Tíminn - 18.02.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.02.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. febrúar 1988 Tíminn 3 Stéttarfélögin ganga frá samningi við erlent flugfelag: Flugleiðir hf. misstu bitann vegna 2700 króna mismunar Frá tilkynningu í gær um að V.R. og B.S.R.B. tækju tilboði Lion Air í orlofsferðir félagsmanna (f.v.) Sigrún Aspelund, formaður ferðanefndar B.S.R.B., Kristján Thorlacíus, B.S.R.B. og Pétur A. Maack, V.R. (Tíminn: Pjetur) Starfsmannafélagi Flugleiða varð ekki að ósk um samning við V.R.: Óljóst til hvaða ráða verði gripið 1 fréttatilkynningu B.S.R.B. og V.R. um samning við Lion Air um orlofsferðir í sumar segir frá opnu bréfi stjórnarmanna starfsmannafé- Iags Flugleiða (STAFF) til formanns V.R., sem birtist í einu dagblaðanna, þar sem hótað var úrsögn þeirra félaga úr V.R., sem ynnu hjá Flugleiðum, ef tekjumöguleikar þeirra yrðu skertir með því að samið yrði um orlofsferðir við annað fyrirtæki. Seinna gerði stjórn STAFF samþykkt, þar sem farið var fram á við stjórn Flugleiða og stjórn V.R. að allt yrði gert til að ná samkomulagi. Það hefur ekki tekist, en stjórnir V.R. og B.S.R.B. telja sig hafa fullreynt að semja við Flugleiðir, s.s. STAFF æskti. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um aðgerðir innan STAFF ennþá og því óljóst hvernig brugðist verður viðsamningi V.R. ogLion Air. þj Á fundum framkvæmda- nefndar Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur og ferða- nefndar B.S.R.B. að kvöldi þriðjudags var ákveðið að ganga frá samningi við flugfé- - lagið Lion Air í Lúxemborg um orlofsferðir félagsmanna. Áður en Lion Air var tilkynnt um þetta í gærmorgun, hafði ferðanefnd B.S.R.B. samband við fulltrúa Flugleiða og ítrek- aði ósk um að flugfélagið lækk- aði tilboð sitt. Því höfnuðu Flugleiðir alfarið. Um er að ræða fjórar ferðir í sumar með breiðþotu Lion Air milli Reykjavíkur og Lúxemborgar. Stéttarfélögin fá einnig að sjá um sölu um borð. Samningur milli Lion Air og stéttarfélag- anna verður undirritaður á næstu dögum. Kristján Thoriacíus, formaður B. S. R. B., sagði að fargj aldið kosti félagsmenn 8.800 krónur með Lion Air, en tilboð Flugieiða hefði verið nokkrum þúsundum króna hærra. Hann bryti trúnað gæfi hann það nákvæmar upp. Ábyrgar heimildir herma að um 2.700 kr. hafi skilið á milii minnst. Lion Air býður engan afslátt umfram umsamið fargjald. Gengið hefur verið frá sam- komulagi um leigu á bílum hjá bíialeigunni Lux-Viking, sem er í eigu Isiendinga, og orlofshúsum í Móseldalnum. Flug, hús og bíil í þrjár vikur kostar félagsmenn 27.600 kr., miðað við fjóra í húsi, en flug og rúmgóður bíll í jafnlang- an tíma kr. 15.250. Rætt hefur verið um, að fleiri stéttarfélög og jafnvel starfsmannafélög gangi inn í samninginn. Samtals stæðu þá um 40 þúsund manns til boða ofan- greind fargjöld. Alls éru sætin 1.996. „Það hefur komið á daginn að mun erfiðara er að fá hjá innlend- um aðilum hagstæð farmiðagjöld, heidur en verið hefur undanfarin ár. í því sambandi getum við nefnt að Flugleiðir hafa hækkað almenn fargjöld um 26%, eftir því sem þeir segja, en hækkun á fargjöldum tii B.S.R.B. og annarra stéttarsam- taka hefur verið u. þ. b. 52%. Þessu vildum við ekki una,“ sagði Krist- ján Thorlacíus í gær. „Þar við bættist mun hagstæðara tilboð frá nýju erlendu flugféiagi, Lion Air. Við eigum ekki í deilu við neinn. Leitað var hagstæðra kjara fyrir félaga samtakanna og málin þróuð- ust þannig að ekkert tilboð frá innlendum aðilum nálgaðist hið lága verð sem Lion Air bauð.“ „Við höfum staðið í samningum við þessi ágætu verkalýðsfélög að undanförnu og við teljum ekki að þeim viðræðum sé lokið,“ sagði Bogi Ágústsson, blaðafulltrúi Flugleiða. „Við viljum leggja áherslu á að það sem við bjóðum er allt annað og meira en þeir hafa rætt um við Lion Air. Við buðum aðgang að öllu okkar kerfi, ekki eina ferð til Lúxemborgar á þriggja vikna fresti, heldur tvær til þrjár ferðir á dag. Þá standa til boða tólf áætlunarstaðir með allri ferðaþjón- ustu sem um ræðir í stað eins hjá Lion Air. Þar að auki buðum við barnaafslátt." Kristján Thorlacíus sagði að ckki hefði komið til greina af Flugleiða hálfu að semja um aðra áætlunarstaði sérstaklega, ef tekið yrði öðru tilboði um flug til Lúx- emborgar. „Það var annað hvort allt, eða ekkert," sagði hann. „Þá var sama hvort við semdum við erlent flugféiag eða innlent!" „Okkar verðtilboð byggir á heildarferðapakka og ef mjög veigamiklir þættir úr honum falla úr fellur um leið forsenda fyrir afslættinum," sagði Bogi um það. „Það er beinlínis rangt, þegar því er haldið fram, að hækkun milli ára á fargjöldum til B.S.R.B. sé óeðli- leg. Hækkunin er 34-35% frá því sem var í fyrra, ekki 52% svo sem Kristján heldur fram, á meðan meðallaunakostnaður hjá Flug- leiðum hefur hækkað á milli 40 og 50%. Við lítum svo á, að okkar tilboð núna hafi verið það sama og í fyrra framreiknað og það sé mjög sanngjarnt, því að kostnaður hefur mjög aukist. Samanburður á til- boði Lion Air og Flugleiða er ómögulegur, því að við bjóðum allt aðra þjónustu og betri, því að meira er innifalið." þj Suðurlandsbraut 32, þangað sem verslunin 3-K er um það bil að flytja. 3-K á Suðurlandsbraut 32 f húsgagnaversluninni 3-K er mik- ið um að vera þessa dagana, því að verið er að flytja hana um set. Um margra ára bil hefur verslunin verið á neðstu hæð í húsi Olíufélagsins hf. að Suðurlandsbraut 18, en innan fárra daga verður hún opnuð í húsi Sambands ísl. samvinnufélaga að Suðurlandsbraut 32. Þar fær hún til umráða, a.m.k. til bráðabirgða, húsnæðið sem Byggingavöruverslun Sambandsins var lengi í á fyrstu hæð hússins, en starfsemi hennar hefur nú öll verið flutt í nýtt húsnæði uppi á Krókhálsi. Verslunin 3-K er sem kunnugt er í eigu þriggja sunnlenskra kaupfé- laga, og af því er nafn hennar dregið. Þau eru Kf. Árnesinga á Selfossi, Kf. Rangæinga á Hvolsvelli og Kf. Skaftfellinga í Vík. í henni eru seld margs konar húsgögn og innréttingar, sem framleidd eru í trésmiðjum þessara þriggja félaga, og einnig innflutt húsgögn. Verslun- arstjórar eru þeir Guðmundur Hali- dórsson og Ragnar Pétursson. Að Suðurlandsbraut 18 er svo ætlunin að útibú Samvinnubankans flytjist í meginhluta þess húsrýmis sem verslunin var í áður. Útibúið er núna í bakbyggingu þessa sama húss, þar sem farið er að þrengjast um það. Inn í núverandi húsnæði útibúsins er svo ætlunin að flytja Verðbréfaviðskipti Samvinnubank- ans, sem núna eru í byggingu aðal- bankans við Bankastræti. Gert er ráð fyrir að bankinn opni á nýja staðnum fyrir vorið. -csig Kjartan P. Kjartansson, fjármálastjóri SÍS: Þeir vitkast dag f rá degi „Við sendum inn endurkröfu um útlagðar greiðslur og kostnað af landinu. Þeir höfðu áður komið með upp á sitt eindæmi ávísun, sem átti að endurgreiða mér vegna greiðslu af landinu, svo og einhvern vaxta- kostnað sem þeir höfðu reiknað sjálfir. Ég sá strax að þetta voru rangar upphæðir og vildi ekki tapa neinum rétt fyrir bráðlæti eða tóm- læti, og neitaði að taka við ávísun- inni. Ég skrifaði þeim síðan bréf og gerði mínar kröfur og í framhaldi af því bættu þeir greiðslurnar og sendu mér þrjár ávísanir, sem voru sýnu hærri, svo ég mundi segja að þetta væri að tosast í rétta átt og ég tel að þeir vitkist frá degi til dags,“ sagði Kjartan P. Kjartansson, fjármála- stjóri SÍS í samtali við Tímann, en eins og mönnum er kunnugt hefur Kópavogskaupstaður ekki greitt Sambandinu að fullu þann kostnað sem það lagði út í þegar það festi kaup á Smárahvammslandi í Kópa- vogi, en var síðan meinað um kaupin og landið selt öðrum. „Ég er sannfærður um það að við fáum frekari greiðslur frá þessum mönnum, þegar þeir eru búnir að skoða betur þá endurgreiðsiureikn- inga og endurgreiðsluyfirlit sem ég hefi sent þeim. Sambandið er því alls ekki úrkula vonar um það að bæjaryfirvöld greiði þann kostnað sem við höfum farið fram á að þau greiði. Hitt er annað mál hvort að þeim verður sendur einhver annar og meiri kostnaður, um það hefur ekki verið tekin ákvörðun, og mér finnst það ólíklegt á þessu stigi,“ sagði Kjartan. Kjartan vildi ekki tjá sig um hve mikið Sambandið teldi að Kópa- vogsbær skuldaði því, en samkvæmt heimildum Tímans mun vera um að ræða rúma milljón króna. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.