Tíminn - 05.02.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.02.1983, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjórl: Gisll Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristfn Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavfk. Sfmi: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Reagan og And ropov ■ Það vakti nokkra athygli, þegar Reagan Bandaríkja- forseti gerði Andropov, aðalleiðtoga Sovétríkjanna nýlega það tilboð, að þeir undirrituðu bann við öllum meðaldrægum eldflaugum á landi. Að vísu má segja, að þetta tilboð Reagans hafi ekki falið mikið nýtt í sér, heldur svipi því mjög til hinna svonefndu núll-tillagna hans, sem oft hafa verið raktar hér í blaðinu. Tilboð Reagans gat eigi að síður haft þá þýðingu, að ný hreyfing kæmist á viðræðurnar um þessi mál. Þess vegna er ástæða til að harma það, að Andropov skyldi svara þessu tilboði með einu stuttu neii. Rökin fyrir því geta að vísu verið þau, að það hefði orðið Rússum óhagstætt að banna eingöngu meðaldrægar eldflaugar á landi, en setja engar hömlur á meðaldrægar eldflaugar, sem eru í kafbátum, á ofansjávarskipum og í flugvélum. Á þessum sviðum munu Bandaríkin hafa yfirburði. Samt átti Andropov ekki að svara Reagan neitandi. Hann átti að fallast á tilboð Reagans gegn því, að einnig yrðu bannaðar meðaldrægar eldflaugar í kafbátum, á ofansjávarskipum og í flugvélum. Þá fyrst var um raunverulegt bann á þessum vopnum að ræða. Frá sjónarmiði íslendinga, sem búa á eyju í miðju Atlantshafi, hlýtur það að vekja ugg, ef banni við staðsetningu meðaldrægra eldflauga á landi fylgir það, að slíkum eldflaugum verði fjölgað í kafbátum, á ofansjávar- skipum og í flugvélum. Þess vegna þurfa risaveldin ekki síður að semja um bann á þessum vopnum í hafinu og á því en þeirra, sem staðsett eru á landi. Tilboði Reagans fylgdi það, að hann væri reiðubúinn til að hitta Andropov, ef samkomulag næðist um áðurnefnt tilboð hans. Ándropov svaraði þessu því, að hann væri reiðubúinn til að ræða við Reagan án nokkurra skilyrða. Vafalítið er það rétt, sem Nixon fyrrv. forseti hefur haldið fram, að það sé yfirleitt til bóta að forustumenn risaveldanna ræðist við, kynnist hvor öðrum persónulega og ræði málin undir fjögur augu. Þetta getur orðið fyrsti áfangi að öðru meira. Nixon getur vel dæmt um þetta, því að hann hefur reynt þetta sjálfur og náði því meiri árangri en nokkur forseti Bandaríkjanna annar í þeirri viðleitni, að draga úr spennu í sambúð stórvelda. Það myndi vafalaust mælast vel fyrir, ef þeir Andropov og Reagan hittust og kynntu sér, hvort þeir gætu ekki átt einhverja samleið um þau mál, sem nú varða heimsbyggð- ina mestu, en þar ber að nefna stöðvun vígbúnaðarkapp- hlaups á undan öllum öðrum. Jarðlífið myndi gerbreytast, þótt ekki væri varið nema broti þess fjár, sem nú rennur til vígbúnaðar, til að bæta kjör þeirra, sem lakast eru settir. Eðlileg krafa Þar sem þing Norðurlandaráðs verður haldið bráðlega, er ástæða fll að endurnýja þá kröfu, að menn þeir, sem valdir eru til að úthluta bókmenntaverðlaunum ráðsins, kunni íslenzku. Þetta er ekki sízt sagt vegna þess, að ástæða er til að ætla, að hin ágæta ljóðabók Matthíasar Johannessen hefði verið meira metin, ef dómararnir hefðu getað notið hennar á frummálinu. Þ.Þ. irámw skrifað og skrafað Étið físk og fljúgið Christine Stevens, sem fyri í vikunni hótaði að beita áhrifamætti sínum og sinna samtaka til að eyðileggja markað fyrir mikilvægustu útflutmngsvöru smáþjóðar á mörkum hins byggilega heims, á greiðan aðgang að íslenskum fjölmiðlum. For- seti bandarísku dýraverndar- samtakanna á varla orð til að lýsa aðdáun sinni á íslensku þjóðinni og endurtók við blaðamann Þjóðviljans í gær ástarjátningar sem hún við- hafði í Morgunblaðinu í fyrradag. „Við munum nú leggja allt kapp á að hvetja almenning til þess að leita uppi íslenskan fisk og fljúga með íslenska flugfélaginu og ég veit að fólk mun verða við þeirri hvatningu.“ „Við ætluðum vissulega að hvetja almennig til þess að sniðganga íslenskar vörur og þjónustu, en nú munum við þvert á móti gera allt sem við getum til þess að örva sölu á þeim hér.“ Þessu fylgdu yfir- lýsingar um aðdáun frúarinn- ar á lýðræðinu á íslandi. Þá kom fram að samtök þau sem Stevens er forseti fyrir hafa látið prenta auglýsingaspjöld þar sem fánum hvalveiði- þjóða er stungið í blóðugan hvalskrokk. Var dreifispjald- ið prentað í tveim útgáfum, með íslenska fánanum og án hans, að því er forsetinn hermir. Nú hefur upplagið með íslenska fánanum verið eyðilagt. Það má Christine Stevens eiga, að hún fer ekki dult með þau vinnubrögð sem hún og samherjar hennar beita til að vinna að fram- gangi áhugamála sinna. Ým- ist er beitt hótunum um að eyðileggja markað fyrir mikilvægustu útflutnings- framleiðslu heillar þjóðar eða boðnar mútur til að hún og hennar fólk geti hrósað sigri. Allt er þetta matreitt sem mannúðar- og náttúru- vemdarhugsjón. Stormur á íslandi En höfðu hótararnir þau vopn í höndum sem þeir létu í veðri vaka? Guðjón B. Ólafsson forstjóri Iceland Se- afood í Bandaríkjunum sagði í viðtali við Tímann um áróðurinn: „Ég held að ég geti fullyrt að enginn einasti maður hér í Bandaríkjunum viti af þess- ari miklu öldu sem gengið hefur yfir ísland undanfarna daga. Allur þessi hávaði er að mínu viti alveg alíslenskur stormur í tebolla." Fyrirtæki það sem Guðjón veitir forstöðu hefur vissu- lega mikilla hagsmuna að gæta að viðskiptin verði ekki trufluð. Hann var spurður hvort hann hefði ekki verið uggandi um hag fyrirtækisins ef hvalveiðibanninu hefði ekki verið mótmælt. Hann svaraði: „Ég skal svara því á þann veg að ég hef oft verið spurður um mína afstöðu af ýmsum aðilum og haft þá reglu að segja sem allra minnst. Það er svo auðvelt fyrir alls konar æsingamenn að snúa út úr orðum mans og túlka þau á móti manni. En ef ég hefði verið sjávarút- vegsráðherra á. íslandi, þá hefði ég gert nákvæmlega það sem Steingrímur ætlaði sér að gera, þ.e.a.s. mótmæla banninu. Mér finnst alger- lega ástæðulaust að láta æs- ingafólk í Bandaríkjunum eyðileggja heila atvinnugrein hjá eyríki norður undir heim- skauti. Ég hef ekki haft nokkra trú á því að þessu fólki tækist að eyðileggja eða stofna í hættu okkar við- skiptum. Mín persónulega skoðun hefur verið sú að við ættum að berjast fyrir því að viðhalda þessari atvinnugrein eins og öðrum, sérstaklega þar sem hvalveiðar íslend- inga hafa verið stundaðar undir vísindalegu eftirliti eft- ir því sem ég best veit. Og ég sé engan mun á því hvort við slátrum hval eða kú okkur til matar. Hér kemur fram hjá Guð- jóni að þeir sem beitt hafa íslendinga hótunum og haft áhrif á gjörðir stjórnvalda og Alþingis hafa hvorki þau völd né áhrif sem þeir telja öðrum trú um. Embættismenn í Washing- ton hafa einnig reynt að hafa áhrif á íslendinga og m.a. boðist til að veita okkur heimildir til veiða í banda- rískri lögsögu ef við vildum fara að vilja þeirra í afstöð- unni til hvalveiðibannsins. Það má vel vera að þeir líti íslendinga ekki stórum aug- um vestur þar, en ef við hefðum áhuga á veiðum inn- an þeirra lögsögu hvers vegna að banna okkur það fremur en stórhvalveiðiþjóðum eins og Rússum og Japönum? Nokkrar Austur-Evrópu- þjóðir hafa veiðheimildir inn- an bandarískrar auðlindalög- sögu, að ógleymdum Mið- og Suður- Ameríkuríkjum. Tíska Hér er enginn dómur lagð- ur á hvort réttmætt var að mótmæla hvalveiðibanninu eða ekki. En aðferðir útlend- inga til að hafa áhrif á ákvörðunartöku stjórnar og þings eru vægast sagt and- styggilegar og ekki boðlegar fullvalda ríki, þótt smátt sé. Það kom fram í umræðun- um um málið á Alþingi að við strendur Kaliforníu eru drepnir árlega 35-40 þúsund smáhvalir er þeir lenda í túnfiskanótum. Þetta þýðir að þarna eru drepnir nálega eins margir hvalir árlega og heilli öld við ísland miðað við þann kvóta sem hér er í gildi. Þessum hvaladrápum mótmælir enginn, enda hefur ekki tekist að gera það að tískufyrirbæri að eyðileggja atvinnuveg túnfiskveiðimanna við vesturströnd Ameríku, enda eta náttúruverndar- menn þar að öllum líkindum túnfisk eins og aðrir. Af stóru hjartalagi er frum- byggjum við íshafsstrendur Ameríku leyft að veiða hvali sér til matar, en í smáum stíl og stefnt er að því að leggja þær veiðar af. Selur og hvalur hefur verið meginuppistaða þess að mannlíf fengist þróast á þeim slóðum um þúsundir ára. En þegar allsnægtafólki auðugra þjóða þóknast að gera sér dægrastyttingu af náttúruverndarhugsj ón gleymist kannski að taka með í reikninginn hvaða áhrif það hefði á verðgildi hlutabréfa þeirra ef alvöru- náttúruverndarstefna yrði ofan á, sem guð gefi að verði á meðan skilyrði eru enn til lífs á Jörðinni. OÓ JSfL I Formaour Dandarí r „andarisku dýravemdunnrsamlakannu: 1AM muuill ^ ■ ——mHvetjum nú fólk Morgj að kaupa íslenskt! r,-..,: ... ■*- ___ ■ -- ViA Ikaunn a^menning tili IMupa áknvH.u, starkaður skrifar Kvikmyndahátídin og íslensk kvikmyndagerð ■ ÞAÐ hefur verið þröng á þingi í Regnboganum á hverju kvöldi að undanfömu. Kvikmyndahátíðin, sem húfst *f)ar á laugardaginn var, hefur verið afskaplega vel sótt og sýnt gjörla þann mikla áhuga, sem íslendingar hafa á þessari listgrein. Sá áhugi kemur reyndar fram einnig utan kvikmyndahátíða, þar sem aðsókn að kvikmyndahúsum er hér meiri en víðast hvar annars staðar. En kvikmyndahátíðin cr einn þeirra tiltölulega fá hér á landi, sem stendur undir sér fjárhagslega vegna áhuga almennings. Að þessu sinni hefur tekist betur til en oft áður um kvikmyndaval, enda virðist svo - eðlilega - að eftir því sem kvikmyr.dahátíðin í Reykjavík festist í sessi verði myndaúrval- ið fjölbreyttara. Að þessu sinni eru sýndar kvikmyndir frá fjarlægum þjóðum, sem hingað til hafa ekki sent myndir hingað til lands, og em sumar þeirra mjög áhugaverðar. Það er eins með kvikmyndagerð og aðrar listgreinar, að árangurinn er misjafn. Á þessari kvikmyndahátíð kemur þetta greinilega í Ijós. Þar er bæði að finna myndir, sem hljóta að teljast til afreka í þessari grein, en einnig nokkuð af miðlungsverkum og þaðan af lakari. Forvitnilegastar em þær kvikmyndir sem fjalla um manneskjuna og þjóðfélagið með nýjum hætti. Þetta á við, svo dæmi séu tekin, um vestur þýsku myndina Þýskaland náföla móðir og tyrknesku kvikmyndina Leiðin; kvikmyndir frá gjörlíkum þjóðfélögum, en hvor á sína vísu áhrifamikið listaverk. spegilmynd þjóðfélagshátta. Og þetta á einnig við um þá mynd, sem ekki er enn farið að sýna, en að ýmsu leyti mætti teljast besta kvikmynd hátíðarinnar: Missing eða Týndur eftir Costa Gavras. Vonandi kemur hún í leitirnar áður en langt um líðu. Á kvikmyndahátíðinni era sýndar fimm íslenskar kvik- myndir, sem framsýndar vora á því eina ári sem liðið er frá síðustu hátíð. Það er út af fyrir sig merkilegt, að á þessu eina ári skuli fi nm nýjar ílenskar kvikmyndir hafa birst almenningi, og ber að fagna því. Þcttar myndir eru mjög ólíkar að efni og gæðum. Tvær bera af öðram; söngvamyndin Með allt á hreinu, sem kalla verður mciriháttar á Stuðmannamáli, og Okkar á milli, sem fjallar um vissa þætti íslensks þjóðfélag- sveraleika. Margir binda miklar vonir við framtíð íslenskrar kvik- myndagerðar, enda er aðsókn að nýjum íslenskum myndum enn slík, að fjárhagsgrannurinn cr enn fyrir hendi. Einnig hefur verið og verður unnið að þvi að efla opinberan stuðning við kvikmyndagerð. En peningahliðin er ekki það eina sem skiptir máli, því ekki gera menn kvikmyndir til lengdar bara til þess að búa til kvikmyndir til lengdar bara til þess að búa til kvikmyndir. Kvikmyndahátíðin ýtir enn undir löngun til að sjá íslenskar kvikmyndir, sem taka virkilega á íslenskum þjóðfélagsveruleika og reyna að varpa á hann nýju Ijósi. Það er að sjálfsögðu hægt að gera án þess að falla í gröf vandamála- og brennivinsmynda, sem sumir nágrannar okkar í Skandin- avíu virðast dottnir ofan í. ísienskt þjóðlíf er fjölbreytilegt og af nógu að taka, sem vekja myndi áhuga landsmanna almennt. Með því móti myndi íslensk kvikmyndagerð ekki aðeins veita skemmtun og ánægju, eins og margar íslensku myndanna síðustu árin hafa gert með ágætum, heldur einnig sýna okkur í spegli þætti okkar þjóðlífs, sem dagsdaglega þykir kannski helst við hæfi að gleyma. - Starkaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.