Tíminn - 07.07.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.07.1983, Blaðsíða 3
Vantar 180 milljónir til að endar LÍN. nái saman: „STÓRIIM HÓP STOFNAÐ f VERULEG VANDRÆÐI” — segir Sigurjón Valdimarsson, forstöðumaður Lánasjódsins, ef ekki fæst meirihluti fjárins ■ „Ég held að það sé alveg Ijóst að ef við fáum ekki meirihlutann af þeim peningum, 180 milljónum, sem á vantar er stórum hópi fólks stofnað í vcruleg vandræði," sagði Sigurjón Valdimars- son, forstöðumaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna, í samtali við Tímann í gær. Sigurjón sagði að vandi sjóðsins staf- aði fyrst og fremst af gengisbreytingum og verðlagsbreytingum hér heima. I fjárlögum fyrir þetta ár hefði verið gert ráð fyrir 43% hækkun á milli ára en meðalhækkun námslána milli ára væri nú um 95%, en námslán erureiknuðút frá vísitölu framfærslukostnaðar í hverju landi fyrir sig. Kvað hann hækkunina erlendis að meðaltali rúmlega 112% en góð 77% hér heima. „Námsmenn verða líklega um 2200 næsta haust og um helmingur þeirra hefur fjölskyldu á framfæri þannig að það eru um 4000 manns. Það er alveg augljóst að þetta fólk mun eiga í erfiðleikum með að komast af ef aðstoð- in verður skert. verulega," sagði Sigur- jón. Hann kvaðst hafa rætt þessi mál við fjármálaráðherra og menntamálaráð- herra og þeir hefðu tekið erindinu með skilningi en þó ekki gefið ákveðin svör enn. , -Sjó. Stúlkan fundin ■ Stúlka sú sem lýst var eftir í fjölmiðlum er fundin. Stúlkan sem er 17 ára, frá Stokkseyri, hvarf aðheiman þann 27. júní s.l. og bárust spurnir af henni hér í bænuni þann 5. júlí s.l. en nú mun hún vera komin fram. Skaöabótamál gegn hjónunum að Þingvalla- stræti 22 á Akureyri: Lögmadur sækjanda mætti ekki ■ Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur og Eggert Pétursson myndlistarmaður sitja við borð sem á hefur verið raðað þurrkuðum blómum og frummyndum Eggerts. Á milli þeirra stendur Jóhann Páll Valdemarsson útgefandi. (Tímamynd GE) Iðunn gefur út nýja bók: „íslensk flóra“ „Bók sem þjóðin ætti að geta sameinast um“ Sæmileg silungsveiði í Meðalfellsvatni: Einn fékk 60 silunga á stöng — laxinn sést stökkva í vatninu ■ „Síðan yfirráðum Dana lauk hér á landi hefur íslenska þjóðin ekki getað verið sammála um neitt en þessi bók er það góður fengur að þjóðin ætti að geta sameinast um hana“ sagði Jóhann Páll Valdemarsson útgefandi á blaðamanna- fundi sem bókaútgáfan Iðunn hélt í tilefni af útkomu bókarinnar „íslensk flóra.“ Þessi bók er eftir Ágúst H. Bjarnason grasafræðing en Eggert Pét- ursson myndlistarmaður hefur gert lit- myndir af nær öllum plöntum sem minnst er á í bókinni. I máli Ágústar H. Bjarnasonar kom fram að þetta er fyrsta ritið um íslenskar plöntur þar sem litmyndir eru af nær öllum blómum. Við gerð bókarinnar var farin sú leið að einfalda greiningarlykla enda er bókinni fyrst og fremst ætlað að vera uppsláttarrit fyrir almenning. Fyrri bækur um íslenska flóru hafa verið með mjög flóknum greiningarlyklum en í nýju bókinni eru leiðbeiningarlyklar ORION eingöngu byggðir upp eftir lit blóma og fjölda blómblaða þannig að mjög auð- velt er að hafa upp á þeim plöntum í bókinni sem leitað er að. Ágúst tók það skýrt fram að þær aðferðir sem notaðar hafa verið til greiningar í eldri grasafræðibókum væru vísindalegar réttar en þær væru of flókn- ar til að þorri fólks gæti notfært sér þær. Þessi bók væri aðallega ætluð til að örva áhuga fólks um grasafræði um leið og hún væri handhægt uppsláttarrit. Alls eru lýsingar á 330 plöntum í bókinni en litmyndir eru 270. Að sögn Ágústar eru myndir Eggerts sérlega vel gerðar, og að mati sérfræðinga væru þær mun betri en hliðstæðar myndir gerðar í nágrannalöndunum. I bókinni eru einnig kaflar um fornar og nýjar plöntunytjar og sérstakur kafli um grasnytjar þar sem er leiðbeint um 'notkun plantna, t.d. hvernig gert er seyði, te, smyrsl og fleira. Ágúst H. Bjarnason hefur aðallega unnið að smíði bókarinnar undanfarin tvö ár með kennslustörfum. Eggert hóf vinnu við myndirnar fyrir réttu ári þegar hann kom heim frá myndlistarnámi í Hollandi. Bókin er prentuð í Odda og kostar 848 krónur. ■ „Silungsveiðin hefur verið sæmileg í vatninu það sem af er en það hefur að vísu verið nokkuð vatnsmikið framan aP‘ sagði Gísli Erlendsson bóndi á Meðalfelli við Meðalfellsvatn er við forvitnuðumst um veiðina í vatninu. „Það hefur enginn lax fengist enn úr vatninu en hann hefur sést stökkva í því þannig að þetta er dagaspursmál að fá hann“. Gísli sagðist vera bjartsýnn á veiðina hjá þeim í sumar einkum þar sem veiðin hefur verið mjög góð í ánum sem falla úr og í vatnið, Laxá í Kjós og Bugðu. Þannig hefðu nú veiðst um 350 laxar í Laxá í Kjós og 10 laxar í Bugðu og væri þessi veiði um þrefalt betri en á sama tíma í fyrra. Sem dæmi um að menn-gætu verið heppnir með silungsveiðina í Meðalfells- vatni nefndi Gísli að einn maöur hefði í miðjum júní s.l. fengið 60 silunga á stöng í vatninu en slíkt væri að vísu einsdæmi. Hann mun hafa verið á bát út í vatninu. „Við höfum verið að grisja vatnið og jafnvel tekið hrygningarfiskinn úr því til að grisjunin gengi sem hraðast fyrir sig. Silungurinn var orðinn frekar lítill í vatninu en við vonunt að innan 2-3 ára verði hann kominn í góða stærð" sagði Gísli. Veiðileyfið í Meðalfellsvatni kostar nú 150 kr. hálfur dagurinn og er veiði- tíminn milli kl. 7 og I á morgnana og kl. 4 og 10 á kvöldin og sagði Gisli að vatnið nyti töluverðra vinsælda um helgar, einkum þegar gott veður væri enda stutt að fara úr bænum og ekki spillir það fyrir að alltaf er von á að fá lax úr vatninu. -FRI ■ Fyrir bæjarþingi Akureyrar átti í gærmorgun að dómtaka skaðabótamál gcgn hjónunum að Þingvallastræti 22 á Akureyri en stefnandi var eigandi annarrar íbúðarinnar í húsinu. Lög- rnaður stefnanda mætti hinsvegar ekki við réttarhaldið og var málið því hafið, þ.e. það ónýttist. „Þetta er rétt, samkvæmt rcttarfars- lögunum bcr að hefja málið þegar svona stendur á og það sein sækjandi þarf aö gera pú er að gefa út nýja stefnu og höfða málið að nýju en þetta fer eftir því hvort hann vill gcra það eða ekki“ sagði Siguröur Erlingsson hcraðsdómari á Akureyri í samtali við Tíntann. Skaðabótamál þetta var höfðað vcgna þess að hjónin að Þingvaliastræti 22 létu brjöta upp ónýta fínpússningu á gólfi hjá sér en stefnandi taldi að við þær framkvæntdir hefðu orðið skemindir á lofti í kjallara. -FRI Rannsóknin á brunanum í bátnum Gunnjóni: „Vinnum sleitu- laust að þessu” — segir Bergur Jónsson for- stöðumaður Raf magns - eftirlitsins ■ „Við vinniim sleitulaust að þessari rannsókn ug könnuin þau gögn sem við höfum i höndunum. Síðan eigum við eftir að skapa okkur einhvcrja mynd af þessu ef hægt er“ sagði Bergur Jónsson forstöðumaður Raf- mangseftiriitsins í samtali vð Tímann en Rafmagnseftirlitið hefur nú með höndum rannsókn á brunanum í bátn- um Gunnjóni sem brann norður af Horni. Bcinist rannsóknin að einhverjuni atriðum öðrum fremur? „Það get ég ekki sagt. Ónéitanlega fær maður alltaf grunsemdir en við reynum að beina rannsókninni að öllum atriðum þannig að við lítuin jafnt á alla hluti. Viðgetum látið okkur detta í hug að eitt og annað hafi getað valdið íkveikjunni en við reynum að passa að það leiöi okkur ekki í ógöngur". Bergur sagði ennfremur að hann ætti von á að rannsökn þeirra lyki nú í næstu viku og þá myndi skýrsla um hana verða scnd dómaranum sem annaðist sjóprófin í málinu. -FRl ■ í dag eru 10 ár liðin síðan Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar að Há- túni 12 tók til starfa. Heimilið hefur frá byrjun verið full- skipað og töluverður biðlisti er eftir plássi. Dvalarheimilið er rekið á dag- gjöldum og þeir einstaklingar sem búa í því hafa einungis vasapeninga frá Tryggingastofnun ríkisins. Auk dval- arheimilisins eru í húsinu 36 íbúðir, endurhæfingarstöð, sundlaug, dagvist- un o.fl. en mikið af fólki því sem kemur í endurhæfingarstöðina er utan úr bæ. Nokkrar framkvæmdir standa nú yfir hjá félaginu, mestar á Akureyri, Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar 10 ára: wi—iiiii !SB*S*S^SWSSSSaB! ■ Á þessari lóð munu bílastæði fyrir Hátún 12 vera í framtíðinni. Byggja þurfti þessa gryfju sem affallsþró frá bílastæðunum en þessir hressu karlar voru að hamast við að Ijúka mótaupp- slætti þegar myndin var tekin í gær. Alltaf fullskipað og biðlisti eftir plássi en þar hefur staðið yfir bygging á nýju húsnæði sem er um 900 fermetrar. Þegar er lokið fyrri áfanga þeirrar byggingar og starfsemin flutt inn. Um cr að ræða plastiðju og endurhæfingar- stöð, í plastiðjunni vinna um 20 manns og 4-5 sjúkraþjálfarar starfa í endur- hæfingarstöðinni. í Reykjavík standa yfir framkvæmd- ir á lóð og fyrirhugað er að koma upp bílastæðum fyrir framan húsið. Þá er fyrirhugað að innrétta 300 fermetra húsnæði sem er til staðar í Hátúni 12, og bætir það aðstöðuna nokkuð, þegar það kemst í gagnið. í tilefni afmælisins verður kaffisala í matsal hússins laugardaginn 9. júlí og hefst hún kl. 14:00. Frá sama tíma verður húsið til sýnis. Klukkan 14:30 leikur svo skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts undir stjórn Ólafs L. Krist- jánssonar og kl. 15:30 leikur dixiland- hljómsveit á sama stað. -ÞB - GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.