Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 16. maí 1987 Tíminn 15 Meðalmánaðarkaup ASÍ félaga 40-70 þús. krónur á 4. ársfjórðungi 1986: Tímakaup hækkaði 12,5% meira en verðbólgan Mánaðarlaun karla fyrir dagvinnu 4-10 þús. kr. hærri á höfuðborg- arsvæðinu en úti á landi Hreint tímakaup (dagvinnulaun) ASÍ félaga hækkaði að meðaltali um 28,7% frá 4. ársfjórðungi 1985 til sama tíma 1986, samkvæmt útreikn- ingum Kjararannsóknarnefndar. Vísitala framfærslukostnaðar hækk- aði um 14,4% á sama tíma. Kaup- máttaraukning hreins tímakaups var því um 12,5% að meðaltali á þessu eina ári en 13% miðað við meðal- tímakaup. Heildar mánaðartekjur iðnaðar- manna og karla í skrifstofustörfum voru að meðaltaii nær þær sömu, eða tæplega 70 þús. kr. á mánuði á síðasta ársfjórðungi 1986 samkvæmt útreikningum Kjararannsóknar- nefndar. Mánaðartekjur verkakarla og karla í afgreiðslustörfum voru einnig svipaðar, um 53-54 þús. Skrif- stofukonur höfðu tæp 48 þús. Verka- konur og afgreiðslukonur eru síðan neðstar með tæplega 40 þús. kr. mánaðarlaun að meðaltaii. Borið saman við heildar laun sömu stétta 2 árum áður hafa verkakarlar, iðnað- armenn og skrifstofukarlar borið úr býtum 20-21% launahækkanir um- fram hækkun framfærsluvísitölu á sama tíma, skrifstofukonur um 18%, afgreiðslukarlar og verkakonur um 14-15% og afgreiðslukonur minnst eða tæp 13% umfram vísitöluhækk- anir á þessum tveim árum. Sé litið á launin fyrir dagvinnuna eina breytist myndin verulega. Með- aldagvinnulaun skrifstofukarla voru um 58 þús. á mánuði. Iðnaðarmanna og skrifstofukvenna í kringum 43 þús., afgreiðslukarla um 38 þús., verkakarla um 31 þús., afgreiðslu- kvenna rúmlega 28 þús. og verka- konurnar enn neðstar með rúmlega 26 þús. á mánuði fyrir dagvinnuna. Hér að ofan hefur verið miðað við meðaltöl fyrirallt landið. Gífurlegur iaunamunur er hins vegar á milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar, og hefur hann vaxið verulega á síðasta ári hjá iðnaðar- mönnum og skrifstofukörlum. Skrif- stofukarlar á höfuðborgarsvæðinu höfðu yfir 10 þús. kr. hærri mánaðar- laun (20%) fyrir dagvinnuna eina en kollegar þeirra á landsbyggðinni, afgreiðsiukarlar og skrifstofukonur rúmlega 6 þús. kr. meira (16-17%), iðnaðarmenn um 4.700 kr. meira (11%) og verkakarlar um 4 þús. kr. meira (13%). Afgreiðslu- og verka- konur á höfuðborgarsvæðinu hafa hins vegar borið um 1.300 til 1.900 kr. meira úr býtum fyrir dagvinnuna á mánuði en starfssystur þeirra á landsbyggðinni. Tekið skal fram að bónus er hér ekki reiknaður með dagvinnutekjum, en hinsvegar yfir- borganir og ýmsar aukagreiðslur. - HEI !■—‘I W Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. skóla- skrifstofu Reykjavíkuróskareftirtilboðum íviðhald og viðgerðir á eftirfarandi skólum: 1. Álftamýrarskóli. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 26. n.k. kl. 14.00. 2. Breiðholtsskóli. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 27. maí n.k. kl. 14.00. 3. Réttarholtsskóli. Tilboðin verða opnuð þriðjudagion 9. júní n.k. kl. 11.00. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu fyrir hvert verk fyrir sig. Tilboðin verða opnuð á sama stað á ofangreindum tíma. INNKAUPASTOFNUN REYKlAVÍKURBORGAR Fríkúkiu»*qi 3 — Simi 25800 Hvammstangi Skrifstofustörf Óskum eftir að ráða starfsmenn til eftirtalinna starfa. 1. Starfsmann til að hafa umsjón með tölvuvinnslu félagsins. Leitað er að starfsmanni sem getur unnið sjálfstætt á þessu sviði. 2. Starfsmann til að sinna umboðsstörfum fyrir Samvinnutryggingar auk annarra skrifstofu- starfa. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist kaupfélagsstjóra eða starfsmanna- stjóra Sambandsins er veita nánari upplýsingar. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Hvammstanga ffl Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. bygg- ingadeildar óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við byggingu 1. hæðar og þaks Heilsugæslustöðvar við Hraunberg 6, Reykjavík. Útboðsgögn verða opnuð á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000 skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 10. júní n.k. kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAH Fríkirkjuvagi 3 — Sími 25800 L GVarahlutir mmW Hamarshöffta 1 Hamarshöfða 1 Simar 36510 og 83744 Á Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Valdagur er miðvikudagur 20. maí. Dagskóli: Einkunnir afhentar og prófúrlausnir sýndar kl. 9-11. Val fyrir haustönn 1987 kl. 13-16. öldungadeild: Afhending einkunna, prófsýning og val fyrir haustönn 1987 (gegn 1000 kr. staðfestingargjaldi) kl. 18-20. Innritun nýnema í öldungadeild verður þriðjudaginn 26. og miðvikudaginn 27. maí kl. 16-19. Innritun nýnema í dagskóla verður mánudaginn 1. og þriðjudaginn 2. júní i Miðbæjarskólanum í Reykjavík. Nánar auglýst síðar. Skólaslit og brautskráning stúdenta laugardaginn 23. maí kl. 14. Rektor Veiðileyfi til sölu fyrir landi Hellis og Fossness, fyrir ofan og neðan Ölfusárbrú. Sími á vinnutíma 91-38013.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.