Tíminn - 05.02.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.02.1983, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75-51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag .1 ---------abriel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Sf' Lögreglumadur slasaðist í átökum vid 60 unglinga á Hlemmi: ST1INGU LOGANM StGARETTUM (BAMD A LðGREGLUMðNNUNUM — átökin virðast hafa verið skipulögð. Kannað er samband milli þeirra og handtöku þriggja ungmenna sem voru að höndla með valíum- töflur á Hlemmi um klukkutíma áður en átökin áttu sér stað ■ Einn lögreglumaður slasaö- ist er tæplega 60 manna hópur ungmenna á aldrinum 14 til 20 ára efndu til óeirða í biðskýlinu á Hlemmi í fyrrakvöld. Þeir lögreglumenn sem fyrstir komu á vettvang lentu í alvariegum átökum við hópinn og var spark- að hvað eftir annað í höfuð og andlit lögreglumanns þess sem slasaðist. Meiðsli hans eru ekki alvarleg og mætti hann til vinriu í gær. Allt tiltækt lið sem til staðar var á vakt á lögreglustöð- inni, um 10 manns var kallað út en auk þess hjálpuðu til við að hafa hemil á hópnum og hand- taka þá er verst létu strætisvagn- astjórar þeir er lausir voru svo og fullorðið fólk sem statt var í skýlinu. Að sögn Guðmundar Her- mannssonar hjá Rannsóknar- deild Reykjavíkurlögreglunnar beittu unglingarnir m.a. logandi sígarettum og stungu þeim í bak þeirra lögreglumanna sem reyndu að stilla til friðar þannig að einkennisbúningar þeirra eru stórskemmdir. Það tók nokkurn tíma að ráða niðurlögum unglinganna en svo virtist sem óeirðirnar hafi verið skipulagðar. Forsprakkar þeirra, þrír unglingar 15, 16 og 19 ára gamlir hafa áður komið við sögu lögrcglunnar, en þeir tóku ung- art lögreglumann í Breiðholti í íyrra og börðu með þeim afleiðingum m.a. að hann nef- brotnaði. Guðmundur sagði að klukku- tíma áður en til óeirðanna kom hafi lögreglumaður á gangi um Hlemm tekið eftir því að þrjú ungmenni, ein stúlka og tveir piltar, voru að höndla með valíumtöflur á Hlemmi. Hann tók þá á stöðina og krafði þau um skýringar en töflurnar voru í ómerktum glösum. Skömmu síð- ar kom í Ijós að brotist hafði verið inn í Austurbæjarapótek og þessum töflum stolið. Lög- reglumaðurinn fékk engar skýringar og var ungmennunum stungið inn. „Nú er ekki þar með sagt að hópurinn hafi vitað um þesa handtöku rétt áður en uppþotin hófust en óneitanlega læðist sá grunur að manni og að þarna hafi veirð um hefndaraðgerðir að ræða. Þetta er mál sem verður að kanna“ sagði Guðmundur. Hann sagði að málinu hefði svo verið vísað til Rannsóknar- lögreglunnar enda hefðu for- sprakkarnir haft uppi ýmsar al- varlegar hótanir svo sem morð- hótanir gegn lögreglunni og að- standendum lögreglumannanna. Þórir Oddson vararannsókn- arlögreglustjóri ríkisins sagði í samtali við Tímann að rannsókn þessa máls væri í fullum gangi en að hún væri það skammt á veg komin enn að ekki væri hægt að greina frá henni. -FRI AlvarSeg matar- eitrunar- tilfelli í Húna- vatns- sýslu ■ Alvarleg matareitrun kom upp á bæ í Húnavatnssýslum í fyrradag og var um að ræða svonefnda Botulin eitrun, sem veldur lömun tauga er stjórna augnhreyfingum , kyngingu, tali og öndun. Liggja tveir sjúklingar nú á sjúkrahúsi í Reykjavík af þessum sökum. Ólafur Ólafsson, landlækn- ir, sagði í viðtali við blaðið í gær að þessi eitrun væri mjög sjaldgæf og að í fæstum tilvik- um væri unnt að grafast fyrir um orsakir. Slík eitrun var að sögn Ólafs síðast geind árið 1981 hér á landi, er fimrn manns i Skagafirði sýktust. Miililandavél Flugleida fór frá Akureyri með 104 laus sæti: Nær tvöhundruð manns biðu flugs — mikill hiti f fólki á Akur- eyri vegna þessa ■ Mikill hiti er nú í fólki á Akureyri vegna þess að þegar Boeing 727-200 þota Flugleiða, sem þurfti að lenda á Akureyri vegna veðurs í Keflavík, fór aftur suður var hún með 104 sæti laus en á Akureyri bíða nú fjórar fullbókaðar vélar flugs, eða nær tvö hundruð manns. Að sögn Sveins Kristinssonar umdæmisstjóra Flugleiða á Akureyri var ekki hægt að taka farþega í lausu sætin vegna þess að þá hefði þurft að taka inn farangur þeirra 60 manna sem voru með vélinni og tollskoða hann, vélin væri síðan komin í innanlandsflug og því ekki mögulegt fyrir farþega hennar að fá fríhafnarafgreiðslu.FRI/g.k. ■ í fyrrakvöld sendi óútreiknanleg forsjónin Reykvikingum dágóða dembu af snjó, sem svo tók til að bráðna ákaft í gær. Víða þurftu ökumenn því að stefna bflum sínum út á víðáttumikil stöðuvötn sem mynduðust hér og þar um bæinn. (Tímam Róbert) Oánægðir framsóknarmenn í norðurlandi Ihuga möguleika á sérframboði ■ „Við erum fjölmargir framsókn- armcnn hér í Húsavatnssýslunum, sem erum það óánægðir með niður- stöðurnar í skoðanakönnuninni á kjördæmisþingi Framsóknarflokks- ins í Miðgarði um síðustu helgi, að við erum að kanna áhuganna og möguleikana sem við hefðum ef við ákvæðum að vera með sérframboð í næstu alþingiskosningum," sagði Gunnar Richardsson, formaður Framsóknarfélagsins á Blönduósi í samtali við Tímann í gær. Ástæðuna sagði Gunnar fyrst og fremst vera óánægju með að Páll Pétursson skipaði efsta sætið. Þessir óánægðu framsóknarmenn munu nú um helgina funda bæði á Blönduósi og í vestur-sýslunni að sögn Gunnars. -ab Um ÍOO manns þurftu að gista f Bláfjöllum vegna óveöursins: „Neyðarástand ef nýi skál- inn hefði ekki verið kominn” ■ „Þetta kom geysilega snöggt yfir en við áttum von á því og þetta bjargaðist. Allir komust í hús eða rútur. Ég vil taka það fram að ef nýi skálinn hafði ekki verið þá hefði skapast neyðarást- and“ sagði Víðir Jónasson verk- stjóri í Bláfjöllum í samtali við Tímann en fjölmennur hópur skíðafólks varð að láta fyrirber- ast í Bláfjöllum í fyrrinótt vegna óveðurs sem skall óvænt á. Síðasta fólkið fór úr Bláfj- öllum í gærmorgun en Víðir áætlaði að alls um 100 manns hefðu orðið að gista hjá þeim. Hann sagði að tvær rútur hefðu verið farnar áleiðis til Reykjavíkur. Rúturnar voru með um 70 krakka innanborðs og urðu þær stopp við Rauð- uhnjúka í um 8 km. fjarlægð frá Bláfjallasvæðinu og biðu þær þar þar til veðrinu slotaði. Kom sá hópurinn í bæinn um 6 leytið um morguninn. „Við þurftum að hjálpa fólki úr smábílum hér og inn í skálann eða í rútur en veðrið varð svo slæmt að við gátum undir lokin ekki einu sinni hreyft snjótroðar- ann hjá okkur“ sagði Víðir. Nokkur hópur fólks varð að láta fyrirberast í Hveradölum. Að sögn Helga Hermannssonar í Hveradölum þá tók fólkið að berast inn upp úr kl. 2 um nóttina. Alls leituðu 16 manns undan veðrinu til þeirra í Hver- adölum. FRI dropar „Þessi stóru sjóslys...“ ■ Kosningahitinn er farinn að færast í líf og taugar margra í kring um prófkjörin, enda hafa þau verið fyrirferðarmikil í ijölmiðlum að undanförnu og myndir frambjóðenda fyllt heilar síður í dagblöðum. Af því tilefni riljum við hér upp gamla sögu af aldinni heiðurskonu í sveit, sem nokk- uð var farin að tapa sjón, en reyndi þó að fyigjast mcð þjóðmálum eftir sem áður í dagblöðum. Var hún áköf sjálfstæðiskona og las ísafold og Vörð reglulega. Nokkru fyrir kosningar barst henni blaðið í hendur og var þá öli forsíða þess lögð undir myndir af frambjóðendum. Sú gamla sá ekki glöggt hvað þama var á ferðinni en sagði stundarhátt og andvarpaði um leið: „AUtaf em þau jafn hræði- leg þessi stóru sjóslys!“ „Ógnað af stórveldi“ ■ Garðar Sigurðsson alþing- ismaður Alþýðubandalagsins greiddi atkvæði sitt með þvi að banninu við hvalveiðum yrði ekki mótmælt, er málið kom til atkvæðagreiðslu á Alþingi. Garðar gerði jafnframt grein fyrir atkvæði sínu, og var greinagerð hans einhvernveg- inn á þessa leið: Hann sagði að það væri Ijóst að ekki væri hér um náttúruverndarmál að ræða, hins vegar væri íslend- ingum ógnað af stórveldi og viðskiptahagsmunir væru svo miklir í veði, að hann nauðugur sæi sér ekki annað fært en mótmæla því að banninu væri mótmælt. Er það furða þótt menn velti þvi nú fyrir sér, hvað Garðar og aðrir allahallar segðu í hersetumálum, ef þeir hefðu aðstöðu til þess að segja þar af eða á um hvort herinn væri áfram í landinu? Myndi þá nægja eitt bréf eða svo frá utanríkisráðherra Bandaríkj- anna eða aðstoðarmanni hans V |"i um það að markaðir íslendinga í Bandaríkjunum væru í hættu, ef að herinn fengi ekki að vera í friði á Miðnesheiðinni? Krummi ... ...sér að mörgum er farið að þykja nóg um rafmagnsreikn- ingana hans Hjörleifs!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.