Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 3. febrúar 1988 Tíminn 13 MINNING llllllllllí IIIIIIIIII lllillllli llllllllllll llllllllllll Gestur Ólafsson Efri-Brúnavöllum Fæddur 30. júlí 1922 Dáinn 23. jan. 1988 Laugardaginn 23. janúar sl., varð Gestur Ólafsson, bóndi á Efri- Brúnavöllum, Skeiðum, bráðkvadd- ur. Með honum er horfinn af sviðinu einn þeirra manna sem hljóðlítið feta lífsbrautina, en skila þó drjúgu dagsverki. Mér er ljúft að minnast þessa móðurbróður míns með fáeinum orðum. Gestur var fæddur í Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi, þann 30. júlí 1922. Foreldrar hans voru Ólafur Gestsson og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Þau héldu myndarheimili og búskap á Efri-Brúnavöllum fram á sjöunda áratuginn, en bjuggu síð- ustu ár sín í Reykjavík. Ólafur lést í ágúst 1968 og Sigríður réttu hálfu ári síðar, í febr. 1969. Systkini Gests voru fimm, sem komust á fullorðins- ár. Tveir bræðra hans eru látnir fyrir fáum árum; Jón, bóndi Efri-Brúna- völlum og Eggert, húsasmiður í Reykjavík. Guðný Gróa, búsett í Reykjavík, Hjörtur, bóndi Efri- Brúnavöllum og Guðlaug, sem býr í Kópavogi, eru eftirlifandi systkini Gests. Gestur fluttist ungur með foreldr- um sínum frá Dalbæ að Efri-Brúna- völlum á Skeiðum. Þar skilaði hann mestum hluta lífsstarfs síns. Ungur maður gegndi hann þó ýmsum störf- um auk búskaparins, m.a. fór hann á nokkrar vetrarvertíðir, bæði í Vestmannaeyjum og Suðurnesjum. Á seinni árum tók hann oft að sér eitt og annað er til féll utan bú- skaparins, svo sem vinnu við afrétt- argirðingar snemma sumars og í sláturhúsum á haustin. Fleira mætti til telja, því sjaldan sat hann auðum höndum, og var auk þess eftirsóttur til vinnu. Á Efri-Brúnavöllum hefur hin síð- ari ár verið þríbýli. Gestur bjó einn í litlu snotru húsi, sem hann byggði sér á jörðinni. Hann giftist ekki og var barnlaus. Einstæðingur var hann þó ekki í þeirri merkingu að vera einmana. Hann naut þess að um- gangast fólk, og gerði mikið af því að líta til góðra vina sinna á nálægum bæjum. Samstaða Skeiðamanna og umhyggja þeirra hver fyrir öðrum er í mörgu til eftirbreytni. Þessi sam- staða birtist í ýmsum myndum. Frá þeim tíma er ég var í sveit á Efri-Brúnavöllum minnist ég t.d. sameiginlegs votheyskapar. Þá var venjan sú að allir vinnufærir karl- menn af þremur aðliggjandi bæjum hjálpuðust að við þennan heyskap. Þá var vel tekið til hendinni og bekkurinn þétt setinn við kaffiborð- ið, og mikið skrafað. Vinnugleðin og ánægjan skein úr hverju andliti, og kannski ekki síst okkar krakk- anna, sem upplifðum stórkostlega daga. Eins minnist ég þess að ófáar hendur komu til hjálpar þegar byggð var ný hlaða á bænum. Víst er að þessi samstaða tilheyrir ekki einung- is fortíðinni, því úr fjarlægð hefur mátt fylgjast með samhug þessa fólks, t.d. við endurbyggingu hlöðu, eftir bruna, og nú síðast sameigin- legu átaki við hitaveitulögn á bæina í sveitinni. f þessu andrúmslofti lifði Gestur og var hann jafnt gefandi sem þiggjandi. Aðeins þremur dögum fyrir and- látið töluðum við Gestur saman í síma. Hann lét vel af sér, eins og hans var venja, og var tíðrætt um hitaveitulögnina og breytingarnar sem með henni urðu. Hann var auðheyrilega ánægður með vel heppnað verk og horfði björtum augum til framtíðarinnar. En skjótt skipast veður í lofti. Gests Ólafssonar minnist ég sem hógværs manns, mikils verkamanns, sem krafðist einskis sér til handa, hvorki metorða né þess sem telst til veraldlegra gæða. Hans lífshamingja var fólgin í því starfi sem hann unni, og sönnum vinum um alla sveit. Mér er þakklæti í huga er ég kveð þennan ágæta frænda minn, fyrir þær mörgu ánægjustundir sem hann veitti mér í æsku og síðar þær hlýju og einlægu móttökur sem ég og fjölskylda mín höfum hlotið í þau skipti sem við höfum komið við hjá honum. Að endingu votta ég ástvin- um hans öllum samúð mína. Guð blessi minningu Gests Ólafssonar. Ólafur H. Jónsson Þegar ég frétti af sviplegu andláti hans Gests á Brúnavöllum, kom það eins og skvett væri kaldri vatnsgusu yfir mig. Það hefur örugglega haft svipuð áhrif á marga sem þekktu Gest. Mér finnst það svo ömurleg tilhugsun að einn af þeim mönnum, sem ég hef umgengist mikið frá því ég fæddist, sé horfinn. Hann var í fullu fjöri alveg fram á síðasta dag og alls ekkert í fari hans fékk mann til að detta í hug að hann myndi deyja í bráð. Gestur Ólafsson fæddist í Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi, en fluttist árið 1931 að Efri-Brúnavöllum á Skeiðum. Þar átti hann heima til dauðadags. Foreldrar hans voru þau Ólafur Gestsson, bóndi á Efri- Brúnavöllum, og Sigríður Jónsdótt- ir, kona hans. Gestur ólst upp við almenn sveitastörf eins og tíðkast um sveitabörn. Hann starfaði á búi föður síns uns hann tók við árið 1963, og þá í félagsbúi með Hirti bróður sínum. Jón bróðir hans bjó einnig á Efri-Brúnavöllum. Árið 1974 byggði Gestur sér íbúðarhús og var jörðinni þá skipt milli bræðr- anna. Gestúr bjó með fé, enda var hann mikill fjármaður og var búinn að koma sér upp góðum fjárstofni. Það féll stundum í minn hlut að aðstoða Gest lítillega á mestu álags- tímunum og eru þær stundir mér ógleymanlegar. Gestur var einbeitt- ur og duglegur við störf sín, en alltaf var samt stutt í góðan húmor. Gestur var skapgóður maður að eðlisfari. Aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkurn mann og hann átti mjög auðvelt með að fyrirgefa ef eitthvað var hallað á hans hlut. Hann var vel kunnugur á allmörgum bæjum sveit- arinnar og fylgdist vel með hvað um var að vera í sveitinni. Ég held að óhætt sé að segja að Gestur hafi kallað fram það góða hjá þeim, sem hann umgekkst, enda þótti mörgum vænt um hann. Ég minnist þess oft þegar ég spjallaði við burtflutta Skeiðamenn að þeir spyrðu mig eitthvað á þessa leið: „Og hvað er nú að frétta af honum Gesti mínum á Brúnavöllum?" Þetta ætti að sýna hvaða hug fólkið í sveitinni bar til hans. Gestur kom oft við á heimili mínu og var allajafna hress og kátur. Það var alltaf viss upplyfting fyrir heimil- ið þegar hann kom, hvernig sem á stóð. Nú er hann farinn, en eftir lifir minningin og hún er góð. Ég votta systkinum hins látna og öllum að- standendum samúð mína. Megi vin- urminn Gestur Ólafsson hvíla í friði. Auðunn Guðjónsson Kristín Stefánsdóttir Fædd 28. september 1919 Dáin 27. janúar 1988 Hver dagur er lína í lífs míns bók með Ijósmynd afþeim, sem dauðinn tók. Nú fmn ég hann nálgasl mig hægl og hljótt eins og húmsins væng um miðja nótt. Ég kvíði honum ekki, því kvöldsett er hann erkærkominn þeim, sem þreytturfer. En til hvers er allt þetta strit og stríð efstefnt er að dauðanum fyrr og síð? Ég veit að þrotlaus þróun er til og þráðlaus skeyti um geimsins hyl. Ómælisheimur og eilífð hans er undur og ráðgáta sérhvers manns. (Geir Gunnlaugsson) í dag er til moldar borin öðlings- konan Kristín Stefánsdóttir, sem lést 27. janúar sl. eftir nærfellt þriggja ára hetjulegt stríð við illvíg- an sjúkdóm. Austurland er fagurt og hrikalegt í senn, en einatt blítt og gjöfult börnum sínum. Þar fæddist Kristín, eða Stína, eins og hún var jafnan kölluð, fyrir tæpum sjötíu árum í kyrrð Eskifjarðar, næstyngst af fjór- um börnum þeirra Þórhildar Björns- dóttur frá Vaði í Skriðdal og Stefáns Guðmundssonar, bónda, frá Borg- um í Reyðarfirði. Hún ólst upp í faðmi fjölskyldunnar við mikinn kærleik og trúrækni, sem setti svip sinn á allt líf hennar. - Sóknarprest- ur staðarins mælti einhverju sinni svo, að ekki væri messufært, ef Þórhildur mætti ekki með börnin sín. - Þar lauk Kristín skyldunámi sínu, en hélt síðan ung suður til Reykjavíkur, þar sem hún var í vist, eins og kallað var, hjá ýmsum betri borgurum. Slíkt var þá í senn skóli og gaf líka nokkur laun ungum stúlkum. Er mér ekki grunlaust um, að þar hafi Kristín hlotið þann heimsborgarabrag, er einkenndi' hana í fasi og framgöngu, þótt aldrei hefði hún af landi farið. í Reykjavík kynntist hún ungum "manni, Gunnari Sigurðssyni, og 'eignuðust þau eina dóttur, Þórhildi Ingibjörgu húsmóður, sem nú býr í Þorlákshöfn ásamt manni sínum, Þorvarði Vilhjálmssyni, vélsmið, og sex börnum. Hið elsta þeirra, Gunn- ar Kristin, ól Kristín upp til átta ára aldurs. Þau Gunnar slitu samvistir, og þá fór Kristín aftur austur, eða heim, eins og hún kallaði það ætíð, til móður sinnar. Þar kynntist hún þeim manni, sem varð lífsförunautur hennar, uns hans kall kom. Það var Gunnar Björgvinsson, elsti sonur Sigurrósar Böðvarsdóttur frá Tann- staðabakka og Björgvins Hermanns- sonar af Fljótsdal. Þau Gunnar bjuggu fyrstu hjúskaparár sín á Eski- firði og eignuðust þar þrjú börn, en þau eru: Björgvin Stefán, garðyrkju- bóndi í Hveragerði, kvæntur Helgu Björk Björnsdóttur; þau eiga þrjú börn. Sigurrós Guðmunda, klínik- dama í Reykjavík, gift Sigvalda Ingimundarsyni íþróttakennara; þau eiga þrjú börn. Guðný Stefanía, bankastarfsmaður í Þorlákshöfn. Hún var gift Erni Leóssyni, vörubíl- stjóra, en þau skildu. Þau eiga þrjú börn. Árið 1951 fluttust þau Gunnar til Hveragerðis, þar sem Kristín átti heima æ síðan. Þar eignuðust þau tvær yngstu dæturnar. Önnur er Guðrún Erla, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, sambýlismaður Friðrik H. Ólafsson, tannlæknir; hún á eina dóttur. Hin er Ingibjörg Dagmar, verslunarmaður í Þorlákshöfn, gift Dagbjarti R. Sveinssyni, kennara; þau eiga tvær dætur. í Hveragerði undu þau sér vel og fluttu fljótlega í lítið hús, sem hét Eldborg, nú Þelamörk 26. Gunnar . vann ýmis störf við virkjanir og fleira, en átti þá þegar við mikla vanheilsu að stríða. Hann Iést fyrir aldur fram, hinn 1. desember 1958, ' eftir fjórtán ára hjónaband. Þá stóð Kristín uppi, ung ekkja með sex börn á aldrinum eins til sextán ára. Það má gera sér í hugarlund, að útlitið hafi ekki veirð bjart, þröngt í búi og lítið um stuðning frá trygging- um eða hinum opinbera geira. En þá sannaðist hið fornkveðna, að sá er vinur, er í raun reynist, og kom í ljós, að Kristín átti marga slíka. Urðu þeir til að rétta henni hjálpar- hönd á erfiðu skeiði, og mun hún síst hafa gleymt þeim vinargreiða, enda trygglynd með afbrigðum. Svo fóru bömin að hjálpa til við tekjuöflun, og Kristín vann tíma og tíma, eftir því, sem heilsa hennar og heimilis- ástæður leyfðu. Með slíkri samstill- ingu tókst að halda heimilinu saman, og hlýtur það að teljast ekki svo Iítið afrek. Á þessum erfiða tíma mun henni oft hafa komið í hug og orðið að leiðarljósi eftirfarandi hending: Ef að leiðin virðist vönd vertu aldrei hryggur. Það er eins og hulin hönd hjálpi er mest á liggur. (Höf. ókunnur). Þrátt fyrir þrengsli og oft lítil efni ríkti glaðværð og góður andi í Eldborg, enda börnin mörg og vin- irnir þeirra ætíð velkomnir. Þangað mátti leita með vandamálin, vel var hlustað á og góð ráð gefin. Oft komu Austfirðingar í heimsókn og hlutu góðan beina og hlýjar móttökur. Allir, sem ættaðir voru að austan, skipuðu sérstakan sess í huga Krist- ínar, og með börnum sínum vakti hún frændrækni og vinarþel í þeirra garð. Nú em liðin rösk átta ár síðan ég kynntist Kristínu fyrst, og mér er minnisstætt, hversu auðvelt það var og áreynslulaust að verða vinur hennar. Við Guðrún Erla, dóttir hennar, höfðum þá fellt hugi saman, og áður en ég vissi vomm við Kristín orðin mestu mátar. Þannig var hún, aðlaðandi og opin manneskja, fjarska jákvæð og glaðsinna og hafði unun af spjalli og samveru við fólk. Hún var fróð, ekki síst um ættfræði, og hafði ríkar og heilsteyptar skoðanir á málum. Viðmótið var hlýtt, og frá henni stafaði elskurík- um ljóma, sem kom að innan og tendraði skær augun. Börn hændust að henni, því að hún gat sjálf verið barn og þar með féiagi þeirra. Skap hennar var ríkt, en hún tamdi það vel, og hún gaf sig ógjarnan, fyrr en að fullreyndu. Fyrir tæpum þremur árum tók að bera á lömunareinkennum, og fór skjótlega svo, að hún missti málið. Eftir það tjáði hún sig skriflega og fékk að halda því fram til loka. Sjúkdómurinn ágerðist, máttur þvarr úr fótum og síðan koll af kolli, uns yfir lauk. Það þarf mikinn kjark og trúarstyrk til að taka slíku, sætta sig við hvern ósigurinn af öðrum og gera jafnan hið besta úr. Því að Kristín vildi lifa og trúði því statt og stöðugt, að eitthvað kæmi sér til hjálpar og hún næði heilsu á ný. Það er þungbært að standa hjá og horfa á lífsglaða og sterka konu að velli lagða af vágesti, er kreppir að með stigvaxandi lömunarþunga, hreppir hvert varnarvirkið af öðru, án þess að nokkur mannlegur máttur fái rönd við reist. En hvað er það til móts við áraun þess, er fyrir verður? Það þarf meira en meðalhetju til að standast slíkt, óbuguð og með fullri andlegri reisn allt til hinstu stundar. Slík hetja var Kristín. Sérstakar þakkir skulu færðar hér starfsfólki á Grensásdeild Borgar- spítala fyrir alúð og indæla umönn- un, er gerðu dagana léttbærari. En nú er Kristín farin til fundar við mann sinn og ástvini, meira að starfa Guðs um geim. Eftir stöndum við með söknuð í hjarta, ekki síst ömmubörnin átján, sem sjá á eftir Stínu ömmu, traustum vini og leik- félaga, sem ávallt var boðinn og búinn. Ég vil að lyktum þakka Kristínu fyrir kynninguna og kveðja hana með orðum bóndans í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð: Döpruð hjörtun, dugðu ráðin engin, dauðinn ísundur iífsins máði strenginn. Nú er tii enda grýtta leiðin gengin, en Guði se' !of því nú erhvíidin fengin. Bót fékk ei ráðið vdjans aflið vitra, veikindiþjá, þó fagurt sýnist ytra. Frá máttugra vaidi mundast sorgin bitra, svo manneðlið veika fer að skjáifa og titra. Ogeittersvo víst, þá bresta h'fsins böndin, að boðin mun aftur kœrieiksríka höndin, þegar við svífum Ijóss um fögru löndin, og ieyst er ogfrelsuð sorgurn þjáða öndin. (Halldór Halldórsson). Guð blessi minrtingu Krístínar Stefánsdóttur. Fríðrík H. Ólafsson t Þökkum hlýhug við andlát móður okkar og tengdamóður Guðrúnar H. Steingrímsdóttur frá Nýlendu Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun henni veitta. Skúli Halldórsson Svala Sigurðardóttir Helga Aðalsteinsdóttir Sigurlaug Zophonfasdóttir Brynjar Pétursson Steinunn G. Magnúsdóttir Hákon Magnússon Einar M. Magnússon Gunnar R. Magnússon Bára Magnúsdóttir Sólveig Magnúsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.