Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. maí 1987 Tíminn 5 Konungleg heimsókn: Svíakonungur í heim- sókn í júní Karl Gústaf 16. Svíakonungur og Sylvía drottning koma í opin- bera heimsókn til íslands í júní- mánuði. Pau koma 23. júní og verða til 26. sama mánaðar. Dagskrá konungshjónanna er leynileg fyrir öryggis sakir, en að sögn Gunnars Dalströms, sænska sendiherrans, er í lagi að gefa upp að þau muni gista á Hótei Sögu. Konungshjónin, sem eru geysi- lega vinsæl í heimalandi sínu sem og annars staðar í heiminum, munu að öllum líkindum heim- sækja sjúkrastöðina Vog og kynna sér íslenskt meðferðar- starf. Er þetta mikil viðurkenning á starfi SÁÁ. -SÓL Nýjung í má.lninga.rþjónustu á íslandi Sýnikennsla á sjónvarpsskjá frá Nordsjö sem auðveldar fólkí að mála sjálft, hvort sem er inn- an dyra eða utan. Fjörutíu og fimm mismunandi verklýsingar. Einfaldara getur það ekki verið. Málarameisfarinn Síðumúla 8, Reykjavík, símar 84950 og 689045. Hitaveituframkvæmdir á Skeiðum: Heitur lækur rann langt fram í sveit - segir Jón Eiríksson Vorsabæ, en mikið og heitt vatn kemur úr nýrri borholu Tólf bændur á Útskeiðum, í Skeiðahreppi hafa gert með sér hitaveitufélag í því skyni að leggja hitaveitu í bæina frá Húsatóftum að Vörðufelli og bæi þar í grennd. Hafa þeir látið bora holu á Húsatóftum og lauk boruninni í vikunni. Að sögn Jóns Eiríkssonar í Vorsabæ er út- koman betri en nokkur þorði að vona. Úr holunni koma nú um 13 sek./lítrar af 75 gráðu heitu vatni sjálfrennandi, en það er meira en nóg til að hitaveituvæða umrædda bæi. Það var ísbor hf. sem boraði, og í þessu tilfelli gátu þeir borað með lofti og vatninu er því blásið upp um leið. Talið er að í boruninni hafi komið upp allt að 50 sek/lítrar, og sagði Jón í samtali við Tímann í gær að heitur lækur hafi runnið langt fram í sveit. Hitaveitufélag þeirra Útskeiða- bænda hafði gert sérstakan samning við bændurna á Húsatóftum (en þar eru 5 býli) um að Húsatóftamenn fengju hluta af vatninu úr holunni. „Nú er í undirbúningi að byggja upp dælustöð og leggja hitaveitu í sumar þannig að þetta verði tilbúið fyrir næsta vetur,“ sagði Jón Eiríks- son. Þegar þessi hitaveita verður komin verða aðeins þrír bæir eftir á Skeiðum sem ekki hafa hitaveitu, en vonir standi til að þeir geti fengið heitt vatn frá Hlemmiskeiði, en þar er ísbor hf. að bora núna og er þegar komið mikið vatn. -BG Frá borholunni á Húsatóftum. Mynd: JÓn E. Annríki við lottókassana. Tímamynd Pjetur. Lottóvinningur 12 m. kr. í gær stefndi í nýtt met í Lottóinu en tvær vikur í röð hefur enginn verið með 5 tölur réttar. Áætlað var að 1. vinningur yrði í kringum 12 milljónir. Þá verður þetta stærsti happdrættisvinningur á eitt númer sem nokkurn tíma hefur verið dreg- inn út á íslandi. Salan í þessari viku hefur verið um þrisvar sinnum meiri en í venjulegri söluviku og ætla greinilega margir sér að ná í stóra vinninginn um helgina. íslenska þjóðin hefur raunar sett enn eitt heimsmet miðað við höfða- tölu, að þessu sinni í lottói. Þá fimm mánuði sem lottóið hefur starfað hefur hver einasti íslendingur eytt 50 kr. í lottóið á viku, en í Banda- ríkjunum þar sem þessi happdrættis- leikur hefur verið við lýði um árabil og notið mikilla vinsælda hefur þetta hlutfall hæst komist í 26 kr. á mann á viku. -BG Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Undirbýr markaðs- setningu eldislax Að undanförnu hefur Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og dóttur- fyrirtæki hennar kannað markaðs- horfur fyrir íslenskan eldislax á erlendum mörkuðum, en nú fer að styttast í verulega aukningu á slátr- un eldislax hér á landi. Þetta kom fram í Frosti fréttabréfi SH nýlega. Þar kemur einnig fram að SH hefur kannað áhuga nokkurra framleiðenda eldislax á því að Sölumiðstöðin taki að sér söluna fyrir þá og virðist áhugi talsverður. Stofnaður hefur verið formlegur vinnuhópur sem fjalla skal um þessi mál og verði söludeildinni og stjórn SH til aðstoðar og ráðgjafar. Verkefni hópsins mun fjalla um sölumál á eldislaxi í víðasta skiln- ingi og fjalla um mál eins og t.d. hvort rétt sé að hafa sameiginlegt vörumerki, hvaða markaði leggja skal mesta áherslu á, upplýsing- aöflun á framboði hérlendis, þjálf- un eftirlitsmanna og tæknimanna sem síðan taka að sér þjálfun við slátrun, vinnslu, pökkun, flutn- ingamál, umbúðamál og fleira.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.