Tíminn - 05.02.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.02.1983, Blaðsíða 9
9 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 W\ W <+ H.QjjH'í.1 árnað heilla Haraldur Árnason, ráðunautur - sextugur Haraldur Árnason, verkfæra- og vatnsveituráðunautur Búnaðarfélags ís- lands '/erður sextugur nú 7. febrúar. Haraldur hefur starfað hjá Búnaðar- félagi íslands síðan 1954 og er nú meðal þeirra starfsmanna þess sem lengst hafa starfað fyrir það. Það er rík ástæða til að minnast þessara tímamóta í lífi Haralds og þakka honum fyrir fjölþætt og giftudrjúg störf í þágu landbúnaðarins. Þaö vill svo til að Haraldur hefur lagt hönd að verki við framkvæmd þriggja mjög merkra þátta í framfarasögu landbúnaðarins og sveit- anna síðustu þrjá áratugina, sem síðar verður vikið að. Haraldur er fæddur í Miinchen í Þýskalandi 7. febrúar 1923. Foreldrar hans voru hjónin Hróðný Einarsdóttir prests Pálssonar í Reykholti og Árni Björn gullsmiður Björnsson Símonar- sonar. Árni var þekktur gullsmiður í Reykjavík. Haraldur ólst upp í Reykjavík en átti sumardvalir í sveitum eins og mjög var og er títt um bæjarbörn og var meðal annars á Fróðastöðum í Hvítársíðu og á Hvarfi í Bárðardal í nokkur sumur, hjá þekktu ágætisfólki á báðum stöðum. Á honum og mörgum fleirum sannast að sveitadvöl hefur fært landbúnaðinum margan góðan starfsmann og liðsmann. Haraldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1942. Stundaði síðan nám í BA-deild og læknadeild Háskóla íslands 1942- 1944. Þá sneri hann sér að landbúnaðarfræðum, fór til Bandaríkjanna og stundaði nám á sviði búvéla og bútækni við hinn þekkta Cornell-háskóla í íþöku. Þar tók hann B.Sc. próf 1947 og meistarapróf (M.S.) 1949. Eftir heimkomu 1949 vann hann fyrst hjá Véladeild S.Í.S. en síðan sem verkstjóri hjá Vélsmiðjunni Keili og einnig sem umsjónarmaður á Keflavík- urflugvelli þar til að hann gerðist verkfæraráðunautur Búnaðarfélags ís- lands 1. febrúar 1954. Hjá því hefur hann starfað nær þrjá áratugi. Starfinu hjá Búnaðarfélagi íslands fylgdi meira en ráðunaustsstarf á sviði véla- og verkfæranotkunar. Haraldur tók þá strax sæti í Verkfæranefnd ríkisins. Sú nefnd átti sér merka sögu. Hún var fyrst skipuð 1927 til að sjá um útvegun verkfæra og gera tilraunir með þau. í lögunum um tilraunir í landbúnaði frá 1940 var henni falið svipað hlutverk og tilraunaráðunum í jarðrækt ogbúfjar- rækt, og á hennar vegum voru fyrstu bútæknitilraunirnar hafnar á Hvanneyri 1954. Haraldur var fulltrúi B.í. í Verkfæranefnd þar til hún var lögð niður með nýjum lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna sem sett voru 1965. Þá tók bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Hvanneyri við í beinu framhaldi af fyrra starfi þar. Meira fylgdi starfi verkfæraráðunauts- ins en þetta. Þegar 1954 tók Haraldur sæti í Vélanefnd ríkisins og gerðist fram- kvæmdastjóri Vélasjóðs er hún rak. Þessum störfum gegndi hann þar til jarðræktarlögum var breytt 1972 og . nefndin og Vélasjóður lagður niður. Þá voru tímar breyttir og ekki þörf á að reka skurðgröfur eða önnur framræslu- tæki á vegum ríkisins, svo mörg ræktun- arsambönd og einstaklingar höfðu þá yfir nauðsynlegum tækjakosti að ráða. Vélasjóður tók að reka hér skurð- gröfur 1942 og urðu þá mikil tímamót í sögu framræslu og túnræktar. Það var upphaf nýrrar ræktunaraldar í íslenskum búskap. Þegar mest var umleikis hjá Vélasjóði á sjötta.og framan af sjöunda tug aldarinnar rak hann yfir þrjátíu skurðgröfur sem unnu í öllum lands- hlutum, hafði stórt viðhaldsverkstæði og varahlutageymslu, sem var byggt í Kópavogi á árunum 1956- 57. Árið 1962 flutti vélasjóður enn tækni- nýjung inn í landið þar sem voru finnsku lokaræsaplógamir. Eftir að gerð plógsins hafði nokkuð verið breytt og hann lagfærður fyrir íslenskar aðstæður rak Vélasjóður tvo slíka plóga um skeið og var ræst með þeim víða um land, sumstaðar óhemju stór landsvæði. Har- aldur átti þarna að sjálfsögðu stærstan hlut að. Við þennan umfangsmikla rekstur með miklu mannahaldi munu þeir eðliskostir, sem einkenna Harald Áma- son hvað mest hafa komið sér vel, en það eru dugnaður og áræði samfara einstaklega glaðlegu og geðþekku við- móti, sem mikið hefur að segja í öllum samskiptum. Hann mun enda hafa verið hjúasæll og kunnað vel að velja sér menn til starfa. Annar þáttur í störfum Haraldar fyrir Búnaðarfélag íslands er hlutur hans að því að útbreiða súgþurrkun í landinu. það kom í hlut verkfæraráðunautsins að teikna súgþurrkunarkerfi og leiðbeina bændum um allt er hana varðaði. Þær framfarir í fóðurverkun sem þessu fylgdu eru ómetanlegar. Ekkert er bóndanum betra en gott heimafengið fóður. Með breytingunni á jarðræktarlögun- um 1972 var tekið að veita framlag á vatnsveitur til heimilis og búþarfa. Hófst þá nýr þáttur í störfum Haralds Árna- sonar. Áður hafði Ásgeir L. Jónsson, vatnsvirkjaráðunautur mælt fyrir vatns- veitum bæði á einstökum jörðum og fyrir félagsveitum. En með lagabreyting- unni varð geysileg aukning á þessum framkvæmdum svo að líkja má við byltingu. Er Haraldur hafði ekki lengur um Vélasjóð að sinna sótti hann um leyfi frá störfum í tæpt ár og fór til náms í Hollandi og lagði stund á jarðvatnsfræði og annað er tengdist rannsóknum á sviði framræslu. Að þeim rannsóknum hefur hann síðan nokkuð unnið eftir því sem tími hans og handbærir fjármunir hafa leyft. Meira er þó um hitt að eftir heimkomuna fók hann að sér að mæla fyrir og gefa fyrirmæli um gerð vatns- veitna og hefur það verið ærið starf síðan. Nú er búið að leggja félagsveitur um fjölmargar sveitir og jafnvel stóra hluta úr mörgum sýslum auk óteljandi smærri veitna fyrir fáa eða einstaka bæi. Nær allur undirbúningur, mælingar og hönnun þessara veitna, sem oft er umfangsmikill og vandasamur hefur hvílt á herðum Haralds. Mörgum bænd- um hefur hann því hjálpað til að fá gott og heilnæmt neysluvatn þar sem það var bágborið fyrir. Þetta er þriðji stóri þáttur Haralds að merkum framförum í landbúnaði og í sveitum landsins. Þetta kalla ég gæfu í starfi og er dæmi um það hve ánægjulegt það er að vinna með og fyrir íslenska bændur. Langt er frá að hér sé getið allra starfa Haralds á einu eða öðru sviði fyrir Búnaðarfélag íslands eða aðra aðila, en staðar skal þó numið. Það lætur að líkum að Haraldur hefur í öllum þessum störfum unnið fyrir fjölmarga bændur, e.t.v. eru þeir færri af bændum landsins sem hann hefur ekki átt einhver samskipti við. Hann er. hvarvetna vel látinn, enda fer saman skarpskyggni, góð og vingjarnleg fram- koma, dugnaður, hjálpsemi og vandvirkni í starfi. Því hafa störf hans öll lánast vel. Haraldur er einnig ákaflega góður vinnufélagi og vinsæll af öllu sínu samstarfsfólki. Haraldur er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Herdís Jónsdóttir og eru börn þeirra Árni Björn, búfræðikandidat og ráðunautur í Noregi, Jón Ingi vélfræð- ingur, Svanbjörg Helga, kennari og Hildigunnur arkitekt. Síðari kona Haraldar er Ema Erlends- dóttir og eiga þau tvö börn Auði Ingibjörgu, stúdent og Gunnlaug Brján nema. Haraldur er á allan hátt vel gerður maður, myndarlegur á velli og vel á sig kominn og finnst okkur samstarfsfólki hans allt of snemmt að tala um að hann haldi sér vel - við sjáum tæpast á honum aldur. Engu að síður er starfsdagurinn hjá Búnaðarfélagi íslands orðinn nokk- uð langur. En við vonum að enn eigi eftir að bætast þar verulega við og sendum við þeim Ernu og Haraldi okkar bestu kveðjur með þeirri ósk. Jónas Jónsson. bridge Hvað á að gera þegar ,,Super Bowl” og Bridgehátíð eru á sama tíma? Ef svo fer sem horfir verð ég að fara að vinna þennan þátt á míkrófilmu því eftir því sem meira efni berst í þáttinn verður plássið í blaðinu minna. Um síðustu helgi komst ekki nema tæplega helmingur fyrirhugaðs efnis á prent og ég verð því að biðja þá sem sendu mér fréttir afsökunar. Vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur. En það er best að byrja á Bridgehátíðinni sem var um síðustu heigi. Helstu úrslit mótanna hafa þegar birst í blaðinu en röð 10 efstu para í Stórmóti B.R. var þessi: Lars Blakset - Steen Möller Danm................ 244 Alan Sontag - Kyle Larsen USA ................. 234 Guðmundur Páll Arnarsson - Þórarinn Sigþórsson BR .......... 201 George Mittelman - Mark Molson Kanada, ............. 201 Aðalsteinn Jörgensen - Stefán Pálsson BH................ 198 Jens Auken - Stig Werdelin Danmörku, ......... 177 Kristmann Guðmundsson - Sigfús Þórðarson BS ............. 107 Hörður Arnþórsson Jón Hjaltason BR. .................97 Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Arnþórsson BR..................92 Þessi pör fengu öll verðlaun en alls námu verðlaun fyrir tvímenninginn 5000 $. Lengi vel leit út fyrir íslenskan sigur á mótinu því Guðmundur og Þórarinn virtust um tíma komnir með örugga forustu. Þegar 10 umferðir voru eftir af mótinu höfðu þeir 140 stigum meira en næsta par. En undir lokin gekk allt á afturfótunum hjá þeim og í síðustu umferðinni skutust gestapörin tvö uppfyrir þá. En að öðru leyti mega lslending- ar vel við una og árangur Aðalsteins og Stefáns og Sigfúsar og Kristmanns er sérlega áægjulegur. Mótið tókst mjög vel og útlendingarnir höfðu orð á því að þetta væri eitt það jafnsterkasta mót af þessari stærðargráðu sem þeir hefðu tekið þátt í. M.a. þótti þeim mikið til koma að í einni setunni gáfu 7 grönd sögð og unnin aðeins 1 stig yfir meðalskor. Og það má geta þess til gamans að eina parið sem missti alslemmuna var Lodge og Sowter. Stórmót Flugleiða var spilað á sunnudegi og mánudegi. 21 sveit tok þátt í mótinu og í undankeppninni var spilað í 3 riðlum þar sem 2 sveitir úr hverjum riðli komust í undanúrs- lit. Það vakti athygli að margar sterkar sveitir voru strax slegnar út, svo sem Danirnir, sveit Sævars Þorbjörnssonar og Jóns Hjaltasonar. I undanúrslitariðlunum sigruðu Bretarnir og sveit Ólafs Lárussonar og þær spiluðu síðan til úrslita en sveitir Aðalsteins Jörgensen og Alan Sontags spiluðu um 3. sætið. Það var jafnt í báðum leikjunum í hálfleik en í seinni hálfleik tóku gestirnir öll völd. Tony Sowter, Steve Lodge, Tony Forrestr og Raymond Brock sigruðu því í Stórmóti Flugleiða; Ólafur Lárusson, Hermann Lárus- son, Hannes Jónsson, Sigtryggur Sigurðsson og Óli Már Guðmundson voru í öðru sæti og Alan Sontag, Kyle Larsen, George Mittelm- an og Mark Molson í þriðja sæti. Alls voru 3000 $ í verðlaun á Flugleiðamótinu. Fjöldi áhorfenda fylgdist með Bridgehátíð- inni og hafa vonandi ekki orðið fyrir vonbrigðum með spilamennskuna. En iík- lega hefur það vaki mesta athygli þegar Kyle Larsen mætti á sunnudag með útvarpstæki og þann dag allan sat hann með heyrnartæki á hausnum og hlustaði á lýsingu frá úrslitunum í bandartska hornaboltanum meðan hann spilaði. Bridgefélag Reykjavíkur Nú eru búnar 14 umferðir af 43 í aðaltvímenning félagsins. Mótið er enn hnífjafnt en staða efstu para er nú þessi: Guðlaugur R. Jóhannsson - Orn Arnþórsson Aðalsteinn Jörgensen - .... 169 .... 155 Ólafur Lárusson - .... 141 Hrólfur Hjaltason- .... 139 Guðmundur Páll Amarson - Þórarinn Sigþórsson Ásgeir Ásbjömssn - Jón Þorvarðarson .... 128 Bjöm Eysteinsson - Guðmundur Sv, Hermannsson ... .... 124 Friðrík Guðmundsson - .... 119 Sigurður Sverrisson - Valur Sigurðsson .... 119 Jón Ásbjömsson - Símon Símonarson Þátttakan eða réttara sagt þáttökuleysi hefur valdið vonbrigðum en líklega munu aðeins 8 sveitir taka þátt í hvorum flokki. Þetta er í fyrsta sinn sem íslandsmót kvenna í sveita- keppni er haldið en fslandsmót yngri spilara var fyrst haldið í fyrra. Núverandi Islands- meistari yngri spilara er sveit Hannesar Lentz. Bridgedeild Breiðfirðinga Nú stendur yfir aðaltvímenningur deildar- innar með þátttöku 48 para. Að 7 umferðum loknum var staðan þessi: Guðmundur Aronsson - Sigurður Ámundason .............. 189 Baldur Asgeirsson - Magnús Halldórsson .............. 143 Amar lngólfsson - Þorsteinn Bergmann .............. 120 Gunnar Karlsson - Sigurjón Helgason ............... 117 Halldór Helgason - Sveinn Helgason ................. 103 Steinunn Snorradóttir - Vigdís Guðjónsdóttir...............95 Nanna Ágústsdóttir - Ragnheiður Einarsdóttir ...........84 Ásta Jóhannesdóttir - Sigríður Pálsdóttir ...............80 Högni Torfason - Steingrímur Jónasson ..............79 Birgir Sigurðsson - Brynjólfur Guðm.son ...............76 Spilað er í Hreyfilshúsinu á fimmtudags- kvöldum undir stjórn Guðmundar Kr. Sig- urðssonar. Bridgefélag Kópavogs Fimmtudaginn 20. janúar var spilaður 1 kvölds tvímenningur og þar urðu þessi pör í efstu sætum: Bjami Sveinsson - Júlíus Snorrason................. 197 Ragnar Björnsson - Þorvaldur Þórðarson.............. 192 Þórir Sveinsson - Jónatan Líndal................... 178 Næsta miðvikudag verða spilaðar næstu 8 umferðir í Domus Medica. íslandsmót kvenna og yngri spilara 1 gærkvöldi hófst í íþróttahúsi Hafnar- fjarðar fslandsmót í kvenna og yngri flokki. Spilað verður áfram í dag og á sunnudag. Guðmundur Sv. Hermannsson. skrifar Aðalsveitakeppni félagsins er'hafin og alls spila 9 sveitir 16 spila leiki allar við alla. Eftir 4 umferðir er staðan þessi: Friðjón Þórhallsson 57 Grímur Thorarinsen 55 Stefán Pálsson 55 Ármann J. Lárusson 51 Bridgedeild Skagfirðinga Síðastliðinn þriðjudag var fram haldið aðalsveitakeppni. Staðaefstusveitaerþessi: 1. Sveit Lárusar Hermannss. 88+frest.leik. 2. Sveit Hjálmars Pálssonar 73 3. Sveit Guðrúnar Hinriksdóttur 71 4. Sveit Hildar Helgadóttur 65 Spilað er í Drangey, Félagsheimili Skag- firðinga, Síðumúla 35. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast til eins árs í hálft starf á öldrunarlækn- ingadeild Landspítalans Hátúni 10B. Umsóknirer greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 1. mars n.k. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi öldrunarlækningadeildar í síma 29000. DEILDARSJÚKRAÞJÁLFARI óskast við endurhæfingardeild. Æskilegt að umsækjandi hafi áhuga á að vinna við endurhæfingu gigtarsjúklinga. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari endurhæfingardeildar í síma 29000. VIFILSSTAÐASPITALI SJÚKRAÞJÁLFARI óskast frá 1. apríl eða eftir samkomulagi. Húsnæði i boði. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 42800. SJÚKRALiÐAR óskast til starfa við Vífilsstaðaspítala. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri i síma 42800. GÆSLUVISTARHÆLIÐ í GUNNARSHOLTI Staða FORSTÖÐUMANNS Gæsluvistarhælisins í Gunnarsholti er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. apríl 1983 eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 4. mars n.k. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 29000. RÍKISSPÍTALAR Reykjavík, 6. febrúar 1983.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.