Tíminn - 16.05.1987, Side 12

Tíminn - 16.05.1987, Side 12
12 Tíminn Laugardagur 16. maí 1987 Gunnar Beinteinsson í lágflugi yflr vítateig Reykvíkinga. Hann skilaði boltanum í netið skömmu fyrir lendingu án þess að Gísli Felix Bjarnason kæmi við vömum. Konráð Olavsson, Júlíus Jónasson og Per Skaardp fylgjast með. Tímamynd Pjetur. Ólympíuleikar smáþjóöa: w Þrjú Islandsmet í sundinu og öruggur sigur í kórfunni íslenska sundfólkið sem keppir á Ólympíuleikum smáþjóða í Mónakó stóð sig vel á öðrum degi sundkeppn- innar í gær. Þrjú íslandsmet féllu til viðbótar þeim tveimur sem lágu í valnum í gær og sigur vannst í sjö greinum. Allir íslensku keppendurn- ir komust í úrslit í sínum sundum í dag. ■ Ragnheiður Runólfsdóttir setti íslandsmet í 200 m baksundi, synti á 2:28,91 sek. og bætti fyrra met sitt verulega. Bryndís Ólafsdóttir bætti eigið met í 100 m skriðsundi, synti á 59,50 sek. og bróðir hennar, Magnús Már Ólafsson setti íslandsmet í 100 m flugsundi, 59,90 sek. ■ Körfuknattleikslandsliðið lagði landslið Lúxembúrgar að velli og var munurinn 19 stig er flautað var til leiksloka, 73 stig gegn 54. íslending- ar höfðu 10 stiga forystu í hálfleik, 40-30. Jóhannes Kristbjörnsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig, ívar Webster gerði 14 stig og Magnús Matthíasson gerði 12 stig. Hann lék sinn fyrsta landsleik í gærkvöldi. ■ Aðalsteinn Bernharðsson náði besta tímanum í undanrásum 400 m hlaupsins, hljóp á 49,44 sek. Jóhann Jóhannsson varð í 4. sæti í 100 m hlaupi og Oddný Árnadóttir 5. í 200 m hlaupi. ■ Haraldur Ólafsson varð annar að stigum í opnum flokki í lyftingum, lyfti samanlagt 265 kg. Birgir Þór Borgþórsson varð í 5. sæti. Saga til næsta bæjar í bæjakeppni: Reykjavík úr leik! - töpuöu með tveggja marka mun fyrir Hafnfirðingum Enska knattspyrnan: Metaðsókn á fyrstu leikina í úrslitakeppninni um sæti Hafnfirðingar lögðu höfuðborgar- búa að velli í leik liðanna í bæja- keppninni í handknattleik í Selja- skóla í gær, skoruðu 32 mörk gegn 30 mörkum Reykvíkinga. Þessi úrslit hljóta að teljast nokkuð óvænt því Reykjavíkurliðið hefur úr mun meiri mannskap að velja. Það breytti ekki því að Hafnfirðingar sigruðu í leikn- um. Hann var jafn allan tímann og ekki fyrr en innanvið mínúta var eftir að Hafnfirðingar tryggðu sér sigurinn. Reykvíkingar minnkuðu svo muninn á síðustu sekúndunni úr vítakasti. Leikurinn bar nokkur merki áhugaleysis framanaf en fór að verða spennandi í lokin. Aðalsmerki beggja liða var markvarslan þar sem þeir Magnús Árnason Hafnfirðingur og Guðmundur Arnar Jónsson Reykvíkingur stóðu vel fyrir sínu. Af öðrum leikmönnum var Óskar Ármannsson Hafnfirðingur einna bestur en fiestir leikmenn léku undir getu. Siggeir Magnússon átti þó góða kafla í Reykjavíkurliðinu en lék sáralftið með. Mörkin, Hafnarfjörður: Héðinn, Gilsson 9, Óskar Ármannsson 8 (3), Gunnar Beinteinsson 6, Pétur Pedersen 3, Guðjón Árnason 2, Einar Hákonarson, Ingimar Har- aldsson, Stefán Konráðsson og Sig- urjón Sigurðsson 1 hver. Reykjavík: Júlíus Jónasson 8 (3), Per Skaarup 6 (1), Árni Friðleifsson, Bjarki Sig- urðsson og Siggeir Magnússon 3 hver, Geir Sveinsson, Konráð OI- avsson og Þorsteinn Guðjónsson 2 hver, Guðmundur A. Jónsson 1 (1). Metaðsókn var á fyrstu leikina í fyrstu úrslitakeppni ensku knatt- spyrnunnar. Fyrirkomulaginu hefur verið breytt þannig að topplið lægri deildar keppa við botnlið hærri deildar um laust sæti í þeirri hærri. Fyrri leikjum liða í 1.-2. deild er lokið og urðu úrslit þessi: Um sæti í 1. deild: Leeds-Oldham ................ 1-0 Ipswich-Charlton .'...........0-0 Um sæti í 2. deild: Gillingham-Sunderland.......3-2 Swindon-Wigan.................3-2 Um sæti í 3. deild: Aldershot-Bolton ........... 1-0 Colchester-Wolves...........0-1 Síðari leikirnir í öllum viðureign- unum verða á morgun og gilda þá mörk á útivelli verða samanlögð úrslit jöfn. Áhorfendur á öllum þessum leikj- um voru óvenju margir. Flestir mættu á leik Leeds og Oldham, tæp 30 þúsund. Gillingham fékk mestu aðsókn í mörg ár er tæp 14 þúsund áhorfenda komu til að sjá þá vinna Sunderiand. Sunderland er á leið niður í 3. deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Spíssadísur og glóðarkerti í flestar teg. Garðbæingar unnu Garðbæingar slógu Akureyringa að loknum venjulegum leiktfma var út úr bæjakeppninni í handknattleik jöfn 27-27. Garðbæingar og Hafn- í gærkvöldi, sigruðu með 31 marki firðingar leika til úrslita í bæja- gegn 30 eftir framlengingu. Staðan keppninni á morgun. BLAÐAMAÐUR Miðstöðvarmótorar, 12 og 24 V, rafmagnsmið- stöð, 12 V. Kveikjuhlutir í allar teg. Gott verð. Vönduð vara Bikarúrslitaleikurínn á Wembley: Tekst Coventry að ná í sinn fyrsta titil? Forþjöppur og varahlutir, viðgerðarþjónusta. =■ I. Erlingsson h/f, varahlutir, Ármúla 36 (Selmúlamegin), sími 688843. ■■ Viðgerðarverkstæði TURBÓ s/f. - Liöið hefur aldrei unnið neitt nema 3. deildina einu sinni Úrslitaleikurinn í ensku bikar- keppninni hefst á Wembleyleikvang- inum í Lundúnum í dag kl. 14.00. Þar eigast við Tottenham og Coven- try eins og flestum mun kunnugt. Þessi tvö lið eiga að baki mjög ólíka sögu, Tottenham hefur oft leikið á Wembley og jafnan sigrað, síðast 1981 er liðið tryggði sér sinn 6. bikarmeistaratitil. Coventry hefur aldrei á Wembley komið og aðeins þrír leikmenn liðsins hafa leikið þar, með öðrum liðum. Tottenham verð- ur að teljast líklegra sigurlið en Coventry hefur komið mjög á óvart í vetur og alls ekki hægt að afskrifa það. Coventry Steve Ogrizovic David Phillips Brian Kilcline Tottenham Ray Clemence. Chris Hughton Richard Gough Trevor Peake Greg Downs Dave Bennett Lloyd McGrath Micky Gynn Nick Pickering Keith Houchen Cyrille Regis Gary Mabutt Mitchell Thomas Paul Allen Osvaldo Ardiles Glenn Hoddle Steve Hodge Chris Waddle Clive Allen Gary Stevens Nico Claesen Steve Sedgley (?) Graham Rodger (?)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.