Tíminn - 05.02.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.02.1983, Blaðsíða 2
I.AUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 Dregið í þridja sinn í áskriftar- getraun Tímans ■ Urej’ió >ar i askrifcndugetraun Tim- ans i j»a*r oj» þaA >ar Kygló Stefansdotlir, ljosm\ndasafns\oróur okkar, sem dro ut nafn þess heppna. Sa re\ndist vera Kjartan Kjartansson til heimilis aó Ma\anesi K i (íardaha*. \ inninj»urinn er j*la*silej» hljomflutn- ingstæki fra \ersluninni Steina a Skúla- j»otu 61. en verAma*ti þeirra er 25 þúsund kronjr. Her a m\ndinni fa*r K\j»lo fulltrua horj»arfój»eta j»etrauænaseóilinn en (iisli Sij»ur<Vsson, framk\a*mdastjori limans f\lj»ist með. K.ftir helj»ina munum viA afhenda kjartuni \inninj»inn. Til ham- injyu kjartan! F vorum Utsala 32% afsláttur. Við rýmum fyrir nýjum kr^&ecC -5.990 PgaO»/GOal CSC-646L Bm&m Skipholti 19 simi 29800 Tilvalið í fermingargjafir Bestu kaupin. Sjötti hluti af tekjum Strandar- hrepps frá Hval hf.: „KREFJUMST KSSWMANN- VIRKIN VERM NÝTT ÁFRAM’’ — segir Jón Einarsson, oddviti hreppsins, um stöðvun hvalveiðanna ■ „Hvalur h.f. leggur okkur til rúm- lega 1/6 af heildartekjum sveitarfélags- ins, þar af var aðstöðugjaldið um 242 þús. kr. í fyrra og síðan fasteignagjöld. Einnig greiðir fyrirtækið háa skatta til ríkisins og leggur þjóðarbúinu til 1,37% af tekjum þess. Ætli að það sé ekki einsdæmi að með ákvörðun Alþingis sé gerð svona aðför að einum atvinnuvegi þjóðarinnar, sem hefur veríð mjög vel rekið fyrirtæki, skaffað á þriðja hundrað manns atvinnu talsverðan hluta ársins, greitt mjög há laun og aldrei þegið eyri frá ríkinu í styrki. Þetta finnst okkur a.m.k. óskaplega ósanngjamt", sagði sr. Jón Einarsson, oddviti Strandar- hrepps. Iírninn spurði hann hvaða áhrif stöðvun hvalveiða hefði fyrir sveitarfé- lagið. „Maður vill nú ekki trúa því að Alþingi ætli að leggja þessi mannvirki í Hvalfirði niður, þannig að byggð þar hljóti sömu örlög og ýmsir draugastaðir, Ingólfsfjörður, Ófeigsfjörður og Hest- eyri, svo dæmi séu tekin. Við hljótum að gera kröfu til þess að þeir geri ráðstafanir til þess að mannvirkin verði nýtt til annarrar starfsemi. Það má t.d. benda á að þarna hefur á síðustu árum verið lagt í geysi mikinn fjárfestingar- kostnað, m.a. nýja bryggju sem kostar margar milljónir króna - reyndar í samvinnu við Olíufélagið. Sú ákvörðun Alþingis að láta undan hótunum - eins og þarna kemur fram - finnst mér vera gróf ögrun við sjálfsá- kvörðunarrétt þjóðarinnar. Ég veit ekki hvernig farið hefði fyrir okkur ef slíkt hefði verið gert í sambandi við land- helgisdeiluna við Breta - þá var okkur líka hótað af stórveldi - en létum ekki undan. „Lítil eru guma geð að gerast erlend konungspeð" segir einhversstaðar í kvæði Davíðs Stefánssonar, sem mér sýnist mega snúa upp á þá þingmenn sem vilja gerast peð Reagans og banda- rísks valds. Mér virðist sem nokkrir öfgamenn hafi blásið þetta upp og fengið ríkisfjölmiðlana í lið með sér, m.a. með flutningi fréttaritara þeirra í New York á öfgapistlum frá þessum samtökum. Ég er hins vegar sammála sjávarút- vegsráðherra, að það hefði átt að láta á það reyna hvort staðið yrði við hótanirn- ar. Það hefur líka komið fram að forystumenn í sjávarútveginum greinir á um það. Það er líka rangt að ekki hafi farið fram rannsóknir á hvalastofninum. Hvalur hf. hefur t.d. haldið þarna uppi hópi líffræðinga víðs vegar að úr heiminum á undanförnum árum. Jafn- framt hefur verið stjórnun á þessum veiðum frá upphafi. Hvalurinn væri hins vegar löngu dauður ef við hefðum hagað okkur við hvalveiðarnar eins og þorsk- veiðarnar.“ HEI 4. getrauna- Nafn Nafnnúmer Heimilisfang n c <0 TJ Q Ég er áskrifandi að Timanum j Ég vil gerast áskrifandi að Tímanum c <D c0 Undirskrift Hvert er hæsta fjall á íslandi? Keilir Esjan Hvannadalshnúkur Nú birtum viö í fyrsta sinn fjóröa getraunaseöilinn í fjórða og síðasta áfanga í áskrifendagetraun Tímans. Aö þessu sinni verður dreginn úr stærsti vinningurinn, en hann er Daihatsu Charade 1983 að verðmæti 172 þúsund. Dregið verður úr innsendum seðlum frá þeim sem eru að gerast áskrifendur að Tímanum og verða seðlar að hafa borist fyrir 3. mars næstkomandi. Sá heppni ætti því að geta skipulagtferðinaumhringveginn ísumartímanlega! Svarið spurningunni hér að ofan, útfyllið seðilinn og sendið síðan úrklippuna til Tímans, Síðumúla 15, Reykjavík, hið fyrsta. Merkið umslagið: Áskrifendagetraun. Þeir sem eru skuldlausir áskrifendur að Tímanum þegar dráttur fer fram þ.e. hinn 3. mars nk. - geta tekið þátt í getrauninni. Það er því góður frestur sem menn hafa til þess að gerast áskrifendur og senda inn seðilinn. Því ekki strax í dag?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.