Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. febrúar 1988 Tíminn 5 Ljóst er að verð á ánamaðki til beitu til annarra veiða en í atvinnuskyni, þ.e. fyrir sportveiðimenn, mun hækka talsvert á sumri komanda vegna þess að á þá mun leggjast söluskattur samkvæmt nýju lögunum um söiuskatt. „Fram að því að nýju lögin gengu í gildi 7. janúar var ánamaðkur undanskilinn söluskatti, hvernig sem á það var litið. Nú breyttist þetta þannig, að beita, sem er til annars en atvinnuveiða, er söluskattsskyld. Það er einungis beita, sem er notuð til atvinnuveiða, sem er undanþegin núna,“ sagði Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík, um söluskatt sem beitusalar verða nú að leggja á vöru sína og greiða ríkinu mánaðarlega. „Engar sérstakar ráðstafanir til að finna þá aðila, sem hafa annað slíkri sölu, hafa verið gerðar enn. Það hefur ekki þótt tímabært.“ Það verður þó tímabært innan tíðar og má leiða getur að því, að smáauglýsingar maðkasölumanna á síðastliðnu sumri verði hafðar tii hliðsjónar við leitina. Nóg þótti karpað í fyrra um hátt verð á lifandi beitu til sportveiðimanna. En um leið og leyfi til silungs- og laxveiða hækka úr öllu hófi eykst kostnaður veiðimanna einnig við kaup á maðkabeitu vegna skattlagningar ríkisins. Það voru uppgripatímar hjá maðkasölum síðastliðið sportveiði- tímabil. Verð á ánamaðki varð oft hátt í þurrkunum í fyrrasumar, laxa- maðkar voru seldir á 10 til 12 krónur stykkið og silungsmaðkar á hálfu því verði. Maðkasalan varð því heldur en ekki góð aukabúgrein á mörgum heimilum. Því var það ekki að ástæðulausu að maðkatínslu var að finna á lista yfir mögulegar aukabúgreinar í sér- stökum hugmyndabanka sem Stétt- arsamband bænda lét frá sér fara í fyrra. Taldist mönnum þá að nærri léti að um 14.000 íslenskir ánamaðk- ar væru í einu ærgildi, sem frægt varð. Það er við því að búast að verðið hækki á komandi sumri og dragi því verulcga úr sölumöguleikum á maðki hjá maðkatínslufólki. Eins og á alla aðra vörur leggst söluskattur- inn ofan á verð seljanda, sem reiknar hann ekki til sinna tekna. En hvað segja maðkatínslu- og sölumenn? Verður hrun á maðka- markaðnum næsta sumar? Eða sitja þeir að vöru, sem veiðimenn geta ekki verið án og hækka hana þess vegna úr öllu valdi? Koma þeir ef til vill til móts við viðskiptavini sína og lækka eigin álagningu? Svör höfðu sölumenn ekki á reið- um höndum, enda höfðu fæstir leitt hugann að því, að þeir yrðu að greiða söluskatt á næsta sumri. Margir þeirra, sem ráku umfangs- mikla maðkaverslun í fyrra, eru ■ ungir að árum og sumir hverjir aldrei þurft að greiða skatta fyrr. „Þetta er smáaurabissness og við- skiptin fara fram í dyragættinni hjá mér. Mér finnst afar hæpið að hægt sé að fara fram á söluskatt. Þetta er engin verslun af því taginu sem þarf að greiða söluskatt af. En ef af því verður get ég fullyrt að það hætti allir í þessu,“ sagði maðkasölukona. Og þá standa margir veiðimenn uppi beitulausir, sem ekki geta gefið sér tíma til að liggja á hækjum sér í döggvotu grasi um niðdimma nótt að tína maðk. Vegna reglna í flestum laxveiðiánum hér á landi getur það þó orðið eina lausn þeirra. Þj Æ fleiri munu nú tína sinn maðk sjálfír, segja maðkasalar. (Tfmamynd Gunnar) Hætta á að maðkasölumenn leggi upp laupana: Söluskattur á ánamaðk skekur beitumarkaðinn Algjör umskipti á rekstri Hraðfrystihúss Patreksfjarðar nauðsyn: Skuldar Byggðastofnun alls 80 milljónir kr. Löggæslutengsl við Hafnarfjörð formlega rofin: Löggæslan á nesinu tengist Reykjavík Vandi Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar var enn til umræðu á fundi stjómar Byggðastofnunar f gær og var samþykkt að veita fyrirtækinu lán að upphæð 35 milljónir króna. Að undanförnu hefur verið unnið að úttekt á málum fyrirtækisins í samvinnu stofnunarinnar, viðskipta- banka og aðaleiganda og er lánið veitt til fjárhagslegrar endurskipu- lagningar. Stjórnin setti þau skilyrði fyrir láninu að áður en til afgreiðslu þess kemur leggi fyrirtækið fram rekstrar- og greiðsluáætlun fyrir skip og frystihús. í henni skal koma fram hvaða fjárhagslegu aðgerðir verða framkvæmdar af eigendum, við- skiptabanka og öðrum aðilum og hvemig fyrirtækið getur staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar á næstu 4 árum. Enn fremur skal fyrirtækið gera Byggðastofnun grein fyrir fjárhagsstöðu sinni ársfjórð- ungslega á næstunni enda verða skuldir þess við Byggðastofnun alls um 80 milljónir króna ef af útborgun þessa láns verður. Ekki er á þessu stigi vitað hvað eigendur og viðskiptabanki hyggjast gera til að rétta fyrirtækið af en aðgerðir þeirra eru forsenda fyrir því að af útborgun lánsins geti orðið og að rekstri fyrirtækisins verði kom- ið á réttan kjöl. Á undanförnum áram hefur Hraðfrystihús Patreks- fjarðar hf. hvað eftir annað fengið veralegt fjármagn til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Þar á meðal veitti Byggðastofnun fyrirtækinu 27 milljóna króna lán á árinu 1987. „Algjör umskipti verða að verða á rekstri fyrirtækisins ef þessi lán- veiting á að verða til nokkurs gagns,“ segir í tilkynningu frá Byggðastofn- un, sem send var fjölmiðlum ( gær. Á stjórnarfundinum í gær vora að auki veitt lán að upphæð 98 milljónir til 40 aðila vegna endurbóta á skip- um í innlendum skipasmíðastöðv- um. M Tengslin sem verið hafa milli lög- reglu í Hafnarfirði og lögregluvarð- stofunnar á Seltjarnarnesi voru formlega rofin á mánudag 1. febrúar og starfar varðstofan nú í tengslum við lögregluna í Reykjavík. Þetta mun ekki aðeins gera lögreglunni í Hafnarfirði verkið auðveldara held- ur er búist við að bæjarbúar á Seltjarnarnesi fái betri og virkari löggæslu og útköllum verði betur sinnt. Lögreglan í Reykjavík hefur af meiri liðsafla að taka til að hlaupa undir bagga, þegar lögreglu- mennirnir tveir á Seltjarnarnesi hafa ekki undan, og þar að auki er um styttri veg að fara. Hinn 1. maí nk. mun einnig lög- gæsla í Mosfellsbæ tengjast Reykja- víkurlögreglu, en heyrir nú undir lögreglu í Hafnarfirði. Ekki er ljóst hvernig að því verður staðið, enda liggur það ekki enn fyrir á samnings- borðinu. þj Gögnum deiluaðila skilað til sýslumanns: Flókudeilum var frestað öll gögn varðandi landamerkja- deiluna við Flókadalsá hafa borist sýslumanni Mýra- og Borgarfjarðar- svslu, bæði sóknargögn Matthíasar Á. Mathiesens, Birgis Þorgilssonar og Birgis Jóhanns Birgissonar, eig- enda Skóga, og varnargögn Sigurðar Albertssonar, bónda á Brúsholti. Flutningi máis hefur verið frestað fram á vor, þegar laxveiðitímabilið hefst. Telur bóndi að eigendur Skóga ásælist laxveiðitekjur sínar, en talsmaður Skógamanna hefur sagt þær vera lítils virði. Þeir vilji aðeins koma landamerkjum á hreint. M Páll A. Pálsson yfirdýralæknir telur ekki koma til greina að leyfa kjúklinga- og eggjainnflutning frá Hollandi: Alvarleg kúvending I gær sendu Hagkaupsmenn beiðni til landbúnaðarráðuneytisins um að fá að flytja inn einn eggjagám og annan kjúklingafylltan frá HoUandi. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups sagðist í samtaU við Tímann ekki vera mjög bjartsýnn um jákvæða afgreiðslu erindisins. „Það hefur verið haft eftir skrifstofustjóra landbúnaðarráðuneytisins í fjölmiðlum að hann Uti svipuðum augum á þennan innflutning og á innflutning eiturlyfja og víns. Og meðan það er afstaðan er ekki hægt að gera ráð fyrir jákvæðri afgreiðslu. En það er vert að láta á þetta reyna,“ sagði Jón Ásbergsson. þ.m.t. egg. En hinsvegar hefur landbúnaðarráðuneytið gefið undanþágu frá þessum lögum í þeim tilvikum að eggin séu notuð til útungunar.“ Páll bætti við að hingað til hafi egg verið flutt inn frá Noregi vegna þess að þar hafi síst orðið vart alvarlegra fuglasjúk- dóma. „En við myndum ekki þora Yfirdýralæknir, Páll A. Pálsson, segir að ekki komi til greina að veita Hagkaupi nefnt innflutnings- leyfi, enda brjóti það í bága við lög frá 1928 og 1962 um bann við slíkum innflutningi vegna sjúk- dómahættu. „Það hefur alla tíð verið túlkað þannig að óheimilt væri að flytja hingað hrámeti, að flytja inn þessar vörar frá Hollandi,“ sagði Páll. Aðspurður sagði Páll að í tengsl- um við innflutning frá Hollandi væri viss hætta á að hin svokallaða Newcastle-veiki gæti borist með bæði eggjum og kjúklingum. „Þetta er veirasjúkdómur," sagði Páll, „sem er ákaflega skæður og getur drepið allt að 100% alifugla stofns. Og hinu skyldu menn ekki gleyma að ef þessi innflutningur verður leyfður, er verið að gefa alvarlegt fordæmi um innflutning matvæla. Það yrði alvarleg kúvend- ing, ef það yrði meginregla, eins og fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins vildi, að breyta til um þetta,“ sagði Páll A. Pálsson. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.