Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 3. febrúar 1988 Tíminn 7 KRON opnar í Kaupgarði Þessa dagana er verið að vinna að því að sameina Stórmarkað KRON og verslunina Kaupgarð við Engi- hjalla í Kópavogi, sem KRON keypti á dögunum. Af þeim sökum er Kaupgarður nú lokaður, meðan breytingar standa þar yfir, en búðin verður opnuð að nýju eftir næstu helgi. Þá verður Stórmarkaðnum lokað, en hin nýja verslun verður rekin undir nafninu „Stórmarkaður- inn Kaupgarði". Sölurýmið á nýja staðnum er nokkru minna en í gamla Stórmark- aðnum, en á móti kemur að þar er ætlunin að leggja megináherslu á verslun með matvörur. Þannig hyggst KRON opna þarna fullkomn- ari matvöruverslun en var í hinu húsinu, en leggja minni áherslu en þar á sérvörur, sem félagið verslar nú með á annarri hæðinni á Kaup- stað í Mjódd. Á nýja staðnum verður þannig til dæmis meira gert fyrir kjöt og ferskvörur en var á hinum staðnum, og einnig verður þar brauðgerð inni í búðinni, líkt og þegar er í Kaupstað. Ástráður hjá Loðnunefnd brúnaþungur: Engin veiði og leiðinleg spá „Það er ekkert að frétta. Það hefur enginn bátur tilkynnt afla, það er bræla á miðunum, hún stendur djúpt og spáin er leiðinleg," sagði Ástráður hjá Loðnunefnd í samtali við Tímann í gær. 6-8 vindstig hafa verið á miðunum síðustu tvo dagana, á norðaustan og engin veiði. Frá áramótum hafa bátarnir þó landað 222.560 tonnum og eiga því eftir að veiða tæp 375.000 tonn, ef þeir ætla að klára kvótann. „Þeir ná því alveg og fara létt með,“ sagði Ástráður. -SÓL Núna er verið að gera umtalsverð- ar breytingar á búðinni í Kaupgarði, og meðal annars verður hún stækkuð um húsrými sem nú hýsir þar bakarí og tvær sérverslanir, sem færast um set. Þá hefur hús Stórmarkaðarins þegar verið selt, og er kaupandinn byggingavöruverslunin Byko. Verð- ur það afhent nú síðast í febrúar. Þá er það að frétta frá KRON að um síðustu áramót tók til starfa hlutafélagið Þönglabakki 1 hf., sem yfirtekið hefur fasteign félagsins sem hýsir Kaupstað í Mjódd. Eigendur þessa félags eru KRON, Sambandið og þrjú samstarfsfyrirtæki þess. Mun þetta félag annast rekstur fasteignar- innar framvegis. -esig Húsnæðið í Kaupgarði, þar sem KRON opnar Stórmarkað sinn eftir helgina í endurbættri aðstöðu. Örlög frumvarps um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga eru síður en svo ráðin: Jöfnunarsjóður skiptimynt? Það ríkir nokkur óvissa um með- ferð frumvarps um verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, nú í upphafi þings eftir þorrahlé. Málinu þokaði hægt áfram fyrir þinghlé og var tekið út úr annarri umræðu. Sem stendur er það til umfjöllunar hjá félagsmáladeild neðri deildar, en óvíst hvenær það verður afgreitt þaðan til áframhaldandi umræðu. Það eykur enn á óvissu um fram- gang málsins að blikur eru á lofti með stuðning einstakra stjórnar- þingmanna til frumvarpsins í óbreyttri mynd. Framsóknarþing- maðurinn Guðni Ágústsson lýsti sig andvígan frumvarpinu í umræðum á Alþingi og flokksbróðir hans, Jón Kristjánsson segist vera að skoða hug sinn um stuðning við frumvarp- ið. Ennfremur hefur formaður fé- lagsmálanefndar neðri deildar, Al- exander Stefánsson, haft fyrirvara um stuðning við frumvarpið í óbreyttri mynd. Og svo virðist sem fleiri stjórnarþingmenn séu verulega tvístígandi í afstöðu sinni gagnvart frumvarpinu. Það er því orðin áleitin spurning hvort frumvarpið hafi, að öllu óbreyttu, meirihlutastuðning í þinginu. Alexander Stefánsson segir að ef á annað borð eigi að afgreiða þetta mál á næstunni, verði það að gerast í þessum mánuði því að sveitarfélög- in og íþróttahreyfingin þurfi á svari að halda sem fyrst um fjárframlög þeim til handa til ýmissa verkefna. Alexander sagði málið ekki hafa komið aftur til umræðu í félagsmála- nefnd, en hinsvegar væri hann að athuga nú hvað ríkisstjórnin vilji gera í málinu. „Ég tel að mikilvægt sé að koma fyrstu skrefunum í verkaskiptingu til framkvæmda sem fyrst, en það er afar mikilvægt að breyta ákvæðum frumvarpsins um íþróttasjóð og félagsheimilasjóð. Ég vil skoða hug ríkisstjórnarinnar til þessara breytinga á frumvarpinu." Aðspurður um vaxandi andstöðu í þingsölum við frumvarpið, sagði Alexander að sér virtist sem allir þingmenn væru á þeirri skoðun að koma eigi á hreinni verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. „Það eru allir sammála um mikilvægi þessa máls, en hinsvegar vilja menn sjá trygga tekjustofna. Tortryggni manna nú tengist því að ekki er enn komið fram frumvarp um jöfnunar- sjóð sveitarfélaga," sagði Alexander Stefánsson. Það virðist vera verulegur kurr í mörgum sveitarstjórnarmönnum um frumvarpið eins og það liggur fyrir þinginu. Hjörtur Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir forsvarsmenn sveitarfélaga almennt fúsa að taka yfir fleiri verkefni, en því aðeins að fjármunir, til að kosta þau, séu tryggðir. „Það þýðir ekki að spyrja sveitarfélögin aftur og aftur um hvað þau vilja kaupa, þegar seljandinn er svo sjálfur með ávísanaheftið. Það þarf fyrst og fremst að krefja fjár- málaráðuneytið svara um hvað það ætlar að tryggja sveitarfélögunum mikið fjármagn til verkefnanna.“ Hjörtur lét þess getið að sunn- lenskir sveitarstjórnarmenn væru á þeirri skoðun að þær breytingar, sem frumvarpið um verkaskipting- una hefði í för með sér, væru svo umfangsmiklar að þær kölluðu á umþóttunartíma til undirbúnings, áætlunargerðar og endurskipulagn- ingar á rekstri. „Það má líka taka undir varnarorð Sambands íslenskra sveitarfélaga gagnvart jöfnunar- sjóðnum. Og mér sýnist að eigi að nota hann sem skiptimynt, sem hót- un til þess að menn þori ekki annað en að segja já,“ sagði Hjörtur Þórar- insson. óþh Truflandi framkoma Kortsnojs kom Jóhanni úr jafnvægi: Einvígið enn óútkljáð Á mánudagskvöld náði Kortsnoj að jafna stöðuna í einvíginu við Jóhann Hjartarson, eftir mjög slaka taflmennsku þess síðarnefnda. í raun þurfti Kortsnoj nákvæm- lega ekkert að hafa fyrir þeim sigri, því Jóhann virtist vera alveg úr sambandi við skákina frá upphafi og átti sér í raun aldrei viðreisnar von, líkt og Kortsnoj í fyrstu skák einvíg- isins, sællar minningar. Þessi ósigur Jóhanns hefur það í för með sér, að nú þarf að framlengja einvígið. Keppendur munu draga um liti að nýju og síðan verða tvær skákir að fullri lengd, tefldar á miðvikudag og föstudag. Ef þá verður enn jafnt, verður tefldur svo kallaður bráð- abani á laugardag, sem felst í mun styttri skákum. Fyrst verður tefld skák, þar sem hvor hefur klukku- tíma til að ljúka skákinni, og ef enn verður jafnt, þá önnur skák, þar sem hvor um sig hefur hálftíma. Verði enn jafnt, verða tefldar skákir með 15 mínútna umhugsunarfrest á mann, uns annar hvor þeirra tapar. Jóhann þarf nú að taka sig saman í andlitinu og ekki láta Kortsnoj fara í taugarnar á sér, heldur byrja að tefla upp á nýtt. Það er nú hlutverk aðstoðarmanna Jóhanns að efla sjálfstraust hans og hjálpa honum að öðlast þá trú, að hann geti í raun sigrað gamla manninn. ByrjUnin í þessari skák, varð sú sama og í fjórðu skákinni, þar sem Jóhann sigraði svo eftirminnilega. Kortsnoj breytti út af og það virtist koma Jóhanni í opna skjöldu. Það má ef til vill segja að Jóhann hafi átt að breyta til um byrjun, svo undir- búningur Kortsnoj kæmi ekki að gagni. Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Jóhann Hjartarsson Enski leikurinn. Broddgaltaraf- brigði. 1. Rf3 - Rf6 2. c4 - b6 3. g3 - c5 4. Bg2 - Bb7 5. 0-0 - e6 6. Rc3 - Be7 7. d4 - cxd4 8. Dxd4 - d6 Hingað til hefur skákin teflst eins og fjórða einvígisskákin en nú virðist heimavinna Kortsnojs koma fram. í fjórðu skákinni lék hann 9. Be3?? og náði engu út úr stöðunni. 9. b3 - Rbd7 Riddari svarts stendur betur á d7 heldur en c6, jafnvel þó með þeim leik vinni svartur tíma. 10. Rb5 - Sama hugmynd og í fjórðu skák- inni, en leikurinn virðist nú hafa komið Jóhanni á óvart. 10. - Rc5 11. Hdl - d5 Jóhann vill losa um sig. Hann notar til þess sama hátt og í fjórðu skákinni. 12. cxd5 - exd5? Jóhann tekur á sig stakt peð á miðborðinu og virðist ekki hafa séð næsta leik hvíts, eða ekki talið hann hættulegan. 12. - Bxd5 væri betra. Nú hefur eðli stöðunnar breyst. 13. Bh3! - 0-0 14. Bb2 - a6 15. Rc3 - He8 16. Hacl - Nú getur svartur ekki andæft á c línunni, vegna biskupsins á h3 og ekki má leika 16. -Bc8, vegna peðs- ins á d5. Jóhann leikur nú sennilega tapleiknum, vegnaþess aðeftirþann leik, teflir hvíta staðan sig sjálf. Ef til vill sá Jóhann ekki 18. leik hvíts, sem opinberar alla veikleikana í stöðu svarts. 16. - Re6? 17. BxRe6 - fxBe6 18. Ra4 - b5 I llllllll ■ i Illllli. ■ III i i llllllllli ■ i UH ii ■ 111 i iiiii i 111 4A 111 m ■J A H A H iiiiiii A IHI IHI iiiiii Bis a Nú kemst hvítur inn á svartan meðriddara sinn og varla má svartur skipta upp á c5, vegna allra svörtu reitanna sem hvítur réði þá yfir. 18. - b5 var eina leiðin til að forða peðinu. 19. Rc5 - Bc8 20. Re5 - Bf8 21. Hc2 - a5 Kortsnoj býst til að ráðast inn með þungu mennina með tvöföldun hrókanna á c línunni. í raun er ekkert til bjargar, en Jóhann nær heldur ekki að veita neina mót- spyrnu. 22. Hdcl - Db6? 23. Df4 - Be7 24. Bd4 - Dd6 25. Rcd3 - Hf8? Síðasti afleikur Jóhanns í skákinni og aðeins eftir: 26. Bc5! - Og Jóhann gaf skákina. Það sést að maður er af hjá Jóhanni og ef svarið er 26. Dc7, þá má leika 27. Rg6 - DxDf4, 28. RxBe7f og síðan er drottningin drepin með manns- vinningi og ef 26. - Dd6, 27. Rc6 og aftur er maður dauður. Því gafst Jóhann upp. Nú er bara að bíta í skjaldarrend- ur og láta Kortsnoj ekki sigra sig í sálfræðistríði, heldur sigra hann á taflborðinu og sýna þannig að fyrstu fjórarskákirnar voruengin tilviljun. Ólafur Helai Árnason SKÁESKÝRANDI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.