Tíminn - 18.02.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.02.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 18. febrúar 1988 iPiililllÍlllillll iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini FRIMERKI Exp>ort Bank í Washington. Hann dvaldist á fslandi í nokkur ár er hann fárra. Tvær leiðir væru helst færar. Önnur væri sú að safna saman og eða endurrita yfirgripsmikla bók um sem flest sérsvið íslenskrar frí- merkjafræði svo að næðist til nær allra þeirra er safna íslenskum frí- merkjum, sem væntanlegra kaup- enda. Hin væri sú að gefa efnið út í smáheftum á ódýran hátt. T.d. unnið á tölvu og síðan ljósritað. Var þar nefnd sem dæmi bók Þórs Þorsteins um íslensk pósthús og stimpla þá er hafa verið notaðir á þeim, sem stjörnudæmi. Þessu hefur nú þegar verið fylgt eftir. Út er komið á þennan hátt hefti yfir öll þau frímerkjakort (Maximkort), sem gefin hafa verið út af íslensku póstmálastjóminni. Eru í heftinu allar helstu uppiýsingar um þessi kort og tilefni útgáfu þeirra, hvaða frímerkjaútgáfur em birtar á þeim, hver vann og teiknaði eða hannaði. Afbrigði þau sem þekkt em í kortunum og þá vitanlega upplög þeirra. Hefti þessi eru gefin út sem handrit og má fá þau hjá undirrituðum, Laugarhóli, 510 Hólmavík. Kostar hvert hefti krónur Jón A. Jónsson ræðir við félaga í Klúbbi Skandinavíusafnara á jóla- fundi þeirra í Gerðubergi. Þama eru morg þekkt andlit en auk þess er vert að gefa gaum ungu söfnurunum til vinstri á myndinni. 250,- burðargjaldsfrítt. Þá var áður komið út á þennan hátt hefti um flug til og frá og um ísland. Er það fáanlegt á sama hátt. Loks er svo að koma út hefti um allar þekktar dagsettar fjórblokkir úr frönsku prentuninni, eða Datumfjórblokkir eins og Svíar kalla þær. Þama verður um samskonar hefti með samskonar kjörum að ræða. Geta lesendur skrifað undirrituðum ef þeir vilja eignast þessi hefti. Hefur heftið um flug t.d. selst mjög vel í Bandaríkj- unum. Sigurður H. Þorsteinsson. Á jólum Kringum jólin er oft mikið um að vera hjá frímerkjasöfnurum. Það er orðin föst venja hjá Félagi frt'- merkjasafnara í Reykjavík að halda sérstakan hátíðlegan jólafund, þar sem menn gera sér ýmislegt til gamans. Þá em oft hvers konar keppnir og happdrætti er menn fá tækifæri til að eignast skemmtilega hluti í safn sitt. Svo var einnig á þessum jólum. Klúbbur Skandinavíusafnara hélt einnig stóran jólafund að þessu sinni. Var boðið til þessa fundar Jóni A. Jónssyni fyrrv. formanni L.Í.F. og sýndi hann og sagði frá safni sínu afdönskumfrímerkjum. Vargerður góður rómur að máli hans og mikið rætt saman á eftir. En það var víðar en hér á landi, sem menn hittust til að ræða íslensk frímerki um síðast liðin jól. í Washington í Bandaríkjunum hitt- ust einnig þrír menn gagngert til að ræða söfnun íslenskra frímerkja og þá alveg sérstaklega þær bókmenntir er til em um söfnun þeirra og hvort eitthvað mætti gera til að auka þær. Þetta voru Reidar Nörby, deildar- stjóri póstmáladeildar Smithsonian Institutc, eða Þjóðminjasafns Bandaríkjanna. Hefur hann einmitt með að gera deild þá er safnar saman frímerkjum og efni tengdu þeim. Hann gaf út um árabil tímarit- ið „Scandinavian Scribe", var rit- stjóri „The Posthorn“, sem er tíma- rit Scandinavian Collectors Club, International. Auk þessa hefur hann setið í fjölda af trúnaðarstöðum í félögum og samtökum frímerkja- safnara í Bandaríkjunum. Annar var svo George Donnegan, fram- kvæmdastjóri International Import- Reidar Nörby og George Donnegan ræðast við vestra um jólin. var í stöðu yfirmanns hiá bandaríska flotanum. Er hann Islandssafnari síðan. Hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstöðum hjá samtökum og félögum frímerkjasafnara þar vestra, auk þess sem hann hefur meðal annars verið formaður fslend- ingafélagsins í Washington. Aðal rannsóknarsvið hans hefur verið Afríkuríkið Katanga, frímerki þess og póstsaga. Hefur hann gefið út handbók um þetta ríki. Sá þriðji var svo undirritaður. Niðurstöður þessa fundar voru svo að erfitt væri að gefa út efni á bók um íslenska frímerkjafræði. Fyrst og fremst vegna þess að sala slíks efnis væri ekki mikil auk þess sem sérhæft efni höfðaði til mjög BÓKMENNTIR lllllllllll Út úr leiðindum Gyrðlr Eliasson: Gangandi ikorni, Mál og menning, 1987. Þetta er að mörgu leyti sérkenni- leg og óvanaleg skáldsaga. Eigi að gera grein fyrir henni í fáum orðum liggur trúlega einna næst að segja að hún fjalli um leiðir út úr leiðindum, eða með öðru orðalagi um það hvernig fólk geti fundið sér eitthvað til þess að drepa tímann með þegar það á við verkefnaleysi að stríða. Þá mætti einnig styðja það talsvert gildum rökum að hér sé, a.m.k. að hluta til, barnabók á ferðinni. Nánar til tekið er þetta saga um ungan dreng sem dvelst í sveit, nálægt þorpi einu, hjá miðaldra hjónum. Þau eru þrjú ein á bænum, og tímasetning sögunnar er óljós; helst er þó að sjá að hún geti átt sér stað fyrir svona á að giska þrjátíu árum. Vandamál drengsins er það að hann hefur allt of lítið að gera. Ekki er að sjá að honum séu fengin ein eða nein verkefni við búskapinn, og leikfélaga á hann enga, utan hundinn á næsta bæ. Helsti stóratburður sögunnar er þegar konan á bænum fer einn daginn með hann til þorpsins þar sem læknirinn dregur úr honum tönn. Aðgerðarleysið hefur svo það í för með sér að drengurinn leiðist út í prakkaraskap og óknytti, eftir því sem á slíku er annars kostur þarna í einangrun sveitarinnar. Annars les hann líka talsvert, og kvöld eitt fer hann að blaða í gömlum dönskum dýrabókum sem til eru á bænum. Það hleypir ímyndunarafli hans af stað, og þar með seinni hluta sögu- nnar. Þar segir frá því er hann sest einn daginn við að teikna á brúnan mask- ínupappír sem hann breiðir á borð- stofuborðið heima hjá sér. Á blaðið teiknar hann síðan lítinn íkorna, sem stendur við strákofa með garði og lítilli tjörn við hliðina á. Er svo skemmst frá að segja að þessi íkorni holdgast, og það sem eftir er bókar segir frá ferð hans til borgarinnar, dvöl hans þar og kynnum af margvís- legum dýrum, og síðan ferð hans heim aftur. Að þessu leyti má því segja að hér sé á ferðinni saga af þeirri tegund sem fjalla um hugarheim barna, ímyndunarafl þeirra og lýsingar á því á hvern hátt þetta er frábrugðið hugarheimi hinna fullorðnu. Er slíkt vitaskuld ekki nýstárlegt í þeim mæli að til stórtíðinda heyri. En hitt er þó óvenjulegra í slíkum „barnasögum" að þau ævintýri, sem bömin spinna upp í huga sér, séu gerð raunveruleg í þeim mæli sem hér er og að sjálfu söguefninu. Hér fer það nefnilega ekki á milli mála að það er saga íkornans, sem er aðalatriðið, en ekki lýsing drengsins. Og að því Ieyti er þessi saga ólík flestum öðrum bókum sem við eigum að venjast og skrifaðar em um böm og fyrir böm. Veikleiki sögunnar felst hins vegar í því hvað hún er átakalítil og hvað fátt gerist innan spjalda hennar. í borginni kynnist íkorninn ýmsum dýmm, svo sem sankti Bernharðs- hundi, skógarbirni, kanínu og ketti, en maður er þar enginn utan einn apótekari. Að því er hundurinn fræðir hann á hafa mennirnir flestir verið gerðir höfðinu styttri. En nán- ari skýringar eða lýsingar á þeim atvikum, sem leitt hafa til valdatöku dýranna í þessari borg, eru þarná engar, hvað þá atburða- eða per- Stefán Snævarr: Hraðar en Ijóðið, Greifinn af Kaos, Rv. 1987. Þrátt fyrir það að heiti þessarar bókar gæti við fyrstu sýn virst vera skírskotun til verulegs hraða, kannski fyrst og fremst vegna hljómlíkingar þess við „hraðar en hljóðið“, þá sýnist mér samt að það sem fyrir höfundi vakir sé að leggja áhersíu á þá kyrrstöðu sem í ljóð- forminu felst. Þetta má marka af upphafsljóði bókar hans, sem hún dregur nafn sitt af og svo hljóðar: Hraðar en Ijóðið sverðið sem klýfur holdið. Gyrðir Elíasson rithöfundur. Hraðar en Ijóðið flaugin sem klýfur loftið. Hraðar, hraðar en Ijóðið steinninn, súlan, styttan. Þetta held ég að verði að skilja þannig að áherslan sé hér á þeirri kyrrð og þeirri ró sem ríkir innan ljóðsins, þrátt fyrir allan hraðann umhverfis, og er það vissulega boð- skapur sem ávallt er tímabær. Ánnars eru ljóðin hér flest frekar smágerð. Það er einkcnni þeirra að höfundur er opinskár, og víða em ljóð hans myndræn. Sérstaklega má sem dæmi nefna tvö örstutt ljóð sem hann yrkir um Reykjavík og fela í sér furðu skýrar myndir af borginni, sónulýsingar af þeirri stærðargráðu sem lyft gætu sögunni eitthvað um- talsvert upp fyrir hversdagsleikann. Þvert á móti er þama á ferðinni ein saman lýsingin á heldur fábreyti- legu og daufu borgarlífi. f þessum efniviði hefði röskur rithöfundur hins vegar getað fundið sér margs konar söguefni til þess að lyfta verkinu, kveikja fon’itni, skapa spennu og leiða þráðinn síðan áfram til áhrifameiri sögulausnar en hér er gert. En þessu hefur ekki verið sinnt hér, og er það miður. Fyrir vikið er hér á ferðinni verk sem ber vissulega vott um áhugaverða formgáfu höf- undar síns og ríkulegt hugmyndaflug hans, en hefði eigi að síður þurft að fá töluvert meiri úrvinnslu. þrátt fyrir knappt form. Aftur á móti er efni ljóðanna yfirleitt öllu fábreyttara en æskilegt hefði mátt telja. Þótt höfundi sé greinilega mikið niðri fyrir á köflum þá fer ekki á milli mála að áhugi hans á myndmáli og hnitmiðun þess situr í fyrirrúmi. Af þeim sökum er engu lfkara en að honum láist á stundum að gæta þess að gott ljóð þarf jöfnum höndum að samanstanda af innihaldi og formi. Frá þessu eru vissulega undantekningar, svo sem í ljóði sem þarna er og heitir Kólumbus snýr aftur, og öðru sem heitir Rokk- draumar. En í heildina skoðað fer samt ekki á milli mála að meiri alúð við efnisval og boðskap hefði hér getað skilað töluvert markvissari verkum. -esig -esig Myndræn smáljóð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.