Tíminn - 04.04.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.04.1984, Blaðsíða 4
Lög um lax- og silungs- veiði endur- skoðuð ■ Frumvarp til laga um rxktun, eldi og veiði vatnafiska hefur verið lagt fram á Alþingi og er stjórnarfrumvarp. Þetta er endurskoðun á lögum um lax og silungs- veiði. Árið 1979 skipaði þáverandi land- búnaðarráðherra Steingrímur Her- mannsson nefnd til að endurskoða lög um lax- og silungsveiði og var henni m.a. ætlað að gera tillögur um fyrirkomulag veiðieftirlits og löggæslu og gera tillögur um rannsóknarstarfsemi og sjúkdóma- varnir í þágu fiskræktar og fiskeldis, ennfremur að leita til frekari tekjuöflun- ar til Fiskræktarsjóðs, þannig að fyrir- greiðsla úr sjóðnum á lánum og styrkjum yrði meiri en nú er til eflingar fiskræktar í landinu. I nefndina voru skipaðir Páll Pétursson alþingismaður, sem einnig var skipaður formaður, Árni Gunnarsson alþingismaður, Eyjólfur Konráð Jóns- son alþingismaður, Stefán Jónsson al- þingismaður, Þorsteinn Þorsteinsson bóndi, Árni Jónasson erindreki og Þór Guðjónsson veiðimálastjóri. Síðar var' Ólafur Þórhallsson bóndi einnig skipað- ur í nefndina. Það frumvarp sem nú liggur fyrir er að stofni til byggt á gildandi lögum um lax- og silungsveiði en ýmislegt fært til þess vegar er nú þykir betur hæfa. Búseti í r Arnes- sýslu ■ Nýlega var stofnað húsnxðis- samvinnulelag í Árnessýslu með aðsetur á Selfossi en félagssvxði er sýslan öll. Félagið heitir Húsnxðissamvinnufélagið Búseti Árnessýslu. í fréttabréfi félagsins segir meðal annars að samtök af þessu tagi henti öllum byggðakjörnum stórum og smáum, og byggi allar tegundir hús- nxðis, jafnt fjölbýlis sem einbýlishús. Við byggingu húsnæðis á vegum hús- næðissamvinnufélaga er reiknað með að félagsmenn greiði 5% af kostnaðarverði íbúðar við inngöngu og hljóti um leið búseturétt. Þegar félagsmaður hefur svo öðlast búseturétt greiðir hann jafnar mánaðar legar greiðslur sem renna til endur- greiðslu á lánum sem tekin eru við byggingu hússins. Vonast er til að nýtt húsnæðismálafrumvarp nái fram að ganga en þar er gert ráð fyrir 80% láns- heimild hins opinbera til ríkissjóðs. Hin 15% verða svo fengin með lífeyrissjóða- lánum, bankalánum, og fleiri leiðum. Skrifstofa Búseta Árnessýslu er í . gamla bakaríinu, Eyrarvegi 3 Selfossi og er opin alla virka daga frá 17-19, en auk þess á fimmtudögum til 22 og á laugar- dögum frá 14-17. - b. 16% lækkun á gos- drykkjum ■ „Öll sú lækkun sem við fengum frá fjármálaráðuneytinu með niðurfellingu 24% vörugjaldsins kemur neytendum beint til góða - þó svo verð á gos- drykkjum hafi ekki hækkað síðan 3. október á síðasta ári“, sagði Ragnar Birgisson, forstjóri Sanítas, spurður um lækkun gosdrykkjaverðs í kjölfar sam- ræmingar á skattlagningu drykkjarvara. Ragnar sagði verð á öli og gosdrykkjum hafa lækkað strax í gærmorgun um 16% að meðaltali, sem þýðir t.d. að 25cl. gosflaska hafi lækkað úr 9,30 kr. niður í 8 krónur. - HEI. ■ Gunnlaugur Kristjánsson, yfirverkstjóri við kxliskáp sem hann er nýlega búinn að kaupa og kveðst gefa hin ágxtustu meðmxli. Skápinn notar hann til að halda kulda á fiskflökunum frá því fiskurinn er flakaður og þangað til hann er settur í borgaravélina til að halda honum eins ferskum og unnt er þar til hann er frystur. Flateyri: þ.e. 5 punda pakkningu á Ameríku- markað varð að senda togarann suður til löndunar í síðasta túr. Næst mundi hann þó landa heima. Þorsk, ýsu og væntanlega karfa á næstunni, kvaðst Gunnlaugur láta vinna að töluverðum hluta í lausfrysta borgara, þ.e. þann fisk sem ella færi í blokkarpakkn- ingu. „Þetta eykur verðmætið um 10- 15% og hefur bjargað okkur alveg“,. sagði Gunnlaugur, sem selur borgarana á Ameríkumarkað. Hver borgari er 70 grömm og þeim síðan pakkað lausum í 16 kílóa kassa. Grálúðu, steinbít og annan feitan fisk er hins vegar ekki hægt að nota í borgara. Spurður hvernig kvótinn margumtal- aði kæmi við þá á Flateyri sagði Gunn- laugur menn svo sem ekki ánægða með hann, en við því væri víst ekkert að gera. Við verðum að sjá til og lofa sjávarút- vegsráðherra að reka sig á, enda koma heldur engar tillögur eða ábcndingar aðrar. Það þýðir því ekkert að vera að röfla um þetta núna“. Þrátt fyrir kvótann kvaðst Gunnlaugur búast við að hægt yrði að halda uppi vinnu fyrir heimafólk í sumar með því að vinna fiskinn í ákveðnar pakkningar, sem ekki væri víst að væri neitt verra. Ekki verði hins vegar vinna fyrir að- komufólk og jafnvel verði að ráða minna af unglingum en ella. -HEI „B0RGIIM BARNAGÆSUINA OG FENGUM FUU.T AF FÓLKI” ■ „Það er geysimikið um heimafólk í vinnu hjá okk- ur núna. Við fórum að borga barnagæsluna á leik- vellinum fyrir heimakon- urnar og fengum þá alveg feiki mikið af fólki í vinnu, sem hefur alveg bjargað okkur nú að undanförnu. Einnig höfum við 16 stúlk- ur frá Astralíu, en alls vinna nú hjá okkur um 90-100 manns,“ sagði Gunnlaugur Kristjánsson, yfirverkstjóri hjá Hjálmi hf. á Flateyri, er við hittum hann að máli nýlega. Gunnlaugur sagði að þeir tveir bátar sem róa á steinbít hafi fiskað mjög vel að undanförnu. Til að komast yfir að vinna hann í æskilegustu pakkninguna, ■ Stór listaverk á veggjum geta verið víðar en í bönkum. Um 90-100 manns hjá Hjálmi hf. hafa ekki haft undan að vinna allan þann afla sem fiskiskip Flateyringa hafa afiað að undanförnu, svo senda varð togarann til löndunar fyrir sunnan í síðasta túr. ■ Hluti gesta á setningarathöfninni. Hátíðin hófst á laugardag, og voru beinar ókeypis ferðir með liðvögnum SVR frá Lxkjartorgi á hálftíma fresti að Gerðubergi um hclgina. I vikunni verða samsýningar margra listamanna opnar í Gerðubergi. Á innfelldu myndinni er Davíð Oddsson við setninguMenningarhátíðar JC í Breiðholti. Hátíðin stenduri viku og munu um 500 listamenn koma fram á henni. Tímamynd Róbert. Vilja af- nema tekju- skattinn ■ Þingmenn Alþýðuflokksins með Kjartan Jóhannsson í broddi fylkingar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um afnám tekjuskatts af launatekjum. Á- lyktunin er þannig: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta semja frumvarp til laga um afnám tekjuskatts af launatekjum ásamt greinargerð og leggja það fyrir nxsta löggjafarþing. Gunnar G. Schrani er fyrsti flutnings- maður þingsályktunartillögu um sama efni sem sex þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins leggja fram. Sú tillaga gerir ráð fyrir afnámi tekjuskatts af almennum launa- tekjum, og hljóðar þannig: Alþingi ályktar að skora á fjármálaráðherra að skipa nefnd þriggja manna til þess að gera tillögur um á hvern hátt hagræða megi og spara í rekstri ríkisins og ríkisstofnana með tilliti til þess.að tekju- skattur verði afnuminn í áföngum á almennum launatekjum. Skulu tillögur nefndarinnar lagðar fyrir Alþingi í upp- hafi næsta þings.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.