Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn . .1 AÐUTAN illllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ GORBATSJOV og hver er saga hans og ferill? Blaðamaður við blað æskulýðs- samtaka flokksins í Stavropol, sem nú er búsettur í París, segir t.d. frá því að Gorbatsjov hafi sýnt mikinn áhuga á blaðinu. Hann hafi gjama heimsótt ritstjómarskrifstofur þess og spjallað við blaðamennina yfir glasi af víni, en enn þann dag í dag^ slær Gorbatsjov ekki hendinni á móti glasi af góðu víni þrátt fyrir baráttu sína gegn ofdrykkju í Sovét- ríkjunum. Oftast var umræðuefnið stjórnmál en eftir að Krústjoff af- hjúpaði Stalín í hinni frægu ræðu á 20. flokksþinginu 1956 var að vonum mikið rætt um þá atburði. Síðan færðist ástandið aftur í afturhaldsátt. Krústjoff varð að víkja. En sú kyn- slóð menntaðra Sovétmanna sem var að móta stjórnmálalega afstöðu sína á þessum árum og er nú sem óðast að komast til valda í Sovétríkj- unum, kallar sig stundum „kynslóð 20. flokksþingsins“. Seinni grein. Gorbatsjov setti sig ekki á háan hest gagnvart almenningi. Hann var þvert á móti mjög aðgengilegur. Á hverjum morgni gekk hann til vinnu sinnar og fólk var fljótt að átta sig á því að óþarft var að panta viðtals- tíma við hann á skrifstofunni. Það gat einfaldlega gefið sig á tal við hann á þessum gönguferðum. Hann tók líka upp þann sið í Stavropol, sem hann hefur haldið sem aðalritari og vakið hefur þjóðarathygli, að ganga óhikað um meðal almennings og hlusta á hvað fólki liggur á hj arta. Á þessum árum fór Gorbatsjov fjölda ferða vestur fyrir tjald að heilsa upp á flokksbræður sína og stöku sinnum var Raisa í för með honum. T.d. tóku þau bílaleigubíl í Frakklandi 1966 og keyrðu um landið þvert og endilangt vikum saman með smáút- úrdúr til Ítalíu, alls 3400 mílur. Velvild voldugra manna og leynifundur á járnbraut- arstöð Enn er ofurlítið óljóst hvernig Gorbatsjov tókst að komast úr skuggsælli sveitasælunni í valdabirt- una í Moskvu. Það er ekki lengra sfðan en 1978 að fáir höfðu heyrt á hann minnst utan Stavropol-svæðis- ins. Helst er haldið að hann hafi dregið að sér athygli nokkurra valda- mikilla manna sem gerðu hann að skjólstæðingi sínum. Sá fyrsti var Fyodor Kulakov, forveri Gorbat- sjovs í aðalritarastarfinu í Stavropol. Þegar Kulakov varð landbúnaðar- ráðherra Sovétríkjanna tók Gorbat- sjov við aðalritarastarfinu í Stavro- pol og er reiknað með að Kulakov hafi komið nafni hans á framfæri í Moskvu. 1977 var gerð tilraun með nýja uppskeruaðferð á komi á svæði Gorbatsjovs og undir hans eftirliti, og reyndist hún afbragðs vel. Senni- lega var hugmyndin komin frá Kula- kov, en hinum óþekkta unga aðalrit- ara í Stavropol veittist sá heiður að viðtal við hann birtist á forsíðu Pravda. Það var í fyrsta sinn sem orð hans hlutu athygli allrar þjóðarinn- ar. Gorbatsjov var líka vel í sveit settur. Hefði hann verið aðalritari flokksins í Murmansk t.d. er ósenni- legt að hann hefði nokkurn tíma haft möguleika á því að verða aðalritari Sovétríkjanna. En í Stavropol var hann viðlátinn að taka á móti æðstu valdamönnum frá Moskvu sem leit- uðu sér hvíldar og heilsubótar við heilsulindir þar í héraðinu. Þeir komust að því að á þessum slóðum var æðsti fulltrúi flokksins óvenju- legur miðað við það sem þeir áttu að venjast. Sagnfræðingurinn Roy Medvedev segir svo: „Ef aðalritari flokksins í héraðinu var greindur og Einu sinni á ári heimsækir Mikhafl Gorbatsjov móður sína í Privol- noye, en þar er hann fæddur. þægilegur viðmóts væri hann álitinn óvenjulegur. Ef Gorbatsjov hefði æpt, bölvað, dmkkið ósleitilega eða borist mikið á með sumarhús utan borgarmarkanna þar sem snotrar gengilbeinur þjónuðu gestum hans til borðs og sængur, hefði það verið álitin eðlileg framkoma." En þannig var Gorbatsjov alls ekki. Hann var kyrrláturog þægileg- ur gestgjafi og hafði orð á sér um allt héraðið fyrir að vera heiðarlegur embættismaður. Rithöfundurinn Maximov segir frá því að sameigin- legur vinur hans og Gorbatsjovs, skáld eitt, hefði leitað aðstoðar Gor- batsjovs, þegar hann var ungur og starfsmaður Komsomols, við að festa kaup á Volgu. Gorbatsjov varð við beiðninni og beitti áhrifum sín- um til að flýta fyrir afhendingu bílsins. Skáldið seldi bílinn hið snar- asta á svarta markaðnum og hélt aftur á fund Gorbatsjovs sömu er- inda og fyrr. Maximov segir að Gorbatsjov hafi ekki lagt það í vana sinn að missa stjórn á skapi sínu en í þetta sinn hefði hann farið að æpa og hent skáldinu út úr skrifstofu sinni með þeirri skipun að hann léti aldrei sjá sig þar framar. Einkabam Gorbatsjov-hjónanna er Irina. Hún er 28 ára gömul, læknir og gift lækninum Anatolí. Þau eiga tvö börn. Aðrar upplýs- ingar um þau liggja ekki á lausu. Miövikudagur 3. febrúar 1988 Það orð sem fór af unga aðalritar- anum í Stavropol var mjög að skapi tveggja valdamikilla gesta í heilsu- lindunum. Þeir voru Mikhaíl Suslov, sem þá var helsti hugmyndafræðing- ur sovéska Kommúnistaflokksins, og yfirmaður KGB Yuri Andropov. Þeir voru báðir alvörumenn sem blöskraði spillingin sem viðgekkst meðal æðstu valdamanna á Brésnjef- tímanum. Þegar svo Kulakov land- búnaðarráðherra og vemdari Gor- batsjovs lést 1978 skipaði Brésnjef mann, sem hann hafði aðeins nýlega hitt, í embættið, Gorbatsjov, og er álitið að Brésnjef hafi þar farið að ráðum þeirra Suslovs og Andropovs. Fundur þeirra Brésnjefs og Gor- batsjovs átti sér stað 19. september 1978 á brautarpalli örlitlu járnbrautarstöðvarinnar við heilsu- lindimar. Lest Brésnjefs hafði gert þar stuttan stans og þama gerðist sá sögulegi atburður að 4 menn, sem allir hafa gegnt æðsta embætti So- vétríkjanna, Brésnjef, Andropov sem varð eftirmaður hans 1982, Konstantin Chemenko, sem þá var aðstoðarmaður Brésnjefs en tók við aðalritarastarfinu af Ándropov þeg- ar hann lést 1984, og Gorbatsjov sem settist í stólinn eftir andlát Chemenkos 1985. Áðurenmánuður var liðinn frá þessum fundi var Gorbatsjov kominn í hóp æðstu valdamanna Sovétríkjanna, tuttug- asti valdamesti maður þessara vold- ugu ríkja. Enn em engar augljósar skýringar á því að aðeins sjö árum síðar var hann sestur í æðsta valdaembættið. Ekki er skýringanna að leita í frá- bærum árangri í landbúnaðarráð- herrastólnum. Þvert á móti hrapaði kornuppskeran úr 230 milljónum tonna 1978, þegar Gorbatsjov tók við þessu embætti, niður í hraksmán- arleg 155 milljón tonn 1981. Þar var sumpart um að kenna slæmri veðr- áttu og sumpart mátti kenna um stórbrotinni áætlun Brésnjefs sem virtist leiða af sér meiri vandræði en hún leysti. Engu að síður vekur það furðu að ekki einungis tókst Gorbat- sjov að komast hjá því að skuldinni væri skellt á hann heldur hélt hann óhindrað áfram upp framastigann á meðan á öllu þessu gekk. Aðeins tveim ámm eftir að hann kom til Moskvu var hann orðinn fullgildur meðlimur framkvæmdastjórnar kommúnistaflokksins, 8 ámm yngri en næsti yngsti meðlimurinn og 21 ári yngri en meðalaldur nefndar- manna. Jlillii TÖLVUR - HUGBÚNAÐUR ^ " t WORD fugl og fiskur? „Að loknum hveitibrauðsdögum kernur tími aðlögunar og þá gefst hinum nývígðu tækifæri til að kynnast hvert öðru á náinn hátt. í sumum tilfellum vex ástin, en stundum myndast samband fjand- samlegra ásta.“ Þannig kemst dálkahöfundurinn Vicky Jo Varner að orði um ritvinnsluforritið WORD í janúarhefti tímaritsins MACazine. Hún lýsir því betur á mjög skemmtilegan hátt hvernig forritið Word 3.01 hefur gert líf hennar og störf auðveldari, en um leið óbærilegri og erfiðari - hversu miklar þversagnir, sem í því felast. Hún lítur greinilega á Word í víðara Ijósi en svo að þar fari .einfaldlega eitt tölvuforritið enn. Word kemur henni í heimspekileg- ar þrengingar (philosophical dil- emma). í stórum dráttum er hún alls ekki hrifin af ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið á Word frá 1.05 útgáfunni. Telur hún að með breyt- ingum þessum sé greinilega verið að seilast í átt til þess sem þekkist frumgerð Word í IBM - PC sam- hæfðu útgáfunni af Word 3.0. Með þessu tapist sú tilfinning, sem not- andi gat þróað milli sín og eldri Word. Eitthvað annað sé um leið komið í staðinn og það er þetta „eitthvað annað“ sem hún er ósátt við. En samt margt gott! Margt gott hefur hún þó um Word 3.01 að segja. Meðal þess er mikill hraði í að rúlla gegnum skjöl og eins við vistun. Þá eykur það enn á hraða Word 3.01 að þegar breytingar hafa verið gerðar á skjali, vistar hún eingöngu breyt- ingarnar og viðbætur og hleypur yfir það sem áður hefur verið vistað. Hægt er með Word 3.01 að vista skjal með fleiri en einu sniði. T.d. er hægt að vista skjal í Word 3.01 í sniði MacWrite eða Word 1.05. Þá er hægt að vista skjöl í sniði fyrir MS-DOS útgáfu Microsoft Word og yfir í breytanlegt snið (Interc- henge Format RTF). Word 3.01 breytir einnig sjálfkrafa sniði skjals, sem ritað hefur verið í MacWrite eða eldri útgáfum Word, yfir í eigið snið. Rétt er að geta síðumynda sem mögulegt er að bregða upp í því sem kallað hefur verið Page previ- ew. Með þeim er hægt að sjá á skjánum hvernig ein eða tvær blað- síður munu líta út í sniði. Á þessum síðumyndum er hægt að breyta nokkrum sniðþáttum, eins og t.d. spássíum og staðsetningu blaðsíðunúmmera. Kemur þessi eiginleiki m.a. á móti því að forrit- ið skiptir skjalinu ekki sjálfkrafa á blaðsíður á skjánum. Það sýnir heldur ekki margar af þeim snið- myndaskipunum sem aðrir rit- vinnslunotendur eiga að venjast. Varner sér ekki af hverju sumt héfur lent inni í Page Prewiew og annað ekki. Það gildi reyndar um margt annað í Word 3.01 að rökin eru ekki augljós öðrum en e.t.v. höfundunum. Það merkasta í sambandi við nýj ungar í sniðgerð er e. t. v. hversu auðveldlega hægt er að breyta t.d. leturgerð í meginmáli án tillits til leturgerðar fyrirsagna. Þú getur breytt leturgerð í „BODY“ skjals- ins án þess að þurfa að endur- skilgreina gerð í „T1TLE“ skjalsins. Mikið og ítarlegt orðasafn er komið við Word 3.01. Hefur það að geyma 80.000 atriða orðabók í amerísku útgáfunni og gerir tillög- ur um leiðréttingar á stafsetningu. Við þetta orðasafn er hægt að bæta eigin orðasafni um leið og þú vinnur með forritinu. Orðasafn þetta leiðréttir þó ekki orð út skjalið, ef sama orðið kemur ítrek- að fyrir í vitlausu formi. Rétt er að taka það fram að ég veit ekkert um íslenskt orðasafn við þessa útgáfu. Það telst til nýjunga að í Word 3.01 er mögulegt að bregða fyrir sig talsverðri grafískri efnisnotkun samhliða textavinnu. Um þessa nýjung segir Varner að e.t.v. mætti taka undir það að Word 3.01 hafi rofið þau skil, sem hafa til þessa verið milli ritvinnsluforrita og um- brotsforrita. Hún kýs þó fremur að segja hreint út að þessi tilraun hafi ruglað saman kostum þessara for- ritaflokka og gert skilin þar á milli óhreinni og ógreinilegri. Varner kemst þó að þeirri lokaniðurstöðu að hér sé komin fullkomin rit- vinnsla og fullnægjandi umbrots- möguleikar fyrir heimaútgáfur í smáum stíl og t.d. fréttabréf fyrir- tækja. Það versta við Word 3.01 í heild verður sagt um vonbrigði Varners með Word 3.01 að það líti út fyrir að vera forrit, sem einhver hefur haldið áfram að bæta nýjung- um við án þess að hugsa um endanlega útkomu þess. Áhrif þessa geta verið erfiðleikar fyrir notanda. „Allur krafturþess, hraði og auknir möguleikar gera notand- anum lífið óbærilegt þegar hann hefur komist að öllu því, sem breyst hefur til hins verra.“ „Útkoman í heild er ritvinnsla sem er ekki eins einföld og Mac- Write, lógísk og tæknileg eins og Excel, né með jafn fágað skipulag og gamla Word 1.05 útgáfan," segir Varner. En hvaða gallar eru verstir? Einn sá versti er, að mati Varners, að engu sé Iíkara en að Microsoft hefi ákveðið að fella út þann mögu- leika að hægt sé að vinna bæði með músinni og föstum lyklum. Þá sé komið tvenns konar skipanayfirlit í „menus“ og sé því styttra ætlað að þjóna byrjendum en lengri „menusinn" eigi að mæta þörfum hinna. Vandinn sé hins vegar sá að ekki sé nokkur leið að notast við styttra yfirlitið vegna takmarkana þess og hafi hún löngu gefist upp á að kenna nemendum sínum á það styttra. Um teiknimöguleika í ritvinnsl- unni segir Varner að sér finnist ekki hægt að borga hátt í þrisvar sinnum meira fyrir Microsoft Word en greitt er fyrir Microsoft Works, ef menn eru slægjast eftir grafík- inni fyrst og fremst, enda sé hún mun verri í hinu fyrrnefnda. Stirðleg sambúð Hvað um það. Ekki er samt ástæða til að kveða forrit þetta alveg í kútinn þótt vissulega sé gagnrýni Varner mun ýtarlegri og harðari en hér kemur fram. Mér þykir hins vegar rétt og tilhlýðilegt að enda þennan þáttinn á lokaorð- um hennar sjálfrar. Þar sést líka vel hvernig hinir miklu kennarar ritvinnslunnar lifa með tölvum sín- um og forritum. Er það reyndar orðið aðkallandi athugunarefni fyrir heimspekinga og aðra þá er hugsa upphátt um þróun samfé- lagsins. „Sem stendur er enginn raun- verulegur valkostur kominn fram, sem er sambærilegur við Word 3.05 og því held ég áfram að notast við það, þrátt fyrir allt. En ég lifi í voninni um að orðrómur sá reynist sannur, að nýrri og fullkomnari útgáfa sé væntanleg og að með þeirri útgáfu takist Microsoft að koma ritvinnslunni aftur á rétta braut. Ég horfi líka til þess að tíma að Fullwrite Professional og Word- Perfect komi í Macintosh-útgáfu til að sjá hvernig þau reynast. Ég yrði meira en ánægð ef ég gæti stokkið af lestinni hjá Micro- soft og fengið eitthvað annað betra. Þangað til verð ég að hafa hugfast það sem ritstjórinn sagði við mig þegar hann fékk mig til að skrifa þessa grein: „Þetta er bara hugbúnaður, stúlkan mín... “ Kristján Björnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.