökurnar ollu reiði Péturs og mörgum árum seinna var það honum sérstök ánægja að ráðast á þessa borg og taka hana herskildi, hann hafði horn í síðu hennar allt frá þessum tíma. Þegar Dvina var fær orðin yfirferðar var haldið af stað sem skjótast og næstur höfðingja sem var heimsóttur var hertog- inn af Kúrlandi, en þá var Kúrland hertogadæmi, sem formlega laut pólsku krúnunni, en tilheyrir nú Lettlandi, Friðrik Casimir hertogi hafði annan hátt á en Dahlberg hafði í Riga, nú var séð til þess að Rússana skorti ekkert í mat, drykk né skemmtan. Tóku Rússarnir því öllu mjög hressilega.einkum vakti drykkja þeirra furðu viðstaddra." Þessir Rússar eru eins og skógarbirnir sem hafa verið vatni ausnir og skírðir:,, sagði einhver sem fylgdist með framferði þeirra. Að lokum heiðraði hertoginn hinn tigna rússneska gest sinn með því að leggja til skip sem skyldi flytja hann til næsta áfangastaðar, Königsberg í norður þýska kjörfurstadæminu Brand- enburg. Þar var rússnesku sendinefnd- inni tekið með kostum og kynjum. Pétur mikli dvaldist í Köningsberg í 6 vikur, en þá lagði hann enn af stað og nú var ákvörðunarstaðurinn það land sem hug- ur hans hafði staðið lengst til að heimsækja,Holland. Skipasmíöanemi í Hollandi Á uppvaxtarárum sínum hafði Pétur mikli kynnst hollenskum kaupmönnum og sæförum bæði í Moskvu Arkangelsk, einu hafnarborg Rússaveldis þegar hér ‘var komið sögu. Holland var þá mesta sjóveldi heims og skipasmíðar sem og annar iðnaður stóð þar með miklum blóma og velmegun var mikil á mæli- kvarða þessa tíma. Ástríðuþrunginn áhugi Péturs á öllu sem laut að skipa- smíðum og siglingum gerði að verkum að Holland var fyrirheitna landið í þessari pílagrímsför hans. Þangað hugð- ist hann sækja þá þekkingu sem hann áleit ríki sínu mikilvægasta og flytja hana með sér heim. Það var síðla sumars 1697, sem Rússakeisari sigldi upp eftir síki áleiðis til bæjarins Zaandam, þar sem Pétur vissi af einni stærstu skipasmíðastöð Hollands. Það er fært í frásögúr að einn sunnudagsmorgun þegar Pétur nálgaðist Zaandam sá hann allt í einu kunnugleg- an mann sitja í árabát og renna fyrir ál. Þar var kominn maður að nafni Gerrit Kist, járnsmiður að iðn sem hafði áður dvalist í Moskvu og kennt Pétri nokkru undirstöðuatriði í iðn sinni. Pétur hróp- aði nafn Krists, himinlifandi yfir að sjá kunnuglegt andlit á svo framandi slóðum, en þeim síðarnefnda varð svo mikið um er hann sá sjálfan keisara Rússaveldis koma siglandi að minnstu munaði að hann félli í síkið úr bát sínum. Eftir að hafa heilsast og Kist hafði svarið þangnareið vegna nálægðar hins tigna gests útvegaði Kist Pétri húsnæði í Zadam og daginn eftir í býtið keypti Pétur öxi, hamar og annað sem þurfti til skipasmíða, gekk með tól sín til skipasmíðastöðvarinnar og réð sig þar ■ Vilhjálmur af Oraníu fékk einn þckktasta málara Breta til að gera þetta málverk af Pétri mikla meðan á dvöl hans stóð í Englandi. Samtíðarpienn töidu málverkið líkjast Pétri mjög. til vinnu. Keisari Rússaveldis var orðinn lærlingur í skipasmíðum í Hollandi. Leyndin afhjúpuð Ekki var þó Pétur mikli lengi í Zaandam fremur en Adam í Paradís. Þótt Pétur og förunautar hans reyndu í hvívetna að líta út og hegða sér eins og Hollendingar kom það fyrir ekki, fljót- lega spurðist út hverjir þeir væru. Margar sögur eru sagðar af baráttu Péturs við að dylja uppruna sinn og tign. En allt kom fyrir ekki. Einn góðan veðurdag þegar Pétur var á göngu á götu í Zaandam gaf hann götustrákum ávexti að eta úr hatti sínum. Þegar ávextirnir nægðu ekki öllum byrjuðu strákarinir að elta hann og grýtaPétur leitaði skjóls á veitingahúsi. Borgmeistarinn sjálfur kom á vettvang og Pétur var neyddur til að segja til nafns. Og gilti einu hversu ríka áherslu hann lagði á að ekki mætti spyrjast hver hann raunverulega væri, vitneskjan um það breiddist út eins og eldur í sinu. Og áðurnefndur Kist var tekinn í karphúsið af eiginkonu sinni fyrir að Ijúga til um hinn sérkennilega gest. Kaupmenn og broddborgarar bæjarins tóku að bjóða keisaranum til veislna , en Pétur neitaði staðfastlega öllum boðum. „Það er engin mikilvæg persóna stödd hér,“ svaraði hann, „keisarinn er ókominn enn“. En dvöl Péturs í Zaandam, tók snöggan endi og stóð aldrei nema í viku. Bæjarbúar tóku að flykkjast að húsi hans, elta hann hvert fótmál, þrengja sér að honum og stara á hann í vinnunni í skpasmíðastöðinni. Þetta varð keisaran- um ofraun. Hann tók að loka sig inni og á endanum flýði hann bæinn á báti sem hann hafði keypt sér og sigldi til Amsterdam og þar, í einni mestu verslunar og iðnaðarborg þessa tíma dvaldi hann í fjóra mánuði við skipa- smíðar og önnur viðfangsefni viðlíka fjarri verksviði manna af hanssauðahúsi. Frá skipasmíðum til skurðlækninga I Amsterdam fékk Pétur að búa nokkurn veginn óáreittur og stunda sína iðn við skipasmíðastöð Austur-Indía félagsins. Hann naut þess að blanda geði við smiði og sjómenn og fræðast af þeim allt er laut að störfum þeirra. Áhugi Péturs náði ekki einungis til skipasmíða, heldur einnig til siglinga og siglinga- fræða, hann lagði áherslu á að læra að hagræða reipum og seglum, jafnframt því sem hann kynnti sér hvert einstakt skref í skipasmíði frá því kjölur var lagður þar til fullbúið skip var sjósett. í lok dvalarinnar fékk Pétur bréf upp á alhliða kunnáttu í skipasmíðum og siglingum. Jafnhliða þessu reyndi Pétur að stjórna landi sínu með vikulegufn bréfa- skiptum til Moskvu og hafa bréfberar víst ekki annan tíma gegnt öðru eins lykilhlutverki í stjórn eins ríkis eins og bréfbera-Péturs sem voru í förum milli Amsterdam og Moskvu. Hinir umburð- arlyndu Hollendingar fengu svo smjör- þefinn af því hvernig Rússakeisari sýndi þegnum sínum hvar Davíð keypti ölið ef honum bauð svo við að horfa, þegar honum rann í skap við tvo embættis- menn rússneska keisaradæmisins ísendi- ráðinu í Amsterdam. Sendimennirnir höfðu látið orð falla í þá átt að Pétur hegðaði sér ekki eins og sæmdi keisara. Þessu reiddist Pétur svo ákaflega að hann fyrirskipaði að mennirnir skyldu teknir af lífi þegar í stað. Hollensk yfirvöld urðu að ganga í málið og gera Pétri það kurteislega ljóst að hann yrði að hlíta hollenskum lögum meðan hann dveldist þar í landi og að þessi aftaka yrði ekki leyfð. Lét Pétur þá sefast. Ekki lét Pétur þó við það sitja að læra skipasmíðar og stjórna Rússaveldi þessa fjóra mánuði sína í Hollandi. Hann hóf að sækja fyrirlestra um líffræði og læknisfræði, m.a. hjá einum frægasta líffærafræðingi heimsins, dr. Ruysch. Hjá honum fékk Pétur þvílíkan áhuga á þessum viðfangsefnum að hann fékkst varla til að yfirgefa tilraunarstofur dr. Ruysch og upp frá þessu leit hann á sig sem lærðan skurðlækni. Samferðamenn hans fylltust skelfingu yfir þessari nýju ástríðu keisarans, og hugsuðu með hryllingi til þess að hann tæki að skera

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.