Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 9 menn og málefni HVABA BRASKARA- LYÐUR GRÆÐIR HEST? Einstaklingar og fyrirtæki hafa orðið áþreifanlcga vör við orkuverðshækk- unina. Það mætti með allt eins miklum rétti kenna ráðherra orkumála um þá hremmingu alla eins og að skrifa gengislækkanir og óhagstæðan við- skiptajöfnuð og jafnvel erfiða stöðu iðnaðarins á viðskiptaráðherra einan. Gagnkvæmir samningar Islendingar eru mjög háðir innflutn- ingi enda framleiðsla í landinu fábreytt miðað við fjölmennar iðnaðarþjóðir. En að sama skapi er þjóðin mjög háð útflutningi og þar nteð erlendum mörkuðum. Oft er forráðamönnum viðskiptamála kennt um innflutning á óþarfa og samkeppnisvörum, og að tollar og verndaraðgerðir séu ekki notaðar í ríkara mæli en gert er til að stemma stigu við innflutningi, sent kcppir við íslenska framleiðslu. Þetta er hægara sagt cn gert. Við höfunt nefnilega gert samninga við t.d. Frí- verslunarbandalag Evrópu og Efna- hagsbandalagið um lækkanir og niður- fellingar á tollum fyrir útflutningsvörur okkar og margir virðast ciga crfitt með að skilja að samningar eru gagnkvæm- ir. Stöðvun á innflutningi einstakra vörutegunda cða óhóflegar hækkanir á tollum mundu leiða til þess að þær ívilnanir, sem íslenskur útflutningur nýtur, yröu lagðarniður. Þcssmágeta, að skattaívilnanir sem íslensk fram- leiðsla naut hjá fyrrgreindum banda- lögum nam 230 millj. kr. En það er ekki einasta það, að ívilnanir nema' umtalsverðum upphæðum, heldur veikir það samkeppnisaðstöðu á er- lcndum mörkuðum ef íslenskur út- flutningur er miklu dýrari á markaOi en samsvarandi vörur sem framleiddar eru annars staðar. Fávís spyr, hvað sá maður, sem greidd cru laun fyrir að vera viðskipta- ráðherra, hafi v erið að gera undanfar- in ár. Hann hefur til dæmis unnið ötullega að því að greiða fyrir sölu á íslenskum afurðum á erlendum mörkuðum. Við- skiptasamningar eru gerðir við ríki víða um heima svo og tollabandalög, og þrátt fyrir að íslenskar afurðir hafi að nokkru leyti orðið fyrir barðinu á þeirri alþjóðlegu efnahagskreppu sem dunið hefur yfir eiga Islendingar samt greiðan aðgang að stórum mörkuðum fyrir langmestan hluta útflutnings- framleiðslunnar. Viðskiptahallinn cr slæmur og inn- lend eyðsla úr hófi og verður að ráða bót á hvorutveggja en að kenna viðskiptaráðherra einum sér um þá óáran er álíka gáfulegt og að kenna iðnaðarráðherra um orkuverð, eins og það sé hans prívatmál. Smekkleysa Ritsmíð sú sem hér er til umræðu skartar fyrirsögninni „Hvað merkir Tómas? Enginn maður, enginn, Tómur. Og klikkt er út með þessari setningu: „Eins og allir vita heitir viðskiptaráðherra íslenska lýðveldisins Tómas. Og vitið þið hvað orðabók Menningarsjóðs segir um það fyrir- bæri: persónugervingur fyrir „engan mann“, enginn,Tómur“. Orðabókin gefur að vísu tvær skýringar á orðinu. Sú fyrri er karl- mannsnafn, en skýring 2. er tilvitnuð grein. Höfundur jressarar smekkleysu skal upplýstur um, að Tómas var einn af postulunum tólf og er nafnið úr armensku og merkir tvíburi. Þessi skýring er gefin upp í Encyclopædia Britannica, ef vitna þarf við. Nafngiftir úr Biblíunni eiga sér langa hefð á íslandi og hljóta menn að umbera það, líka þeir sem bera eins hánorrænt nafn og Valþór Hlöðvers- son. ■ „Utnaríkisviðskiptum íslensku þjóðarinnar er vitlaust stjórnað þessi misserin. Tekjur okkar hafa verið að minnka, mest vegna aflasamdráttar og söluerfiðleika á þeim beinum sem við drögum úr sjó, en samt malar hið sjálfvirka neyslukerfi bröskurunum gull; eys í sjóði í gegnum innflutnings- verslunina þeim aurum sem ætti að nota til að mæta samdrættinum. Og afleiðingarnar láta ekki á sér standa: atvinnuleysi vex nú hröðum skrefum og erlendum skuldir mörlandans á síðasta ári fóru yfir 45% af þjóðarfram- leiðslunni. Þetta hefur orðið til þess að greiðslubyrði okkar af erlendum skuldum nálgast nú það að verða fjórðungur allra okkar útflutnings- tekna." Ljót er lýsingin og sannleikskorn felst í henni, en þetta er upphafið að grein sem Valþór Hlöðversson blaða- maður á Þjóðviljanum skrifar í blað sitt s.l. sunnudag. Þar er ástand utanríkisverslunar og greiðsluhalla málað hinunt dekkstu litum, og eins og upphaf greinarinnar ber með sér er þetta allt Tómasi Árnasyni viðskipta- ráðherra að kenna. Svartagallsrausið heldur áfram og síðar segir: „Er furða þótt spurt sé hvað sá maður sem við greiðum laun fyrir að gegna starfi viðskiptaráðherra hafi verið að gera undanfarin ár? Svarið er einfalt, hann hefur unnið vel fyrir kaupinu sínu því það er ekki af ónytjungshætti þess, sem nú um stundir fer með viðskiptamál þjóðar- innar að svo er komið, heldur sú pólitíska sannfæring braskaralýðsins sem ræður ríkjum í borgaraflokkunum að fátt göfgi hjartað meira en að gera þá ríku ríkari og hina fátæku fátækari. “ Hér er hátt reitt til vindhöggsins, eða er maðurinn að skamma Albaníu, en alls ekki Tómas Árnason. Hver er það sem græðir mest á innflutningi? Það er ríkissjóður. Aðflutningsgjöld, vöru- gjald, söluskattur á þarfan sem óþarfan innflutning. Lunginn af söluverði vör unnar fer í ríkissjóð. Varla þarf að segja skribentum Þjóðviljans hver hefur yfir honum að ráða, að minnsta kosti velkist það ekki fyrir þeim þegar verið er að gorta af góðri stöðu landsjóðsins, og hve prýðisvel er haldið þar á öllum málum, en fátt er betur til þess fallið að reka ríkissjóð hallalausan en lífleg innflutningsverslun. Hitt er annað mál, að óhagstæður vöruskiptajöfnuð- ur er bagalegur og hættulegur til lengdar, jafnvel þótt ríkissjóður „græði“ meira en nokkur aðili annar á innflutningnum. I grein Valþórs er tíundað, að blað hans og Alþýðubandalagið hafi ítrekað sett fram tillögur um stöðvun á innflutningi á tilteknum vörutegund- um. Hann ræðst einnig á útþenslu bankakerfisins og „fáránlega hraða uppbyggingu einstakra ríkisstofnana. “Vel má kenna viðskiptaráðherra að einhverju leyti um þróun bankamála, sem heyra undir hann, en bankarnir eru sjálfstæðar stofnanir sem sjálfar ráða miklu um sín mál. En hvaða ríkisstofnanir skyldu hafa belgst út með fáránlegum hraða, og undir hvaða ráðuneyti skyldu þær, sem mest og best hafa bólgnað, heyra? Ef tekin væri upp rannsóknarblaða- mennska í stað ofsóknarblaða- mennsku væri einfaldasta og besta leiðin að byrja á því að spyrja fvrrverandi ritstjóra Þjóðviljans og núverandi formann Alþýðubandalags- ins um vöxt og viðgang ríkisstofnana og heyra hvað hann hefur að segja um fáránleikann. Iðnaður í kröggum íslenskur iðnaður og erfiðleikar nans eru næstir á raunalistanum. Lítt heftum innflutningi og Tómasi Árna- syni er þar einkum kennt um. Iðnaðar- ráðherra er ekki nefndur eins og honum komi íslenskur iðnaður og vandamál hans ekkert við. Það má líka vel vera að það sé rétt mat hjá Þjóðviljanum. Úr iðnaðaráðuneytinu heyrist hvorki hósti né stuna um íslenskan iðnað þótt margar greinar hans séu að kikna undan alls kyns erfiðleikum ýmist heimatilbúnum eða aðfengnum. Framsóknarmenn í ríkisstjórn og á Alþingi hafa oftsinnis lagt fram tillögur um lækkun gjalda á iðnaðarfyrirtækin og ýmsar úrbætur til að styrkja íslenskan iðnað. En hverjir standa á móti? Iðnaðarráðherra þegir þunnu hljóði nema þegar hann er að deila við Húnvetninga eða Svisslendinga, eða þylja doðranta frá starfshópum um orkumál. Fjármálaráðherra er meinilla við allar skattalækkanir til handa iðnaðafyrirtækjum og illa gengur að fá lækkaða tolla á aðföngum til iðnaðar. Sá stjórnmálamaður sem hvað einarð- ast hefur barist fyrir bættri stöðu íslensks iðnaðar er Guðmundur G. Þórarinsson og hann hefur fyrst og fremst mætt andstöðu frá Alþýðu- bandalaginu. Samt hefur Framsóknar- mönnum tekist að fá skatta lækkaða lítillega af iðnfyrirtækjum. Innflutningur tilbúinna húsa hefur aukist gífurlega á síðustu árum, og langt er síðan Guðmundur G. Þórar- insson vakti athygli á því að sum þessara húsa standast ekki þær gæða - kröfur sem gerðar eru til nýbygginga á íslandi, og væri hægt að hamla veru- lega gegn innflutningi þessarar sam- keppni erlendis frá ef duglega væri að málum staðið. En mál af þessu tagi heyra undir félagsmálaráðuneytið. Verðbólga og orðagjálfur Það hefur löngum verið siður þeirra Alþýðubandalagsmanna að ráðast harkalega að Tómasi Árnasyni við- skiptaráðherra og láta sem viðskipta- halli og fleira sem miður fer í viðskiptamálum sé honum einum að kenna, jafnvel málaflokka sem alls ekki heyra undir hans ráðunevti. íslenskur iðnaður býr við 60% verð- bólgu, en samkeppnisaðilarnir erlendis eiga ekki við óðaverðbólgu að stríða og gerir það þeim mun hægara að keppa við íslenska framleiðslu. Þetta er eitt erfiðasta vandamálið sem at- vinnufyrirtækin á íslandi eiga við að glíma. Framsóknarmenn í ríkisstjórn hafa aftur og aftur lagt til harðari aðgerðir gegn verðbólgunni en aðrir ráðherrar, ekki síst þeir sem tilheyra Alþýðubandalaginu lagst gegn þeim. Það má minna á, að þegar Tómas Árnason lét í ljósi þá skoðun seint á árinu 1981, að harðra aðgerða væri þorf, að forystulið Alþýðubandalags- ins brást við hart og kallaði hann kauplækkunarpostula og fleiri miður þokkalegum nöfnum og töldu ekki koma til mála að beita neinum varnar- aðgerðum gegn dýrtíðinni, þó svo að mjög góð reynsla hafi fengist einmitt á því ári af niðurtalningarleiðinni, sem var mörkuð leið Framsóknárflokksins út úr ógöngunum, og sýndi að leiddi til aukins kaupmáttar launa. Alþýðubandalagsmenn hafa aldrei tekið verðbólguna alvarlega og ávallt verið eins og hemill á aðgerðir sem að gagni mættu koma. en ráðist með offorsi á róttækar tillögur til að hamla á móti henni. En það væri billegt að kenna þeim einum um hana. Það eru margar samverkandi aðstæður scm valda dýrtíð, en óðaverðbólga er alvarlegri meinsemd en svo að hún verði kveðin niður með innantómu orðagjálfri,og ef niðurtalningarstefnan - hefði fengið að njóta sín.væri margt Oddur Ólafsson skrifar betur á vegi statt en nú er í ríki Gunnars Thoroddsen. Hver ræður orkuverði? Minna má á að bað er ríkisstiórnin öll sem markar heildarstefnu í þjóð- málum. Það verðmyndunarkerfi sem hér er við lýði er byggt á slíkri stefnumörkun. Það er því út í hött að kenna viðskiptaráðherra einum um þegar vörur og þjónusta hækka í verði, eins og oft vill við brenna. í skýrslu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, sem lögð var fram í janúar 1982, segir um verðlagsmál: í verðlagsmálum verður við það miðað, að draga úr opinberum af- skiptum af verðmyndun og auka sveigjánleika í verðmyndunarkerfinu, samkvæmt frumvarpi sem lagt verður fram á Alþingi á næstu dögum. Tekið verður upp nýtt fyrirkomulag sem miðar að því að verðgæsla komi í vaxandi mæli í stað beinna verðlags- ákvæða. Stuðlað verði að hagkvæmari innkaupum tii landsins. Sveitarstjórnir fái heimild til þess að breyta gjaldskrám fyrirtækja sinna. Lögin voru sett í samræmi vió þessa yfirlýsingu og hefur stefnan í verðlags- málum síðan byggst á henni. Gert er ráð fyrir að verðlagsráð ráði þessum málum og vinni faglega með verðlags- stjóra að framkvæmd þeirra. Þegar hækkunarbeiðnir sem heyra undir verðlagsráð koma til afgreiðslu eru þær í flestum tilvikum afgreiddar samhljóða. Gengislækkanir, sem eru of miklar og tíðar, eru ávallt samþykkt- ar af allri ríkisstjórninni áður en þær koma til framkvæmda. Þær er ekki með nokkru móti hægt að skrifa einvörðungu á reikning viðskiptaráð- herra, eins og stundum er gerð tilraun til. Orkufyrirtækin heyra undir iðnaðar- ráðherra. Þegar fyrirtæki á borð við Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkis- ins, Rafveita Rcykjavíkurog Hitaveit- an gera tillögur um hækkun á töxtum eru þær sendar til iðnaðarráðueytisins. Þaðan fara þær til gjaldskrárnefndar, sem i eru fulltrúar frá hverjum aðila sem að ríkisstjórninni standa. Gjald- skrárnefnd hcfur yfirleitt skorið till- ögurnar niður og sent ráðuneytinu á ný, sem leggur þær fyrir ríkisstjórnina til samþykktar. Á síðasta ári hækkaði orkuverð allmiklu meira en almennt verðlag. Það er að segja nema til álversins, þar hefur iðnaðarráðherra ekki tekist að hækka um eyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.