Tíminn - 18.02.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.02.1988, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 18. febrúar 1988 Tíminn 13 „Síðasti keisarinn“ tilnefnd til níu Óskara Síðasti keisarinn (The Last Em- peror), mynd ítalska leikstjórans Bernardo Bertolucci, var tilnefnd til níu Óskarsverðlauna í gær. Sjónvarpsfréttir (Broadcast News) var skammt undan og var tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. AIl- ir þrír aðalleikararnir í Sjónvarps- fréttum, þeir William Hurt, Albert Brooks og Holly Hunter, voru til- nefndir til verðlauna fyrir leik sinn í þessari mynd um líf og ástir stjörnu sjónvarpsstöðvar einnar. Þrjár myndir voru tilnefndar til sex Óskarsverðlauna, þær voru Fatal Attraction, Empire of the Sun og Moonstruck. Mynd John Boormanns „Hope and Glory“ eða Von og vegsemd verður einnig í sviðsljósinu þegar Óskurum verðum úthlutað þann 11. apríl. Þessi breska mynd er byggð er á endurminningum Boormanns um lífið í Bretlandi á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar var tilnefnd til fimm verðlauna. Þar má nefna að Boormann var tilnefndur besti leik- stjórinn og myndin besta mynda ársins. Michael Douglas var tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki í myndinni Wall Street sem leikstýrt var af Oliver Stone. Aðrir karlleikar- ar sem bítast um Óskarinn í þessum flokki eru William Hurt, Marcello Mastroianni fyrir leik sinn í Dökk augu (Dark eyes), Jack Nicholson fyrir „Ironweed" og grínleikarinn Robin Williams fyrir túlkun sína á plötuþeytaranum í myndinni Góðan daginn, Víetnam (Good Morning, Vietnam). Cher var tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir hlut- verk sitt í Moonstruck. Glenn Close þarf einnig að sitja spennt í sæti sínu í Hoilywoodhöllinni í vor vegna þeirra frábæru takta sem hún sýnir í Fatal Attraction eða Hættuleg kynni og Holly Hunter vonast líka til að fá Óskarinn fyrir þátt sinn í Sjónvarps- fréttum. Hinar tvær leikkonurnar í þessum hópi eru Meryl Streep sem leikur útigangskonu í Ironweed og Sally Kirkland sem túlkar eldri leik- konu í myndinni Anna á mjög svo sannfærandi hátt. Broadcast News, Fatal Attract- ion, Hope and Glory, The Last Emperor og Moonstruck voru til- nefndar til verðlauna sem besta myndin. Mynd franska leikstjórans Louis Malle um æsku sína „Au Revoir Les Enfants" eða Verið sæl börn, var tilnefnd sem besta' myndin á öðru tungumáli en ensku. Hinar fjórar myndirnir komu frá Danmörku, Noregi, Ítalíu og Spáni. Sumarhús - Veiðihús til sölu 20 ferm. + svefnloft. Tilbúið til flutnings. Upplýsing- ar í síma 91-38872 eftir kl. 16.00 Umboðsmenn óskast Tímann vantar umboðsmenn á eftirtalda staði: Húsavík, Dalvík og Neskaupstað Upplýsingar í síma 91-686300 BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:......91-31815'686915 AKUREYRI:........ 96-21715 23515 BORGARNES:........... 93-7618 BLONDUOS:........ 95-43504568 SAUÐARKROKUR: 95-5913 5969 SIGLUFJORÐUR: ...... 96-71489 HUSAVIK: ........ 96-41940 41594 EGILSSTAÐIR: ........ 97-1550 VOPNAFJORÐUR: .... 97-3145 3121 FASKRUÐSFJÖRÐUR: . 97-5366'5166 HÖFN HORNAFIRÐI: .... 97-8303 interRent Traktorar xv* Búvélar Söluskrá notaðir traktorar Ford 4610 4x4 ’85 Ford 4610 ’82 M.F. 575 MP 78 M.F. 165 74' Ford 3600 79 Ford 6600 78 Ford 4110 ’82 M.F. 35 '59 Ford 4100 78 0 ÞÓRf SlMI 681500 ÁRMÚLA 11 GRASFRÆ { SÁÐVÉLARj í * ■ ’v Góð sáðvél í grasfræið. 3 m vinnslubreidd. Fyrirliggjandi. KAUPFÉL ^SBÚNAD/ ÖGIN OG ARDEILD ^SAMBA ÁRMÚLA3 REY Þorrablót framsóknarmanna í Reykjavík Þorrablótiðokkarverðurhaldið í Þórscafé, Norður- Ijósasal, föstudaginn 19. febrúar og hefst kl. 20.00. Veislustjóri: Gissur Pétursson, form SUF. Ræðumaður kvöldsins: Guðni Ágústsson alþingis- maður. Gamanvísur flytur Valur Óskarsson og leiðir fjöldasöng. Samkvæmisleikir í umsjón FUF. Við skorum á alla framsóknarmenn að koma. Miðaverð er ótrúlega iágt, aðeins kr. 2.100. Miðapantanir í síma 24480. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík Stjórnmálaskólinn áhugafólk athugið! Stjórnmálaskóli SUF og LFK hefst þriðjudaginn 23. febrúar 1988, kl. 20.00 að Nóatúni 21. 23. febr.: Efnahagsmál, Gunnlaugur Sigmundsson. 1. mars : Umhverfis- og heilbrigðismál, Hermann Sveinbjörnsson og Finnur Ingólfsson. Efni skólans auglýst nánar síðar. Stjórnmálaskóli SUF og LFK Kjalarnes - Kjós - Mosfellsbær Fundur með Jóni Helgasyni landbúnaðarráðherra í Fólkvangi miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20.30 Kjördæmissambandið íbúar í Hvassaleiti, Háaleiti, Fossvogi, Bústaðahverfi og Blesugróf! Miðvikudaginn 24. febrúar 1988 kl. 20.30, mun Borgarskipulag Reykjavíkur efna til borgarafundar í samkomusal Réttarholts- skóla. Á fundinum verða kynnt drög að hverfa- skipulagi fyrir borgarhluta 5 þ.e. Hvassaleiti, Háaleiti, Bústaðahverfi, Fossvogshverfi og Blesugróf. Hverfaskipulag er unnið í framhaldi af nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. í því er fjallað sérstaklega um húsnæði, umhverfi, umferð, þjónustu og íbúaþróun og áhersla lögð á hvar breytinga er þörf og hvar þeirra er að vænta. Á fundinum verður óskað eftir ábendingum og athugasemdum frá íbúum. Virk þátttaka íbúa er ein af forsendum fyrir góðu skipulagi. t Eiginmaður minn, Garðar Sigfússon húsvörður Espigerði 2, Reykjavík lést í Borgarspítalanum aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar. Emilia Böðvarsdóttir t Útför mannsins míns Bjöms Sveinbjörnssonar, fyrrv. hæstaréttardómara Erluhrauni 8, Hafnarfirði ferfram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 19. þ.m. kl. 13.30. Rósa Loftsdóttir hb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.