Tíminn - 05.02.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.02.1983, Blaðsíða 3
„EINHUDA AÐGERÐIR ERII DAUÐADÆMDAR FRA UPPHAFI” — segir Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráöherra ■ „Ég tel það slæmt, að farið er að rökræða álmálið enn á ný í fjölmiðlum, og reyndar er það eitt af því sem ég hef talið vera einna verst við þetta álmál alit, sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra í samtali við Tímann í gær, er hann var spurður um hver staðan í álmálinu væri, eftir ríkisstjórnarfundinn í fyrradag, en þar lagði Steingrímur fram gagntillögur í álmálinu, við tillögur Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra, eins og Tíminn greindi frá í gær. „Iðnaðarráðherra alls ekki viljað hafa ráðherranefnd í málinu“ „Fyrsti liðurinn í mínum tillögum fjallar um það,“ sagði Steingrímur, „að sett verði á fót ráðherranefnd sem komi sér saman um meðferð málsins. Þessa leið hefur ríkisstjórnin farið í fjölmörg- um mjög erfiðum málum og að mínu mati hefur þessi leið verið mjög farsæl, og leyst mörg erfið vandamál, sem ella væru enn í hnút. Nú, á sínum tíma var skipuð ráðherranefnd að mig minnir í desember 1980, og sú nefnd, sem í voru forsætisráðherra og ég, auk iðnaðarráð- herra starfaði fyrst að því að senda frá sér sameiginlega tillögu að umræðu- grundvelli. Sfðan hittum við allir þrír dr. Muller sameiginlega, en síð- an hefur iðnaðarráðherra alls ekki viljað hafa okkur með, og ég vísa frá allri ábyrgð á því sem síðan hefur gerst og eftir þetta dagaði þessi nefnd bara uppi. Þetta harma ég, og tel að þetta hafi verið mikil mistök, sem m.a. hafi Ieitt til þeirra pólitísku átaka sem í kring um þetta mál hafa orðið, samanber úrsögn Guðmundar G. Þórarinssonar úr álviðræðunefndinni. Þess vegna legg ég til að ráðherranefnd verði sett á laggirnar á nýjan leik.“ „Ný og minni álviðræðunefnd“ - Er það ekki rétt að þú leggir einnig til að ný álviðræðunefnd verði skipuð? „Jú, ég legg til að ný álviðræðunefnd verði skipuð og hver sjórnmálaflokk- anna fjögurra eigi einn fulltrúa, for- sætisráðherra eigi einn fulltrúa og Lands- virkjun eigi einn fulltrúa. Ég tel að Landsvirkjun eigi að vera með í þessari nefnd, því þeir eru svo stór aðili að málinu, og eru reyndar samningsaðilinn, þegar um raforkuverð er að ræða. Ég tel að álviðræðunefndin sáluga, hafi verið of stór og þung í snúningum. Ég vek athygli á því, að Magnús Kjartansson sem stjórnaði viðræðum aðila á sínum tíma, skipaði svona álviðræðunefnd, en var ekki sjálfur í þessum viðræðum. Magnús kom mjög vingjarnlega fram við Svisslendingana, bauð þeim gjarnan í kvöldverð og heimsótti þá út til Sviss, en við vorum látnir um að þjarka við þá, þó að það væri að sjálfsögðu undir hans stjórn, á bak við tjöldin. Hér hefur algjörlega breytt um, - hér hefur ráðherra sjálfur staðið í þjarkinu, og ekki haft með sér menn, nema þá sem hann hefur einhliða valið og auk þessa gefur hann Alusuissemönnum löðrung, áður en viðræðurnar hefjast. Ég held að slíkt séu ákaflega vafasöm vinnubrögð í svona viðkvæmu og stóru máli. Ég tel að vinnubrögð þau sem Magnús heitinn Kjartansson beitti á sínum tíma hafi verið miklu skynsam- legri en vinnubrögð Hjörleifs, og því eru fyrstu tvær tillögur mínar, um og því eru fyrstu tvær tillögur mínar, um ráðherranefndina og álviðræðunefnd- ina, gerðar með það fyrir augum að koma viðræðunum inn í þann farveg sem þær voru undir stjórn Magnúsar heitins." „íslenskur gerðardómur okkur í hag“ - Hvað með gömul deilumál? „Ég legg til að deilumál um verð á súráli og rafskautum og um skatta, verði með samkomulagi sett í gerðardóm. Ég tel vel koma til greina að bakfæra þessa skatta einhliða og þá eiga Svisslend- ingarnir leikinn og geta vísað þessu í þennan alþjóðlega gerðardóm, sem samningurinn gerir ráð fyrir. Hins vegar í tilboði þeirra frá 10. nóvember s.l. felst það að þeir eru tilbúnir að leggja þessi deilumál í íslenskan gerðardóm, og það tel ég vera miklu betra fyrir okkur, og okkur í hag á allan hátt. Það yrðu þá tveir gerðardómar sem myndu fjalla um mismunandi þætti málsins, annar með íslenskum lögfræðingum eingöngu, og hinn yrði með manni tilnefndum af okkur, manni tilnefndum af þeim og síðan yrði formaðurinn tilnefndur sam- eiginlega, en eflaust yrði hann íslending- ur. Að koma þessum málum inn í slíkan gerðardóm væri okkur mjög í hag, og ég tel það alrangt að vera að hnýta þessi deilumál saman við hið langtum mikil- vægara mál, sem er hækkun raf- orkuverðsins. Ég gerði athugasemd við tilboð iðnaðarráðherra til Alusuisse frá 21. desember, en þar var þetta allt hnýtt saman og gert að kröfu að samið yrði um allt í einu. Það held ég að hafi alltaf verið vonlaust frá upphafi að slíkt tækist.“ „Mikilvægt að fá hækkun á raforkuverðinu núna strax“ - Hversu miklar orkuhækkun leggur þú til í þínum tillögum, að farið verði fram á við Alusuisse, áður en samn- ingaviðræður hæfust á nýjan leik? „Ég tel, miðað við allan þann drátt sem orðið hefur á þessu máli, að það sé ákaflega mikilvægt að fá hækkun á raforkuverð- inu núna strax en hve mikla þyrfti að ræða nánar. Mér hefur virst að því sem ég hef séð, að Svisslendingarnir útiloki ekki slíkt, ef aðrir hlutir eru viðunandi. Ég legg auðvitað áherslu á að viðræður verði hafnar án tafar, og það verði fallist á stækkun álversins, til þess að rýmka til í viðræðunum, enda fáist viðunandi hækkun á raforkuverði, sem yrði að sjálfsögðu að semjast um áður en stækkun væri heimiluð. Ástæðan fyrir því að ég er þessarar skoðunar, er sú að þetta álver er lítið og óhagkvæmt á ýmsan máta, miðað við það sem tíðkast í nýjum álverum. Álverið í Straumsvík notar meiri orku í framleiðsluna en ný álver gera, og miklu meira vinnuafl á hvert tonn, en tíðkast í stærri álverum. Ég tel það því vera okkur til hagsbóta að styrkja rekstrargrundvöll álversins. Þá hef ég síður en svo nokkuð við það að athuga að inn komi nýr hluthafi. Að sjálfsögðu á hann að vera háður okkar samþykki, en slíkur hluthafi breikkar starfsgrundvöllinn og styrkir vonandi reksturinn. í þessu sambandi vek ég athygli á því að iðnaðarráðherra er núna ■ Steingrímur Hermannsson sjálfur í samningum við Japani um að koma inn í reksturinn á járnblendiverk- smiðjunni, og þarna held ég að sé um ósköp svipuð rök að ræða, þ.e. að styrkja markaðsgrundvöll." „Ekki nokkur von um að einhliða aðgerðir næðu fram að ganga“ - Hvað finnst þér á um tillögur Hjörleifs um einhliða aðgerðir? „Það er ekki nokkur von til þess að einhliða aðgerðir næðu fram að ganga á Alþingi. Auk þess sem það myndi spilla verulega okkar málstað, ef slík tillaga væri sett fram á þingi og næði ekki fram að ganga, fyrir utan það, að það myndi tvímæla- laust spilla fyrir og tefja að einhver hækkun raforkuverðsins næðist fram. Þar að auki óttumst við framsóknarmenn það, að Svisslendingarnir geti, og það með nokkrum rétti, heldið því fram, ef einhliða aðgerðir væru ákveðnar, að þeir væru lausir annarra ákvæða í raforkusamningnum, t.d. kaupskyld- unni, þannig að þeir gætu sagt sem svo að fyrst við gætum leyft okkur að breyta einhliða, þá gætu þeir það þar með líka, sem að sjálfsögðu gæti leitt til lokun- ar álversins, því ástandið í áliðnaðinum er svo geigvænlegt í dag. Við lokun álversins 700 manns uppi atvinnulausir og ég er ekki tilbúinn til að taka ábyrgðina af því. Nú, iðnaðarráðherra hefur svarað þessu atriði á þann veg, að ef svo færi þá myndum við beita neyðarrétti og yfirtaka rekstur álversins, en ég held nú að þá þyrftum við að opna ríkissjóðinn ansi mikið upp á gátt, til að borga fyrir það tap sem er á álrekstrinum í dag. Við höfum ekki þá markaði trygga sem Svisslendingarnir hafa, og ef við sendum þeim reikninginn, þá held ég að hann yrði dálítið erfiður í innheimtu! Því held ég að einhliða aðgerð sé dauðadæmd frá upphafi. 1 þessu sambandi skaðar ekki að nefna að einhliða aðgerðir íslenskra stjómvalda gætu stórskaðað okkur út á við varðandi erlendar lántökur, og sam- skipti við erlend fyrirtæki, auk þess sem framtíðaruppbygging iðnaðar hér á landi gæti stórkostlega skaðast.“ „Svona fór fyrir klaufaskap“ Steingrímur sagði jafnframt: „Ég harma það mjög að svona hefur farið, og því miður þá tel ég að svona hafi farið fyrir klaufaskap. Ég er alveg sammála kröfum iðnaðarráðherra um hækkun raforkuverðs og leiðréttingu á sköttum, verði á súráli og rafskautum og ég vil láta endurskoða skattaákvæði samningsins, þannig að málefnalega er ekki ágreining- ur hjá okkur. Hins vegar verð ég því miður að segja, að ég hef sjaldan séð haldið á málum á jafnvafasaman og vonlausan hátt og iðnaðarráðhcrra hefur gert í þessu máli.“ Tillögur Hjörleifs veröa ekki lagðar fram sem ríkisstjórnarfrumvarp“ - Hver er þá staða málsins í ríkis- stjórninni? „Tillaga Hjörlcifs fékk ekki stuðning neins í ríkisstjórninni, nema hans flokksbræðra, þannig að ef hann fer með frumvarp inn á Alþingi um einhliða aðgerðir, þá verður það að sjálfsögðu ekki lagt fram sem ríkisstjórn- arfrumvarp. Hjörleifur lagðist að sjálf- sögðu gegn mínum tillögum, en mér skildist það á forsætisráðherra að hann væri mjög á svipaðri línu og ég í mínum tillögum, þannig að ég met það svo að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn í ríkisstjórn styðji mínar tillögur." AB „HELT AÐ ÖLLUM VÆRI UÖST AÐ SAMNINGALEHNN ER LOKIIД segir Hjörleifur Guttormsson, iðnadarráðherra ■ „Ég tel að það hafi gerst mikil og alvarleg tíðindi á þessum ríkisstjómar- fundi, þar sem ráðherrar framsóknar- manna höfnuðu tilllögum mínum um einhliða aðgerðir," sagði Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, í samtali við Tímann í gær, en hann var spurður um afstöðu sína til þess sem fram kom í álmálinu á ríkisstjórnarfundi í fyrradag. „Með því að hafna ttllögum minum um einhliða aðgerðir til að fá fram leiðréttingu á orkuverði til ÍSAL, kasta framsóknarmenn þar með frá sér þeim vopnum sem tiltæk eru til að knýja fram leiðréttingu," sagði Hjörleifur, og sagði jafnframt að hann væri ekki reiðubúinn til að fylgja framsóknarmönnum á þeirri leið. Hjörleifur sagðist jafnframt telja þessa afstöðu framsóknarmanna þeim mun alvarlegri, þar sem fyrir ári síðan hefði verið samþykkt svohljóðandi á- lyktun í ríkisstjórninni: „Efekki reynist unnt að fá samþykki Alusuisse og hefja án tafar viðræður á ofangreindum grund- velli, áskilur íslenska ríkisstjórnin sér allan rétt til að fara eigin leiðir, til að ná fram nauðsynlegum breytingum á giid- andi samningum." Hjörleifur sagði jafnframt: „Ég hélt að það væri öllum ljóst, að samningaleið- in er lokuð. Á það er búið að reyna nú til þrautar, þ.e.a.s. með það fyrir augum að reyna að ná fram einhverjum árangri til leiðréttinga." Tillögu hans í ríkisstjórninni, um einhliða aðgerðir með lagasetningu sem m.a. fælist í einhliða hækkun á orkuverði til ÍSAL, sem myndi stighækka í 18 mills, hefði síðan verið hafnað af Framsóknarflokknum. Aðspurður um það hvort ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni hefðu ekki einnig hafnað tillögum hans svaraði Hjörleifur: „Það hefur nú ekki komið fram með sama hætti.“ Hjörleifur sagðistekki telja að tillögur Steingríms Hermannssonar væru þess eðlis að þær gætu skilað ávinningi lslendingum til handa á næstunni. Aðspurður um það hvert yrði næsta skrefið í málinu af hans hálfu, sagði Hjörleifur: „Ég hef áskilið mér rétt til þess að færa málið inn á vettvang ■ Hjörleifur Guttormsson. Alþingis, og geri ráð fyrir að gera það innan tíðar,“ og er hann var spurður hvort það yrði í formi lagafrumvarps sagði Hjörleifur: „Það kemur í Ijós þegar þar að kemur, með hvaða hætti það verður.“ Aðspurður um það hvort þetta mál kæmi þá ekki frekar til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni, sagði Hjörleifur: „Ja, ég hef auðvitað verið að vona að menn sæju sig um hönd, og ég myndi fagna því mjög ef það gerðist. Ég hef verið reiðubúinn til málamiðlunar í þessu máli, á milli sjónarmiða, en ég er ekki reiðubúinn til þess að kasta vopnum mínum eins og Framsóknarflokkurinn gerir." -AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.