Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miövikudagur 3. febrúar 1988 Gífurlegur munur á viögeröarkostnaöi raftækja milli verkstæða: Viðgerð í heimahúsi frá 796-2.025 krónur Viðgerðarmaður frá Rafha í Hafnarfirði sem gerir við heimilis- tæki í heimahúsi tekur 796 kr. fyrir 1 klukkustund - en viðgerðarmað- ur frá Heimilistækjum 2.025 kr. fyrir sama tíma, eða 154% hærra verð. Þetta er meðal niðurstaðna úr verðkönnun á þjónustu verk- stæða sem annast viðgerðir á heimilistækjum, sjónvarps- og myndbandstækjum, sem Verðlags- stofnun gerði í nóv. s.l. Stofnunin telur því brýnt fyrir fólk að kanna hvað viðgerð muni kosta áður en hún er framkvæmd. Þá kemur í ljós, að frá jan. 1986 til nóv. 1987 hækkaði meðaltaxti heimilistækjaviðgerða á verkstæði um 79% en sjónvarpsviðgerða um 59%. Á sama tíma hafa almenn laun hækkað um 75% en laun rafvirkja um 88%. Könnunin náði til fjölmargra verkstæða um allt land. Að sögn Verðlagsstofnunar verðleggja fyrirtækin þjónustu sína með mis- munandi hætti. Sum innheimtasér- staklega mælagjald, verkfæragjald og þjónustugjald fyrir hverja unna klukkustund ásamt hinni eiginlegu vinnu viðgerðarmanna. Önnur verkstæði leggja á sérstök gjöld vegna þessara liða á hverja viðgerð. Og enn önnur innheimta ákveðna ósundurliðaða heildar- upphæð fyrir hverja unna klukku- stund þar sem allir kostnaðarþættir eru innifaldir. Svipað er með vinnu í heimahúsum. Sum verkstæði inn- heimta sömu upphæð, en önnur sérstakt gjald fyrir hvert útkall og hjá enn öðrum er annað gjald fyrir 1. klukkutíma en þá síðari. Verðlagsstofnun valdi því að gera samanburð á verki sem tekur eina klukkustund - annars vegar á verkstæði og hins vegar í heimahúli og síðan á akstursgjaldi sem þá yfirleitt er innheimt. Geysilegur verðmunur getur verið á milli verkstæðanna, eins og fyrr greinir - sérstaklega þegar um heimaviðgerðir er að ræða, sem m.a. felst í því sum þeirra taka allt upp f 810 kr. sérstakt gjald fyrir útkall en önnur ekki. Úti á landi er algengast að 1. tíminn í heimahúsa- viðgerðum kosti á bilinu 900-1.100 kr. Á höfuðborgarsvæðinu voru aðeins 5 af 17 verkstæðum með minna en 1.000 gjald fyrir tímann, en mörg í kringum 1.200-1.400 kr. og síðan allt upp í 2.025 kr. sem fyrr greinir. Við þetta bætist síðan akstursgjald sem algengt er að sé öðru hvoru megin við 200 kr. Lægsti viðgerðarkostnaður á heimilistæki á verkstæði var 689 kr. hjá Skúla Þórssyni í Hafnarfirði og 750 kr. hjá Pfaff í Reykjavík. Hæsta verð slíkrar viðgerðar í Reykjavík var hjá verkstæði Sam- bandsins í Ármúla 1.200 kr. og Heimilistækjum, og úti á landi hjá Unnari á Egilsstöðum 1.323 kr. Verð þetta var undir 1.000 kr. á meirihluta verkstæðanna. Lægsta verð á 1 tíma sjónvarps- viðgerð á verkstæði var 800 kr. hjá Radíóbæ en hæst 1.200 hjáHeimil- istækjum. Úti á landi var sama hlutfall, lægst 851 kr. hjá Pólnum áísafirði,en hæst 1.438 hjáRafeyri á Reyðarfirði. Algengast var að kostnaðurinn væri 1.000-1.100 kr. Tekið er fram að yfirleitt séu verkstæði með lægri taxta vegna viðgerða á smærri hlutum, strau- járnum, útvarpstækjum og slíku. -HEI Nýtt rækjuverð Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins fundaði á mánudag og kom sér saman um nýtt rækju- verð. Verð á óskelflettri rækju í vinnsluhæfu ástandi, er sem hér segir. 230 stykki og færri í kílói, 58 krónur. 231 stykki til 290 stykki í kílói, 53 krónur. 291 stykki til 350 stykki í kílói, 48 krónur, og fyrir undirmálsrækju, eða 351 stykki og meira í kílói, fæst 21 króna. Verðið er mjög svipað og það sem gilti frá 1. október síðastlið- inn. Þannig hefur verð í fyrsta, öðrum og þriðja flokki hækkað um þrjár krónur, meðan verð á undirmálsrækju lækkaði um eina krónu. Rækjuverðið var samþykkt samhljóða með atkvæðum odda- manns, Benedikts Valssonar, fulltrúum seljenda, sem voru Helgi Laxdai og Sveinn Hjörtur Hjartarson, og Árna Benedikts- sonar og Guðmundar St. Marías- sonar, fulltrúum kaupenda. Verðið gildir frá og með 1. febrúar til 31. maí næstkomandi, og er uppsegjanlegt hvenær sem er eftir 1. mars 1988, með viku fyrirvara. -SÓL Kirkjuskip Seltirninga vígt í ár? Áætlað er að aðal kirkjuskip Sel- tjarnarneskirkju verði vígt í ár. Hef- ur kirkjubyggingunni enda miðað vel áfram. Fyrir skömmu var kjallari kirkjunnar tekinn í notkun til guðs- þjónustugjörða og safnaðarstarfs og er starfsemi safnaðarins því þegar komin í eigið hús. Sóknarnefndin leggur nú allt kapp á nauðsyn þess að nýta megi alla bygginguna sem fyrst. Segir í frétta- tilkynningu að nú sé lokaátakið framundan og því brýnt að samstaða safnaðarins verði sýnd í verki á þessu ári. N.k. sunnudag, þann 7. febrúar, verða fyrstu skrefin stigin í þessu lokaátaki að lokinni venjufastri messu kl. 14.00 í kjallara kirkjunnar. Eftir messu verður kaffisala í hliðar- salnum, sem kallaður hefur verið „Hvíta húsið“ og auk þess flóamark- aður til styrktar byggingunni. Verða þar á boðstólum margt góðra og jafnvel nýrra hluta. Þá verður happ- drætti. Frá kynningu hins nýja námsefnis gegn ávana- og fíkniefnanotkun. Bogi Arnar Finnbogason, formaður foreldrasamtakanna Vímulaus æska, Arthúr Farestveit, formaður fíknivarnarnefndar Lions, Birgir tsleifsson menntamálráðherra, Ingi Ingimundarson fjölumdæmisstjóri Lions á íslandi og Daníel Gunnarsson Kennarasambandi íslands. Tímamynd Gunnar) Fíknivarnir í grunnskólum: Að ná tökum á tilverunni Þau sem að þeSsum mikla fjáröfl- unardegi safnaðarins standa, hvetja Seltirninga til að sýna kirkju sinni samstöðu og sækja messu næsta sunnudag og styrkja kirkjubygging- una með því að kaupa kaffi og annað sem f boði verður. KB „Að ná tökum á tilverunni" er yfirskrift nýs námsefnis sem Náms- gagnastofnun hefur gefið út og er því ætlað að vera grunnur fyrir kennslu í grunnskólum sem miðar að því að koma f veg fyrir að ungt fólk ánetjist ávana- og fíkniefnum. Námsefnið er bandarískt að upp- runa og hefur verið unnið fyrir frumkvæði Alþjóðlegu Lionshreyf- ingarinnar. Lionshreyfingin á íslandi bauð námsefnið fram í árslok 1986 Áburðarverksmiðja ríkisins: Ammoníakið verður nýjan geymi settí Stjórn Áburðarverksmiðju ríkis- ins hefur ákveðið að byggja nýjan tvöfaldan kældan geymi ásamt jarðvegsþró. Með byggingu slíks geymis er, að mati stjórnar, tekin upp aðferð sem veitir mest öryggi við geymslu ammoníaks í nýju mannvirki. Með hliðsjón af bréfi félagsmála- ráðherra frá 14. janúar s 1. lét stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins gera nýjar og nákvæmari áætlanir um kostnað við úrbætur á geymslu ammoníaks hjá verksmiðjunni. Fram kemur að endurbætur og kæling á núverandi kúlugeymi muni kosta 54 milljónir króna. Bygging nýs 1000 tonna stálgeymis með tvöföldum veggjum og jarð- vegsþró mun hinsvegar kosta 47 miiljónir. { eldri áætlunum var gert ráð fyrir að endurbætur á kúlugeymi kostuðu 26 milljónir króna en við endurskoðun og nákvæmari athug- un var talið rétt að leggja meira í styrkingar í burðarvirki kúlunnar en áður. óþh og hefur síðan ásamt foreldrasam- tökunum Vímulaus æska tekið þátt í kostnaði við þýðingu og staðfærslu þess í samvinnu við menntamála- ráðuneytið. Námsefnið er að mörgu leyti óvanalegt. Sem dæmi um það er foreldrabókin sem fylgir námsefn- inu. Nefnist hún „Árin sem koma á óvart. Þegar barnið breytist í ungling". Eins og nafnið bendir til fjallar bókin um unglingsárin og er foreldrum þar hjálpað að skilja hegðun og vandamál unglingsáranna svo þeir eigi auðveldara að bregðast við vandamálum sem þá koma upp. Námsefnið sem kennt er í skólun- um er einnig verulega frábrugðið því efni sem áður hefur verið notað að inntaki, uppbyggingu og allri fram- setningu. I stað einhliða fræðslu um efnin sjálf og skaðsemi þeirra er kastljósinu beint að einstaklingun- um sjálfum og félagslegu og siðferð- islegu samhengi neyslu ávana- og fíkniefna. Á síðasta ári var námsefnið kennt á ensku í tengslum við enskukennslu í 8. bekk í þremur skólum. í fram- haldi af því var ákveðið að hefjast handa um íslenska gerð námsefnis- ins og verður það námsefni nú kennt í tilraunaskyni. Er ætlunin að hefja almenna kennslu efnisins í kjölfar þessarar tilraunarkennslu um leið og kennarar fá þjálfun í kennslu náms- efnisins. Þess má geta að námsefni þetta hefur ekki aðeins reynst vel í barátt- unni gegn ávana- og fíkniefnum þar sem það hefur verið kennt. Reynslan í þeim skólum þar sem kennsla þessa efnis hefur tekist vel sem sýnir að öll umgengni og námsárangur almennt hefur stórlega batnað. Ferðu stundum á hausinn? Hundruð gangandi manna slasast árlega í hálkuslysum. Á mannbroddum, ísklóm eða negldum skóhlífum ertu „syeflkaldur/köld“. Heimsæktu skósmiðinn! iir^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.