Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 16. maí 1987 KYNNIST EIGIN LANDI! Ferðir um ísland í sumar Ferðaskrifstofa ríkisins hefur skipulagt tvær fróðlegar og skemmtilegar ferðir um landið í sumar. Fararstjóri verður Guðmundur Guðbrandsson sem leitt hefur þessar ferðir undanfarin sumur. Ciist veröur á hótelum og hálft fæði er innifalið í verði. Tilvalið tækifæri til að kynnast eigin landi. Hringferð um landið 10 dagar. Brottfarardagur 30. júní og 11. júlí. í byggð og óbyggð 10 dagar. Brottfarardagur 21. júlí. llpplýsingar og bæklingar á skrifstofunni. Or FRl Ferðaskrifstofa Ríkisins Skógarhlíö 6, sími 2585S. c z Tilboð óskast í eftirtalin tæki o.fl. sem verða til sýnis næstu daga í áhaldahúsi Hafnarmálastofnunar í Fossvogi og á Vífilsstöðum. 1. Steypuhrærivél Lombardni. Mótordrifin. (Bensín) 450, Itr. 2. Steypuhrærivél Lombardni. Rafdrifin (3 fasar) 450, Itr. 3. Colcrete. Hrærivél með tilheyrandi dælu. 4. Gólfslípivél. Master 5. Beltaborvagn. Atlas Copco. Árgerð 1974. 6. P.H. krani, 15 tonn. árgerð 1959.; 7. Krókvigt, 30, tonn. 8. Díselvél. International 65-8 hestafla með 30 kw. rafal, 220 wolta. 9. Kartöflu-niðursetningavél. 10. Kartöflu-upptökuvél 11. Úðadæla. Liður 1-7, til sýnis í áhaldahúsi Hafnarmálastofnunar í Fossvogi. Upplýsingar þar veitir Gústaf Jónsson forstöðu- maður. Liður 8-11, til sýnis á Vífilsstöðum. Upplýsingar þar veitir umsjónarmaður í síma 42800 og bústjóri í síma 42816. Tilboðseyðublöð liggja frammi á ofangreindum stöðum og á skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 21. maí nk. kl. 15.00 e.h. á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna þeim tilboðum sem ekki teljast viðunandi. iNNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 . oPA:;/0 kSÍ Söngskglinn / Reykjavík Frá Söngskólanum í Reykjavík Umsóknarfrestur um skólavist í Söngskólanum í Reykjavík veturinn 1987-1988 ertil 26. maí nk. Umsóknareyðublöð fást í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og á skrifstofu skólans á Hverfis- götu 45, sími 27366, daglega kl. 15.00-17.30 þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar. Skólastjóri. Útflutningur sjávarafuröa: Sovétmenn liprir í fisksölusamningunum Veröhækkun nemur allt að 62,1 % Sovétmenn voru liprir við gerð fisksamninga sem undirritaðir voru fyrir stuttu. Þeir munu greiða allt frá 21.4% til 62.1% hærra verð fyrir sjávarafurðir þessa árs, en þeir gerðu í fyrra. Þá munu Sovétmenn ekki krefjast skaðabóta vegna vanefnda íslend- inga við fyrri fisksölusamning, en 6000 tonn af frystum flökum vantaði upp í samninga síðasta árs. Það vekur athygli hversu átakalít- ið Sovétmenn virðast viðurkenna markaðslögmálin við þessa samn- ingsgerð. En megin ástæða þess að ekki var hægt að standa við fisksölu- samninga síðasta árs var aukin eftir- spurn og hækkandi verð á vestræn- um mörkuðum, samhliða lækkun á gengi Bandaríkjadals, en samningar við Sovétmenn miðast við Banda- ríkjadali. Með nýgerðum samningum er tal- ið að svipað verð fáist fyrir karfa og ufsaflök til Sovétríkjanna og svipaða framleiðslu fyrir markaði á vestur- löndum. Verðhækkunin á ufsaflök- um varð 62.1% en karfaflök hækk- uðu um 26.4% Heilfrystur fiskur hækkar um 47% en þar er aðallega um að ræða karfa, grálúðu og annan flatfisk. Samið var um sölu á alls 11.500 tonnum af frystum fiski, þar af eru 1.500 tonn heilfrystur. Er þetta mun minna magn en samið var um í fyrra enda eftirspurn á vestrænum mörkuðum mikil. Á síðasta ári var samið um 26.000 tonn, en 20.000 tonn voru send til Sovétríkjanna. Grímur Laxdal framkvæmdastjóri Radiobúðarinnar hf. afhendir dr. Sigmundi Guðbjarnasyni rektor Háskólans og Jóhanni P. Malmquist prófessor í tölvunarfræði fyrstu Macintosh SE tölvuna af 140 sem Háskóli íslands keypti. 700 Macintoshtölvur til Háskóla íslands - tölvan getur talað íslensku við blinda og sjónskerta Nýlega festi Háskóli Islands kaup á 140 Macintosh tölvum. Með þess- um stórinnkaupum hefur H.I. nem- endur hans og kennarar keypt rúm- lega 700 Macintosh tölvur á því rúma ári sem liðið er frá því að AUC-samningur (Apple Univercity Contract) var gerður. Þetta er al- þjóðlegur samningur, sem Apple computer hfur gert við háskóla um Stjórn Bandalags háskólamenn- taðra ríkisstarfsmanna kom saman til sérstaks fundar 14. maí s.l. vegna ummæla forystumanna Vinnuveit- endasambands fslands um samnings- rétt opinberra starfsmanna og álykt- aði eftirfarandi: „Stjórn BHMR lýsir furðu sinni á yfirlýsingum forystu Vinnuveitend- asambands íslands um samningsrétt opinberra starfsmanna. Stjórnin bendir á að hinn nýfengni samnings- allan heim, um sérstök kjör á Mac- intosh tölvubúnaði til háskóla, kennara þeirra og nemenda. Sam- starf háskólanna, sem eru á annað hundrað, við Apple computer hefur flýtt mjög fyrir þróun hugbúnaðar á þessari tölvutegund. Hefur Háskóli Islands einbeitt sér að því, að þróa hugbúnað fyrir íslenskt mál. Sér- fræðingar Háskólans í tölvunarfræði réttur opinberra starfsmanna er mun takmarkaðri en annarra launþega. Þriðjungur opinberra starfsmanna er undanþeginn verkfallsrétti og margir þeirra vinna þannig störf að verkföll koma ekki til greina. Stjórn BHMR mótmælir þessari árás á samningsrétt opinberra starfsmanna og lýsir því yfir að opinberir starfsmenn munu verja þann rétt hvað sem það kann að kosta.“ - SÓL eru nú farnir að hugsa fyrir hugbún- aði sem gerir Macintosh tölvunni kleift að tala íslensku, en slíkt væri ómetanlegt fyrir blinda og sjón- skerta. Þær deildir sem hafa tekið Macintosh tölvuna í sína þjónustu nýta hana til ritvinnslu, teikningar og hönnunar, auk sérhæfðra verk- efna t.d. á sviði efnafræði og stærð- fræði. Starfskynning/R.M.R. Kjarabót í Grundarfiröi: Rækjuverk- smiðja í Hrað- frystihúsinu I byrjun maí var hafist handa við að setja upp rækjuverksmiðju í húsakynnum Hraðfrystihúss Grundarfjarðar hf. Tvær pillun- arvélar hafa verið settar upp, auk nauðsynlegra færibanda og mun þessi framkvæmd ótvírætt verða til fjölgunar starfsfólks hjá hús- inu. Atvinnuástand í Grundarfirði hefur verið með lélegra móti í vetur og vinna í frystihúsinu hefur verið frekar óstöðug. Rækju- vinnsluleyfið fékkst fyrir u.þ.b. ári og er fastlega búist við að rækjuvinnslan muni gera vinnu við frystihúsið mun öryggari. -SÓL Stjórn BHMR ályktar: Lýsir furðu á yfirlýsingum VSÍ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.